Dagur - 28.08.1985, Side 12
Alltaf vex vöruúrvalið
Vinsamlegast komið og skoðið
Húsnæðismál framhaldsnema:
Útlitið
bjartara
Hcldur virðist vera að vænkast
hagur utanbæjarnemenda í
Menntaskólanum á Akureyri,
hvað varðar húsnæði í vetur.
Sem kunnugt er virtist ekki um
auðugan garð að gresja á leigu-
markaðinum og þeir nemend-
ur sem ekki fá inni á heimavist
skólans áttu margir ekki í neitt
hús að venda.
„Ég held að þetta bjargist,
okkur hafa verið boðin allmörg
herbergi,“ sagði Sólveig Gunn-
arsdóttir skrifstofustjóri Mennta-
skólans. Húsnæðismiðlun fram-
haldsskólanna á Akureyri aug-
lýsti eftir herbergjum fyrir nem-
endur skólanna og hafa margir
brugðist við og boðið nemendum
herbergi til leigu. „f>að kemur
varla til þess að nokkur nemandi
þurfi að hætta við að koma hing-
að í skóla sökum húsnæðisleys-
is,“ sagði Sólveig Gunnarsdóttir.
A heimavist Menntaskólans
munu búa um 150 nemendur,
eins og verið hefur undanfarin ár,
en utanbæjarnemendur í skólan-
um eru um helmingi fleiri. í
mötuneyti skólans verða auk vist-
arbúa nemendur VMA, en sá
háttur var einnig hafður á í fyrra.
- KGA
Það var heldur rýrt undir þegar rannsóknarblaðamaður Dags kannaði kartöfluuppskeruna. Er við því að búast að
þannig verði víðar hjá kartöfluræktendum norðanlands. Mynd: KGA
Hljómsveitin Skriðjöklar:
Vinnur að videó-
mynd um Steina
Hljómsveitin Skriðjöklar vinn-
ur nú að gerð vídeomyndar við
eitt vinsælasta lag sveitarinnar,
Steini. Lag sem fjallar um
mann sem er þekktur hér á
Akureyri og er stundum kall-
aður Tóbaks-Steini.
„Myndin er tekin hist og her
um bæinn, þó mikið í kringum
húsið hans Steina og þarna í Inn-
bænum. Og ég reikna með að
Steini verði sjálfur með í mynd-
inni,“ sagði Ragnar Gunnarsson
söngvari Skriðjökla. „Ég vil taka
það fram að þetta lag er ekki níð
um Steina, heldur fjallar um líf
hans.“
Auk þess sem tekið verður hér
á Akureyri verður bætt inn í
myndina atriðum sem ísfilm hef-
ur tekið af Skriðjöklum á tón-
leikum, til dæmis í Atlavík.
Myndbandafyrirtækið Samver á
Akureyri sér um alla aðra
myndatöku, klippingu og aðra
tæknivinnu.
Myndin um Steina verður sýnd
í Skonrokki föstudaginn 13. sept-
ember. - KGA.
Syntu
Óvenjulegt sund var háð í Mý-
vatnssveit um síðustu helgi.
227 félagar í HSÞ syntu þá
maraþonboðsund í 90 klukku-
stundir og var vegalengdin sem
sundmennirnir lögðu að baki
451 km eða rúmlega vega-
lengdin frá Reykjavík til Akur-
eyrar.
Kartöflugrös fallin:
„Held að uppskeran
verði víða léleg“
- segir Sveinberg Laxdal í Túnsbergi á Svalbarðsströnd
Kartöflugrös hjá bændum í
Eyjafirði byrjuðu að falla að-
faranótt mánudags og í fyrri-
nótt var enn meira næturfrost
með þeim afleiðingum að grös
Sundið hófst kl. 16 á fimmtu-
dag og því lauk kl. 10 á mánu-
dagsmorgun. Þátttakendurnir
voru frá 11 félögum innan HSÞ,
sá elsti var Illugi Jónsson frá
Bjargi í Mývatnssveit sem er 75
ára en þeir yngstu 6 ára, Brynja
Björk Hinriksdóttir og Jóhannes
Héðinsson.
féllu mjög mikið víða. Að sögn
Sveinbergs Laxdal kartöflu-
bónda í Túnsbergi á Sval-
barðsströnd gerist þetta núna
á svipuðum árstíma og oft
Tilgangurinn með sundinu var
fyrst og fremst sá að safna pen-
ingum til félagsstarfsins með
áheitum, og sagði Egill Stein-
grímsson, einn þeirra er áttu sæti
í nefnd er undirbjó sundið að
menn væru að vona að tekist
hefði að safna 300-400 þúsund
krónum með áheitum.
