Dagur - 21.08.1985, Síða 7

Dagur - 21.08.1985, Síða 7
21. ágúst 1985 - DAGUR - 7 an publique-erfiði, eins og það skeði í Kaupinhafn, omsonst og án betal- ings“. En verkið mjakaðist áfram, þótt hægt færi. Kirkjan var byggð á gamla kirkjustæðinu, en færð lítið eitt til suðurs, og var því raskað nokkrum biskupagröfum, þegar grafið var fyrir undirstöðum norðurveggjarins, sem lagður var nær því eftir miðju gólfi hinnar fyrri kirkju eða aðeins norðar. Sýnt hefur verið fram á, að austurgafl kirkjunnar og austurhluti suðurveggjar, hvíla einmitt á hinum gamla Auðunarmúr sem undirstöðu (sbr. Árbók fornleifafélagsins 1960). Sumarið 1759 var gamla kirkjan rifin til fulls, en vorið eftir var tekið til við hleðslu veggjanna, enda kom þá til Hóla annar múrmeistari, Schlátzer að nafni. Verkinu miðaði þó enn sem fyrr hægt áfram. Stóð einkum lengi á tréverki öllu. Fyrir því var timbur- sveinn að nafni Christen Willumspn. En haustið 1763 átti að heita svo, að kirkjan væri fullger, en það er ber- sýnilegt, að mikið flaustursverk hef- ur verið á frágangi hennar að síðustu og reynt að hliðra sér hjá að full- komna verkið á þann hátt, sem til var ætlazt í upphafi. Turninn varð aldrei reistur, né heldur var settur söngpall- ur í kirkjuna, og timburþak af van- efnum í stað steinþaks. Sýnilega hafa allir aðiljar verið orðnir þreyttir á þessu verki, sem staðið hafði í full sex ár og kostað líklega þrefalt áætl- unarverð. Er og fullyrt, að af því mikla fé, sem safnazt hafði til endur- reisnar Hólastaðar, hafi verulegur hluti verið gripinn til að hressa við Björgvinjarkaupstað eftir staðar- brunann mikla 1757. Varð því lítið eftir til staðarbóta að öðru leyti, og Gísli biskup, sem mjög hafði mæðzt í kirkjusmíðarstarfinu, varð að þola það hlutskipti að búa í hinum niður- nídda biskupsbústað lítt eða ekki viðgerðum. En það er hróður Gísla biskups að hafa látið reisa Hóla- kirkju, hina fyrstu steinkirkju á ís- landi. Kirkjan var tekin út að viðstödd- um smiðunum 14. sept. 1763. Er sú lýsing nákvæm og rækilega upp talið allt, sem ábótavant þótti. Virðast út- tektarmenn ánægðir með verk Sab- inskys, en miður með verk timbur- sveinsins Willumsöns. Loks var svo kirkjan vígð 20. nóv. 1763 með mikilli viðhöfn, og er því öllu lýst vel af séra Þorsteini Péturssyni á Staðar- bakka.“ Ýmsar breytingar í áranna rás Dómkirkjan á Hólum hefur tekið ýmsum breytingum í tímans rás, aðallega að innanverðu. Hér er ekki rúm til að lýsa henni grannt að innan. Þcgar bændaskóli hafði verið stofn- settur á Hólum var ákveðið að fara út í stórfellda viðgerð á kirkjunni. Þá var ekki byrjað að meðhöndla gömul hús af þeirri varfærni sem nú er gert og virðist sem viðgerðin hafi verið eitthvað handahófskennd. Til að mynda voru milligerð, bekkir og gráður tekin í burtu og annað sett í þeirra stað, en gamla tréverkið selt á upboði. Sem betur fer keypti Jón Björnsson, skólastjóri, sumt af því og varðveittist það hjá honum, þar til Matthías Þórðarson, þjóðminjavörð- ur, gerði gangskör að því að koma kirkjunni í það horf sem áður var. Kirkjan er nú næsta lík því innan, sem hún var í upphafi, nema hvað tréverkið er allt nýtt, þótt með gamla sniðinu sé. Turninn, sem stendur norðan við kirkjuna, var reistur árið 1950 fyrir frumkvæði Sigurðar Guðmundsson- ar, arkitekts. Byggingarmeistari var Hróbjartur Jónasson, sem einnig hefur unnið