Dagur - 03.10.1985, Blaðsíða 12

Dagur - 03.10.1985, Blaðsíða 12
AKUREYRI AKUREYRI Skipagötu 12 • Sími 21464 Skipagötu 12 • Sími 21464 Landað úr Akureyrinni: Sérstakt samkomulag - en bara til bráðabirgða í gærmorgun hófu hafnar- verkamenn á Akureyri löndun á frystum fiski úr Akureyrinni eftir að Þorsteinn Már Bald- vinsson, útgerðarstjóri hafði gert við þá sérstakt bráða- birgðasamkomulag um greiðsl- ur fyrir þessa einu löndun. Sem kunnugt er neituðu hafn- arverkamennirnir að landa úr skipinu í fyrradag til þess að mót- mæla launakjörum sínum en þeir telja að þeir hafi dregist mjög aft- ur úr í launum miðað við það sem gerist víðast annars staðar á land- inu. Yfirleitt hefur Eimskip séð um að landa úr Akureyrinni en í þetta skipti var farið þannig að að Þorsteinn Már réði mennina í vinnu hjá Samherja til þess að Akureyrin fengist afgreidd. Björn Snæbjörnsson, starfs- maður Einingar á Akureyri, kvaðst telja að vinnustöðvun hafnarverkamanna í fyrradag hefði orðið til þess að ýta við samningamönnum Vinnuveit- endasambands íslands sem sér um samninga fyrir Eimskip og Vinnumálasamband Sambands- ins sem fer með samninga fyrir hönd Skipadeildar KEA. Að sögn Björns er ætlunin að krefj- ast þess að hafnarverkamenn hér fái ekki lakari kjör en Dagsbrún í Reykjavík hefur náð fyrir hafnar- verkamenn á Reykjavíkursvæð- inu. Eins og er hafa hafnarverka- menn í Reykjavík mun betri laun en starfsbræður þeirra á Akur- eyri. -yk. Útlagi. Mynd: KGA Það verður mikið um dýrðir við Oddeyrarskólann nk. laugardag. Þá lýkur umferðarviku sem nú stendur yfir á Ak- ureyri og gefst krökkum kostur á að aka þessum rennilegu bflum. Héma er hann Kim Björgvin Stefánsson, sex ára, að prufukeyra einn bflinn. Mynd: KGA Geysilegar framkvæmdir í Hrísey: Kostnaður 27 þúsund á íbúa Hríseyingar ætla sér greinilega að skjóta „meginlandsbúum“ ref fyrir rass hvað varðar fram- takssemi í lagningu bundins slitlags. Nú er verið að undir- byggja 1280 metra kafla sem lagður verður bundnu slitlagi á næsta ári. En það eru fleiri verkefni í gangi í Hrísey um þessar mundir en vegaframkvæmdir. Verið er að byggja nýjan skóla og reiknað er með að taka helming hús- næðisins í notkun innan tíðar. Þá er nýbúið að opna dagvistun í eynni. Líf og fjör og framkvæmda- semi dregur að sér fólk. Það þarf því engum að koma á óvart að mikil mannfjölgun hefur orðið í Hrísey. Frá því 1. desember hef- ur íbúum fjölgað um 25, úr 262 í 287. Það er hvorki meira né minna en 9,6% aukning. Guðjón Björnsson sveitarstjóri í Hrísey sagði að þessar þrjár fyrrnefndu framkvæmdir kostuðu Hríseyinga u.þ.b, 7 milljónir króna, sem er ekki lítið í svo litlu sveitarfélagi. Ef farið væri í smá talnaleik, þá er kostnaðurinn u.þ.b. 27.000 krónur á hvern íbúa. Ef t.d. Akureyringar ætl- uðu að framkvæma hlutfallslega jafnmikið á þessu sviði, miðað við hina sívinsælu höfðatölu, yrði reikningurinn heldur óárennileg- ur: 350.000.000 krónur, takk fyrir. BB. Slökkviliðsstjóri um viðbyggingu leikhússins: Gæti orðið viðunandi „Við erum ekki enn búnir að fá teikningar af þessum fyrir- huguðu breytingum á Sam- komuhúsinu og því get ég ekki fyllilega tjáð mig um eldvarna- hlið málsins,“ sagði Tómas Búi Böðvarsson, slökkviliðsstjóri á Akureyri. Komið hefur til tals að leysa húsnæðisvanda leikfélagsins með lítilli viðbyggingu vestan Sam- komuhússins, eins og fram hef- ur komið í Degi. Tómas Búi sagði ennfremur: „Miðað við það sem ég hef heyrt gæti þetta mál leyst á við- unandi hátt. Ég óttast það bara að viðbyggingin verði reist eins og skot og síðan dragist úr hömlu að gera þær ráðstafanir sem þarf í brekkunni og ganga þannig frá flóttaleið að hægt sé að sætta sig við.“ HS Magnús Gamalíelsson: Tók rúma 4 mánuði - að fá svar við því hvort ala mætti 17 hænur í kjallara á Akureyri Ollu lausráðnu fólki sagt upp Hún veit líklega lítið um það, hænan á myndinni, að hún og 16 stallsystur hennar hafa verið gerðar útlægar af heimili sínu í Innbænum, þar sem þær hafa búið í kjallara einum frá því I vor. Hænurnar hafa á sínum stutta líftíma afrekað það að sjá nokkrum starfsmönnum og nefndum bæjarins fyrir verk- efnum því það virðist ekki vera einfalt mál að afgreiða eina beiðni um hænsnahald í bæn- um, ef marka má fundargerðir bæjarstjórnar. Þann 23. maí sendi eigandi hænsnanna erindi af stað inn í bæjarapparatið þar sem farið var fram á leyfi til að halda 17 hænur. Jarðeignanefnd tók erindið fyrir á fundi sínum 19. ágúst og sam- þykkti þá að vísa því til bygginga- nefndar. Bygginganefnd tók er- indið fyrir rúmum mánuði síðar og synjaði þá erindinu með tilvís- un í heilbrigðisreglugerð. Síðasta skrefið var svo það að bæjar- stjórn staðfesti synjun bygginga- nefndar á fundi sínum þann 1. október sl. Ætli einhverjum gæti orðið á að spyrja: Hvað langan tíma tek- ur það að afgreiða hin stærri og flóknari mál ef það tekur rúma fjóra mánuði að afgreiða eina beiðni um að fá að ala 17 hænur? -yk. Hraðfrystihús Magnúsar Gamalíelssonar hf. í Ólafsfirði hefur sagt upp öllu lausráðnu starfsfólki frá og með miðviku- deginum 9. október nk. Til- kynning þess efnis var birt starfsfólki í gær, en uppsagnar- frestur er ein vika. Að sögn framkvæmdastjóra hraðfrystihússins er þetta gert vegna skorts á hráefni til vinnslu, en hann undirstrikaði að allt eins líklegt væri að úr þeim málum rættist áður en uppsagnir kæmu til framkvæmda. Hjá Hraðfrystihúsi Ólafsfjarð- ar hf. fengust þær upplýsingar að ástandið væri þokkalegt hjá þeim og ekki yrði gripið til uppsagna á næstunni. BB.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.