áður.
„Það veitir ekki af sprettutím-
anum og það er ágætt að þetta fái
að jafna sig í 10-12 daga áður en
farið er að taka upp með vélum,“
sagði Sveinberg. Við spurðum
hann um uppskeruhorfur.
„Ég held að uppskeran verði
ákaflega léleg víðast hvar, það er
þá ekki nema í stöku görðum
sem hafa þá legið betur við í sum-
ar að uppskeran verði þokkaleg.
Annars held ég að þetta sé þó
það mikil uppskera að menn
sleppi sæmilega vel vegna þess að
við fengum flestir góða nýtingu á
uppskerunni frá í fyrra sem ég
held að hafi verið nálægt tvö-
faldri meðaluppskeru í nýtingu,
þótt við séum ekki búnir að fá
lokauppgjör ennþá," sagði Svein-
berg.
451 kílómetra
Það verður norðanátt og
skúrir eða rigning um mest-
allt Norður- og Norðaust-
urland í dag og skúrir á
morgun, að sögn veður-
fræðings á Veðurstofunni í
morgun. Áfram verður kalt
í veðri og getur farið niður
undir frostmark um nætur.
Á föstudaginn lagast
veðrið eitthvað en versnar
líklega aftur eftir það.
# Stóri skellur
Þá er það að skella yfir þjóð-
ina. Samdráttur í byggingar-
iðnaði. Þ.e.a.s. samdráttur í
byggingariðnaði á höfuð-
borgarsvæðinu. Fjölmiðlar
eru uppfullir af fréttum af því
hörmungarástandi sem
væntanlega mun hrjá bygg-
ingariðnað á þessu svæði.
En það er eins og iðnaðar-
menn hafi fundið fyrir þess-
um samdrætti á landsbyggð-
inni mun fyrr en þetta muní
væntanlega ganga yfir höfuð-
borgarsvæðið. Það þurfti
sem sagt eitthvað að gerast í
þessum málum á höfuðborg-
arsvæðínu til að ástandið
teldist alvarlegt. Og þá er
vonandi að ráðamenn átti sig
á að það þarf hús og híbýli og
vinnu fyrir alla landsmenn.
# Mannfjölda-
sprenging
Gestir Sjallans á Akureyri eru
ófáir á föstudags- og laugar-
dagskvöldum. Kannski of
margir á stundum, eins og
einhver sagði einhvern tíma.
Þannlg fór um sfðustu helgi
að einum Sjallagesta ofbauð
mannhafið inni í húsinu, og
þegar honum hafðl loks tek-
ist að ryðja sér leið út fór
hann rakleitt á lögreglustöð-
ina og kærði Sjallann fyrir að
hafa of marga inni í húsinu.
En ekki var sopið kálið. Við-
brögð lögreglunnar voru
heldur dræm, og færðust lag-
anna verðir undan þvf að
gera nokkuð f málinu, þeir
væru nefnilega allt of fáliðað-
ir til að anna því að telja út úr
Sjallanum...
# Smitandi
flugslys?
Hið frjálsa og óháða blað, DV,
velti á mánudaginn upp
býsna krítísku máli. Frétt
blaðsins um flugslys hófst á
þessum orðum: „Enn deyr
fólk úr flugslysum.“ Sfðan
var nánar fjallað um þennan
sjúkdóm sem dregur fjölda
fólks til dauða þessa dagana,
hins vegar var ekkert rætt um
smithættu né mótefni. AIDS
hefur greinilega öðlast
hættulegan keppinaut...