Dagur - 18.09.1985, Blaðsíða 1
68. árgangur
Akureyri, miðvikudagur 18. september 1985
GULLSMIÐIR
, SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
TRÚLOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
103. tölublað
Á sunnudaginn var réttað í Skarðsrétt hjá Sauðárkróki og var þar margt um manninn, ekki síður en fé.
Mynd: KGA.
Slysaalda í umferðinni:
„Okumenn gæti
ítmstu varúðar“
- segir Daníel Snorrason rannsóknarlögreglumaður
Akureyri:
Gang-
braut til
bóta?
„Því er ekki að neita að við
höfum orðið varir við óánægju
manna með þessa gangbraut
og þessar framkvæmdir,“
sagði Haukur Berg í sundlaug-
inni er hann var spurður um
gangbrautina sem verið er að
taka í notkun á Þingvallastræti
við sundlaugina.
„Mönnum þykir sem verið sé
að byrja á öfugum enda, þar sem
skortur á bílastæðum er mikill
við sundlaugina.“ Búið er að
teikna og hanna bílastæði sem
eiga að vera sunnan sundlaugar
og íþróttahúss. Síðar er hug-
myndin að breyta inngangi í
sundlaugina og færa hann sunnan
á húsið, til samræmis við bíla-
stæðin.
„Þetta er gert til að þrengja
gönguleið barna yfir þessa fjöl-
förnu götu, og þar af leiðandi að
koma í veg fyrir slys. En þarna
hefur oft legið við stórslysum,“
sagði Ólafur Ásgeirsson aðstoð-
aryfirlögregluþjónn á Akureyri
er hann var spurður álits á þessu
máli. „Þetta er eingöngu gert til
að gera umferð öruggari á þess-
um stað. Þrátt fyrir þessar breyt-
ingar þrengir þetta ekki aksturs-
leiðina um götuna, þar sem bíl-
um var ævinlega lagt á þessum
stöðum. Þegar þessum fram-
kvæmdum er lokið og ljósin sem
áætluð eru komin á sinn stað
þarna, þá hef ég þá trú að þetta
verði til verulegra bóta,“ sagði
Ólafur. - gej
Það mættí halda að jólasvein-
arnir væru farnir að láta sjá sig
í byggð. Um síðustu helgi var
brotist inn á barnaheimilið
Pálmholt, og stolið þaðan mat-
vöru og öðrum nauðsynja-
vörum.
Það voru 10 kg af kjöti, 9 kg af
kaffi, smjör, smjörlíki, djús, egg,
Nú er sá árstími sem er hvað
hættulegastur í umferðinni og
kex, þvottaefni og eitthvað fleira
sem þjófurinn hafði með sér á
brott.
Engar skemmdir voru unnar á
húsinu, og ekkert annað virtist
freista þjófsins en nauðsynja-
vörurnar. Það verður því þokka-
leg veisla sem jólasveinninn
tímavillti getur haldið eftir heim-
sókn sína á barnaheimilið. - gej
slysatíðni hæst. Óhætt er að
segja að slysaalda hafi gengið
yfir síðustu daga því ekki færri
en sex slys með meiðslum á
fólki urðu á Norðurlandi í vik-
unni sem leið.
Þann 9. september varð slys
við Eyjafjarðarbrýr, 10. septem-
ber lenti bíll út af veginum við
Lækjarbakka, 11. september
varð harður árekstur skammt
norðan við Knarrarberg, þann
12. var ekið á kú við Hrafnagil,
14. september varð banaslys á
Öxnadalsheiði og að kvöldi þess
dags var ekið á kyrrstæðan bíl í
Aðalstræti. Það hafa því orðið
sex slys á sex dögum og þar a
meðal mjög harðir árekstrar, sem
benda til þess að ökuhraðinn sé
fullmikill.
„Á þessum tíma þegar farið er
að dimma og veður að versna er
brýnna en nokkru sinni að öku-
menn taki tillit til aðstæðna og
gæti ítrustu varúðar," sagði Dan-
íel Snorrason rannsóknarlög-
reglumaður í samtali við Dag.
Hann benti á nauðsyn þess að
menn notuðu ökuljósin og
spenntu öryggisbeltin. Þá væri
nauðsynlegt að huga vel að bílun-
um fyrir veturinn, t.d. að skipta
yfir á vetrardekkin og láta ljósa-
skoða, en ljósaskoðun lýkur 31.
október.
„Eg hvet ökumenn til að gæta
fyllstu varúðar í umferðinni.
Dæmin sýna að það er aldrei of
varlega farið,“ sagði Daníel
Snorrason að lokum.
