Dagur - 03.10.1985, Blaðsíða 6

Dagur - 03.10.1985, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 3. október 1985 3. október 1985 - DAGUR - 7 „Já, ég fór auövitað í Atlavík. Það var mikið fjör og mikið sukk en mér ofbauð nú samt ekki." - Hvernig heldurðu að félags- lífið verði hér í vetur? „Það verður örugglega fínt. Ég hef mikinn áhuga á leiklist og vona að það sé einhver leiklistar- starfsemi í vetur.“ - Að lokum, ertu búin að redda þér jarðfræðibók? „Nei, það er nefnilega það, ég er ekki búin að redda mér jarð- fræðibók." Við vonum að Bryndís verði virk í LMA (Leikfélagi MA) í vetur. Magnús Orri Haraldsson. Æskulýðsráð með fjölbreytt starf í vetur Umsjónarmenn ALLS langaði til að fræðast um hvað væri á döfinni í vetrarstarfi æskulýðsráðs. í þeim tilgangi mæltum við okkur mót við Orra Haraldsson, starfsmann í Dynheimum, og báðum hann að segja frá því helsta sem framund- an væri. „Æskulýðsráð verður með fjöl- breytt starf í vetur, sennilega fjöl- breyttara en nokkru sinni áður. í sumar voru Dynheimar lokaðir í tvo mánuði vegna stækkunar. Neðri hæðin var tekin í notkun og þar er nú komin eins konar kaffi- stofa sem opin verður milli kl. 14 og 18 alla virka daga í vetur. Þarna geta unglingarnir hist eftir skóla, rabbað saman og jafnvel unnið að heimaverkefnum. í vetur er ætlunin að halda böll á hverju föstudagskvöldi fyrir módel 71 og eldri og þá verður þarna sjoppa." - Hvað með námskeið og klúbba? „Það er búið að auglýsa eftir leiðbeinendum á ýmiss konar námskeið s.s. leiklistarnámskeið, Ijósmyndanámskeið og snyrti- námskeið en það fer svo eftir áhuga hvort þau verða haldin og hvort þau verða hér í Dynheimum, í Glerárskóla eða Lundarskóla. Síðan fara þeir sem mestan áhuga hafa á t.d. leiklistinni í Leik- klúbbinn Sögu sem í fyrra var hvaö öflugastur í starfinu. Af öðr- um klúbbum má nefna húsklúbb sem sér um viðhald húsnæðisins og ýmsar nýjungar og starfsklúbb sem vinnur á böllum. Með því að vinna 10 tíma í þessum klúbbum geta unglingarnir fengið frímiða á ball.“ Að lokum sagði Orri að að- gangseyrir á böll yrði sá sami og í fyrra eða 150 krónur og vonaðist til að sem flestir tækju þátt í starf- seminni í vetur. ALLT þakkar Orra fyrir upplýs- ingarnar. Texti: Eggert Tryggvason og Helga Björk Eiríksdóttir - Myndir: Gísli Tryggvason ALLT í vetrarbyrjun Þessa dagana standa yfir um- fangsmiklar breytingar á lífi mikils hluta landsmanna. Hér er aðal- lega um að ræða okkur unga fólk- ið sem á undanförnum vikum höf- um veriö aö færa okkur af vinnu- markaðinum í skólana sem nú eru allir byrjaðir. Síðastur fór í gang elsti skóli á Norðurlandi, MA, sem var settur á sunnudaginn var. Nú á næstu dögum munu mikl- ar breytingar verða á bæjarlífinu, til hins betra. Nýtt líf mun færast í Miðbæinn og bæinn allan, ýmiss konar íþrótta- og félagsstarfsemi fer í gang á vegum skólanna eða auk þess sem starf æskulýðsráðs verður kynnt. ALLT spyr líka í dag og að þessu sinni er það um atriöi sem gæti varðað nemendur flestra skóla. Hugmyndin er að þessi spurning verði fastur liður í þættinum og að spurt sé um hluti sem eru ofarlega á