Dagur - 18.09.1985, Side 12
03jí2
Bílapemr
6-12 og 24 volta
FLESTAR
TEGUNDIR
SAMLOKUR
fyrír og án
peru
Pauli Paulsen skipstjóri I brúnni á Vestmenningi. Eins og sjá má er skipið vel búið tækjum. Mynd: KGA
Plasteinangrun hf. og Sæplast hf.:
Selja kassa og
ker til Færeyja
Eyfirskar útgerðarvörur eru
nú sem óðast að hasla sér völl
í Færeyjum og síðast í gær var
skipað út 7700 fískkössum í tvö
skip frá Færeyjum. Auk þess
var skipað út umtalsverðu
magni af fískkerjum frá Sæ-
plasti hf. á Dalvík.
Annað skipanna sem kom til
Akureyrar í gær til að sækja
kassa og ker heitir Vestmenning-
ur og er nýr 300 lesta togari,
smíðaður í Pórshöfn. í maí í vor
verður systurskipi Vestmennings
hleypt af stokkunum í Þórshöfn
og er ætlunin að gera skipin sam-
an út á veiðar með eitt troll.
Skipstjórinn á Vestmenningi,
Pauli Poulsen, sagði í samtali við
Dag að með því að gera út tvö
skip með eitt troli sparaðist mikil
olía þar sem mun minna afl þarf
til að draga trollið þegar skipin
sjá um að halda því opnu í stað
þess að nota trollhlera sem verka
eins og hemlar á togara.
Hitt skipið sem hingað kom til
að sækja kassa heitir Rona og er
flutningaskip.
Auk Plasteinangrunar hf. og
Sæplasts hf. hafa Vélsmiðjan
Oddi hf. og DNG hf. einnig selt
útgerðarvörur til Færeyja og fara
þessi viðskipti vaxandi - yk.
Flutnin
kostna
greiddur
Vegna erfíðleika á að ráða
kennara með full kennslurétt-
indi að grunnskólum bæjarins,
auglýsti skólanefnd í samráði
við bæjarráð eftir kennurum
og bauðst til þess að aðstoða
við að útvega hsunæði á Akur-
eyri og greiða þeim flutnings-
styrk, sagði Tryggvi Gíslason,
formaður skólanefndar Akur-
eyrar í samtali við Dag.
Slátrun að
hefjast
Sauðfjárslátrun fer senn að
hefjast á Akureyri og Dalvík.
Áætlað er að slátra 39.108
kindum á Akureyri en 10.117
á Dalvík eða 49.225 fjár alls.
Að sögn Pórarins Halldórsson-
ar sláturhússtjóra hjá KEA er
ætlunin að slátrun hefjist þriðjud.
17. september á Akureyri og
standi fram til 24. október. A
Dalvík hefst slátrun 24. sept-
ember og stendur fram til 15.
október.
Aðspurður sagði Þórarinn að
ekki yrðu svö kölluð jólalömb á
boðstólum í ár á Norðurlandi,
þ.e. Iömb sem slátrað er skömmu
fyrir jól, eins og nú er ætlunin að
hafa suð-vestanlands. BB.
Gagnfræðaskóli Húsavíkur:
Skipstjórar á skólabekk
Kennsla hófst við Gagnfræða-
skóla Húsavíkur 17. septem-
ber. Um 200 nemendur munu
stunda nám við skólann í
vetur, þar af 120 í grunnskóla.
Boðið er tveggja ára nám á
viðskiptabraut og eins árs nám
á málabraut. Iðnbraut mun
taka til starfa eftir áramót.
Þau nýmæli verða við skólann
að þar hefst í byrjun nóvember
réttindanám fyrir skipstjóra og
vélstjóra, er starfað hafa með
undanþágu. Um 20 nemendur
hafa látið skrá sig til námsins,
sem mun standa um 3 mánuði.
Að sögn Sigurjóns Jóhannes-
sonar skólastjóra verður boðið
upp á áfanganám í nokkrum
greinum og stendur skráning yfir.
Þetta verður kvöldskóli fyrir full-
orðna, en ekki er séð fyrir um
þátttöku.
Námskeið á vegum skólans eru
fyrirhuguð, en verða kynnt síðar.
- IM
Flutningsstyrkurinn er 12 þús-
und krónur fyrir þá sem flytja
annars staðar að úr fjórðungnum
en 20 þúsund fyrir lengra að
komna. Tryggvi sagði það alsiðu
víða um lönd að atvinnurekendur
tækju þátt í flutningskostnaði
starfsmanna en ástæða þess að
þetta er nú tekið upp hér væri sú
að laun kennara væru mjög lág.
Kennarar við grunnskólana á
Akureyri fá engin fríðindi eins
og tíðkast sums staðar úti á landi.
