Dagur - 21.08.1985, Page 6

Dagur - 21.08.1985, Page 6
6 - DAGUR - 21. ágúst 1985 Það getur faríð svo, að biskup ríði heim í Hóla á næstu fardögum til að hafa þar aðsetur. Þar með væri búið að endurreisa þetta forna biskupssetur. „Eg vona að úr því geti orðið og hugsa gott til þess, “ sagði sr. Sigurð - ur Guðmundsson, vígslubiskup á Grenj- aðarstað, í samtali við Dag. Hann kemur til með að setjast að á Hólum, sem vígslu- biskup yfir Hólastifti. Sigurður hefur verið sóknarprestur á Grenj- aðarstað í um 40 ár. - Ég er.ákaflega jákvæður gagn- vart því að endurreisa Hóla sem biskupssetur, sagði Sigurður. - Mér finnst eðiilegt, að vígslubiskup verði þar. Að vísu þarf að gera embættið veglegra, það þarf að gefa því ákveðnari svip og starfsreglur. Til þess þarf lagabreytingu og erindis- bréf frá biskupi. Þau hafa ekki tíðk- ast til þessa, þannig að verkefni vígslubiskupa hafa verið háð geð- þótta hvers biskups. Þó hefur þróun- in verið sú, a.m.k. hér í Hólastifti, að við höfum fengið meira og meira að gera, en það fer eftir því hvað bisk- upinn sendir okkur. Við viljum sem sé að þetta verði ákveðnara embætti, sem hafi sinn samastað, auk þess sem vígslubiskupinn verði ekki bundinn af stóru prestakalli. - Hvað finnst þér vinnast með því að fara í Hóla? - Fyrst og fremst að fá embættinu samastað á þessum forna sögustað, þar sem nú á sér stað mikil uppbygg- ing. Að mínu áliti verður meiri reisn yfir embættinu þar heldur en annars staðar. Þarna getur orðið nokkurs konar miðstöð, án þess að biskupinn sé í miðri hringiðunni, en þó með góðar samgöngur og starfsaðstöðu. Ég held að þetta yrði til að lyfta emb- ættinu verulega. - Þú ert sem sé ekkert hræddur um að einangrast þarna? - Nei, alls ekki, ekki við núver- andi aðstæður. Það hefði hugsanlega orðið fyrir 10-15 árum, en allar sam- göngur við Hólastól hafa gjörbreyst á síðustu árum. Langflestir eru einhuga með þessu - Er einhugur um þetta meðal presta í stiftinu? - Það eru sjálfsagt til efasemda- raddir, ég geri alveg ráð fyrir því. En langflestir eru einhuga með þessu. Og meðal almennings virðist mér vera vaxandi áhugi fyrir því að úr þessu verði. Hann hefur alltaf verið til staðar vestur frá, en hann er einn- ig fyrir hendi núna hér fyrir austan. - Er frekast að efasemdaraddir heyrist í austurhlutanum? - Ætli þær heyrist ekki helst frá Akureyri, því það hefur verið áhugi fyrir því hjá sumum, að aðsetur vígslubiskups verði þar. En ég held að það komi ekki til greina núna, því þá þyrfti að byggja allt upp frá grunni. Á Hólum er aðstaðan hins vegar fyrir hendi. Þar er gott prests- hús og embættið kæmi til með að fá að njóta þeirra mannvirkja sem til staðar eru á Hólum. - Sr. Sigurður Guðmundsson, vígslubiskup, er Akureyringur, fæddur og uppalinn í Fjörunni, en hann hefur nú þjónað í 41 ár á Grenjaðarstað. Hann var spurður' hvort það yrði ekki mikið átak fyrir - Góðar líkur á því að vígslubiskupinn í Hólastifti fái aðsetur á Hólum hann að rífa sig upp og flytja til Hóla. - Það er auðvitað átak að flytja, en ég hef aldrei slitið mín tengsl við Akureyri og þar ætla ég að búa að loknum starfsdegi hjá kirkjunni. Það