baugi í það og það skiptið. Áður en við snúum okkur að innmatnum finnst okkur umsjónar- mönnunum af meðfæddri kurteisi viðeigandi að biðjast afsökunar á smávægilegum mistökum við frumburðinn. Nú er bara að finna skó við hæfi. annarra, það verður virkilega gaman að lifa. Árviss umskipti verða á íþróttahegðunarmynstri (nýyrði) landsmanna, þar á meðal okkar sveitamannanna norðan heiða. Fótboltinn hættir að rúlla eins og við segjum stundum á knattspyrnumáli, knattspyrnu- menn, frjálsíþróttamenn o.fl. leggja skóna á hina frægu hillu. Þetta ætti þó allt að vera í lagi með hilluna því handboltamenn meðal annarra eru búnir að taka sína skó niður og ef einhvern tíma fer að snjóa fara víst nokkrir níð- þungir skíðaklossar af hillunni líka. Sem sagt nú er bara að finna skó við hæfi og skella sér í íþrótt- irnar. Eftir vinnu sumarsins er alltaf gaman að hitta gömlu skólafélag- ana og ekki síður að kynnast nýj- um því hingað eru nú komnir nemendur víðs vegar af landinu, flestir í VMA eða MA. Nemar í þessum skólum eru nú fleiri en nokkru sinni áður. Eflaust eru líka flestir orðnir þreyttir á líkamlegri vinnu sem þeir hafa stundað í sumar og bíða nú spenntir eftir því að kennarar fái þeim verkefni sem leyst eru á annan hátt, þ.e.a.s. með þessum fáu gráu. ( þessum öðrum þætti ALLS er spjallað við nokkra nemendur um lífið og tilveruna í sumar og vetur Þannig var að á öllum þeim myndum þar sem tveir komu við sögu tókst okkur af mikilli snilld að snúa myndatextunum öfugt. Hlut- aðeigandi eru beðnir velvirðingar á þessu og vonandi hefur þetta ekki valdið þeim miklum erfiðleik- um í lífinu. 979 ALLT SPYR 999 ■ ■ ■ Haukur Harðarson trúnaðarmaður BSRB: - Nú hefur BSRB sagt upp samningum s/num við ríkið frá áramótum. Áttu von á því að þá komi til verkfalls? „Já, alveg eins. Það kæmi mér alls ekkert á óvart ef til verkfalla kæmi. Að öllum líkindum verða settar fram kröfur um verulega launahækkun og auk þess einhvers konar verðtryggingu og það verður ekki auðvelt að fá samningamenn ríkis- Við verðum í H-inu í vetur í Miðbænum varð ekki þverfótað fyrir kaupóðum menntskælingum (mánudagur 30/9) og er það ástæðan fyrir einhæfu vali okkar á viðmælendum. í anddyri Útvegsbankans náð- um við tali af tveimur MA-busum, Lilju Ágústsdóttur og Jónínu Hauksdóttur frá Akureyri. - Hvernig höfðuð þið það í sumar? „Það var frekar leiðinlegt og veðrið var ógeðslegt. Við vorum á frystihúsinu og það var bara sæmilegt." - Þið virðist frekar daufar í sambandi við sumarið, gerðuð þið ekkert skemmtilegt? „Jú, við fórum náttúrlega í Atla- vík og það var æði, Stuðmenn voru æðislegir og Skriðjöklar voru frábærir, mikið betri en Special Treatment frá Húsavík. En það var ógeðslegt sukk þarna.“ - Hvernig finnst ykkur MA? „Þetta er örugglega góður skóli, það brakar og brestur í honum öllum, og maður hefur heyrt að fé- lagslífið sé gott. Svo er fullt af sætum strákum þar." - Lentuð þið í góðum bekk? „Ja, við verðum í H-inu.“ (Það má skilja þetta á ýmsa vegu.) Lélegt kaup i sumar I Gagganum hittum við tvo hressa stráka í 9. bekk, þá Halldór og Ragnar. - Hvernig líst ykkur á veturinn? „Alveg stórkostiega." - Hvað gerðuö þið í sumar? „Við unnum báðir á KA-vellin- um. Það var lélegt kaup og ekkert gaman.