Dagur - 13.09.1985, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - 13. september 1985
Barnaskóli
Húsavíkur:
Nemendur við Barnaskóla
Húsavíkur mœttu sam-
kvœmt innköllun síðastlið-
inn mánudag. í vetur verð-
ur kennt í 16 bekkjardeild-
um. Þriðja og sjötta bekk
verður þrískipt.
í forskóla verða 50 nemendur,
Sigurður Hallmarsson skóla-
stjóri, sagði bekkinn vera á
mörkum þess að það þyrfti að
þrískipta honum, það væri ójafnt
í árgöngum og tala barna í bekkj-
um á ákaflega viðkvæmu stigi.
Litlu mætti muna um fjölgun til
að nauðsynlegt væri að skipta
bekkjum í þrjár bekkjadeildir,
og oft væri ekki vitað um endan-
legan nemendafjölda fyrr en á
síðustu stundu. Breytingar hafa
verið gerðar á húsnæði skólans til
að leysa húsnæðisvandræðin til
bráðabirgða. Starfsmenntað fólk
hefur verið ráðið til að annast
kennslu í vetur.
Fyrstii sporin stigin
á menntabmiitinni
- 326 nemendur eru í 16 bekkjadeildum
Láttu fegra brosið bjart
Ólafur í Forsæludal kvað svo til
ungrar stúlku:
Bjartur himinn hlýr og fagur
hvolfist yfir þér.
Þú ert eins og apríldagur
inni í desember.
Næstu vísu kvað Ólafur um þekkt-
an sæmdarmann:
Ég við ýmsa aðra en hann
átti meiri kynni,
en heilsteyptari heiðursmann
held ég enginn finni.
Og enn kvað Ólafur til ungrar
meyjar:
Láttu fegra brosið bjart
bestu vina kynni.
Yndislegra ekkert skart
er í veröldinni.
Nú kveður við annan tón. Leiru-
lækjar-Fúsi hugðist hugga ekkju
nokkra sem bar ofurharm í brjósti,
með eftirfarandi vísu. Reiddist hún
að vonum, en lét um leið af fásinnu
og harmatölum:
Fjandinn hefur sótt hans sál,
sá er mörgu lógar.
Hann er kominn á Heljar bál
og hefur þar píslir nógar.
Leirulækjar-Fúsi á að hafa mælt
þessar vísur við barn:
Varastu þegar vits færð gætt
til vonds að brúka hendur.
Það er bölvuð þjófa ætt
það sem að þér stendur.
Faðir og móðir furðu kvinn,
frændur allir bófar,
ömmur báðar og afi þinn,
allt voru hýddir þjófar.
Sigluvíkur-Sveinn kvað:
Það er ætíð meining mín,
megnan bæti trega
brúði mæta og brcnnivín
brúka gætilega.
Katrín Guðmundsdóttir með móður sinni.
Erla Ýr kemur gangandi með mömmu.
Erla Jóna Einarsdóttir.
Lilja Skarphéðinsdóttir kom hjólandi til skólans ásamt syni sínum, Skarp- Karl Hreiðarsson kemur með móður sinni Jónínu Hallgrímsdóttur.
héðni Eymundssyni, og var að leiðbeina honum í umfcrðinni.
Myndir og
texti: IM