breytir því ekki miklu, þó ég milli- lendi á Hólum og dvelji þar í nokkur ár. Raunar hugsa ég gott til þeirrar stundar og ég er bjartsýnn á að úr því geti orðið. Ég geri ráð fyrir því að ráðherra komi með frumvarp um þetta í haust, auk þess sem málið verður rætt í kirkjuráði og á kirkju- þingi, sagði sr. Sigurður Guð- mundsson. Saga Hólastaðar Nú, þegar rætt er um að Hólar verði aftur biskupsstóll, er ekki úr vegi að rifja upp sögu staðarins í grófum dráttum. Við þá upprifjun er stuðst við bækling um Hólakirkju eftir dr. Kristján Eldjárn. Þar kemur fram, að Hof er elsti bær í Hjaltadal, að því er talið er, og þar bjó Hjalti Þórðarson, sá er dal- inn nam. Hólar munu því hafa byggst úr Hofslandi, en er Hólar voru orðn- ir biskupssetur og stórkostleg búsýsla á staðnum, þá lagðist Hof í eyði og byggðist ekki aftur fyrr en í upphafi 19. aldar. Um miðja 11. öld bjó Oxi Hjaltason á Hólum og lét hann gera þar mikla kirkju. Um 1100 átti Illugi prestur Bjarnason Hóla, en hann gaf jörðina til biskupsseturs, er biskups- stóll var settur á Hólum árið 1106. Jón Ögmundsson varð fyrstur biskup á Hólum og síðar var hann gerður dýrlingur Norðlendinga. Á eftir honum kom Ketill Þorsteinsson, en síðan hver biskupinn á eftir öðrum í kaþólskum sið, allt til Jóns Arasonar. Hans biskupsdómi lauk 1550 með sögulegum hætti, en 1552 sest fyrsti biskupinn í lútherskum sið á Hólastól. Það var Ólafur Hjaltason og á eftir honum kom Guðbrandur Þorláksson. Síðan tók við hvert stór- mennið á eftir öðru, en síðasti biskup á Hólum var Sigurður Stefánsson. Hann lést 1798 og 2. október 1801 var Hólastóll aflagður með kon- ungsbréfi og jörðin seld árið eftir. Eftir það voru Hólar í einkaeign, allt þar til Skagafjarðarsýsla keypti jörð- ina 1882 og setti þar á fót búnaðar- skóla, sem enn er á staðnum, nú ríkisskóli. Sjö Hólakirkjur Alls hafa verið byggðar sjö kirkjur á Hólum, en sú kirkja sem stendur þar nú er vígð 20. nóvember 1763 og er því ríflega 220 ára gömul. Jón biskup Ögmundsson hafði ekki lengi setið á Hólum er hann reif niður kirkju þá sem fyrir hafði verið á staðnum og reisti mikla og fagra kirkju úr timbri, sem var fyrsta dóm- kirkjan á Hólum. Stóð hún fram um aldamótin 1300. Þá lét Jörundur bisk- up Þorsteinsson reisa nýja kirkju, sem stóð fram til 1394, en þá fauk hún í ofviðri. Líkur eru taldar til að Auðunn rauði Þorbergsson, eftir- maður Jörundar, hafi ætlað að láta byggja steinkirkju á Hólum, eins og títt var í öðrum löndum. En hann féll frá áður en úr því gat orðið. Danskur maður, Pétur Nikulásson, biskup, lét byggja nýja kirkju á Hólum þegar kirkja Jörundar fauk. Það var veg- legt hús, sem stóð allt fram á efri ár Guðbrands biskups Þorlákssonar, en þá fauk hún, líkt og kirkja Jörundar, í miklu norðanveðri 16. nóvember 1624. Þá hafði kirkjan staðið í 229 ár og er talið að kirkja Péturs hafi verið veglegasta dómkirkjan, sem byggð hefur verið á Hólum. Ný dómkirkja var byggð á dögum Guðbrands, úr bindingsverki að dönskum sið og stóð hún allt þar til undirbúningi að byggingu núverandi steinkirkju var lokið. Kirkja Guðbrands var því síð- asta dómkirkjan sem byggð var úr timbri