Dagur - 21.08.1985, Blaðsíða 1

Dagur - 21.08.1985, Blaðsíða 1
GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREYRI TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS 68. árgangur Akureyri, miðvikudagur 21. ágúst 1985 91. tölublað Rjómabragð af mjólkinni - sem reyndist svo alls ekki vera neinn rjómi - Það er rétt, það var rjóma- bragð af mjólkinni frá okkur þennan dag, en það var ekki vegna þess að hún væri feitari heldur en venjulega, heldur vegna mannlegra mistaka við gerilsneyðingu,“ sagði Júlíus Kristjánsson hjá Mjólkursam- lagi KEA, í samtali við Dag. Góð veiði í Hofsá Talsvert bar á því í síðustu viku, að neytendur skiluðu mjólkurfernum, sem skv. stimpl- un voru á síðasta söludegi 20. ágúst. Töluðu þeir um að rjómabragð væri af mjólkinni og starfsfólk Dags sannfærðist um að það voru engin ósannindi. Ástæðan fyrir rjómabragðinu var sú, að mjólkin var gerilsneydd við 90°C í staðinn fyrir 75°C. Við þetta brotnar eggjahvítan niður í mjólkinni og af því verður rjóma- bragð. Að sögn Júlíusar hefur mikið af þessari mjólk verið skil- að inn, því fólk kunni ekki við þetta rjómabragð af mjólkinni sinni. - GS Á mánudaginn var spiluð ein lengsta golfhola landsins. Það voru nokkrir félagar í GA, sem slógu upphafshögg á miðju gólfi Slippstöðvarinnar, þar sem var teigur á fyrsta golfvelli félagsins. Síðan léku þeir upp á völl númer tvö, við Þórunnarstræti, og síðan upp að Jaðri. Hér tekur Smári Garðarsson fyrsta höggið. Hann lék þessa holu best, eða á 50 höggum. Mynd: KGA. - rúmlega 900 laxar komnir á land Veiöi í Hofsá í Vopnafirði hef- ur gengið mjög vel eftir því sem Bragi Vagnsson á Bustar- felli sagði. Það hafa veiðst um 900 laxar fram að þessu á laxa- svæðinu, og um 20 á silunga- svæðinu. Sá stærsti sem komið hefur úr ánni er tæp 20 pund. Allt árið í fyrra náðust á land 180 laxar, svo það má segja að góður fjörkippur hafi komið í ána. Bragi taldi marga samverk- andi þætti ráða því að veiðin hef- ur glæðst svo mikið. Nefndi hann átumagn í sjó, tíðarfarið í fyrra, hlýindi sjávar, seiðafjölda í ánni og margt fleira. Bragi nefndi að Færeyingum hefði gengið illa að veiða lax úr sjó í vetur og gæti það haft áhrif. Síðast en ekki síst hafa Vopn- firðingar sleppt seiðum á ólax- genga hluta árinnar og er talið að það hafi gert mikið fyrir ána. -gej Jón fékk heiðure- kross ÍSÍ í 50 ára afmælishófi Golf- klúbbs Akureyrar sem haldið var um síðustu helgi voru mcnn heiðraðir fyrir störf í þágu klúbbsins og íþróttar- innar eins og venja er við slík tækifæri. Jón G. Sólnes var einn þeirra sem hlutu gullmerki Golfklúbbs Akureyrar. Þá afhenti Sveinn Björnsson forseti íþróttasam- bands íslands Jóni heiðurskross ÍSÍ sem er æðsta viðurkenning er þau samtök veita. Aðeins einu sinni áður hefur kylfingur orðið þess heiðurs aðnjótandi en það var Páll Ásgeir Tryggva- son sendiherra og fyrrverandi forseti Golfsambands íslands. gk-- „Feit og góð loðna“ - sem veiðst hefur sunnan 68. breiddargráðu Enn sem komið er hafa aðeins tvær verksmiðjur fengið loðnu af miðunum við Jan Mayen, Sfldarverksmiðja ríkisins á Raufarhöfn og loðnubræðsla Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf. Eins og fram kom í fréttum um helgina bjóða Síldarverksmiðjur Akureyri: Ný sundlaug fyrir bömin? „Ég veit af fólki, sem kemur ekki hingað í sund vegna þess að það er