Dagur - 13.09.1985, Blaðsíða 6

Dagur - 13.09.1985, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 13. september 1985 þessum stöngum, held- ur er fœrinu rennt í sjóinn. Ýmsu agni er beitt fyrir fiskinn, svo sem flugum, spúnum og önglum sem beitt er á síld, kúfiski, eða annarri beitu. Sjóstangaveiði hófst hér á landi upp úr 1960. Fljótlega var stofnað sjóstangaveiðifélag hér á Akureyri, og hafa verið haldin Akureyrarmót á hverju ári síðan, að einu undanskildu. Fjöldi þátt- takenda sýnir svo ekki verður um villst að þetta sport, - eða íþrótt, eins og gamlir og reyndir sjó- stangaveiðimenn vilja kalla þetta, - á miklum vinsældum að fagna. Konur eru farnar að taka virkari þátt í þessu en áður var, og það þykir mörgum karlinum gleðiefni. Því það er staðreynd að þetta á ekki síður við konur en karla. Og í þessu keppa allir á jafnréttisgrundvelli. Enda eru margar konurnar góðir fiskimenn og skjóta körlunum ref fyrir rass. Kg: Nafn: 5,06 Helgi Sigfússon, Ak. 3,72 Sólveig Erlendsdóttir, Ak. 1,50 Margrét Helgad., Keflavík 5,92 MatthíasEinarsson, Ak. 1,36 Jóhann Kristinsson, Ak. 1,34 Matthías Einarsson, Ak. 0,64 Matthías Einarsson, Ak. 1,08 Einar Guðmundsson, Rvík. 0,64 Georg Þ. Kristjánss. Vestm. Akureyrarmót í sjó- stangaveiði var haldið um síðustu helgi. Róið varfrá Dalvík ál7 bát- um sem voru af öllum stœrðum og gerðum. Alltfrá trillum í kring- um 2 tonn að stœrð upp í skip sem eru um 100 tonn. Pátttakendur voru 76 frá ýmsum stöðum á landinu. Þeim var síð- an skipt í 19 sveitir. Veitt er á sjóstöng eins og nafn félagsins gefur til kynna. Stöngin er um tveir metrar á lengd, og á henni er veiðihjól sem er tvisvar til þrisvar sinnum stœrra en þau veiðihjól semfólk þekkirfrá sil- ungs- og laxveiðum. Heimilt er að hafa þrjá króka á hverri línu. Ekki er kastað með Sólveig Erlendsdóttir með stærstu ýsu sem veiðst hefur á móti á Akureyri. Hann var svona á milli augnanna Stærstu fiskar: Þorskur ............. Ýsa ................. Ufsi ................ Steinbítur .......... Lúða ................ Karfi ............... Koli ................ Keila................ Það fara tveir dagar í þessa keppni; föstudagur og laugardag- ur. Það var ákveðið að farið yrði út kl. 7.00 báða dagana. Það gekk ekki, því fyrri morgunin kom í ljós að einn bátur heltist úr lestinni, annar bilaði, og varð þá að fara á stúfana eldsnemma og fá aðra í stað þeirra sem ekki komust. Tveir menn voru sendir af stað að vekja skipstjóra sem búa á Dalvík og voru margir ræstir út. Það var á einum staðnum, að maður kom til dyra eftir langa mæðu. Ffann opnaði dymar og var auðsjáanlega illa vaknaður, því hann var með sængina sína vafða um sig. Hann sagði undirrituðum að þetta hefði komið svo óvænt, því hann hefði átt frí þennan morgun og ekki þurft að vakna til vinnu kl. 6, og því verið undirbúinn að sofa fram undir kl. 8. En svo fór sem fór. En það skemmtilega við þetta allt saman er að þessi skipstjóri varð aflahæstur á mótinu. Fyrri dagurinn gaf þokkalega veiði og voru menn vongóðir um gott gengi síðari daginn Bátarnir voru dreifðir um allan fjörðinn frá Hrísey og þar norðar. Fyrir óvana var veltingurinn fullmikill og sjóveiki gerði vart við sig. Það tók tímann fram undir hádegi fyrir suma að ná sér af þessari óþægindatilfinningu sem sjóveiki er. Eftir það voru allir á fullu við fiskidrátt. Það er ekki auðvelt að segja frá þeirri stemmningu sem ríkir á svona mótum. Til þess verða menn helst að vera á staðnum. Þarna er afspyrnu hresst fólk að skemmta sér við þetta skemmti- lega sport. Allir þeir sem undir- ritaður talaði við voru á einu máli um að það væri hinn skemmtilegi félagsskapur sem væri númer eitt í þessu. Ekki vantaði að það var spenningur í fólki þegar komið var að landi. Menn voru að spyrja hvernig hafi gengið og allt í þá veruna. Sumir voru góðir með sig og sögðust hafa veitt vel. Aðrir voru hógværir og sögðust hafa fengið þokkalegt, og enn aðrir voru óhressir yfir veiðinni, en hressir að öðru leyti. Það kom