Dagur - 18.09.1985, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 18. september 1985
Á hvaða alþingis-
manni hefur þú mest-
ar mætur?
Sigurður Ingólfsson.
Því er nú erfitt að svara.
Ætli ég nefni ekki bara Jón
Baldvin.
Valgeir Stefánsson.
Pað veit ég nú ekki. Eru þeir
ekki allir ágætir, mismunandi
ágætir?
Ragnar Sverrisson.
Þar fórst þú alveg með
það . . . Engum.
Steingrímur Bernharðsson.
Auðvitað nafna mínum,
Steingrími Hermannssyni.
„Ég hef alltaf haft áhuga á
grasafræði og sem unglingur
safnaði ég háplöntum og átti
töluvert safn. Það hefur svo
hlaðið utan á sig með tíð og
tíma,“ sagði Elín Gunnlaugs-
dóttir grasafræðingur. Elín er
frá Hofi í Hörgárdal. Hún
varði doktorsritgerð sína,
Heiðagróður á Islandi, teg-
undasamsetning hans og gróð-
urbreytingar með tilliti til upp-
græðslu, við Uppsalaháskóla
þann 26. aprfl í vor.
Elín fór í Menntaskólann á
Akureyri og „mig langaði alltaf í
náttúrufræði af einhverju tagi.
En grasafræðin var mér hugleikn-
ust. Eftir stúdentspróf vann ég í
eitt ár og byrjaði svo í líffræði í
Háskóla fslands þegar farið var
að kenna hana haustið 1968.
Prófi lauk ég árið 1972. Ég reyndi
að velja eins mikla grasafræði og
hægt var. Þegar ég fór utan var ég
búin að velja mér verkefni sem
var gróður, t.d. hvernig dýr lifa í
og á gróðri, áhrif beitar á gróður
og margt fleira.“
Veturinn eftir háskólanám
kenndi Elín við Gagnfræðaskól-
ann á Akureyri og vann við
plöntugreiningu á Náttúrugripa-
safninu.
„Það er til mikið af þurrkuðum
plöntum hér á safninu og það
þarf að vita hvað þær heita og
hvaða gróðurflokki þær tilheyra.
Það þarf að skoða flórur og
skoða einkenni plantnanna undir
smásjá og greina þær þannig til
tegunda. Mikið af plöntunum
hafa starfsmenn safnsins safnað
sjálfir en einnig hafa safninu bor-
ist gjafir.“
Veturinn 1973-4 tók Elín svo-
kallað fjórða árs verkefni og
gerði samanburð á gróðri á beittu
og friðuðu landi í nokkrum skóg-
ræktargirðingum í Eyjafjarðar-
sýslu.
„Ég tók fyrir ákveðna reiti og
skoðaði hvað var mikið af hverri
tegund og hvaða tegundir lifðu á
sams konar landi utan og innan
girðingarinnar. Niðurstöður?
Þetta var svo stuttur tími að ekki
er hægt að alhæfa um niður-
stöður.
Frá árinu 1974 og fram til árs-
ins 1980 vann ég hjá Landgræðsl-
- segir Elín Gunnlaugsdóttir grasafræðingur
unni við að skoða gróður á ör-
foka landi og þar sem sáð hefur
verið. Ég fylgdist með ákveðnum
blettum, annars vegar í Gunnars-
holti og hins vegar í Þingeyjar-
sýslum, í Kelduhverfi og á Heið-
arsporði. Fyrst eftir áburðar-
dreifingu jókst spretta mjög, en
mestu áburðaráhrifin vara aðeins
í 2-3 ár, en dauf áburðaráhrif eru
sjáanleg í a.m.k. 20 ár. Eftir 2-3
ár lagðist gróðurinn í sinu og þeg-
ar lengra líður frá verður hann
áþekkur því sem var í upphafi,
ívið meiri þó. Það er aðeins betra
að græða upp land fyrir sunnan,
þar er hlýrra og rakara. Út frá
þeim forsendum sem ég gaf mér
giskaði ég á að það þyrfti 50-100
ár eða meira eftir aðstæðum að
græða örfoka land til algróins eða
lönd og það er svokölluð plöntu-
félagsfræði, en um það fjallar
doktorsritgerð mín að hluta.“
- Segðu okkur hvað það er?