svo mikið af börnum hér sem yfirtekur Iaugina,“ sagði Haukur Berg, sund- laugarstjóri, í samtali við Dag. En til stendur að byggja barna- laug á sundlaugarsvæðinu. Mun hún væntanlega verða sunnan við gömlu laugina. Það er hugmyndin að börn sem vilja leika sér og svamla í vatninu hafi þessa laug fyrir sig, en gamla laugin verði fyrir þá sem vilja synda sér til heilsubótar. Barnalaugin verður væntanlega 25x10 metrar. Heim- ild er fyrir því að láta hanna laug- ina og verður þá hægt að byrja á byggingu hennar næsta sumar. - Það fer svo eftir vilja bæjar- yfirvalda, hvort ráðist verður í þetta verkefni næsta sumar, sagði Haukur. Hann gat þess jafnframt, að þótt börnin væru stundum fyrirferðarmikil, þannig að fullorðnir veigruðu sér við að fara í laugina, þá vildi hann endi- lega að sem flest þeirra kæmu í sund. Fyrirhuguð barnalaug væri hins vegar langþráð viðbót, þannig að enn fleiri geti notið þess að iðka sundið. - gej ríkisins loðnuseljendum 10% hærra verð fyrir loðnuna en það hámarksverð sem ákveðið var á dögunum, en það virðist ekki duga til að koma í veg fyrir að flestir bátarnir sigli framhjá Raufarhöfn og til Eskifjarðar. Það bendir til að seljendur fái betra verð á Eskifirði en ekki hefur fengist staðfest í hverju sú yfirborgun er fólgin. Tólf bátar eru nú farnir til þessara veiða og fjölgar þeim smám saman. Það gæti því farið að styttast í að verksmiðjurnar á Siglufirði, Ólafsfirði og Krossa- nesi fái loðnu til bræðslu og eins eru Bolvíkingar að búa sig undir vertíðina. Ekki verður opnað fyr- ir veiðar sunnan 68. breiddar- gráðu fyrr en 1. október en bæði togarar og rækjubátar sem verið hafa á veiðum djúpt undan Norð- urlandi hafa fengið eitthvað af loðnu í veiðarfærin og segja sjó- mennirnir að það sé bæði feit og góð loðna. Því hafa komið fram kröfur um að Hafrannsókna- stofnun sendi skip á þessar slóðir til að mæla stofninn. í ljósi þeirra niðurstaða sem úr þeirri rann- sókn kæmu yrði síðan ákveðið hvort ekki væn rétt að færa mörkin eitthvað sunnar til að bát- arnir þyrftu ekki að eyða olíu í að sigla yfir loðnuna. -yk. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri: Þyrluvöllurínn undirbyggður - en ekki til fjárveiting fyrir maibikinu Allt útlit er fyrir að þyrlu- völlurinn, sem er í byggingu við Fjórðungssjúkrahúsið á Ak- ureyri, verði ekki tilbúinn fyrr en á næsta ári, þó ekki sé ann- að eftir en að malbikn völlinn. Bæjarstjórn Akureyrar gat ekki fallist á að láta fram- kvæma það verk, þar sem ekki var gert ráð fyrir því á fjár- hagsáætlun. Gísli Ólafsson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn á Akureyri, sem nú er fulltrúi Almannavarna hér nyrðra, hefur haft veg og vanda af undirbyggingu vallarins. Honum hefur tekist að fá menn til að vinna að því verki endur- gjaldslaust. Gisli sagði að völlur- inn væri tilbúinn fyrir malbikun, en úr því gæti líklega ekki orðið fyrr en á næsta ári, þegar veitt hefur verið til þess fé á fjárhags- áætlun. Það er því ekki útlit að þyrluvöllurinn komi að gagni í bráð. - Það er mikið nauðsynjamál fyrir stærsta sjúkrahúsið utan Reykjavíkur, að hafa slíka að- stöðu fyrir þyrlu. Þess vegna vil ég konta á framfæri þakklæti til allra þeirra fjölmörgu aðila, sem sýnt hafa þessu máli skiining, sagði Gísli Ólafsson. - gej

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.