Dagur - 28.08.1985, Side 7
Mynd: KGA
6 - DAGUR - 28. ágúst 1985
28. ágúst 1985 - DAGUR - 7
ar umræöum og ákvörðunum urn hval- isþjöðfélagi og í öðru lagi gcfur þetta úr skipum og flugvélum, merkingu Hvalir eru þannig settirÉÉÍEfeal.-
innáþing veiðar í framtíðinni.“ Þarna kemur öilum tilefni til að halda að verið sé að hvala með senditækjum, sem gerði þjóðalög vegna þess að þetta eru teg-
fram að það er talið mikilvægt að auka :fara í kringum hlutina. Rannsóknaáætl- mönnum kleift að fylgja þeim eftir úr undir sem flakka um heimshöfin, það
as tvisvar, enn rannsóknir á hvalastofnunum til.að un af slíku tagi ætti auðvitað að þróast flugvélum og jafnvel gervihnöttum, og er ekki einu sinni vitað almennilega
nú aftur f ávallt sé til staðar besta möguleg vís- á löngum tíma í samvinnu allra hlutað- Ijósmyndun hvala. Þessar aðferðir, sem hvar þeir halda sig meirihluta ársins, en
jður-Eng- indaleg þekking. í nefndaráliti miuni- eigandi aðila og fyrir opnum tjöldum. ekki hefur verið sinnt nægilega mikið í það fáum við fyrst að vita þegar við
að fá að hluta utanríkismálanefndar var að vísu nú státar ráðherra sig af því að við gerð gegnum árin, telja þeir engu síður vera erum búin að radíómerkja dýr og fylgja
olltrúi hin lagt til að íslendingar mótmæltu áætlananna hafi verið leitað álits og sam- þær aðferðir sem skila árangri frekar en þeim eftir úr flugvélum og gervi-
vínnu margra vísindamanna og rétt er það. þær sem felast í veiðum. Þá eru margir hnöttum.
En það skýtur ansi skökku við að t.d. þeirra líka hræddir við þessa samtvinn- Ef ráðamenn hér gera sér ekki grein
Náttúruverndarráð sem er opinber úh veiða í vísindaskyni og þess að selja fyrir þessum mun á hvölum og öðrum
stofnun, skuli ekki hafa verið haft móð>' 'eigi afurðirnar. Þeir telja að þarna geti tegundum sem lifa í hafinu í kringum
f ráðum við gerð þessara áæðMef^' orðið árekstrar á milli og um það nefndi ísland, þá verður þeim mjög alvarlega
- Nú fóru þessar áætlaítír fyrir fund ég eitt dæmi hér að framan. Þetta sem á í messunni.
i fulltrúi einhverra alþjóðastofnana eða takmörkun v
! -samtaka. Ég sat fund Alþjóðahval- framt: „Bein
i veiðiráðsins fyrir hönd Intemational stjórnarinnar
IUCN
eitt árið með tilvísun til þess að það
taldi' það ekki geta breytt þessari még-
inniðurstöðu sá|j fengist heföi.' að
stofninn væri kothinn undir svoltölluð
friðunarmörk, þ.e. undir u.þ.b. 54% af
upphaflegri stærð. pess vegna var sara-
í fyrsta skipti sem ég opinberaði af-
stöðu mína í þessum málum var á vor-
rita fjórar greinar sem birtust f Norður-
landi og sfðar í Þjóðviljanum 27. maf
1979. t»ar fjallaði ég íeinni af greinun-
um um hvalinn sem hið félagslega
flökkudýr hafsins. Ég talaði um stefnu-
ef við jýmsa náttúruvernt
:ndis. (Þess má geta að
tt er sonur hins kunna he
i og er stofnandi World W
á þessum málum hefui
rúmlega 100 árum og þróuðu nútíma
veiðitækni með stórum byssum á hrað-
skreiðum gufubátum. Éftir. það var
hægt að taka hraðsyndari tegundirnar
og þessar tegundir hafa verið veiddar
frá lokum síðustu aldar og fram áþenn-
an dag. Fyrst á norðurhveli jarðar fram
til 1915. Þegar búið var að uppræta svo
til alla stofna þar var farið suður í
Suður-íshafið og haldið áfram þar á
verksmiðjuskipum og þar stunda Rúss-
ar og Japanir enn veiðar á hrefnu með
örfáum verksmiðjuskipum, en að öðru
leyti eru þessar veiðar svo til hættar.
