Dagur - 20.09.1985, Qupperneq 16
Tökum að okkur
að úrbeina, pakka og merja kjöt
fyrir einstaklinga.
Einnig reykjum við fisk og kjöt.
Bautabúrið Skipatanga 35, sími 21343.
Síldarverksmiður ríkisins:
Kol í stað olíu?
- Tilraun með kolabrennslu að fara af stað á Skagaströnd
Sfldarverksmiðjur ríkisins eru
með í undirbúningi merkilega
tilraun sem gengur út á það að
brenna kolum í stað oliu I
verksmiðju SR á Skagaströnd.
Erlendis hófust tilraunir í
þessa veru í olíukreppunni þegar
menn fóru að leita leiða til að fá
ódýrari orkugjafa en olíu. Pá var
fundið upp á því að mylja kolin
saman við vatn og bæta svo í það
bindiefnum til þess að koma í veg
fyrir að kolin settust til í blönd-
unni. Svona blanda inniheldur
u.þ.b. 70% kol, 29% vatn og af-
gangurinn er bindiefni. Það hefur
þegar verið prófað erlendis að
nota svona fljótandi kol í stað
svartolíu á katla en tilraunin á
Skagaströnd miðast að því að
brenna kolum í eldþurrkara.
Ástæða þess að verksmiðjan á
Skagaströnd er valin til þessara
tilrauna er sú að þar er ekki
loðnubræðsla heldur er aðallega
unnið beinamjöl og tekur sú
vinnsla ekki lengri tíma en svo að
nægur tími gefst til tilrauna.
Ef vel tekst til gæti farið svo að
sett yrði upp verksmiðja hér á
landi til að mylja og blanda kol
Tekur Bjöm
aftur við
Þórsliðinu?
Þórsarar hafa nú hafið viðræður
við Björn Árnason um að þjálfa
fyrstudeildarlið félagsins í knatt-
spyrnu á næsta keppnistímabili.
Björn mun hafa tekið þessari
málaleitan vel og eru sterkar lík-
ur til þess að hapn verði ráðinn.
Björn þjálfaði Þórsara fyrir
tveimur árum og náði góðum ár-
angri með liðið. Hann tók síðan
við Víkingsliðinu, en var rekinn
þaðan í sumar þegar síga tók á
ógæfuhliðina hjá liðinu, en sú
ráðstöfun varð síður en svo til að
lyfta leik liðsins upp á hærra
plan. - GS
og að þau kæmu að miklu leyti í
stað svartolíu við bræðslu á fiski.
Ef vel tekst til telja forráðamenn
SR að orkukostnaður verksmiðj-
anna gæti hugsanlega minnkað
um allt að þriðjung. yk.
Nyrsti golfvöllurinn
Útlendu golfkapparnir fjórir, við veifuna á 18. holunni. Veifu sem þeir
komu sjálfir með og er merkt þeim og ferðalagi þeirra í bak og fyrir.
Mynd: KGA
Pétur Antonsson sigraði í The
North of the World Golf
Championship, sem fram fór á
Jaðarsvelli í gær. Keppendur
voru víða að úr heiminum.
Þarna voru á ferðinni útlend-
ingar sem fara nú um heiminn og
spila á ýmsum golfvöllum, eins
og t.d. þeim nyrsta í heimi, en
hann er að finna á Akureyri. í
gær komu þeir hingað og gáfu
verðlaun í mót sem haldið var í
tilefni af komu þeirra. Hinir er-
lendu gestir voru víða að, einn frá
Bandaríkjunum, annar frá Suð-
ur-Afríku sá þriðji frá Hong
Kong og fjórði frá Tékkóslóvak-
íu. Pétur Ántonsson sigraði eftir
bráðabana við Smára Garðarsson
og Jóhann Anderssen. - KGA.
• "'&■■■■■■
' ”"áss|fc tf.
Hinn nýi togari ÚA, Hrímbakur, kom til heimahafnar á Akureyri í fyrsta sinn í gærkvöld. Fjöldi fólks tók á móti
togaranum, meðal annarra bæjarstjórinn og bæjarstjórnarfulltrúar. Skipstjóri á Hrimbaki er Stefán Aspar.
Mynd: KGA
Það bar til úti í Grímsey fyrr í
þessum mánuði að 5 ára gömul
stúlka hrapaði fram af
klettum, um 15 metra niður í
fjöru.
Stúlkan hafði verið að leik með
öðrum börnum og gerðu þau
þegar viðvart um slysið. Þegar að
var komið lá stúlkan í fjöruborð-
inu og var greinilega á lífi. Hún
var flutt á sjúkrahúsið á Akureyri
til rannsóknar og kom þá í ljós að
hún var hvergi brotin eða
lemstruð, aðeins lítillega marin.
Enginn maður skilur hvernig
stúlkan komst ómeidd frá svo
miklu falli. - yk.
Slippstöðin:
Fyrsti
Kanada-
togarinn
- kemur á morgun
Seinnipartinn á morgun, laug-
ardag, er væntanlegur til Ak-
ureyrar fyrsti togarinn sem
samið hefur verið um að Slipp-
stöðin endurbæti fyrir Kanada-
menn.
Þegar hefur verið gerður samn-
ingur um endurbætur á tveimur
togurum og samningur um tvo til
viðbótar er í burðarliðnum.
Áætlað er að a.m.k. eitt skip
verði hér í senn og að vinna við
þessar breytingar nemi 40-50% af
verkefnum Slippstöðvarinnar
næstu misseri. -yk.
Það verður hæg breytileg
átt, léttskýjað og kalt um
helgina að sögn veður-
fræðings á vakt í morgun.
Hann sagði ennfremur að
það væri ekki tiltökumál
þó að gránað hefði niður
allar hlíðar í nótt því það
væri að koma vetur.
Bylting í matreiðslu:
Kartöflupotturínn KÖLSKI er hreint ótrúlegur.
Pottar og pönnur er gjörbreyta allri matargerð og koma
bragðlaukunum til.
Nýkomin mjög falleg eldhúsáhöld í fallegum litum.
Komið, sjáið sannfærist.
Póstsendum.