„Þá eru tekin fyrir ákveðin
gróðurfélög og borin saman við
lík félög erlendis. Ég gerði margar
gróðurathuganir á Ássandi og
Gunnarsholti, safnaði há-
plöntum, mosum og fléttum og
greindi til tegundar. Þegar ég
hafði safnað nægilega mörgum
gróðurgreiningum setti ég þær
inn í tölvu eftir vissum aðferðum.
Þar er allt reiknað út flokkað og
niðurstöður túlkaðar. Síðan er
hægt að bera þetta saman við allt
mögulegt. Ég bar mínar greining-
ar saman við það sem skrifað hef-
ur verið um gróður fyrst og
fremst í Noregi, en einnig í
veðráttu, berggrunni, jarðvegi,
uppblæstri og áfoki, samverkan
allra eða einhverra þessara
þátta.“
Okkur hefur verið tíðrætt um
doktorsritgerð Elínar. í sumar
hefur Elín unnið við Náttúru-
gripasafnið á Akureyri og við
víkjum að lokum að því sem efst
var á baugi hjá henni á þeim vett-
vangi.
„Ég hef verið að vinna að
gróðurathugunum í nágrenni Ak-
ureyrar og til stendur að gera
gróðurkort af umhverfi Akureyr-
ar. Það er byrjað á að teikna upp
eftir loftljósmynd, mela, mýrar
og móa og farið með þessa teikn-
ingu út og merkt inn á hana hvað
er hvað. Síðan eru gerðar grein-
ingar og maður skoðar betur það
sem haft er með sér heim. Þeim
gróðri, sem virðist vera hinn sami,
er raðað saman í gróðureiningu
og það getur orðið eining á kort-
inu. Til hvers þetta er notað? Það
er gott að hafa gróðurkort til
hliðsjónar þegar unnið er að
skipulagi bæjarins, þegar ákveðið
er hvaða svæði eru notuð undir
byggingar og útivistarsvæði."
- mþþ
Svíþjóð, Færeyjum, Bretlands-
eyjum og Grænlandi. Ég komst
að því að gróður hér á landi er
frábrugðinn því sem þarna
gerðist. T.d. er íslenskur heiða-
gróður frábrugðinn skyldum
gróðri í grannlöndunum. Gróð-
ureiningar hans eru einkenndar
af hópum tegunda sem hvergi
annars staðar vaxa saman. Or-
sakanna er að leita í frábrugðinni
Elín Gunnlaugsdóttir.
því sem næst algróins. Það er eins
gott að við gerum okkur grein
fyrir þessum tíma sem þetta
tekur, áður en við gerum allt að
eyðimörk. Sandurinn breiðir úr
sér, laus sandur fýkur yfir
gróðurinn og drepur hann. Sums
staðar gerist þetta hratt, sums
staðar hægar, en gerist samt. Út
frá þessum rannsóknum fór ég
yfir í að fá samanburð við önnur
Frábær
skemmtun
Ein ánægð skrifaði og hafði eftir-
farandi að segja:
Ég fór á skemmtun með hinu
landsþekkta Ríó-tríói hér á Akur-
eyri á dögunum, og það verð ég
að segja að ég hef ekki í langan
tíma skemmt mér jafn vel.
Skemmtunin var frá upphafi til
enda alveg stórkostleg og fór
reyndar vaxandi frá fyrstu mín-
útu til hinnar síðustu. Piltarnir
þrír sem skipa trfóið eru alveg
frábærir grínistar, þeir spila vel
og syngja vel og með þeim er líka
þessi frábæri hópur hljóðfæra-
leikara sem myndar hljómsveit
Gunnars Þórðarsonar. Það er
óhætt að mæla með þessari
skemmtun við hvern sem er því
hún er svo sannarlega þess virði
að sjá hana.