Dagur - 18.09.1985, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 18. september 1985
ÚTGEFANDI: ÚTGAFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 300 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 35 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÖRNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI:
GlSLI SIGURGEIRSSON
FRÉTTASTJÓRI:
GYLFI KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E.
JÓNASSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), YNGVI
KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, MARGRÉT Þ.
ÞÓRSDÓTTIR,
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Háskólinn oa
nýjar hugmyndir
Nú er tekinn við embætti nýr háskólarektor, sem
margir binda miklar vonir við. Þarna er á ferðinni
raunvísindamaður sem getið hefur sér orð fyrir
vísindarannsóknir, og af orðum hans og störfum
má þess einnig vænta að hann standi báðum fót-
um á og skynji íslenskan raunveruleika — at-
vinnulífið og þörf þess fyrir aukna og bætta
menntun. Menntun sem tengist beint afkomu-
möguleikum okkar íslendinga í framtíðinni.
Reikna má með að meiri áhersla verði lögð á
hagnýta kennslu í Háskóla íslands og hagnýtar
rannsóknir sem atvinnulífið nýtur góðs af.
Því má þó ekki gleyma að flestir frjóangar
framfara spretta upp af rótum menningar og
lista, rótum almennrar góðrar menntunar og
verkmenningar. Það ætti e.t.v. að vera hlutverk
grunnskólanna og framhaldsskólanna að leggja
þennan grunn, svo víðsýni og vísindaleg vinnu-
brögð geti orðið aðall þeirra sem útskrifast úr
Háskóla íslands. íslenskt samfélag hefur lítið við
fagídjóta að gera.
Það var mikil víðsýni að berjast fyrir því á sín-
um tíma að menntaskóli risi utan höfuðborgar-
innar. Enginn efast um ágæti þeirrar ráðstöfunar
í dag að gera Menntaskólann á Akureyri að
veruleika. Enginn efast heldur um réttmæti
menntaskólanna á ísafirði og á Egilsstöðum, svo
eitthvað sé nefnt, né aukið námsval í fjölbrauta-
og verkmenntaskólum heima í héruðum. Það er
hins vegar orðið meira en tímabært að þessi
þróun haldi áfram.
Hinn nýi rektor Háskóla íslands sagði í sjón-
varpsviðtali að brýnasta vandamál skólans væri
húsnæðisskortur vegna síaukins nem-
endafjölda, auk þess sem kröfur um bætta að-
stöðu fara líklega stöðugt vaxandi. Hann hafði
einnig á orði í útvarpsviðtali daginn sem hann
tók við embætti, að hann hefði hugmyndir um að
opna háskólann, nýta þá tækni sem boðmiðlun
ýmiss konar hefur upp á að bjóða. Þetta er eigin-
lega sjálfsagt mál. Kona á Kópaskeri sem ekki á
heimangegnt en hefur þá grundvallarmenntun
sem dugir til undirbúnings háskólanáms, gæti
þá stundað sitt nám á heimaslóðum. Þetta
myndi að sjálfsögðu kosta hana eitthvað, eins
og allt nám, og vafalaust kostar það Háskóla ís-
lands verulegt fé að koma þvílíku kerfi á laggirnar
Opinn háskóli með þessum hætti er þó engin
lausn fyrir ungt fólk sem nýlokið hefur stúdents-
prófi og ætlar að helga sig náminu á háskólastigi
næstu árin. Það mun sækja sitt nám með hefð-
bundnum hætti. Nýskipuðum háskólarektor er
með vinsemd bent á það að hugmyndir um op-
inn háskóla mega ekki koma í veg fyrir að hug-
myndir um útibú skólans, t.d. á Akureyri verði
að veruleika. Það myndi leysa húsnæðisvanda-
málin að hluta, þar sem húsnæði er þegar fyrir
hendi. Háskólaútibú á Akureyri er vel undirbúið
mál, sem mikil samstaða er um. Vonandi verður
það hlutskipti hins nýskipaða háskólarektors að
sýna víðsýni og djörfung í þessu sjálfsagða, hag-
fellda réttlætismáli.
Hótelstjórahjónin, Guðmundur Tómasson og Elsa Elíasdóttir, standa hér á milli hönnuðanna, Árna Guðjónssonar
og Jóns Ólafssonar, við nýja barinn á Hótel Mælifelli.
— Segir Guðmundur Tómasson hótelstjóri á Hótel Mælifelli á Sauðárkróki
Á Hótel Mælifelii á Sauðár-
króki hefur orðið gjörbylting
á salarkynnum til veitinga-
reksturs og dansleikjahalds.
Síðastliðinn laugardag var í
fyrsta sinn tekið á móti gestum
í mat og á diskótek eftir að inn-
réttaður hafði verið nýtísku
danssalur á neðri hæð og mat-
salur á efri hæð hótelsins.
Guðmundur Tómasson hótel-
stjóri og eigandi hótelsins sagði
að allt það sem fyrir var hefði
verið rifið burt og staðurinn
hannaður algerlega upp á nýtt.
Það var Árni Guðjónsson hjá Ár-
felli í Reykjavík sem sá um
hönnun innréttinga en skagfirsk
listakona, Brynhildur Kristins-
dóttir, var fengin til að skreyta
salina með myndum úr Skaga-
firði. Byggingarfélagið Hlynur
sá um smíði innréttinga. Raf-
hönnun og raflögn sá Jón Ólafs-
son um. Framkvæmdir tóku ekki
nema þrjár vikur sem verður að
teljast vel að verki staðið en iðn-
aðarmennirnir gengu heldur ekki
út úr húsinu fyrr en um klukkan
sjö á laugardagskvöld, eða rétt
áður en fyrstu matargestirnir
mættu á staðinn.
Guðmundur hótelstjóri segist
vera búinn að vera í 11 ár með
hótelreksturjj Sauðárkróki. En
er grundvölíur fyrir því að leggja
í svo mikinn kostnað við veit-
ingarekstur sem hann hefur nú
gert?
„Ég væri ekki að leggja í þess-
ar breytingar ef ég hefði ekki trú
á að þær skiluðu sér en ég geri
mér líka grein fyrir því að það
tekur langan tíma...“
- En Guðmundur er ekki einn
í rekstrinum.
„Svona stað rekur enginn
nema hafa góða eiginkonu sér við
hlið. Konan mín, Elsa Elíasdótt-
ir, stendur alveg í þessu með mér
og einnig starfa allir synirnir fjór-
ir hérna,“ sagði Guðmundur.
„Auk þess höfum við verið mjög
heppin með starfsfólk," sagði
hinn bjartsýni hótelstjóri að
lokum. -yk.
Opnunarkvöldið var haldin tískusýning þar sem sýndur var tískufatnaður úr
einni af verslunum bæjarins.
„Höfum verið heppin
með starfsfólk“
Þessi glæsilegi salur er á jarðhæðinni en auk hans er annar salur á annarri hæð og samanlagt taka þeir 174 í mat.
Myndir: KGA.