Mér fannst að ég gæti ekki til lengdar
setið eingöngu með þessa sögulegu
vitneskju þegar ég sá hvernig þessi mál
héldu áfram að þróast um miðjan síð-
asta áratug. Mér fannst að ég ættj
taka þátt í því að stöðva þessa r:
á hvölum og þar er þá k
hvenær ég hóf afskiptj
armálum.
Hvenær var það? hamfmati^ ha
Þegar Greenpeace kom hér upp
sumarið 1979 fannst mér þeirra mál-
staður vera það jákvæður að ég hjálp-
aði þeim við að kynna sín sjónarmið
hér. En þau eru ekki einu erlendu nátt-
úruverndarsamtökin sem ég hef haft
náin samskipti við. Þar gæti ég talið til
bæði World Wildlife Fund og Alþjóða
náttúruverndarsambandið,
öðrum alþjóðastofnunum, ekki starfað
undir verndarvæng Sameinuðu þjóð-
anna. Ráðið starfar í þremur deildum.
Það er vísindanefnd ráðsins sem gerir
úttekt á vísindalegum gögnum og legg-
ur fram mat sitt á þeim. An hvers konar
atkvæðagreiðslu leggur nefndin fram
tilmæli og greinargerðir til tækninefnd-
ar ráðsins. Tækninefnd ráðsins er full-
skipað þing þar sem sæti eiga sendifull-
trúar aðildarríkja. Þegar ráðið á að
taka ákvarðanir er það fyrst gert í
tækninefndinni á grundvelli upplýsinga
frá vísindanefndinni. í tækninefndinni
þarf aðeins einfaldan meirihluta til að
vísa málum til allsherjarnefndar sem
svo er kölluð. Þar er endanleg ákvörð-
un tekin. Til þess þarf aukinn meiri-
hluta eða 3A atkvæða. Þannig er það
tryggt að engar ákvarðanir séu teknar
nema þær styðjist við vilja flestra full-
trúa Alþjóðahvalveiðiráðsins.
Það var þó heimilað að ef eitthvert
ríki er ósátt við ákvörðun allsherjar-
nefndar þá á það möguleika á að sker-
ast úr leik með svokölluðum mótmæl-
um almennt séð innan 90 daga. Það var
um slík mótmæli sem málið snerist á
Alþingi í febrúar 1983 þegar greidd
voru um það atkvæði hvort stöðva ætti
allar hvalveiðar í ábataskyni í heimin-
um.
- Hvernig hefur þú komist inn á þing
Alþjóðahvalveiðiráðsins?
Ég hef setið ársfundi i
fyrst árið 1983 í Brighton.
sumar í Bornemouth líka í Suður-Eng- indaleg þekking.
landi. Það hefur verið hægt að fá að hluta
sitja ársfundi sem áheyrnarfulltrúi hin lagt til a
taps á innri líffærum og m.a. kynfæra
og fósturs og þar með glatast mikilvæg
sýni. Ég hef ekki enn heyrt að þarna
verði breytt um aðferð, enda kæmi það
niður á gæðum kjötsins. Þetta er bara
lítið dæmi um það hvemig árekstur get-
ur orðið þegar kröfur um vísindalega
nákvæmni og gott hráefni stangast á.
Það mætti telja til mörg önnur dæmi.
Mig langar að segja þér dálítið frá
því hvernig staðið var að verki við
undirbúning þeirrar rannsóknaáætlunar
sem sjávarútvegsráðuneytið og Haf-
rannsóknastofnun hafa nú lagt fram.
Þau vinnubrögð sem þar hafa verið við-
höfð finnst mér ekki vera til fyrirmynd-
ar.
Annan febrúar 1983 voru greidd at-
kvæði á Alþingi um svohljóðandi álykt-
un: „Alþingi ályktar að samþykkt Al-
þjóðahvalveiðiráðsins um takmörkun
hvalveiða sem kunngerð var með bréfi
til ríkisstjórnar dags. 2. september 1982
verði ekki mótmælt af íslands hálfu.“
Þessi þingsályktun byggir á nefnd-
aráliti meirihluta utanríkismálanefnd-
ar. Þar segir m.a.: „Undirritaðir nefnd-
armenn telja að mikilvægt sé að auka
rannsóknir á hvalastofnum panmg ao •l oan.og jyiu.
