Dagur - 03.10.1985, Blaðsíða 11

Dagur - 03.10.1985, Blaðsíða 11
3. október 1985 - DAGUR - 11 Minning: Skarphéðinn Guðnason Fæddur 3. maí 1903 - Dáinn 23. september 1985 „Pú hirtir lítt um höfðingsnafn og auð þvíhógværð þinni nægði daglegt brauð. “ Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Nú fækkar ört því fólki, sem fætt er um síðustu aldamót. Mikil búseturöskun verður í íbúðar- hverfi á 30 árum. Flest það fólk, sem búsett var á Eyrinni, þegar ég kom fyrst til dvalar hér á Ak- ureyri, og átti svo margt sameig- inlegt vegna vináttu og frænd- semi, er nú flutt burt eða hefur kvatt þennan heim. Einn úr þessum hópi er Skarp- héðinn frændi minn. Hann lést á Öldrunarlækningadeild Land- spítalans 23. sept. sl. eftir lang- varandi veikindi. Skarphéðinn var fæddur í Hafrafellstungu í Öxarfirði, son- ur hjónanna Valdinu Sigurðar- dóttur og Guðna Sigurðssonar. Hann missti föður sinn, þegar hann var á fyrsta ári. Stóð þá móðir hans ein uppi með tvo syni. Hann og Ingibjörn, sem er 6 árum eldri og er nú vistmaður á Hvammi, dvalarheimili aldraðra á Húsavík. Héðinn eins og móðir hans kallaði hann gjarnan, fylgdi móður sinni öll bernskuárin. Dvöldu þau á bæjum í Öxarfirði og Hólsfjöllum. Oft talaði Skarp- héðinn um heimilin á Austara- Landi, Ærlækjarseli, Víðihóli auk Hafrafellstungu og Klifs- haga. Á sumum þessara bæja var frændfólk, en öðrum bast hann ævilangri vináttu. Fljótt hefur Skarphéðinn farið að létta undir á bæjum, sem þau mæðginin dvöldu á. Vandist hann þar allri algengri sveita- vinnu og þótti liðtækur. Hann naut á þessum árum auk barna- fræðslu einhverrar unglinga- kennslu, því að ágætir kennarar voru í sveitinni. Þegar Skarphéðinn var liðlega tvítugur, hófst mikil uppbygging íbúðarhúsa í Öxarfirði og víðar um Norður-Þingeyjarsýslu. Vann Skarphéðinn mikið að þeirri upp- byggingu fram til ársins 1941. Var hann jafnvígur á múrverk sem trésmíði auk allrar almennr- ar vinnu. Var hann fljótt eftir- sóttur til þessara starfa, enda óvenjulega ósérhlífinn og samr viskusamur. Sagði hann mér ým- islegt frá dvöl sinni og vinnu á mörgum bæjum, þar um sveitir. Leyndi sér ekki, að hann lagði oft harðar að sér en góðu hófi gegndi og hefur hann sennilega goldið þess síðar á ævinni. Árið 1941 giftist hann Þuríði Jónsdóttur frá Ærlækjarseli í Öxarfirði, dóttur hjónanna Sig- urveigar Sigurðardóttur og Jóns Jónssonar Gauta. Fluttust þau til Akureyrar og stofnuðu fljótlega heimili að Lækjargötu 13 og áttu þar heima, þar til þau fluttu árið 1947 í eigið húsnæði að Glerár- götu 16. Strax og kostur var flutti móðir Skarphéðins til þeirra og dvaldist hjá þeim til æviloka. Sýndi hann henni mikla umhyggju og hlýju. Skarphéðinn fékk réttindi sem smiður eftir að hann flutti í bæinn og fljótlega réðist hann sem tré- smiður til Stefáns Reykjalín, og vann þar meðan kraft^r leyfðu. Hann var óvenju ötull og áhuga- samur við verk, og gaf hvergi eftir. Einstöku sinnum kom ég út á trésmíðaverkstæðið, þar sem hann vann hin síðari ár. Þá var það gjarnan svo, að honum slapp ekki verk úr hendi meðan staðið var við. Ekki fór Skarphéðinn varhluta af heilsuleysi, bæði veiktist hann alvarlega árið 1959 og einnig átti Þura við vanheilsu að stríða. Hún lést 24. janúar 1972, 66 ára að aldri. Var það ntikið áfall fyrir Skarphéðin enda máttu þau vart af hvort öðru sjá, þótt ólík væru. Hún hress og opinská, hann hæg- ur og dulur. Þau eignuðust einn son Sigurð Inga, fæddan 18. mars 1948, verkfræðing hjá Reykja- víkurborg, giftan Emilíu Mart- insdóttur og eiga þau tvö börn, Drífu Kristínu 7 ára og Martin Inga 3ja ára. Skarphéðinn naut þess að dvelja hjá þeim fyrstu bú- skaparár þeirra og vera samvist- um við sonardótturina, þar til hann veiktist svo, að ekki varð hjá því komist að hann færi á sjúkrahús. Heimili þeirra Skarphéðins og Þuru var óvenjulegt, að því leyti að gestir voru alltaf velkomnir hvernig sem á stóð. Má e.t.v. orða