Dagur - 20.09.1985, Side 12

Dagur - 20.09.1985, Side 12
12 - DAGUR - 20. september 1985 „Kjör og aðstaða bœnda er jafn misjöfn og búin eru mörg. Flestar konur í sveit hafa lífsviðurværi sitt af hefðbundnum búskap. Ef konur eru giftar eru þœráfram- fœri eiginmanna sinna. Yfirleitt er búið og eignirnar á hans nafni. Konur hafa sjaldnast sjálfstœðar tekjur, afkoma þeirra rœðst af afkomu búsins. Þó er það sennilega að fœrast í vöxt að konur eigi sérreikning og leggi inn á hann hluta af afurðum búsins. “ Póranna Björgvinsdóttir frá Leifshúsum á Svaibarðsströnd segir frá kjörum bændakvenna í þættinum í dag. Á Leifshúsum er stundaður hefðbundinn bú- skapur, þar eru kindur, kýr og einnig kartöflurækt. Þóranna og maður hennar eiga 3 börn, 2 þeirra starfa við búið á sumrin og hafa sínar tekjur þaðan, en eru í skóia að vetrinum. Féiagsleg staða bændakvenna hefur breyst mikið til batnaðar á síðustu árum. Þær breytingar hefðu gjarnan mátt koma fyrr. Eg get nefnt dæmi að nú fá bændakonur % af fæðingaror- lofi í 3 mánuði, en áður fengu þær ekkert. Fullt fæðingarorlof fá þær ekki vegna þess að þær teljast ekki vinna fulla vinnu. Hvað lífeyrismál bænda varðar, þá eiga makar bænda, þ.e. konurnar rétt á sjálfstæðri aðild að sjóðnum. Áður greiddu hjón hærra iðgjald en einstaklingar, og ef bóndi lést fékk kona hans makalífeyri. Hins vegar fékk maðurinn ekk- ert ef konan lést-.“ Hundraðshluti iðgjalda sjóð- félaga vegna búrekstrar er nú lögákveðinn 1,25% af verði til framleiðanda. Hámark iðgjalds nemur 4,2% af þreföldum við- miðunarlaunum sjóðsins ef um kvenna staða bænda- rbatrnð mikið u en raikið er þó óunnið, segir Þóranna Björgvinsdóttir á Leifshúsum á Svalbarðsströnd aðila í hjúskap eða sambúð er að ræða, en aðrir bændur greiða iðgjald allt að hálfum öðrum viðmiðunarlaunum. Lögboðin er sú aðalregla að iðgjöld bónda og maka hans svo og sambúðar- aðila skulu skiptast á milli þeirra til helminga. „Það er ljóst að bændur eru tekjulægsta stétt þjóðfélagsins. Þeir eru eina stéttin sem verður að láta sér lynda að fá afurðir sínar greiddar 1 til ÍVi ári eftir að þær eru lagðar inn til sölu. Þá á ég við þá bændur sem stunda hefðbundinn búskap. Og þá náum við sjaldan verð- lagsgrundvallarverði. Við fáum það sem eftir verður þegar búið er að greiða milliliðakostnað. Bændur hafa ekki verkfallsrétt, þeir verða að taka því sem að þeim er rétt hverju sinni. Laun bænda eru ákveðin af 6 manna nefnd sem starfar í tengslum við Framleiðsluráð landbúnaðarins og þessi nefnd kemur saman ársfjórðungslega og finnur út búvöruverð. Það hjóta allir að sjá hversu óhagstætt það er að fá ekki vöru sína greidda þegar hún er lögð inn. Með nýju framleiðsluráðs- lögunum verður breyting í þá átt að færa þetta til betri vegar, en samkvæmt nýju lögunum er kveðið á um að inna greiðslu af hendi eigi síðar en 10. dag eftir innleggsmánuð. Þessi nýju lög eiga að taka gildi nú á haust- dögum, en ég á eftir að sjá að þetta gangi upp. Auðvitað von- ar maður það besta. Bændur hafa dregist langt aftur úr öðrum stéttum tekju- lega, svo vart verður unað öllu lengur. Forsvarsmenn okkar eru einhuga um að tryggja þeim sem landbúnað stunda sambæri- legan fjárhag og félagsleg kjör og öðrum landsmönnum. En það hefur því miður ekki tekist. Á undanförnum árum hefur gætt mikillar andstöðu í garð bænda, það hafa margir orðið til að níða niður þennan at- vinnuveg. Neikvætt viðhorf til landbúnaðar hefur eitrað út frá sér. Það er stórt hlutfall þjóðar- innar sem aldrei hefur verið í sveit og margir gleypa hrátt það sem skrifað er í blöðin. Það hafa orðið gífurlegar breytingar á fólksfjöida í dreif- býli. Um