Á fundi Bæjarstjórnar Akur-
eyrar í gær var samþykkt að veita
allt að 350.000 krónum til skóla-
nefndar vegna þessa máls. Ekki
er ljóst á þessu stigi um hversu
marga kennara er að ræða en eins
og áður sagði eru það einungis
kennarar með full kennslurétt-
indi sem styrkinn hljóta.
Við afgreiðslu málsins í bæjar-
stjórn kom fram að greiðsla slíks
flutningsstyrks sé hálfgert neyð-
arbrauð því bæjarfélagió sé í
raun að taka á sig hlut ríkisins í
launakostnaði kennara.
- yk./BB.
Raufarhöfn:
Tvö slys
Tvö vinnuslys urðu á Raufarhöfn
í gær. Annað átti sér stað í nýrri
fóðurblöndunarstöð, Ætis hf. Þar
var starfsmaður að vinna við
sambyggða hakka- og blöndunar-
vél. Hann hrasaði og fór með
annan fótinn í blandara með
þeim afleiðingum að fótur
mannsins tvíbrotnaði, vöðvar
slitnuðu auk fleiri áverka. Hann
var fluttur til Akureyrar og liggur
nú á Fjórðungssjúkrahúsinu.
Hitt slysið átti sér stað þegar
verið var að landa úr loðnuskip-
inu Skarðsvík. Þar klemmdist
maður er verið var að opna lest á
skipinu. Hann handleggsbrotn-
aði. Var gert að sárum hans á
Raufarhöfn. - gej
Það má reikna með
hægri austanátt, eða
breytilegri átt í dag. í
kvöld og nótt snýst í
norðaustanátt sem
helst fram á föstudag.
Kalt verður í veðri, og
má búast við rigningu
eða slyddu, sérstak-
lega á annesjum.
# Viðskipta-
fræðingur
eða þannig...
Svo var það sagan af mann-
inum sem hitti vin sinn eftir
langa fjarveru. Hann spyr um
hagi, og hvernig fjölskyldan
hafi það. Öllum líður vel. Síð-
an spyr hann um soninn sem
hann hafði ekki séð í mörg ár,
og spyr hvað hann geri. - Þá
svarar vinurinn: „Hann vinn-
ur í fyrirtækinu hjá mér. Hann
er viðskiptafræðingur, en á
ekkert eftir nema taka
skólann.“
# Fiðringurinn
Og við gefum „manninum“
orðið áfram: „Það er eins og
búið sé að spila einhverja
vælplötu fyrir allar sveitar-
stjórnir í landinu. Þetta er
ákaflega hvimleið plata. Það
er eins og búið sé að panta
að allir í þjóðfélaginu væli.
Óskaplega ömurlegt, en á
sínar orsakir. Það má bæta
ýmislegt í allri stjórnun."
Þá er það kvótakerfið næst:
„Þegar hefur fiskast eins og í
ár, er kvótakerfið ákaflega
mislukkað, en þegar fiskaðist
eins og í fyrra þá voru allir
ánægðir. Við búum í veiði-
mannasamfélagi og það fer
fiðringur um okkur þegar við
höldum að nógur fiskur sé í
sjónum. Þannig var þetta
með síldina forðum daga og
loðnuna líka. Allir töldu að
nóg væri af fiski í sjónum, en
svo einn góðan veðurdag var
hann búinn.“
# Spilað á
kerfið
Þeim er sumum lagið að spila
á kerfið. Þannig er t.d. með
landsfræga hljómsveit sem
nýlega lék ( Sjallanum ekki
alls fyrir löngu. Þetta mun
hafa verið venjulegt skrall, en
var gefið nafnið hljómleikar.
Fólki gafst að sjálfsögðu færi
á að dansa eins og endranær.
Hljómleikaheitið breytti því
hins vegar að hljómsveitin
losnaði við að greiða lög-
gæslukostnað, skemmtana-
skatt og söluskatt, sem
greiða þarf af venjulegum
dansleikjum eins og þessum.
Þetta kalla sumir að spila á
kerfið.
# Kartöflurnar
Kartöflugarðaeigendur eru
nú í óða önn að taka kartöflur
upp úr görðum sínum. Held-
ur þykir uppskeran rýr þetta
árið. S&S átti tal við mann hér
út með sjó um daginn og þá
báru kartöflur m.a. á góma.
„Það er nú með kartöflurnar
eins og góðu aflaárin. Það er
alltaf haft til viðmiðunar þeg-
ar best gengur. Og það gekk
mjög vel í fyrra, þannlg að
auðvitað er lélegt í ár. En ég
heyrði einu sinni haft eftir
bónda suður í Þykkvabæ að
þeir reiknuðu með því að
fimmta hvert ár væri gott og
það bjargaði þessum
rekstri.“