ávallt sé til staðar besta möguleg vís- í fyrsta lagi finnst mér þr
hafi maí 1985 og á grundvelli hvors
tveggja er gerður samningur við Hval
hf. um veiðar á 80 langreyðum og 40
sandreyðum. Þessi samningur er gerður
24. maí. Síðan ráðgera rannsóknaáætl-
un og framkvæmdaáætlun veiðar á 80
hrefnum.
Þessar áætlanir voru kynntar íslensk-
um fjölmiðlum 24. maí af sjávarútvegs-
ráðuneytinu og Hafrannsóknastofnun.
Þar var að vísu búið að taka út úr áætl-
ununum áform um veiðar á steypireyði
og hnúfubak, a.m.k. er ekki getið um
neinar veiðitölur eins og gert var í upp-
haflegu áætlununum. Nokkrum dögum
síðar eða 6. júní fæ ég send sömu gögn
og lögð voru fram á blaðamannafundin-
um en í bréfi sem ég fékk með segir að
gögnin séu einungis „til persónulegra
afnota“. Þetta eru furðuleg vinnu-
brögð. Þetta er ekki allt. Náttúruvernd-
arráði var ekki skýrt frá innihaldi þess-
ara áætlana fyrr en mjög seint og þá
einungis munnlega. Því var ekki gefið
færi á að taka þátt í undirbúningnum og
var greinilega haldið
þangað til á seinus.
álit sameinaðrar vísindanefndar eða
undirdeilda hennar. Ég tel það miklu
hreinlegra ef íslensk stjómvöld sæju
alltaf til þess að allar álitsgerðir og sam-
þykktir Alþjóðahvalveiðiráðsins
sem varða íslendinga væru þýddar og
dreift meðal íslenskra alþingismenna,
fjölmiðla og annarra sem áhuga hafa á
að kynna sér slíkt. Þá færi ekki á milli
mála hvað um væri að ræða. Ég er dá-
lítið smeykur við það að fara að henda
hér tilvitnanir á lofti, ég hef þær hér á
reiðum höndum, en ég er á móti slíkum
vinnubrögðum. Menn verða að geta
sannreynt að farið sé með rétt mál.
Vísindanefndin fjallaði um þá þætti
íslensku rannsóknaáætlunarinnar sem
vörðuðu stofnmat og veiðar og þar er í
flestum tilfellum ansi mikil gagnrýni.
Gagnrýnin kemur fram á ýmsan hátt. í
mörgum tilfellum telja margir vísinda-
mannanna að þeim markmiðum sem
sett eru fram í rannsóknaáætluninni
verði ekki náð með þessum veiðum. í
mörgum tilfellum er að þeirra mati
vinna upp sýni sem nú þegar
'ferðir sem
ri sén bær sem ekki 1
verður að deila þeim með öðrum ef þau
fullnýta þær ekki. Þannig er það rangt
að kalla 200 mílna efnahagslögsögu
landhelgi. Innan 200 mílna markanna
eiga íslendingar forgangsrétt á nýtingu
auðlindanna. En hafréttarsáttmálinn
gerir tvær skýrar undantekningar.
Önnur er um flökkustofna sem fara á
milli efnahagslögsögu ríkja og um út-
hafið (64. grein), því til viðbótar eru
sjávarspendýr og hvalir þar með, tekin
alveg sér, í grein 65. Þar segir m.a.:
„Ekkert í þessum hluta sáttmálans
bannar strandríki eða viðeigandi al-
þjóðastofnun að koma í veg fyrir, tak-
marka eða stjórna nýtingu sjávarspen-
dýra frekar en gert er ráð fyrir hér.“
Ennfremur: „Ríki skulu vinna saman
með hliðsjón af verndun sjávarspen-
dýra og þar sem hvalir eiga í hlut skulu
þau vinna sérstaklega í gegnum viðeig-
andi alþjóðastofnanir með tilliti til
verndunar, stjórnunar og rannsóknar.“
í hafréttarsáttmálanum er sem sagt
gerður alveg skýr greinarmunur á
hvölum og öllum öðrum tegundum í
hafinu. í 120. grein sáttmálans er kveð-
, um að þau ákvæði sem hér fara að
að þær aðferðir sem virkilega framan um hvali skuli einnig gilda utan
ikilað árangri séu þær sem ekki lögsögu einstakra strandríkja, þ.e. á út-
ct v.iönm Lr mn nefnn talninm, hafnm.m
þá hef ég einnig mjög náið s
einstaka aðila sem ég leitji
sem leita ráða hjá
saman mjög ófog
kvæð skoðan
miðlað tijj
taka„
verið haí
starfshætti'
eg skvrði frá þvf hvernig hvr
arsjónarmiðværuOT' ' m
þá hef ég fylgst mjög grannf me
um málum og haft mjög nána samvinnu
við innlenda og erlenda náttúruvernd-
armenn, þó að ég hafi aldrei verið fé-
lagi í neinum öðrum samtökum en
SUNN, Samtökum um náttúruvernd á
Norðurlandi og Skógræktarfélagi Ey-
firðinga.
