Dagur - 21.08.1985, Blaðsíða 9

Dagur - 21.08.1985, Blaðsíða 9
21. ágúst 1985 - DAGUR - 9 ''sjy " ■ &■ , * Tekst Kristjáni Hjálmarssyni að verja Norðuriandsmeistaratitilinn á heima- velli. Mynd: gk-. Fyrsta leik- vika hafin íslenskar getraunir eru í þann mund að hefja starfsemi sína fyrir næsta ieikár. Fyrsta leik- vika er 24. ágúst en þá fara fram þeir leikir sem fyrsti get- raunaseðillinn samanstendur af. Umboðsmenn um alit land hafa þegar fengið seðlana svo nú ættu ailir að geta orðið sér úti um seðil. Getraunaseðlana er hægt að fá með mismunandi fjöída raða og kostar hver röð aðeins kr. 3,75. Nú er í fyrsta sinn boðið upp á seðil með 64 röðum. Með því gefst kostur á að tvítryggja leiki þ.e.a.s. setja má tvö merki við sex leiki. Síðastliðið starfsár voru greiddir út vinningar fyrir meira en 20 milljónir króna og í 17. leikviku var greiddur út stærsti vinningur í sögu fyrirtækisins, rúmlega hálf milljón króna. Af þessum tölum sést að vonin um vinning þarf ekki að vera óraun- hæf auk þess sem hér er um að ræða mjög einfaldan og skemmti- legan leik sem allir geta verið þátttakendur í. Það er útbreiddur misskilning- ur að hér sé um að ræða happ- drætti einungis ætlað knatt- spyrnumönnum. F*að er okkar reynsla að vinningshafar hafa ekki síður verið úr hópi þeirra sem lítið fylgjast með knatt- spyrnu. Ráðinn hefur verið nýr fram- kvæmdastjóri íslenskra getrauna, Birna Einarsdóttir viðskiptafræð- ingur og einnig var skipuð ný stjórn í febrúar síðastliðnum. Það er ætlun þessara aðila að auka vöxt og viðgang íslenskra getrauna. Norðurlandsmót í golfi: Kylfingar flykkjast til Húsavíkur Kylfingar á Norðurlandi munu eflaust fjölmenna til Húsavík- ur um helgina, en þá fer þar fram Norðurlandsmót á velli Golfklúbbs Húsavíkur. Mótið fer fram á laugardag og sunnudag og verða leiknar 36 holur með: og án forgjafar í karla-, kvenna og unglingaflokki. Skráning stendur yfir hjá golf- klúbbunum á Norðurlandi. Búast má við spennandi keppni í öllum þessum flokkum, í karlaflokki mun Húsvíkingurinn Kristján Hjálm- arsson berjast við kylfinga frá Akureyri um titilinn, í kvenna- flokki er líklegast að Inga Magn- úsdóttir fái harða keppni frá Jónínu Pálsdóttur og Sigríði B. Ólafsdóttur og í drengjaflokkn- um getur allt gerst í baráttu pilta frá Akureyri og Húsavík. Akureyrarmót 6. flokks síðari umferð: KA-pollar sigruðu í öllum leikjum Óhætt er að segja að KA hafi sýnt yfirburði í leikjum í 6. flokki Akureyrarmótsins. En seinni umferð var leikin mánudaginn 19. ágúst. Úrslit urðu þessi: KA-a-Þór-a 7:1 Þórleifur Karlsson skoraði 3 Gunnlaugur Torfason 2 Leó Örn Þorleifsson 1 Matthías Stefánsson 1 Elmar Sindri Eiríksson skoraði fyrir Þór. KA-b - Þór-b 4:0 Þórhallur Hinrikss. skoraði 2 Óli Björn Ólafsson 1 Ingimar Karlsson 1 KA-c - Þór-c 1:0 Ágúst Ágústsson skoraði fyrir KA. Hópferð til Ólafsfjarðar - á leik KA og Leifturs. Efnt verður til hópferðar frá Ak- ureyri á leik Leifturs og KA á laugardaginn. Farið verður frá Lundarskóla klukkan 12.30 á laugardaginn og til baka að leik loknum. Þeir sem vilja fara með og hvetja KA-menn í þessum leik hafi samband við Hauk Ásgeirs- son í síma 26222 eða Gunnar Ní- elsson í síma 22287. Það er því KA sem er Akureyr- armeistari í 6. fl. a og b. Úrslit fengust ekki í c-flokki þar sem Þór sigraði í fyrri leiknum, og stóðu því félögin jafnt að vígi eft- ir seinni leikinn. Leikurinn sem liðin leika í haustmóti verður lát- inn ráða um úrslit. LeikKA og ÍBÍ frestað Leik KA og ÍBÍ í 2. deild- inni í knattspyrnu sem vera átti á Akureyrarvelli í kvöld hefur verið frestað. Ekki er vitað hvað olii þess- ari frestun en ákveðið hefur verið að liðin leiki á Akureyri á föstudagskvöld í næstu viku. 3. deild NA-riöill: Hart barist um efsta sætiö Hörð barátta og tvísýn er framundan í NA-riðli 3. deild- ar í knattspyrnu. Það eru þrjú lið, Einherji, Tindastóll og Magni sem berjast um efsta sætið í riðlinum og 2. deildar sætið. Einherji er efstur eins og er með 32 stig en Magni og Tindastóll eru með 29 stig hvort lið. Ein- herji á hins vegar eftir að leika við bæði Magna og Tindastól og víst er að ekkert þessara liða ætl- ar sér annað en sigur í riðlinum. Lið HSÞ-b situr hins vegar eitt á botninum og virðist ekkert geta bjargað því frá falli. Næsta umferð verður leikin á laugardaginn. Þá mætast Þróttur og Leiknir á Neskaupstað, Valur og Magni á Reyðarfirði, Huginn og HSÞ-b á Seyðisfirði og Ein- herji og Tindastóll á Vopnafirði. Staðan: 32 29 29 25 18 16 14 11 Markahæstir: Bjarni Kristjánsson. Austra 10 Eiríkur Sverrisson, Tindastóli 8 Hringur Hreinsson. Magna 8 Jón Sveinsson, Val 8 Stefán Guðmundsson. Einherja 7 Einherji 14 10 2 2 32:15 Magni 14 9 2 3 29:16 Tindastóll 14 8 5 1 19:6 Leiknir F 14 8 1 5 20:19 Austri 15 4 6 5 24:21 Þróttur N 15 4 4 7 20:21 Valur Rf 14 4 2 8 20:27 Huginn 14 3 2 9 16:33 HSÞ-b 14 1 2 11 17:39 Okkur varð svolítið á í messunni við uppsetningu á prjónaþættin- um í síðasta helgarblaði. Þar segir Halla í uppskrift að unglinga- peysu: „Prjóni nú munsturprjón öðrum megin að framan, eins og teikningin sýnir . . .“ En því miður gleymdum við að birta teikninguna, en hér með er bætt úr því. Li r SLBTV (. - SRUáBÍn!'

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.