aldamótin bjuggu um 80% þjóðarinnar í strjálbýli og höfðu viðurværi sitt af landbún- aði og sjávarútvegi. Núna búa aðeins 9,6% þjóðarinnar í strjálbýli. Ég held að stór hluti þeirra sem aldrei hafa í sveit komið grípi það sem heilagan sannleik sem sett ,er á prent um landbúnað." Þóranna segir að hún og mað- ur hennar hefi ekki komist sam- an í sumarfrí í 19 ár. Vinnuálag- ið er mikið og ef bændur vilja fara í frí þurfa þeir að kaupa vinnuafl til að stunda búið á meðan. „Það var stórt skref í fram- faraátt þegar afieysingaþjón- usta bænda var sett á laggirnar. En sú þjónusta gildir aðeins í veikinda- og slysatilfellum. En þessi þjónusta skapaði samt mikið öryggi fyrir bændur. Or- lof fá bændur greitt í búvöru- verðinu, þannig að þeir hafa ekki lögboðinn orlofstíma eins og aðrar stéttir. Öll framleiðsla bænda er bundin kvóta sem varð til þess að margir bændur þurftu að minnka við sig miðað við það sem áður var. Við þurftum að minnka við okkur um 10% bæði í mjólkurframleiðslu og í sauð- fjárbúskapnum. Þetta þýðir ein- faldlega tekjuskerðingu og við hana verðum við að sætta okkur. Margir voru búnir að byggja við fjós eða fjárhús og sitja nú uppi með gríðarlegar byggingar sem nýtast ekki.“ Þrátt fyrir allt sem áður er tal- ið segir Þóranna að gott sé að búa í sveit og hún vijli hvergi annars staðar vera: „Ég get ekki hugsað mér annan vinnustað. Stærsti kosturinn er sá að öll fjölskyldan vinnur saman og börnin alast upp við að hjálpa til um leið og þau geta. Þau læra að bera virðingu fyrir vinnunni og meta það sem við erum að fást við. Það er líka stór kostur að þurfa ekki að þeyta börnun- um til og frá í pössun.“ - mþþ Hér koma þrjár heimaklambraðar vísur og er af þeim pólitískt óbragð: Stundum heyrast stunur frá stjórnar flatsænginni Dropasmáar daggir gljá, drjúpa strá á völlum. Pokubláir bólstrar á brúnaháum fjöllum. Neisti í ösku: Næstu vísurnar tvær voru ortar af Jóhannesi Sigurðssyni í Engimýri. Gott fólk hefur bent mér á að þær hafi verið samstæðar og voru þær mikið sungnar fyrr á tíð. Seinni vís- an var áður birt og þá með prent- Grímur Sigurðsson mun hafa kveð- ið þessar vísur eftir að hann var fluttur til Akureyrar: þar sem tíu troða á villu, sem leiðréttist nú: Daginn líður óðum á, tign og æru sinni. Þennan fund ég muna má, okkar hallar göngu. mæddur stundar sorgum. Burt er æskurósin rjóða, Austurfjöllin eru blá Varla missa matarlyst Lítil tundur logað fá raunahrukkur falla á kinn. orðin fyrir löngu. menn á Steingríms fleti lengi í hrundum borgum. Lítið hefur líf að bjóða, þó að úlfar agnúist leiður finnst mér heimurinn. Sit ég hér við gamla glóð, út af hráu keti. Staka: Man ég æsku unaðsdaga, glæði fölan eldinn, yrki þar við logann Ijóð Treholt býr við tugthúsgrið, Sárið grær, en svíður þó, allt þá fannst mér ganga í hag. löngu vetrarkveldin. talinn afhjúpaður. sorgir ljær og kvíða. En til hvers er að kveina og klaga, Ætli Geir sé alfarið Tækifæri í tímans sjó komið undir sólarlag. Burt er þrekið besta senn. Ameríkumaður? tapast ærið víða. Jóhannes í Engimýri kvað einnig Búið fátt í haginn. Frumbýlingur er ég enn Pólitík: næstu vísu, þá burtfluttur: eftir liðinn daginn. Þá kveður við annan tón, er ég leyfi Vera í nauðum virðist auð - Oft mig dreymir dalinn í, Undan tekur, er mér þá mér að birta fjórar dýrðlegar hring- vald, þó snauða plokki. dýrð sem geymir fjalla. aflavonin þrotin. hendur eftir Rósberg G. Snædal. Eins er dauði annars brauð Gömlum heimahögum því Kippi naumast aftur á, Nefnist sú fyrsta Morgunn: í þeim sauðaflokki. hugurinn gleymir varla. árin mín er brotin.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.