- Með hvaða hætti hefur þú svo
starfað að hvalverndunarmálum? Þú
segir að fyrsta skrefið hafi verið þessar
greinar sem þú skrifaðir í Norðurland
og Þjóðviljann, hvað fylgdi svo í kjöl-
farið?
i uppjýsingamiölun er
i fyrir þá sök að
efiskir fjölmiðlar telji
fís ekki að gæta hlutlægni
Sn um mál þar sem náttúru-
larmenn eiga í hlut.
- Þú hefur sótt ársþing Alþjóðahval-
veiðiráðsins, geturðu kannski útskýrt
það hvers konar stofnun Alþjóðahval-
veiðiráðið er?
Ráðið er sett á laggirnar árið 1946
samkvæmt alþjóðlegum sáttmála. Þar
er gert ráð fyrir að ríki sem telja sig
hvalveiðar einhverju skipta gætu gerst
aðilar að ráðinu. Upphaflega var gert
ráð fyrir því að Alþjóðahvalveiðiráðið
yrði stofnun undir yfirstjórn Samein-
uðu þjóðanna en nokkur ríki lögðust
eindregið gegn því og þess vegna hefur
Alþjóðahvalveiðiráðið, ólíkt mörgum
ri í vis-
itáThenni?
^piv-aCbráðnauðsyn-
Hriég sýni og í öðru lagi
f það þurfi að selja hvalaafurð-
ir til að fá peninga til að reka þessa
rannsóknaáætlun. Það sem kemur fram
í málflutningi margra náttúruvernd-
armanna og vísindamanna gegn þessari
áætlun er að það sé ekki jafnmikil þörf
fyrir þessi líffræðilegu sýni eins og hald-
ið er fram af íslands hálfu. í fyrsta lagi
sé hægt að vinna mikið upp úr gögnum
og jafnvel sýnum sem fyrir hendi eru og
nota árangursríkari aðferðir, m.a. taln-
ingar úr flugvélum og frá skipum til að
gera sér grein fyrir stofnstærð og út-
breiðslu stofna. Ég á erfitt með að sjá
að það sé hægt að sameina þessi tvenns
konar rök sem íslendingar beita því ef
það á að tryggja að afurðirnar verði
fyrsta flokks söluvara þá dregur það úr
möguieikum til vísindarannsókna, vís-
indin verða aukaatriðið. Ég skal nefna
eitt dæmi. Það er um það hvort kvið-
rista og opna skuli hvalinn á hafi úti.
Það er gert í dag til þess að láta sjóinn
kæla kjötið. Hins vegar leiðir þetta til
ktin í Al-
i veiðistöðvun-
ÉJ982 og á að
Með
og
í að
hún átti að taka gildi. Frá því að Al-
þingi ákvað að mótmæla ekki, en að
rannsóknir skyldu stórauknar, eru nú
liðin tvö og hálft ár. En hvernig fór þá
með þessi áform um rannsóknir? Jú, í
fréttatilkynningum frá í maí síðastliðn-
um segir Hafrannsóknastofnunin: Sjáv-
arútvegsráðuneytið skipaði nefnd á síð-
astliðnu hausti (haustið 1984) til undir-
búnings athugunar á því hvernig fram-
angreindum vilja Alþingis yrði komið í
framkvæmd. Þá er liðið eitt og hálft ár
frá því í febrúar 1983 til haustsins 1984
áður en skipuð var undirbúningsnefnd.
Síðan skilar þessi nefnd af sér um miðj-
an vetur og það er fyrst 21. febrúar
1985 að sjávarútvegsráðuneytið fer þess
á leit við Hafrannsóknastofnun að hún
semji áætlun um hvalarannsóknir. Þá
eru liðin tvö ár frá samþykkt Alþingis
og tvö og hálft ár frá samþykkt Al-
þjóðahvalveiðiráðsins um stöðvun
hvalveiða. Ellefta apríl skilar Hafrann-
sóknastofnun rannsóknaáætlun til sjáv-
arútvegsráðherra. Upp úr þessari rann-
sóknaáætlun er síðan unnin fram-
kvæmdaáætlun sem er frágengin í upp-
fund
mér af
pær hlutu þar.