líka á daginn að veiðin hafði ver- ið frá 150 kg niður í 3 eða 4 fiska. Það þykir einkennilegt hvernig það getur átt sér stað að menn standa hlið við hlið við borð- stokk, hafa sams konar veið- arfæri, eru með sams konar beitu, bera sig eins að við veið- arnar, en annar getur mokað upp aflanum, en hinn fær nánast ekki neitt. Þá er spurningin hver er veiðikló og hver ekki? Valdemar Axelsson með fyrsta fiskinn sem veiddist um borð í Níelsi Jóns- syni. En það sannaðist á þessu móti sem öðrum að veiðiklær geta fengið lítinn afla eins og skuss- arnir, og öfugt. Eins og sagði áður þá ætlaði ekki að ganga vel að koma flot- anum út á réttum tíma vegna for- falla í bátaflotanum. Því var ákveðið að veiða til kl. 16.00 í stað þess að koma að kl. 15.00 eins og upphaflega var áætlað. Þegar merkið var gefið um að allt væri tilbúið var sett á fulla ferð á þau mið sem skipstjóri hvers báts var búinn að ákveða. Það virtust margir komast í fisk í upphafi, því flestir héldu kyrru fyrir á svipuðum slóðum fram eftir degi. Síðari dagurinn hófst með því að keppendur mættu kl. 5.30 til brottfarar til Dalvíkur. Þar var allt gert klárt og kl. 7.00 var blás- ið til brottfarar og allt hófst eins og fyrri daginn. Nú voru skip- stjórar búnir að úthugsa veiði- svæði sem ætti að gefa það góðan afla að vinningur væri mögu- legur. Nú var siglt enn lengra en áður. Út undir Gjögra og nánast um allan Eyjafjörð. Það verður að segjast eins og er að það var meiri hreyfing á bátum þá en fyrri daginn. Sú staðreynd blasti við að afli var mun lélegri en áður. Níels Gunnarsson skip- stjóri á Níelsi Jónssyni sagði að minnsta kosti hefðu þeir á þeim báti sett eitt met þann daginn, en það var í keyrslu. Þetta sýnir þann anda sem ríkjandi var á þessu móti. Menn hlógu ef ein- hver var svo óheppinn, eða hepp- inn að innbyrða marhnút, eða það lítinn karfa að hann var varla meira en augu með ugga eins og einhver sagði. Sem sagt húmor- inn í lagi. Þegar bátar voru búnir að flengjast um allan Eyjafjörð og lítil von um góða veiði fóru veiði- sögurnar af stað. Einhver gaf til kynna með þeirri alkunnu hreyf- ingu að færa sundur handleggina til að sýna hvað hann hafi verið stór sem ekki náðist um borð á síðasta móti, og sagði svo. „Hann var svona“..., en komst svo ekki lengra því næsti maður var fljótur að grípa fram í og rengja stærð- ina. Þá hélt sá með veiðisöguna áfram og sagði í framhaldi, „á milli augnanna." Þegar haldið var til lands eftir frekar rýran veiðitúr fóru menn að tala um að það væri ekki hægt að láta sjá sig með svo lítinn afla sem raun bar vitni. En allt skal á land hversu lítill sem aflinn er. Þegar rennt var upp að bryggju var sama sagan og daginn áður, allir að spyrja um afla. Þá þóttu þeir margir miklir veiðimenn sem töluðu um að ekki væri hægt að koma að landi með svo lélegan afla. Allt var svo vegið og mælt og skrifað á blað. Að kvöldi síðari dagsins var haldið samkvæmi þar sem lesin voru úrslit, verðlaun afhent. Því næst var stiginn dans fram eftir nóttu með tilheyrandi gleði. Helstu úrslit urðu þessi: Aflahæsti einstaklingur varð Karl Jörundsson, Ak. með 174,74 kg. Aflahæst kona varð Magrét Helgadóttir, Keflavík með 118,34 kg. Aflahæsta sveit karla varð sveit Páls A. Pálssonar, Ak. Auk Páls eru í sveitinni Andri Páll Sveins- son, Bjarki Arngrímsson og Rúnar Heiðar Sigmundsson. Voru þeir með alls 378,30 kg. Aflahæsta sveit kvenna varð sveit Elínborgar Bernódusdótt- ur, Vestmannaeyjum. Auk henn- ar eru í sveitinni Þóra Bernódus- dóttir, Helga Tómasdóttir og Freyja Önundardóttir. Voru þær með alls 296,80 kg. Aflahæsti bátur varð „Bergur gamli“ frá Dalvík. Skipstjóri Reimar Þorleifsson. Þar var með- altalsþungi á hvern veiðimann 109,41 kg. Aflahæsti unglingur varð Sæ- mundur Sævarsson með 91,80 kg. Flestar tegundir veiddi Helgi Sigfússon, alls 6 tegundir. Páll A. Pálsson afhendir Karli Jörundssyni aflakóngi verðlaun hans. Myndir og texti: - gej. Marhnútur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.