- BB
Kjðtkrókur
kominn til byggöa?
Sjálfstæðisflokkurinn:
Stefnir að flokkseinræði og einokun
- segir Einar Freyr ríthöfundur
„Raunverulegir hæfileikar ein-
staklinga eru oft sniðgengnir
með öllu. Hæflleikasnauðir og
oft taugaveiklaðir einstakling-
ar eru settir ofar hinum hæfu,
- af bæði pólitískum og pers-
ónulegum ástæðum og hags-
munum.“
Svo segir m.a. í grein eftir Ein-
ar Frey, rithöfund í Gautaborg,
sem birtist í blaðinu í dag. í
greininni fjallar Einar um hvað
standi íslenskum menningarmál-
um fyrir þrifum, að hans mati, og
þann klíkuskap og hagsmunapot
sem hann telur við lýði í störfum
útvarpsráðs.
Talað er um pólitíska þróun á
íslandi. Greinarhöfundur fullyrð-
ir að „hörðustu menn Sjálfstæðis-
flokksins stefni að flokkseinræði
og einokun á öllum sviðum þjóð-
lífsins.“ Með það að leiðarljósi
„ætli sjálfstæðismenn að leggja
undir sig útvarpið, sjónvarpið,
menningarsjóð, menntamála-
ráðuneytið og dómsmálaráðu-
neytið.“ Einar spyr hvort „til sé
pólitísk klíka í Sjálfstæðisflokkn-
um sem vinni að menningarmál-
um eftir bók Hitlers „Mein
Kampf.“„
Síðan segir hann frá meðferð
þeirri sem leikrit hans „Undan
straumnum" fékk hjá útvarpsráði
og hvaða afleiðingar það hafi haft
í för með sér fyrir Ævar Kvaran
leikara og leikstjóra áð bjóðast til
að leikstýra verkinu í útvarpi.
Greinarhöfundur heldur því fram
að Ævar hafi verið útilokaður
frá útvarpinu vegna þessa máls.
Fyrri hluti greinarinnar birtist í
dag en seinni hlutinn birtist í
blaðinu á föstudag.
Sjá opnu.
Bana-
slys í
Fljótum
41 árs gamall maður lést í um-
ferðarslysi í Fljótum aðfara-
nótt sunnudags.
Ólafur Björnsson frá Siglufirði
var þar einn á ferð í bifreið sinni
og á móts við bæinn Hraun missti
hann vald á bifreiðinni sem valt
út af veginum og hafnaði á stór-
grýti. Ólafur mun hafa látist sam-
stundis.
Engir sjónarvottar voru að
slysinu en fólk sem var í grend-
inni heyrði hávaða er bifreiðin
valt út af veginum og kom það
strax á vettvang. Ólafur lætur eft-
ir sig eiginkonu og fjögur börn.
Skemmdar-
verk
- á barnaheimilinu
Flúðum
Töluvert hefur verið um
skemmdarverk í nýbyggingu
barnaheimilis á Flúðum að
undanförnu. Um síðustu helgi
voru brotnar rúður sem nýbúið
var að setja í glugga.
Einnig var steypuhrærivél rutt
í skurð við húsið. Þetta mun vera
í þriðja skipti sem rúður eru
brotnar í húsinu. Fyrr í sumar
eyðilögðu skemmdarvargar
pússningu sem múrarar voru ný-
búnir að setja á vegg. Þarna er
um töluvert tjón að ræða. og er
einkennilegt til þess að vita að
menn fái ánægju út úr slíkri
skemmdarstarfsemi. - gej
Hrím-
bakur
væntan-
legur
Harðbakur, einn af togurum
Útgerðarfélags Akureyringa
getur farið í eina veiðiferð
áður en kvóti hans klárast.
Svalbakur er sömuleiðis langt
kominn með sinn kvóta, og
má reikna með að hann sé í
sinni næst síðustu veiðiferð að
þessu sinni.
Hinir togarar félagsins eiga
meira eftir af sínutn kvótum, en
erfitt er að segja hversu lengi þeir
endast. Það er því ekki séð hvort
afli sem á eftir að veiða endist
fram að áramótum.
Hinn nýi togari Ú.A. Hrím-
bakur kemur væntanlega í vik-
unni til Akureyrar, og veiðir
hann samkvæmt sóknarkvóta.
Þýðir það að ekki er mögulegt að
færa kvóta frá honum yfir á
önnur skip félagsins. Eins og
liorfið nú er á mörkunum að afli
endist fram að áramótum. gej-