•u fyrst fyrir vísindanefndina
'fjallað um alla þá þætti sem
veiðar. Sáttmálinn frá 1946 gerir
ekki ráð fyrir því að ráðið hafi lögsögu
í öðrum málum en þeim er varða veið-
ar. Þess vegna er furðulegt að upplifa
það að ráðherrar og fleiri lýsi yfir undr-
un sinni á því að vísindanefnd Alþjóða-
hvalveiðiráðsins skuli ekki hafa tekið
afstöðu til annarra þátta rannsókna-
áætlunarinnar en þeirra sem varða
veiðar. Þeir eru utan við sáttmálann og
í hvert einasta skipti sem ráðið kemur
saman heyrast gagnrýnisraddir sem
segja að hitt og þetta falli ekki undir
sáttmálann og því hafi það ekki lögsögu
í þeim málum. Þannig að ráðið hefur
farið alveg hárrétt að þegar það fjallaði
ekki um aðra þætti áætlananna en þá
sem lúta að veiðum. Hins vegar er það
ekki alls kostar rétt að ráðið hafi ekki
lýst skoðunum sínum á öðrum þáttum
því ráðið hefur í almennum umræðum
lýst skoðunum sínum á öðrum þáttum
en þeim sem snúa beint að veiðum.
Vísindanefnd Alþjóðahvalveiðiráðs-
ins starfar fyrst í undirnefndum sem eru
flokkaðar eftir hvalategundum og síðan
í fullskipaðri vísindanefnd. Þegar talað
er um það hér heima að vísindanefndin
hafi skipst í ýmis horn í afstöðunni til
þessara mála er það afar afstætt vegna
þess að það verða aldrei talin atkvæði
eða neitt slíkt í vísindanefndinni. Menn
lýsa þar skoðunum sínum sem geta ver-
ið á mismunandi vegu allt eftir því
hvaða hlið á málinu er til umfjöllunar.
Ég veit satt að segja ekki hversu gagn-
legt það væri að ég færi að vitna hér í
ég eitt dæmi hér að framan. Þetta sem
ég nefni hér gildir um veiðar og rann-
sóknir á öllum þeim þremur tegundum
sem talað er um að veiða samkvæmt
svokölluðu vísindaleyfi.
Ég vil gjarnan bæta því við að hug-
takið vísindi vefst kannski svolítið fyrir
mönnum hér. Það er ekki löng hefð fyr-
ir vísindarannsóknum og vísindastarf-
semi hér en í bæði Evrópu og Norður-
Ameríku er löng hefð fyrir vísindastarf-
semi og þar gera menn óskaplega
strangar kröfur til þeirra sem hyggjast
gera eitthvað í nafni vísinda. Ég er svo-
lítið hræddur um það að margir íslend-
ingar geri sér ekki grein fyrir þeim mun
sem er á notkun erlendra manna á
þessu hugtaki og notkun manna hér,
hreinlega vegna þess að vísindastarf-
semi á svo erfitt uppdráttar og stutta
hefð hér.
Þessi heimild til veiða í vísindaskyni,
sem er inni í sáttmálanum frá 1946 og
sömuleiðis í reglugerð sem er byggð á
sáttmálanum, var fyrst og fremst hugs-
uð til þess að leyfa veiðar á einstökum
dýrum til sýnatöku á mjög vel skil-
greindum forsendum, úr stofnum sem
væru friðaðir. Það að hér eru fyrirfram
ákveðnar veiðar á 200 hvölum árlega
sem að mestu leyti fylgja sömu reglum
og þær hafa gert á undanförnum árum,
er það sem fer fyrir brjóstið á mönnum
erlendis. Við skulum nefnilega gera
okkur grein fyrir því að það er ekki
með rétt mál farið ef notuð eru orð eins
og „okkar hvalir“ eða „rannsóknir á
okkar hvölum innan okkar landhelgi“,
eða eitthvað slíkt. Samkvæmt hafrétt-
arsáttmálanum er efnahagslögsagan
skilgreind þannig að strandríki hafi
forgangsrétt að nýtingu auðlinda þar en
Ef ráðamenn hér gera sér ekki grein
fyrir þessum mun á hvölum og öðrum
tegundum sem lifa í hafinu í kringum
ísland, þá verður þeim mjög alvarlega
á í messunni.
