Dagur - 03.10.1985, Blaðsíða 5

Dagur - 03.10.1985, Blaðsíða 5
3. október 19SS - DAGUR - 5 —myndböncL Einkunnastigi: Frábær ★★★★ Mjög góð ★★★ Góð ★★ Sæmileg ★ Afleit Morð í Coweta-sýslu Murder in Coweta-county er byggð á sannsögulegum atburð- um sem áttu sér stað í Georgíu í USA árið 1948. Þarna gilda lög þeirra ríku og yfirgangssömu, eða öllu heldur fara þeir fram með lögleysu án þess að nokkur hreyfi við hönd eða fót. Nema lögreglustjóri einn, sem leikinn er af Johnny Cash. Þegar John Wallace (Andy Griffith) drepur einn leiguliða sinna vegna 50 punda og einnar kýr, ákveður hann að koma honum í raf- magnsstólinn. Lög fylkisins gera hins vegar ráð fyrir að ekki sé hægt að sanna morðsök nema lík- ið finnist. Það reynist erfiðleikum bundið. Þetta er ágætis afþreyingar- mynd, spenna undir niðri án þess að beinlínis sé um spennumynd MURDER að ræða. Johnny Cash er alls ekki svo galinn leikari og geta jafnvel fleiri sætt sig við hann í því hlut- verki, heldur en sem söngvara. Andy Griffiths á ágæta takta. Þessi mynd er svona um eða rétt ofan við meðallag. - HS Einkunnagjöf: ★** i%EN$Kyiy'f-xT» Félagarnir á Max bar Félagarnir á Max bar eru ólíkrar manngerðar, en eiga það þó allir sameiginlegt að vera fatlaðir á einn eða annan hátt. Vínstofan er þeirra annað heimili og þar dveljast þeir stærstan hluta dagsins. Ungur maður, Roary, bætist í hópinn. Hann hefur lifað af sjálfsmorðstilraun og er bækl- aður. Vinskapur myndast milli hans og annars ungs manns sem vinnur á barnum. Jerry heitir sá og gengur haltur vegna slæmsku í hné. Hann er snjall körfubolta- maður en meiðslin hamla honum. Draumurinn er að fá meinið lagað. Söguþráðurinn verður ekki rakinn nánar. Hann er býsna góður, en betur hefði mátt takast til með útfærsluna. Þessi mynd er mjög vinsæl, að því er mér er sagt, og hlýtur góða dóma þeirra sem hafa séð hana. Mér hefur alltaf fundist John Savage, sem leikur Roary og menn þekkja úr t.d. Hjartarbananum, vera svolítið „stífur" leikari og klisjugjarn. David Morse leikur halta vininn nokkuð vel. Frammistaðan í mörgum aukahlutverkanna er ekki síðri en þeirra sem mest ber á. HS Einkunnagjöf: *** Flamingo kid Fjölmargar unglingamyndir, þ.e. myndir um unglingsárin og allt sem þeim fylgir s.s. fjörið í skóla- klíkunum o.fl., hafa verið gerðár á undanförnum árum. Þessi mynd fjallar um unglingsárin, en með nokkuð öðrum hætti en flestar aðrar. Hún er vandaðri, í henni er minna fjör en að venju. Hún leynir á sér. Myndin gerist sumarið 1963, fjallar aðallega um ungan mann sem stendur frammi fyrir því að velja milli þess að fara í háskóla eða græða peninga á bílasölu. Um sumarið vinnur hann við einkaklúbb, þar sem rommy er spilað upp á peninga og sund- laugin og ströndin lífga upp á mannlífið. Þeir leikarar sem mest mæðir á eru Matt Dillon sem leikur unga manninn og Ric- hard Crenna í hlutverki miðaldra „playboy’s". Gamanmynd með ívafi alvar- legri hluta. Góð. HS Einkunnagjöf: *** Myndirnar eru fengnar aö Iáni hjá Myndbandaleigu kvikmyndahúsanna í Glerárgötu. Uesendahorniá_____________________________________________________ i 'Siirfr! -rigíi t «*/fuesses, to rtit eýgii pm <>/ : ri HÍmíc hít unthmi t a inuhj, m1 %iíi a'tilk fm ÍSLENSKUR TEXTí ! :X „Bílbelti hafa bjargað mörgum“ - Athugasemd við athugasemd Þorsteins Péturssonar Svar til Þorsteins Péturssonar að- stoðarvarðstjóra Akureyri. í lesendahorninu þann 23. sept. sýnist mér á skrifum þínum að þú álítir að ég telji að bílbelti eigi ekki rétt á sér, og ef svo er þá bið ég þig að lesa umsögn mína, (ekki grein) betur og hugsa líka, en ég hef þetta að segja þér. Það var