Dagur - 18.09.1985, Blaðsíða 5

Dagur - 18.09.1985, Blaðsíða 5
18. september 1985 - DAGUR - 5 Operuferð til Reykjavíkur - Kristján Jóhannsson í aöalhlutverkinu í Grímudansleiknum _ LAUT _ RESTAURANT L1 Grímudansleikurin eftir Verdi verður frumsýndur í Þjóð- leikhúsinu á laugardaginn. Er hér um að ræða frumuppfærslu þessarar vinsælu óperu á ís- landi, jafnframt því sem um er að ræða eina viðamestu upp- færslu Þjóðleikhússins til þessa. AUs taka um 130 manns þátt í sýningunni. Páll með tónleika í Borgarbíó Páll Jóhannesson tenór heldur tónleika í Borgarbíó annað kvöld og hefjast þeir kl. 19.00. Páll hefur áður sungið fyrir Akureyringa og aðra lands- menn við góðar undirtektir. Hann hefur stundað söngnám í fjögur ár á Ítalíu hjá ýmsum þekktum söngkennurum. Nú nýlega tók hann þátt í söngkeppni í Nóvera á Ítalíu og náði þar 5. sæti. Það voru 60 söngvarar sem þátt tóku í þeirri keppni. Einnig er hann þátttak- andi í söngkeppni sem haldin er í Parúna á Ítalíu og er kennd við tónskáldið Verdi. Þeirri keppni lýkur 5. október. Á hljómleikunum í Borgarbíói syngur Páll við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar. Lögin sem þeir félagar flytja eru eftir Jón Björnsson, Sigfús Halldórsson, Karl O. Runólfsson, Paolo Tosti, Verdi, Puccini og fleiri. Tónleikarnir hefjast kl. 13.30. Kristján Jóhannsson syngur eitt aðalhlutverkið í sýningunni, en auk hans eru Kristinn Sig- mundsson, Elísabet F. Eiríks- dóttir, Sigríður Ella Magnúsdótt- ir, Katrín Sigurðardóttir, Róbert W. Becker og Viðar Gunnarsson í stærstu einsöngshlutverkunum. Leikstjóri er Sveinn Einarsson og hljómsveitarstjóri er Maurizio Barbacini, sem kemur frá Ítalíu, en hann stjórnar Sinfóníuhljóm- sveit íslands. Dansar eru eftir Ingibjörgu Björnsdóttur, leik- mynd eftir Björn G. Björnsson, búningateikningar eftir Malínu Örlygsdóttur og lýsingu annast Kristinn Daníelsson. Vegna anna söngvaranna verða ekki nema um 15 sýningar á óperunni. Það er því ekki ráð nema í tíma sé tekið, fyrir þá sem hafa hug á að drífa sig suður til að sjá og heyra óperuna. Um aðra helgi efnir Ferðaskrifstofa Akureyrar til óperuhópferðar. Brottför verður 4. október og 6. október kemur hópurinn norður aftur. Innifalið í miðaverði, sem Restaurant Laut auglýsir: í hverju hádegi: Fjölbreytt síldarhlaðborð með brauði og heitum kartöflum aðeins kr. 245.- pr. m. Salatbar og súpa kr. 185,- pr. m. í kaffinu: Lystugt kaffihlaðborð með rjómatertum, smurbrauðstertum og fleira góðgæti. Aðeins kr. 95,- pr. m. Borðapantanir í síma 22527. JÍESTAURANT LAUT HÓTEL AKUREYRI HAFNARSTRÆTI 98 er 5.890 krónur, er flug báðar leiðir, gisting á Loftleiðum, kvöldverður í Þjóðleikhúskjallar- anum og miði að sýningu á Grímudansleiknum 5. október. Að sögn Gísla Jónssonar, fram- kvæmdastjóra Ferðaskrifstofunn- ar, fengust ekki nema 30 miðar á sýninguna, þannig að vissara er fyrir þá sem áhuga hafa, að tryggja sér miða í tíma. - GS Jörð Til sölu bújörð á Eyjafjarðarsvæðinu. Þeir sem kunna að hafa áhuga á upplýsingum leggi nöfn, heimilisföng og símanúmer inn á afgreiðslu Dags fyrir 1. okt. nk. merkt: „Bújörð“. Haustlaukar íYín Verð á 10 st. kr. 39 - tU 98 - Blómaskáli við Hrafnagil. Sími 31333 Aðalfundur Leikfélags Öngulstaðahrepps verður haldinn í Freyvangi, þriðjudaginn 24. september kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Veitingar í boði stjórnar. Allir velkomnir. Stjórnin. DQDD5 % Kjötvinnsla Sími 22080 Úrbeining: Meðal annars: Erum ávallt með Úrbeinum Mínútusteik 462.- vel hangið: Hökkum Nautasnitzel 392.- Nautakjöt Útbúum snitzel Nautagúllash 348.- Svínakjöt Hamborgarmótum Nautahakk 264.— Vacumpökkum Frystum Unnið úr úrvals hráefni 1 árs afmæli Verðum með kynningu á framleiðsluvörum okkar í Matvörumarkaðinum Kaupangi. Komið og sjáið storglæsilegt kjötborð og smakkið á framleiðslunni. Unnið úr úrvals hráefni dodsh v/Hvannavelii

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.