“ - Og hvert fóruð þið um versl- unarmannahelgina? „Ég hjólaði inn í Leyningshóla," sagði Halldór. „Ég fór bara suður,“ sagði Ragnar að endingu. Rosa puð hjá vatnsveitunni Á leiðinni í Verkmenntaskólann (gamla Iðnskólann) rákumst við á Lalla busa úr MA. „Ég vann hjá vatnsveitunni í sumar og það var rosa puð - ekki fyrir hvítan mann að vinna þar.“ - Hafðirðu mikið upp? sjóðsins til að ganga að þessu. Þetta gætu orðið mikil átök.“ - Áttu von á að þetta verkfall, ef að því verður, komi niður á skólastarfi á svipaðan hátt og verkfall- ið í fyrravetur? „Þetta er dálítið flókiö mál. Hjá kennurum er um að ræða tvö stéttarfélög. Hið íslenska kennarafé- lag, HÍK sem er aðili að Bandalagi háskólamanna, BHM sem hefur ekki verl:- fallsrétt og Kennarasam- band íslands, KÍ sem nu hefur sagt sig úr BSRB. Sú úrsögn gengur í gildi um áramót og þá missir KÍ bæði verkfalls- og samningsrétt. Þannig að ef skólastarf stoppar vegna verkfalls þá verður það ekki vegna kennara heldur einhvers annars starfsfolks t.d. húsvarða. Ég held því að svar mitt sé það að ég á von á verk- falli hjá BSRB um áramot Lilja og Jónína. Ragnar og Halldór. „Ég hafði slatta upp 68.000.“ - Fórstu eitthvað um armannahelgina? , svona verslun- „Ja, ég fór bara suður að leika mér.“ - En hvernig líst þér á MA og veturinn í heild? „MA er örugglega ágætur skóli og veturinn verður ábyggilega fínn, en annars ætla ég að reyna að sofa eins mikið og ég get. - Hvaö ertu að gera í kvöld?" (Rétt er að geta þess að Helga tók viðtalið.) Lalll busi. en tel ekki að það komi niður á skólastarfi.“ ALLT þakkar Hauki fyrir greinargóð svör og vonar að hann hafi rétt fyrir sér varðandi skólana. Haukur Harðarson. trunaðarmaður BSRB. Bryndís Sigurðardóttir. Hef mikinn áhuga á leiklist Á heimavist MA drógum við unga snót, Bryndísi Sigurðardóttur frá Blönduósi, niður í kjallara og píndum hana með nokkrum spurningum. - Hvað gerðir þú skemmtilegt í sumar? „Ja, skemmtilegt, ég vann á frystihúsi á Skagaströnd. Það var nú ekkert sérstakt." - En þú hlýtur að hafa lyft þér eitthvað upp um verslunarmanna- helgina. Okkur vantar fleiri vinnandi hendur „í atvinnumálum ber hæst byggingu nýs frystihúss. Það hefur verið takmark okkar í nokkur ár að koma upp nýju húsi en það gamla sem Jökull hf. átti var ákaflega óhag- kvæmt og nánast útilokað að láta það bera sig þess vegna. Þar að auki var það komið á undanþágu á ýmsum sviðum og því annað hvort að leggja mikið fjármagn í endurbygg- ingu og breytingar eða byggja nýtt og það varð ofan á.“ Það er Gunnar Hilmarsson, sveitarstjóri á Raufarhöfn, sem hefur orðið í samtali við Dag. Hann var næst spurður um nýja húsið, hvort það yrði mikið hús. „Sjálft frystihúsið er 1800 fer- metrar en auk þess er viðbygging, 250 fermetra hús fyrir starfs- mannaþjónustu og skrifstofu.