á Hólum. Alls hafa verið byggðar 7 kirkjur á Hólum, tvær fyrir biskupsstól, 3 dómkirkjur í kaþólsk- um sið og 2 í lúterskum. Af gömlu kirkjunum er ekki til tangur né tetur, það er ekki einu sinni til mynd af þeim. Aðeins örfáir kirkjugripir hafa lifað þessar kirkjur. Steinkirkjan byggð Það gekk ekki átakalaust að koma steinkirkjunni upp á Hólum, en til að fræðast um byggingarsögu hennar gefum við dr. Kristjáni Eldjárn orðið: „Dómkirkjan á Hólum, sú er enn stendur, var reist á dögum Gísla biskups Magnússonar. Kom hann til stólsins 1755, einráðinn í að reisa staðinn við úr þeirri hörmulegu niðurlægingu, sem hann var kominn í, enda hafði bæði kirkjustjórnarráð- ið og Harboe biskup heitið Gísla full- tingi sínu, er hann loks lét til leiðast að verða biskup á Hólum. Þó að biskupsbústaðurinn væri óviðunandi, en dómkirkjan (Guðbrandskirkja) jafnvel talin sæmilega stæðileg (sögn síra Þorsteins Péturssonar), varð þó að ráði að gera ekki við hana, heldur reisa nýja. Fjár var fyrst aflað til þessarar framkvæmdar með því að leggja fyrir, að hver kirkja í Dan- mörku og Noregi skyldi láta 2 mörk af hendi rakna, og var Gísla biskupi tilkynnt þessi ráðagerð 1756. Ákveð- ið var, að kirkjan skyldi gerð úr steini, enda hafði Magnús amtmaður Gíslason talið, að þannig yrði hún ódýrari en úr timbri. Mikils virtur og háttsettur danskur arkitekt að nafni de Thurah, húsameistari konungs, gerði uppdrætti að kirkjunni, en Gísli biskup og Magnús amtmaður áttu að hafa tilsjón með verkinu. Upphaflega ver svo til þess ætlazt, að til byggingarinnar kæmu 600 ríkis- dalir frá Danmörku, en biskupsstóll- inn stæði undir kostnaði að öðru leyti, eða um % af áætluðu kostnað- arverði. En brátt kom í ljós, að þetta mundi reynast með öllu ókleift vegna harðinda hér á landi, og leyfði þá konungur, að í Danmörku og Noregi skyldi „tekin collecta“, almenn söfnun, til viðreisnar Hólastól. Átti hollvinur íslands, Harboe biskup, ef- laust drýgstan þátt í þessu ráði. Safn- aðist á þennan hátt saman stórmikið fé. Þýzkur múrmeistari að nafni Sab- insky, sem ráðinn var til að veita byggingunni forstöðu, kom til Hóla í ágúst 1757. Réð hann fljótlega til sín menn og fór að höggva stein til kirkj- unnar, rauðleitan mjúkan sandstein úr Hólabyrðu, fjalli því, er bærinn stendur undir. Steinninn var sprengdur með púðri og dreginn heim á vagni, einkum á frerum að vetrarlagi, en höggvinn til heima á staðnum. En verkið gekk skrykkjótt. Ekki leið á löngu áður en stjórnin þóttist verða þess vör, að verkamenn heimtuðu allt of hátt kaup, 2 mörk á dag, auk ýmissa fríðinda. Var þá gripið til þess ráðs árið 1758 að skylda bændur í Skagafirði, Eyjafirði og Húnavatnssýslu til að vinna kaup- laust við kirkjusmíðina eftir settum reglum. Þetta var að vísu gamall danskur siður, en íslendingar undu honum hið versta, og gekk skyldu- vinna þessi með mestu vandræðum þrátt fyrir endurteknar fyrirskipanir konungs. Segir séra Þorsteinn Pét- ursson á Staðarbakka, í Lagagriplu sinni, að bændur á Norðurlandi héldu, að „skárra mundi að þjóna á Bremerhólmi" en að „forrétta svodd-

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.