Dagur - 18.09.1985, Page 8
8 - DAGUR - 18. september 1985
Páll
Jóhannsson
Tónleikar í
Borgarbíói
fimmtudaginn 19. sept-
ember kl. 19.00.
Styrkjum ungan lista-
mann og mætum vel.
Saumastofan Þel
auglýsir:
%aumanámskeið
Tímar fimmtud. frá kl. 16-19.
Miövikud. frá kl. 20-23.
Einnig veröa sníðanám-
skeið á mánudagskvöldum
ef næg þátttaka fæst.
Kennt verður sænska kerfið.
Uppl. í Hafnarstræti 29
og í síma 26788.
Félag harmonikuunnenda
við Eyjafjörð
Aðalfundur félagsins verður haldinn í Lundarskóla
fimmtudaginn 26. september kl. 20.00.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Björn Sigurðsson • Baldursbrekku 7 • Símar41534 • Sérleyfisferðir ■
Hópferðir • Sætaferðir • Vöruflutningar
HÚSAVÍK - AKUREYRI ■ HÚSAVÍK
VETRARÁÆTLUN FRÁ 16. SEPTEMBER 1985.
S M Þ M Fi Fö L
Frá Húsavík kl. 18 9 9 9
Frá Akureyri kl. 21 16 16 17
Geymið auglýsinguna. Sérleyfishafi.
Munið okkar
I I vinsæla kjötborð
V með úrval
kjötrétta
Egg á kr. 158.- kg. og unga-
egg á aðeins kr. 114.- kg.
Verið velkomin í Hrísalund.
opíðtíiki. 8
á fimmtudögum ^ A
til kl. 7 ^X\\W*. y
á föstudögum Z
og frá kl. 9-12
á laugardögum.
Aðalheiður Björk Vilhelmsdóttir fóstra í nýju vistuninni í Síðuskóla.
Mynd: KGA.
Síðuskóli:
Vistun
skólabarna
Bridgefélag
Akureyrar:
Bautamótið
hefst næsta
þriðjudag
Nú er starfsemi Bridgefélags
Akureyrar hafin. Aðalfundur
var haldinn 10. september.
Stjórnina skipa eftirtaldir
menn: Frímann Frímannsson,
Örn Einarsson, Gunnar Berg,
Pétur Guðjónsson og Gissur
Jónasson. Varastjórn: Zarioh
Hamadi og Dísa Pétursdóttir.
Fyrsta keppnin, svokallað
startmót, sem var tvímenningur
var spiluð í gærkvöld. Spilað var
í þremur riðlum.
Sigurvegarar urðu Gunnar
Berg og Örn Einarsson. Verð-
laun gaf Skipaafgreiðsla KEA.
Bautamótið hefst svo þriðju-
daginn 24. september. Er spilað-
ur tvímenningur, alls 4 umferðir.
Það er forráðamenn Bautans-
Smiðjunnar sem sjá um verðlaun
til þessarar keppni, en þeir hafa
stutt starfssemi B.A.
Pátttöku þarf að tilkynna til
stjórnar félagsins fyrir kl. 19 á
sunnudag 22. september.
Spilað verður í Félagsborg á
þriðjudögum og hefst spila-
mennskan stundvíslega kl. 19.30.
Einnig mun verða spilað í
Dynheimum á miðvikudags-
kvöldum í vetur. Stefán Ragnars-
son og Anton Haraldson sjá um
þau spilakvöld. Þar verður ef-
laust boðið upp á ýmsa ný-
breytni.
Öllum er heimil þátttaka í
keppnum og starfsemi B.A.
„Þetta er hugsað þannig að 6-8
ára börn í Síðuskóla geti fengið
vistun í skólanum. Forskóla-
böm fyrir hádegi, geta fengið
vistun frá kl. 7.45-9.30 en þá
hefst skólinn hjá þeim. Seinni
partinn geta forskólabörn svo
og nemendur 1. og 2. bekkjar
fengið vistun frá því þau era
búin í skóla, sem er kl. 15.30
hjá forskóla en 15.50 hjá 1. og
2. bekk. Þá er vistunin til kl.