Því er haldið fram að íslendingar
brjóti ekki sáttmála Alþjóðahvalveiði-
ráðsins með því að gefa út þessi leyfi til
veiða í vísindaskyni. Það verð ég að
samþykkja. Menn brjóta ekki bókstaf
sáttmálans um Alþjóðahvalveiðiráðið
en menn brjóta hins vegar af sér gagn-
vart inntaki og meiningu þessara heim-
ilda. Þeir brjóta einnig gegn þeim
kröfum sem gera verður til vísinda-
rannsókna ef þær eiga virkilega að rísa
undir nafni. Ef fslendingar taka ekki
skoðanir og athugasemdir Alþjóða-
hvalveiðiráðsins mjög alvarlega og
vinna sína rannsóknaáætlun í gegnum
ráðið eins og hafréttarsáttmálinn gerir
ráð fyrir, þá er það a.m.k. brot á
honum.
Það hefur tíðkast hér að tala mjög
niðrandi um ýmis aðildarríki og fulltrúa
þeirra í Alþjóðahvalveiðiráðinu. í ráð-
inu eru nú um 40 ríki, þar af eru mjög
mörg Evrópuríki, Ameríkuríki, nokk-
ur Afríkuríki og nokkur ríki frá Suður-
og Austur-Asíu. Innan vébanda Al-
þjóðahvalveiðiráðsins eru fulltrúar
meirihluta mannkyns og mér líður bara
ekki vel þegar ég heyri íslenska ráða-
menn tala illa eða niðrandi um fulltrúa
smáríkja, t.d. frá Karíbahafi. Ég hef
hingað til haldið það að smæð einhvers
ríkis ætti ekki að gilda sem rök gegn
þátttöku í alþjóðasamstarfi og það
hljóðar sérstaklega ankannalega þegar
þau heyrast frá fslendingum. í öðru lagi
má nefna að þessi smáríki, t.d. við Kar-
íbahaf, hafa mjög mikilla hagsmuna að
gæta í þessu sambandi vegna þess að
margar þessar tegundir sem koma hing-
að gista höf þeirra á vetrum og ala sína
kálfa þar. Það finnst mér nægileg rök
fyrir því að þessar þjóðir taki þátt í
stjórnun hvalveiða og hvalverndunar.
- Af því að við erum hér á Norður-
landi og þær hvalveiðar sem lengst af
hafa verið stundaðar frá Norðurlandi
eru veiðar á hrefnu þá langar mig til að
spyrja þig að því hvort þú teljir að veið-
ar á hrefnu við ísland stefni stofninum
í hættu.
Hrefnan í Norður-Atlantshafi skipt-
ist samkvæmt reglugerð ráðsins í þrjá
meginstofna. Það er Norðaustur-Atl-
antshafshrefna sem er við Noregs-
strendur og norður undir Svalbarða,
þá er svokallaður Mið-Atlantshafsstofn
sem er í kringum ísland og við Austur-
Grænland og síðan er Vestur-Græn-
landsstofninn. Það hafa verið stundað-
ar veiðar á öllum þessum svæðum og
fyrir nokkrum árum komu í ljós vís-
bendingar þess efnis að veiðar Norð-
manna, sem þá voru yfir 2000 dýr á ári
af Norðaustur-Atlantshafsstofninum,
væru allt of miklar. Málið kom fyrst til
kasta Alþjóðahvalveiðiráðsins fyrir al-
vöru árið 1983 í Brighton. Þá höfðu
norskir vísindamenn samþykkt að þau
reiknilíkön sem notuð voru væru í
meginatriðum rétt og þá var kvóti
þeirra skorinn niður úr tæpum 1800
dýrum í 635 á ári. Samt var þetta í efri
mörkunum af því sem vísindanefndin
lagði til en þetta var það sem var pólit:
ískt framkvæmanlegt á þessum tíma.
Síðan hefur málið verið í frekarí rann-
sókn og nýjustu gögn sem reyndar eru
ekki alveg fullkorain en þó nægilega ör-
ugg til að hægt sé að byggja á þeim,
benda til að stofninn sé kominn niður í
20-30% af upphaflegri stofnstærð. Á
þeím grundvelli ákvað Alþjóðahval-
veiðiráðið f sumar að stofninn skyldi al-
gjörlega friðaður. Það spunnust nokkr-
ar umræður um þetta mál á fundi Al-
þjóðahvalveiðiráðsins í sumar þar sem
Norðmenn vildu drýgja veiðarnar enn
að það
að
ar sam-
þykkt að stöðva þessár veiðar með 25
atkvæðum gegn atkvaeði eins ríkis,
íslands, en 10 sátu hjá. Sömuleiðis var
Vestur-Grænlandshrefnustofninn frið-
aður, en takmarkaðar veiðar leyfðar
sem þáttur í sjálfsþurftarbúskap frum-
byggja.