Citroén DS bíll á leið- inni Húsavík-Akureyri fyrir nokkrum árum. í einni beygjunni flaug bíllinn út af og kom niður á hvolfi, en þegar vindingur kom á bílinn í vegkantinum þá losnaði toppurinn og fór af, en í fluginu, fóru tveir ungir menn, ökumaður og farþegi upp um gatið sem myndaðist. En bíllinn stóð á sæt- isbökunum sem eru lág í þessum bílum, og ná meðalmanni upp á herðar. Annar slasaðist nokkuð en hinn ekki. Hvað álítur þú að hefði orðið um þessa umræddu menn ef þeir hefðu verið spenntir fastir í sætin? Ég kom þarna sjálf- ur að, og veit um fleiri svipuð dæmi, en tel ástæðulaust að ræða þau nánar. Mér finnst rétt að segja þér frá þessu, fyrst þú hefur aldrei séð svona á 18 ára starfs- ferli þínum. Ég fagna því að eiga svo rök- fasta og hugsandi alþingismenn að þeir veigri sér við því að dæma menn í fjársektir fyrir það að nota ekki bílbelti undantekning- arlaust. Því það eru svo sterk rök, bæði með og á móti. Bílbelti hafa bjargað mörgum mannslíf- um og aftrað stórslysum, það veit ég vel og viðurkenni fúslega að ég nota þau stundum sjálfur, en ég veit líka að ég persónulega ætti tveim vinum færra hér á jörð hefðu þeir verið fastir í sínum sætum, þegar ósköpin dundu yfir. Og það eru nógu sterk rök til að gagnrýna þann mikla órök- studda einhliða áróður með bíl- beltum sem framinn er hér á landi, en ekki kynntir kostir og gallar á þeim. Nú er ég hér með búinn að koma skoðun minni svo skýrt á framfæri að allir nteðal- greindir menn ættu að geta skilið hana og mun ekki svara fleirunt svona sorglega einhliða áróðurs- greinum. Kristján Siguröarson Sauöárkróki. Vondir tímar hjá RÚVAK Pálína Jónsdóttir hringdi til okkar og vildi koma á fram- færi óánægju sinni með út- scndingartíma RÚVAK. Hún sagðist vilja hafa RÚVAK, en ekki á þessum tíma. Taldi hún að margir væru á sömu skoðun og hún í þessu máli. Á þeim tíma sem RÚVAK væri í gangi væru yfirleitt bestu þættirnir á Rás 2. Nefndi hún þætti eins og Frístund, þátt Berta Möller og fleiri. Vonaðist hún til þess að þessuyrði breytt. Annað hvort að RÚVAK yrði fært á annan tíma, t.d. fljótlega eftir hádegi eða þessir þættir sem hún nefndi á Rás 2 færðir framar í dagskránni. Pálína vildi hvetja fólk til að láta álit sitt í Ijósi hvað varðaði þetta mál. Frá Heimaey Kaupmenn - Kaupfélög Birgið ykkur upp af hinum frábæru Heimaeyjarkertum. Látið hinn hreina loga Heimaeyjarkertanna veita birtu og yl. HEIMAEY, kertaverksmiðja, Faxastíg 46, 900 Vestmannaeyjum. Sími 98-2905. MYNDLISTASKOLINN Á AKUREYRI Fostudagur 4. oktober: Opnað kl. 20.00. Nýjasta hljómsveitin í bænum, hún heitir / Amtvj skemmtir til kl. 03.00 ásamt diskóteki með fullt af nýju efni. Nú verður feikna fjör á föstudaginn. Laugardagur 5. október: Opnað kl. 19.00. Uppselt í Mánasal. „Hoííó Akureyri“ „Út(oginn“ Óðinn Valdintarsson er mættur í bæinn, eldhress og rifjar upp gömlu, góðu rokklögin ásamt hljómsveitinni Átúngu sem skemmtir ásamt diskóteki til kll. 03.00. MotseM: Villigæsarpaté m/hvítvínssodnum vínberjum. Kramarnús úr reyktum laxi m/sinnepssósu. Hvítlaukskryddadir sniglar. lnnbakaðir sjávarréttir í hvítvínssósu. Karrýbætt rækjusúpa. Tær Kínasúpa m/grænmeti. Heilsteikt rauðspretta m/kryddsmjöri. Fiskgratin hússins. Ofnsteikt aliönd m/trönuberjasósu. Hreindýrabuffsteik m/fylltum perum og villibrádarsósu. Lambakótilettur m/sveppum og skinku. Turnbauti „Parisienne" m/gufusodnu blaðsalati. Djúpsteikt Dalayrja. Vanilluís Amaretto. Kaffi og konfekt. KjaÖariím fp Opið í hádeginu og á kvöldin. Odýrir réttir dagsins ásamt salatbar. Uppákomur á hverju kvöldi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.