17.15,“ sagði Ingólfur Ár-
mannsson, skólastjóri Síðu-
skóla í samtali við Dag.
Vistunin var formlega opnuð
kl. 16 sl. miðvikudag. Til að
byrja með og út septembermán-
uð verða einungis nemendur 1.
bekkjar teknir í vistun. Er það
vegna þess að enn hefur ekki
reynst unnt að taka seinni skóla-
álmuna í gagnið og verður því
einhver dráttur á að forskóli
byrji. Vonir standa þó til að það
verði um næstu mánaðamót.
Ingólfur Ármannsson skóla-
stjóri sagði að gerð yrði tilraun
með þessa vistun í vetur og síðan
yrði málið endurskoðað í vor.
„Fjárhagslega eiga aðstand-
endur viðkomandi barna að
standa straum af launakostnaði
við vistunina. Við reiknum með
að kostnaður verði u.þ.b. 1.200
krónur á mánuði fyrir hvern
nemanda, en getum ekki sagt
endanlega til um það fyrr en
skráningu er lokið.“
Endanleg skráning forskóla-
nemenda í vistun verður í næstu
viku þegar þeir koma til viðtals í
skólann.
Aðalheiður Björk Vilhelms-
dóttir fóstra, hefur verið ráðin til
að veita vistuninni forstöðu.
______________________- BB.
Þingmenn í
Þingeyjar-
sýslum
Þingmennirnir Ingvar Gísla-
son, Stefán Valgeirsson og
Guðmundur Bjarnason halda
almenna stjórnmálafundi í
Þingeyjarsýslum á næstunni.
Á föstudagskvöld kl. 21 verður
fundur á Kópaskeri, á Þórshöfn
kl. 16 laugardaginn 21. sept., á
sunnudag 22. sept. á Raufarhöfn
kl. 16, mánudaginn 23. sept. kl.
21 í Félagsheimilinu Húsavík og
þriðjudaginn 24. sept. í Skjól-
brekku Mývatnssveit kl. 21.
Tannlæknir kveður
Frá og með 20. sept. hætti ég störfum sem tannlæknir
á Akureyri. Við rekstri stofu minnar tekur Ólöf Regína
Torfadóttir, tannlæknir.
Til ykkar viðskiptavina minna, sendi ég bestu kveðjur
og þakkir fyrir samskiptin á liðnum árum.
Lifið heil.
Elmar Geirsson, tannlæknir.
Áður Tryggvabraut 22, Akureyri.
Nú Verslunarmiðstöðinni Þverholti, Mosfellssveit.
Akureyringar
Ný verslun í Sunnuhlíð.
Höfum á boðstólum snyrtivörur, undirfatnað,
sokka, sokkabuxur og fleira.
Snyrtifræðingur frá Coryse Salome verður í versl-
uninni fimmtudaginn 19. sept. frá kl. 13-18.
Lítið inn og kynnið ykkur þessar heimsfrægu
snyrtivörur.
Hún og Hann.
Oðsending til
húsbyggjenda á Akureyri
Húsbyggjendur eru minntir á að heimtaugar
(heimæðar) í hús eru ekki lagðar ef frost er í
jörðu, nema gegn greiðslu þess aukakostnað-
ar sem af því leiðir. Til þess að losna við
þennan aukakostnað þurfa húsbyggjendur að
uppfylla eftirfarandi skilyrði, fyrir 15. október
nk.
1. Leggja inn umsókn hjá viðkomandi stofnun.
2. Hafa hús sín tilbúin til tengingar.
Hitaveita Akureyrar Rafveita Akureyrar
Vatnsveita Akureyrar Landssími íslands