Meðal vísindamanna er það talið afar
líklegt að í raun sé ekki um þrjá hrefnu-
stofna að ræða í Norður-Atlantshafi
heldur sé þetta einn stofn sem vegna of-
veiði hefur klofnað í þrennt. Gögn um
Mið-Atlantshafsstofninn eru af mjög
skornum skammti. Ef við skoðum árs-
gamalt mat vísindanefndarinnar á
stofninum þá segir þar að samkvæmt
þeim litlu upplýsingum sem fyrir liggi
sé talið líklegt að stofninn sé kominn
niður í u.þ.b. 60% af upphaflegri
stofnstærð. Það eru ýmsir vísindamenn
sem telja að stofninn sé kominn enn
lengra niður og því beri að friða hann.
Þá skulum við snúa okkur að rann-
sóknaáætlun Hafrannsóknastofnunar-
innar sem gerir ráð fyrir veiðunt á 80
hrefnum á ári. Mér sýnist fljótt á litið
að hvað sem öllum öðrum rökum líður
þá sé þetta einn af veikustu hlekkjum
rannsóknaáætlunarinnar. Ég skal rök-
styðja þetta aðeins. Það eina sem rann-
sóknaáætlunin virðist gera ráð fyrir í
sambandi við veiðar á hrefnu er að
hrefnur verði merktar í tvö ár og fylgst
með endurheimtu í veiðinni. Þarna er
sem sagt gert ráð fyrir merkingum
fyrstu tvö árin og veiðarnar eigi bara að
vera framhald á því sem nú er gert að
öðru leyti en því að kvótinn er skorinn
niður úr 147 dýrum í 80 dýr á ári. Eina
markmið veiðanna sem sett er fram í
áætluninni er að fylgjast með endur-
heimtu merkja í veiðinni. Það þarf að
merkja óhemju mikið og jafnvel miklu
meira en gert er ráð fyrir hér í áætlun-
inni ef það á að fá marktæka endur-
heimtu. Þessi endurheimt mun að
öllum líkindum ekki bæta neitt við
þekkingu manna á útbreiðslu hrefnunn-
ar vegna þess að hrefnubátarnir sækja
bara á ákveðin mið. Þeir fara ekki upp
undir Jan Mayen eða langt út fyrir
Langanes í leit að hvölum. Vísinda-
menn í Alþjóðahvalveiðiráðinu segja
að það séu litlar sem engar líkur á þvf
að það fáist marktækar niðurstöður úr
þessum merkingum og með þessum
veiðum. í fyrsta lagi er of lítið merkt, í
öðru lagi verður ekki hægt að fá raun-
verulega mynd af útbreiðslu hrefnunn-
ar með þessum hætti. Hins vegar koma
talningar úr flugvélum og frá skipum að
gagni. Að vísu er gert ráð fyrir ein-
hverjum talningum í áætluninni en það
eru nú orðin úrelt sjónarmið að telja að
hægyé.að mæla stofnstærð og dreifingu
með merkingum og veiðum. M.a. er
talið að u.þ.b. 30% af merkjunum
glatist. Þvf má bæta við að innan vís-
indanefndar Alþjóðahvalveiðiráðsins
eru uppi áhýggjur og efasemdir um að
hrefnustofninn þoli þessar veiðar á 80
hvölum á ári. Það er jafnvel talið að 80
dýr á ári sé þó nokkuð meira en sem
nemur eðlilegri viðkomu stofnsins eins
og'er.
- Þú gagnrýnir hér þessar áætlanir
m.a. fyrir það að það skuli eiga að selja
afurðir þeirra hvala sem veiddir verða
til sýnatöku og bendir á að þarna geti
orðið árekstrar á milli krafna markað-
arins og vísindanna, en telurðu ekki
eðlilegt að þegar svona áætlun er gerð
að hún skuli unnin í sem mestri sam-
vinnu við veiðimenn?