“ - Og hvenær hefst svo vinna í þessu húsi? „Það er nú öllu erfiðara að segja til um en einhvern tíma vetrar 1986-’87 ef ekki koma upp frekari tafir, það er verið að ljúka við að steypa upp veggi núna þannig að vonandi verður húsið fokhelt á þessu ári. Kannski er það bjartsýni að það taki ekki nema ár að ljúka smfðinni eftir það en við erum bjartsýnis- menn.“ - Og hverjir standa svo að þessari byggingu? „Jökull hf. sem í raun er hreppurinn en hann á nær 95% hlutafjár, var lengi búinn að reyna að fá fjármagn til þess að byggja en kröfur lánastofnana um eigið fjárframlag heima- manna gerðu það vonlaust. Þess vegna var sú leið farin að stofna nýtt hlutafélag hér um fiskvinnsl- una og er kaupfélagið á staðnum stærsti hluthafi auk sveitarfélags- ins. Einnig er Kaupfélag Lang- nesinga stór hluthafi og ber sér- staklega að virða það framtak til atvinnuuppbyggingar í Norður- Þingeyjarsýslu, þó ekki sé það ná- kvæmlega á þeirra félagssvæði. Þessir aðilar ásamt nokkrum ein- staklingum á Raufarhöfn stofn- uðu síðan Fiskiðju Raufarhafnar sem keypti hið gamla frystihús Jökuls og byggir nýja húsið.“ - Verður Jökull hf. þá lagður niður? „Nei Jökull hf. verður með óbreyttan rekstur þar til að nýja húsið er tilbúið og eftir það verð- ur Jökull hf. hreint útgerðarfyrir- tæki, en Jökull á auk Rauðanúps 40% í Útgerðarfélagi Norður- Þingeyinga sem á Stakfellið.” - Svo þið hafið fjárfest austur á Þórshöfn líka? „Já og nei, við höfum fjárfest í skip og afla þess fyrst og fremst. Hins vegar heyrist manni stund- im að Þórshafnarmenn eigi togarann einir en það er nú önn- ur saga og ekki tilbúin enn til prentunar.“ - Eitthvað er fleira en fiskur á Raufarhöfn? „Það er ýmislegt fleira, en ekki er þó hægt að skilja við fiskinn án þess að minnast á loðnuna, hún er jú fiskur. Hjá okkur hófst bræðsla um 20. ágúst og verði ekkert stopp á henni stefnir hugs- anlega í bestu vertíð hér frá upp- hafi, enda kominn tími eftir tvö loðnubrestsár. En það er fleira en fiskur og sem betur fer hefur orðið veruleg aukning á ýmissi þjónustu hér síðasta árið eða svo. Kaupfélagið reið þar á vaðið með því að opna hér trésmíða- verkstæði og bakarí en hvorugt var hér áður. Þá stofnuðu hér tveir ungir menn bifreiðaverkstæði sem tók til starfa í sumar og virðist ætla að dafna vel, en einnig vantaði hér slíkt verkstæði þó furðulegt sé. Loðdýrabændur í Norður- Þingeyjarsýslu stofnuðu félag um fóðurvinnslu og hefur félagið Æti hf. reist hér myndarlegt stál- grindahús til þeirrar vinnslu sem er þegar hafin. Þá stofnaði hér ungur maður hellusteypu í sumar, ekki stórt fyrirtæki en leysir ákveðna þörf.“ - Það virðist eftir þessu vera nóg að gera á Raufarhöfn? „Sem betur fer hefur verið næg atvinna hér síðan frystihúsið fór af stað í vetur eftir brunann og meira en það, okkur vantar fleiri vinnandi hendur. Auk þess sem við höfum minnst á áður þ.e. togaraútgerð, frystihús, loðnu- bræðslu o.fl. þá eru hér tvö minni fiskvinnslufyrirtæki, sem m.a. huga að síldarsöltun, sauma- stofa, verslun o.s.frv. Undirstað- an er og verður samt sjórinn og vinnsla sjávarafla. Sú atvinnu- grein er að mínu viti að rétta úr kútnum eftir nokkur mjög erfið ár. Þess vegna á Raufarhöfn bjarta framtíð fyrir höndum ef rétt er á haldið." - En ekki er tilveran þarna hjá ykkur