Dagur - 21.08.1985, Blaðsíða 2

Dagur - 21.08.1985, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 21. ágúst 1985 Ætlar þú í berjamó í sumar? Kristján Pálsson: Ef það verða einhver ber, þá geri ég það. Ef það verður ekkert sólskin er hætt við að berjaspretta verði léleg. Róbert Róbertsson: Ég er ekki farinn að hugsa út í það. Georg Jónsson: Ja, ég er hræddur um að við verðum að fá meira sólskin ef ég á að komast í berjamó. Ef ekki styttir upp alveg á næst- unni verður lítið af berjum. Davíð Bjarnason: Já, kannski um næstu helgi. „Ég tók við þessu starfi 1. október á síðastliðnu ári, þá til bráðabirgða í 1 ár. Þórhallur Bragason, skjalavörður sótti um árs leyfi frá störfum, en sagði síðan starfinu Iausu og ég sótti um það til frambúðar og verð sett formlega í það 1. október næstkomandi.“ Það er Aðalbjörg Sigmars- dóttir, héraðsskjalavörður í Héraðsskjalasafni Akureyrar og Eyjafjarðarsýslu, sem kom- in er í Viðtal Dags-ins. Aðalbjörg er Bakkfirðingur, en fór til Reykjavíkur 1968 er hún hóf nám í gagnfræðaskóla. Á sumrin dvaldi hún á heima- slóðum. Eftir gagnfræðaskóla- námið fór Aðalbjörg í Mennta- skólann í Hamrahlíð og síðan í bókasafnsfræði í Háskóla íslands. 1981 flutti hún til Akur- eyrar og hóf að starfa á Amts- bókasafninu í hálfu starfi sem bókasafnsfræðingur. „Eftir að ég lauk námi í HI starfaði ég við skólabókasafn á Seltjarnarnesi þar til ég flutti hingað norður," sagði Aðalbjörg. Hún var spurð hvað fælist í starfi héraðsskjala- varðar. „Það má segja að safnið hérna sé nokkurs konar útibú frá Þjóð- skjalasafni. Það á að sjá um að varðveita allar heimildir frá emb- ættismönnum og stofnunum hér á svæðinu. Það gilda ákveðnar reglur um hvað er skilaskylt og það er líka tekið við alls konar skjölum frá félögum og einstakl- ingum. í starfinu felst það aðal- lega að innheimta þessi gögn, það þarf að flokka þau og skrá og gera þau aðgengileg fyrir fólk. Það er eiginlega endalaus vinna að gera skrá yfir það sem til er.“ - Hefur Jjað þá ekki verið skráð jafnóðum? „Jú, það er til frumskrá yfir allt, en það er endalaust hægt að vinna upp úr því. Það er hægt að taka einstakt efni lyrir og sjá hvað er til um það. Eg er svona aðeins að byrja að vinna við það. Það er líka mikið haft samband við mig og ég beðin að fletta upp einhverju í gömlum skjölum. T.d. varðandi ættfræði. Amts- bókasafnið er með kirkjubækur á filmum og ég þarf talsvert að leita í þeim.“ - Er þetta stórt safn? „Já, ég býst við að þetta sé með stærri héraðsskjalasöfnum á landinu. Það er talað um fjölda númera í svona safni, en það seg- ir kannski lítið þó sagt sé að það eru yfir 6000 númer í þessu safni. Auk þess eru ýmis skjöl sem ekki er búið að skrá, t.d. fylgiskjöl frá bænum og kaupfélaginu. En við geymum öll slík skjöl, það hefur bara ekki gefist tími til að skrá þau.“ Að sögn Aðalbjargar eru um 12 héraðsskjalasöfn á landinu. Héraðsskjalasafnið hér þjónar Akureyri og Eyjafjarðarsýslu, en þó eru hér ekki geymd skjöl frá Ólafsfirði og Dalvík. Á Dalvík er sérstakt skjalasafn, sem þjónar Kona á Brekkunni hafði sam- band við Lesendahornið og vildi koma á framfæri athuga- semd til bæjaryfirvalda fyrir hönd íbúa við Rauðumýri, Grænumýri, Þingvallastræti og Norðurbyggð, vegna slysa- einnig Svarfaðardal. Héraðs- skjalasafnið er í húsi Amtsbóka- safnsins, en einnig eru skjöl í geymslu úti í bæ. Aðalbjörg var spurð hvernig skjöl þetta væru aðallega. „Við erum með mikið af gömlum verslunarbókum, sumar eru frá 1815. Verðmæti? Ég veit ekki hvað skal segja um það, en það er a.m.k. mikill fróðleikur í þessum skjölum. Við erum líka með mikið af fundargerðabókum frá bænum, alla nefndafundi og slíkt." - Er nauðsynlegt að hafa hættu við gangstíg sem liggur milli þessara gatna. „Þessi gangstígur er ekkert merktur og það munar ábyggi- lega oft litlu að það verði þarna stórslys. Þetta er svo blint og fyrir menntun í bókasafnsfræði í þessu starfi? „Það má eflaust deila um það, ég held að ég sé fyrsti bókasafns- fræðingurinn sem gegni starfi skjalavarðar. Það hafa ekki verið sett nein skilyrði um menntun til að gegna þessu starfi, en ég held að það sé mjög gott að geta kom- ið reglu á flokkun og skráningu því það sem enginn veit hvar er nýtist ekki.“ - Er hægt að koma á safnið og fá lánað heim? „Nei, en það er hægt að lesa nokkrum árum varð slys þarna. Þá var þetta merkt og sett upp handrið til að varna því að krakk- arnir gætu hlaupið beint út á götuna," sagði konan og hvatti til þess að þarna yrðu sett upp héraðsskjalavörður skjölin hér á bókasafninu og það má líka ljósrita úr þeim eins og hver vill. Það er þó nokkuð um að fólk fái lánuð skjöl, t.d. starfs- menn bæjarstofnana, fræðimenn og skólafólk. Þó hefur dregið úr notkun skólafólks á skjölum safnsins eftir að stóra ritgerðin í MA hætti að vera skylda." - Svona að lokum, er gaman að þessu starfi? „Já, ég er mjög ánægð, Ég vissi kannski ekki alveg til að byrja með hvað ég var að fara út í, en ég kann vel við mig.“ - HJS merki til að vara ö.kumenn við umferð gangandi og að jafnframt yrðu endurreist handriðin sem komu í veg fyrir að hægt væri að hlaupa beint út á göturnar sem liggja þvert á stíginn. Slysagildra á Brekkunni - við gangstíg sem gengur þvert á Norðurbyggð, Þingvallastræti,Grænumýri og Rauðumýri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.