mikið að lagfæringu kirkjunnar. Turninn er helgaður minningu Jóns biskups Arasonar. Nú hefur Hóladómkirkja látið verulega á sjá og sumir gripir hennar hafa legið undir skemmdum. Það er því ljóst, að á næstu árum þarf að gera á henni verulegar endurbætur, til að Hólar rísi undir nafni sem bisk- upsstóll. - GS Útvegum með stuttum fyrirvara píanó og flygla af ýmsum gerðum. » m 'S 22111 Auglýsing um lögtök Þann 15. ágúst sl. kvaö bæjarfógetinn á Akureyri upp lögtaksúrskurð fyrir gjaldföllnum en ógreidd- um gjöldum til bæjar- og hafnarsjóðs Akureyrar álögðum árið 1985. Gjöldin eru þessi: Útsvör, aðstöðugjöld, fasteignaskattur, holræsa- gjald, vatnsskattur, lóðarleiga og hafnargjöld. Lögtökin verða látin fara fram án frekari fyrirvara fyrir ofangreiridum gjöldum, á kostnað gjaldenda en ábyrgð bæjar- og hafnarsjóðs, að liðnum átta dögum frá birtingu þessarar auglýsingar. Bæjargjaldkerinn Akureyri. jur óskast Amtsbókasafnið á Akureyri vilf ráða bókasafns- fræðing í hálft starf, frá 1. október næstkomandi, eða síðar. Umsóknarfrestur er til 15. september nk. Upplýsingar um starfið veitir Aðalbjörg Sigmars- dóttir héraðsskjalavörður í síma 96-24141. Amtsbókavörður. AKUREYRARBÆR Lokahátíð Lokahóf Vinnuskólans verður haldið í Dynheim- um nk. föstudag 23. ágúst. Hundadagar eru senn á enda og því vel við hæfi að fagna. Mætum því öll í skrautklæðum og förum í skrúðgöngu kl. 20.00. Á eftir verður síðan skrautklæðadiskó með tilheyrandi ívafi og er því æskilegt að þið mætið förðuð og í furðufötum. Skemmtum okkur öll í lok starfssumars. Ath. Þetta hóf er eingöngu fyrir starfsfólk Vinnuskolans. AKUREYRARBÆR Starfsmann vantar hjá Strætisvögnum Akureyrar frá 1. september. Starfið felst í þrifnaði á vögnum S.V.A. Vinnutími er eftir kl. 24.00 virka daga. Uppl. gefnar á skrifstofu S.V.A. að Draupnisgötu 3 til 27. ágúst. Forstöðumaður. Eigum sumarhjólbarða í flestum stærðum, sólaða og nýja. Véladeild símar 21400 og 22997. Gúmmíviðgerð Körfur á hjól Nýkomið körfur á hjól Póstsendum KOMPAN Skipagötu 2, Akureyri, sími 96-25917. Á söluskrá: Tjarnarlundur: 4ra herb. íbúð á 4. hæð. Hamarstígur: 6 herb. efri hæð í tvíbýlishúsi. Gránufélagsgata: 4ra herb. íbúð á 2. hæð. Laus strax. Lækjargata: 2-3ja herb. ódýr íbúð. Góð kjör. Norðurgata: 3ja herb. íbúð á neðri hæð í tvíbýli. Vanabyggð: 5 herb. raðhúsíbúð. Smárahlíð: 3ja herb. íbúð á 1. hæð. Skarðshlíð: 2ja herb. íbúð á 3. hæð. Laus strax. Eldra einbýlishús á Svalbarðseyri. Hrafnagilsstræti: 5 herb. íbúð á efri hæð í tvíbýli. Reykjasíða: Einbýlishús á einni hæð með bílskúr. Tjarnarlundur: Lítil 2ja herb. íbúð á 2. hæð. Svala- inngangur. Bakkahlíð: Einbýlishús á einni hæð. Stórholt: 4-5 herb. íbúð á neðri hæð. Henni geta fylgt tvö herbergi, eldhús og snyrting í kjallara. Til sölu sem ein heild eða sitt í hvoru lagi. Eyrarlandsvegur: 5 herb. íbúð á efri hæð. Norðurgata: 4ra herb. íbúð í parhúsi. Jörvabyggð: 5 herb. einbýlishús með bílskúr. Brekkugata: 4ra herb. íbúð. Kringlumýri: Efri hæð í tvíbýlishúsi ásamt bílskúr. Hannyrðaverslun í Miðbænum, húsnæði og lager. Símsvari tekur við skilaboðum allan solarhringinn. Fasteignasalan hf opið frá Granufélagsgötu 4, . efri hæð, sími 21878 5—7 e.h. Hreinn Pálsson, lögfræðingur Guðmundur Jóhannsson, viöskiptafræðingur Hermann R. Jonsson, sölumaður--------------

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.