einungis vinna? „Ekki er það nú alveg, en hitt er tilfellið að þegar mikið er að gera þá vill oft verða minna úr tómstundunum. Það sem við höfum lagt mikla vinnu í undanfarin ár er aðstaða til tómstunda og íþrótta. í fyrra tókum við í notkun hér mjög full- komna yfirbyggða sundlaug og í sama húsi útbjuggum við ágæta heilsurækt sem hefur upp á flest að bjóða. Þar er tækjasalur, ljósaböð, gufubað og hvíldarher- bergi og þar er m.a. kaffi á könn- unni og setustofa. í sumar komu Raufarhafnarbú- ar öðru stórmáli í höfn þegar ungmennafélagið Austri kom upp, með aðstoð sveitarfélagsins sem og flestra íbúa þess, myndar Gunnar Hilmarsson, sveitarstjóri. legum frjálsíþrótta- og fótbolta- velli sem var formlega vígður um miðjan ágúst. Áður hafði Austri þurft að leika sína heimaleiki annars staðar þar sem löglegur völlur var ekki til hér og segja má að engin aðstaða hafði verið fyrir frjálsar íþróttir. Mega nú ná- grannar Austra fara að vara sig.“ - Átti Raufarhafnarhreppur ekki afmæli í ár? „Jú sveitarfélagið varð 40 ára á þessu ári og héldum við upp á það með ljósmyndasýningu. í sömu viku og við vígðum íþrótta- völlinn. Við sýndum þarna hátt í hundrað myndir úr bæjarlífinu sl. 40-50 ár og að sjálfsögðu var þar mikið úr síldinni sem von var. Þessi sýning þótti takast mjög vel, um 300 gestir skrifuðu í gestabók en margir komu þó oft til þess að rifja upp gamla daga. Á þessari sýningu lágu líka frammi skipulagsuppdrættir af opnum svæðum í bænum sem Halldór Jóhannsson, landslags- arkitekt á Akureyri er að vinna að og við hyggjumst vinna eftir á næstu árum.“ - Ég man eftir vísu um Rauf- arhöfn sem gefur ekki fagra mynd af staðnum. „Já ég kannast við hana líka, en vonandi verður hún bráðlega hrein öfugmælavísa a.m.k. ef íbú- ar hér halda áfram því fegrunar- starfi sem í gangi hefur verið undanfarin ár. Það er mikið verk að hreinsa til eftir þá peninga- menn sem komu með síldinni til þess að mala gull, en skildu svo allt draslið eftir þegar hún hvarf. Bæjarstæðið hér er fallegt frá náttúrunnar hendi en það sem okkur vantar mest er góð gróður- mold sem við verðum að flytja langt að. En það gerum við og þú skalt sjá til, eftir svona'T-S ár verður Raufarhöfn einhver fal- legasti bær á landinu." - En hver eru svo helstu verk- efnin framundan önnur en að fegra bæinn? „Atvinnumálin eru að sjálf- sögðu alltaf stór mál en þar fyrir utan vil ég nefna hafnarfram- kvæmdir sem eru afar brýnar. Þrengsii mikil og skortur á við- leguplássi. Það gera sér e.t.v. ekki margir grein fyrir því hvað mikið fer um þessa höfn á einu ári t.d. reikna ég með að á annað hundrað þúsund tonn fari um hana á þessu ári og það eru ekki margar hafnir á landinu sem geta státað af slíkri umferð en það fjármagn sem við höfum fengið til framkvæmda er hins vegar í öfugu hlutfalli við þau verðmæti sem hér eru sköpuð. Nú annað stórt mál er varanleg gatnagerð, þó nokkuð hafi rniðað þá erum við samt á eftir í þeim málum og verðum að gera betur." Hið nýja frystihús að rísa. - Rætt við Gunnar Hilmarsson, sveitarstjóra á Raufarhöfn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.