það þannig, að gesturinn fékk það gjarnan á tilfinninguna, að það væri einmitt hann, sem þau væru lengi búin að bíða eftir að taka á móti. Þessa eiginleika í fari þeirra hjóna fann fólk og mat mikils. „Einn tónn er til og hann er hreinn," segir í Brekkukots- annál Halldórs Laxness. Einkum voru það vinir og vandamenn að austan, sem dvöldust hjá þeim um lengri tíma. Eftir að þau fluttu í Glerárgötuna voru ávallt leigjendur á neðri hæðinni og sumum tengdust þau ævarandi tryggð og vináttu. Öxarfjörðurinn og fólkið, sem þar býr átti sterk ítök í huga Skarphéðins og ætíð var þar vin- um að mæta. Á hverju sumri komu þau hjón á mitt bernsku- heimili Klifshaga og dvöldu þar einhvern tíma og sonur þeirra var þar frá unga aldri og fram að fermingu, yfir sumartímann. Skarphéðinn lét sér annt um allt sem þar var gert, enda oft spurð- ur ráða og alltaf mátti treysta því, sem hann sagði, því hann var vammlaus til orðs og æðis. Sá sem þetta skrifar, var um 10 ára skeið heimilismaður hjá þeim hjónum og stendur í ævarandi þakkarskuld við þau. Við Guðný flytjum Sigurði Inga og fjöl- skyldu svo og Ingibirni innilegar samúðarkveðjur. Jóhann Sigvaldason. alltaf eitthvað nýtt á prjónunum Hefur þú spáð í haust- og vetrarlitina í prjónagarninu hjá okkur, eða tegundirnar? Stórkostlegt úrval! Nýjasta tíska, léttar loðnar peysur sem auðvelt er að prjóna, við getum meira að segja aðstoðað þig við prjónaskapinn. Alla fylgihluti eigum við, prjóna, teygjunælur, merkihringi, kaðalprjón, stoppara, svo eitthvað sé nefnt. Við fáum líka öll þau prjónablöð og uppskriftir fyrir garnið okkar sem fáanlegt er, auk okkar eigin upp- skrifta. Komdu og skoðaðu nýju módelin okkar, þú finnur eflaust eitthvað við hæfi. Jólaundirbúningurinn hefst tímanlega hjá okkur. Jóladagatöl, dúkar, myndir, teppi, löberar og að ógleymdum jólakortunum vinsælu. Athugaðu, að ekki er ráð nema í tíma sé tekið! Mikið úrval af nytsamri gjafavöru, handklæði, baðmottur, púðar og lö- berar úr flaueli í mörgum stærðum, handunnir dúkar og svuntur. Vöggusettin og sængurfatnaðurinn með útsaumnum sem er í sérflokki. Fallegu þunnu tauplastdúkarnir eru komnir í öllum stærðum og gerðum. Pantanir óskast sóttar. Líttu inn og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig. Opið laugardag frá kl. 10-12. Póstsendum. /ÉRVER/LUfl Hannyrðaverslunin HflnnVRÐflVÖRUR OLnmtWcViía Sunnuhiíð sími 25752. Harmonikudansleikur í tilefni 5 ára afmæli F.H.U.E. Félag Harmonikuunnenda. Fögnum 5 ára af- mæli félagsins laugardaginn 5. október í Lóni við Hrísalund. Skemmtidagskrá hefst kl. 20.30 stundvíslega fyrir félaga og gesti. Sameiginleg kaffidrykkja, grín, glens og gaman. Harmonikudansleikur hefst kl. 23.00-03.00. Allir velkomnir. Björn Sigurðsson • Baldursbrekku 7 • Símar41534 Hópferðir • Sætaferðir • Vöruflutningar ■ Sérleyfisferðir • HUSAVIK - AKUREYRI - HUSAVIK VETRARÁÆTLUN 1985 S M P M Fi Fö L Frá Húsavík kl. 18 9 9 9 Frá Akureyri kl. 21 16 16 17 Geymið auglýsinguna. Sérleyfishafi. Aðalfundur Framsóknarfélags Eyjafjarðar verður haldinn þriðjudaginn 8. október kl. 21 á Hótel KEA. Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin. Fundur verður haldinn í fulltrúaráði framsóknarfélaganna á Akureyri fimmtudaginn 3. okt. nk. að Eiðsvallagötu 6 (Bólu og hefst kl. 20.30. Fjölmennið. Stjórnin. Aðalfundur Framsóknarfélags Akureyrar verður haldinn fímmtudaginn 10. október að Hótel KEA og hefst kl. 20. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. Stjórnin. Alþingismennirnir Ingvar Gíslason, Stefán Valgeirsson og Guðmundur Bjarnason halda almenna stjórnmálafundi sem hér segir: Fimmtud. 3. okt. kl. 14 Samkomuhúsið Grímsey Fimmtud. 3. okt. kl. 21 Tjarnarborg Ólafsfirði Föstud. 4. okt. kl. 21 Samkomuhúsið Grenivík Laugard. 5. okt. kl. 21 Melar Hörgárdal Sunnud. 6. okt. kl. 14 Sólgarður Saurbæjarhr. F ramsóknarflokkurinn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.