Jú, það finnst mér afar eðlilegt. En við
skulum gera okkur grein fyrir því að
það eru þrjú og hálft ár síðan Alþjóða-
hvalveiðiráðið samþykkti veiðistöðvun
og það eru tvö og hálft ár síðan að Al-
þingi ályktaði um málið og það er óeðli-
lega seint farið af stað með þessar rann-
sóknir.
Yfirvöld og hagsmunaaðilar hér hafa
notfært sér tungumálaþröskuldinn til
þess að skammta blöðum og fjölmiðl-
um upplýsingar og í mörg ár hafa ís-
lendingar ekki haft greiðan aðgang að
upplýsingum um það sem fram hefur
farið á fundum Alþjóðahvalveiðiráðs-
ins. Það er líka aldeilis furðulegt að
þingmenn skuli ekki hafa verið búnir að
fá hafréttarsáttmálann til að þeir gætu
kynnt sér hann áður en greidd voru at-
kvæði um hvalveiðibannið í febr. 1983.
Steingrímur Hermannsson, þáverandi
sjávarútvegsráðherra var þá nýbúinn að
skrifa undir sáttmálann en þingmenn
vissu ekki af þessum ákvæðum í honunt
varðandi hvalveiðar fyrr en ég benti
Eyjólfi Konráði Jónssyni, sem þá átti
sæti í utanríkismálanefnd, á þetta.
Ég tel þessa rannsóknaáætlun vera
tímaskekkju. Hún er ekki nægilega vel
undirbúin. Hún er allt of seint fram
komin og tilurð hennar og undirbúning-
ur er með eindæmum í lýðræðssamfé-
lagi og stjórnvöld eru að tefla á jaðri
þess sem umheimurinn getur sætt sig
við, bæði lagalega og siðferðislega.-yk.
Um þessar mundir er mikil umræða í
gangi vegna hvalveiða, stöðvunar Al-
þjóðahvalveiðiráðsins á þeim og fyrir-
hugaðra hvalveiða Islendinga í vísinda-
skyni. Ole Lindquist menntaskólakenn-
ari á Akureyri hefur fylgst grannt með
þróun þessara mála og hefur m.a. sótt
tvo fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins. Ole
er með meistaragráður í sagnfræði og
heimspeki og með viðbótarnám í forn-
Ieifafræði. Hann hefur kennt mann-
kynssögu, hagfræði, heimspeki og
dönsku við Menntaskólann á Akureyri
en þar hefur hann starfað frá árinu 1973
ef frá er talið árið er hann nam forn-
leifafræði í Noregi. Ole brást mjög vel
við beiðni blaðamanns Dags um að
hann útskýrði sjónarmið sín og um leið
margra annarra hvalfriðunarmanna en
málefnalegar útlistanir á þeim sjónar-
miðum hafa ekki átt upp á pallborðið í
íslenskum fjölmiðlum að undanfömu.
Ég byrjaði á að spyrja Ole að því hve-
nær hann hefði fyrst fengið áhuga á
h valfriðunarmálum.
Þannig er að ég er sagnfræðingur,
eins og þú veist, og hef alltaf haft áhuga
á siglingasögu og sögu heimskauta-
svæðanna. Fyrir allmörgum árum tók
ég mig til og fór að kynna mér sögu
norðurheimskautssvæðanna og komst
þannig að hvalveiðimálum úr tveim átt-
um ef svo mætti segja. Þ.e.a.s. í gegn-
um siglingasöguna og í gegnum þessi
kynni mín af nýtingu Evrópubúa á auð-
lindum norðurheimskautssvæðisins.
Þá rak ég augun mjög snemma í það að
allt frá um 1600 hafa Evrópumenn sótt
óskaplega ógætilega í auðlindir hafsins
og þar ber hæst veiðar á hval. Eftir því
sem ég kynnti mér sögu hvalveiða
meira þá sá ég hvernig hún einkenndist
af rányrkju. Einn stofn var tekinn í
einu og hreinlega upprættur. Þetta
byrjaði uppi við Svalbarða um 1600 og
færðist síðan um ísland og Grænland að
norðausturströnd Ameríku. Þegar
hægsyndar tegundir voru uppurnar á
þessum slóðum fluttu menn sig á
Norður-Kyrrahafið og tóku álíka teg-
undir þar. Síðan þegar hægsyndar teg-
undir voru að heita mátti búnar, þá
komu Norðmenn/til skjalanna fyrir
Áætlun um „hvalveiðar í vís
indaskyni“ er tímaskekkja
- segir Ole Lindquist menntaskólakennari sem hefur um nokkurra ára skeið barist fyrir friðun hvala