Dagur - 28.08.1985, Síða 8

Dagur - 28.08.1985, Síða 8
8 - DAGUR - 28. ágúst 1985 Frá Kjörmarioði KEA Hrísalundi / helgarmatinn: Folaldakjöt og nautakjöt af nýslátruðu á mjög hagstæðu verði. Söluop verða lokuð í Hrísalundi föstudagskvöld 30. ágúst, vegna vörutalningar í búðlnni. óskar eftir að ráða fólk til að skrifa fasta þætti í blaðið. Tilskilin er góð íslenskukunnátta, vélritun og góð almenn menntun. Um eftirtalda efnisþætti er að ræða, auk þess sem ábendingar um fleiri eru vel þegnar: Unglingar Heimilið Tómstundir Menning Ennfremur óskar blaðið eftir fólki til að skrifa fasta þætti um sjálfvalið efni. Umsóknir berist ritstjóra, helst skriflega. Strandgötu 31, Akureyri. Sími 24222. íslenska steinullin er úrvi einangrwn og orennur ex Forsíða bæklingins. „Islenska steinullin“ Steinullarverksmiðjan hf. á Gæði íslensku framleiðslunnar Sauðárkróki hefur gefið út vandaðan bækling í litum um framleiðslu fyrirtækisins sem væntanleg er á markað innan skamms. Ber bæklingurinn heitið „íslenska steinullin“ og er allur hinn vandaðasti. í bæklingnum kemur m.a. fram að steinull og glerull eru algengustu einangrunarefni á Norðurlöndum og hefur steinull- areinangrunin 50-60% markað- arins, mismunandi eftir löndum. Hlutfallið er hærra í þeim löndum þar sem flutningskostn- aður er lægri. Steinull og glerull eru fram- leiddar í fleiri en einum gæða- flokki og er besti flokkurinn A- flokkur en síðan koma B- og C- flokkur. Gæðaflokkunin miðast við einangrunarhæfni efnanna, sem vex með aukinni rúmþyngd þeirra. í bæklingnum kemur fram að áætlað framleiðslumagn verk- smiðjunnar á Sauðárkróki verður í byrjun 2500-3000 tonn á ári. Heildarorkuþörf til þeirrar fram- leiðslu er 5,7-6,8 MWh/ári og af því eru 70% innlend orka. Leiðrétting Eiríkur Hreiðarsson hafði sam- band við blaðið og vildi koma á framfæri leiðréttingu við frétt í síðasta tbl. Dags um væntanlegar samningaumleitanir Hrafnagils- hrepps og Akureyrarbæjar vegna heitavatnsréttindanna í landi Hrafnagils. Þar sem sagt er í síðustu máls- grein fréttarinnar að væntanlega verði reynt að ná samningum um sölu á hitaréttindunum hefði átt að standa að samið yrði um sölu á heita vatninu. Eiríkur vildi taka það fram að síðasta málsgreinin er ekki eftir honum höfð og lýsir ekki skoðunum hans í málinu. verða fyllilega sambærileg við gæði innfluttrar einangrunar. Framleiðslutæknin byggir á kunnáttu sem þróast hefur í Dan- mörku og Finnlandi, en í þessum íöndum er steinull mikið notuð til einangrunar. Vegna lítils fiutn- ingskostnaðar verður steinullin frá Sauðárkróki á samkeppnis- hæfu verði miðað við innflutta glerull, framleidd verður steinull í A- og B-flokki. Almenna bókafélagið: Rokk- sagan vinsæl Fyrstu plöturnar frá nýstofn- uðum Plötuklúbbi Almenna bókafélagsins seldust upp á fáum dögum, en þar var um að ræða plötur með alkunnum upphafsmönnum rokksins. Félagið stofnaði þennan plötu- klúbb í sumar og er fyrsta verkefni hans saga rokksins á um 60 hljómplötum og snældum. Þar verða yfir eitt þúsund lög um 100 mestu rokkstjarnanna á 25 ára tímabili. Fyrsta sendingin var tvöfalt plötualbúm með stjörnun- um Bill Haley, Little Richard, Fats Domino og Buddy Holly. Einnig er komin út plata og snælda tileinkuð rokkkónginum sjálfum, Elvis Presley. Svo margir gengu í klúbbinn strax og um hann fréttist að allt það magn sem upphaflega kom seldist strax upp. Verður því að senda út nýja pöntun og mun hún koma til landsins um 10. septem- ber.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.