Dagur - 03.10.1985, Blaðsíða 3

Dagur - 03.10.1985, Blaðsíða 3
3. október 1985 - DAGUR - 3 Skipið er vel búið tækjum eins og sjá má. Hér er verið að leggja síðustu hönd á verkið - fægja skjái o.fl. Mynd: KGA Þórður Jónasson EA 350: Endurbætur fyrir 7,5 milljónir Miklar endurbætur hafa verið unnar á nótaskipinu Þórði Jónassyni EA 350, en skipið hefur legið við bryggju á Akur- eyri að undanförnu. Að sögn Hreiðars Valtýssonar útgerðarmanns var skipt um brú á skipinu. Nýja brúin er stærri og; hærri en sú gamla sem þótti of lág eftir að byggt var yfir þilfar skipsins. Ennfremur var sett í skipið nýtt astiktæki (omni sonar) frá Skanmar Inc. í Kan- ada, aflamælir fyrir nót og tog- veiðar, dagsbirturadar og fleiri tæki. Borðsalur skipsins var stækk- aður og innréttaður að nýju. Aðalverktaki við þessar endur- bætur var Vör hf., Norðurljós sá um raflagnir og Hljómver um niðursetningu tækja. Hreiðar Valtýsson sagði að kostnaðarverð við þessar endur- bætur væri um 7,5 milljónir króna, en Þórður Jónasson held- ur nú til loðnuveiða. Eigandi skipsins er Valtýr Þorsteinsson hf. Akureyri. í gang að tilhlutan Svæðisstjórnar Norðurlands. Þátttakendur voru frá Blönduósi, Akureyri og Húsavík. Leiðbeinendur voru Hallgrím- ur Gíslason senator, fráfarandi varalandsforseti og Jóhannes Sig- fússon svæðisstjóri Norðurlands. Jóhannes sagði helstu markmið í vetur vera námskeiðahald og fjölgun félaga í félögunum. Síð- ustu helgina í október yrði haldið svæðismót á Akureyri fyrir Norðurlandssvæði. Þar yrðu ýmis námskeið á dagskrá, og einnig færi fram rökræðukeppni milli JC Akureyrar og JC Héraðs. IM Húsavík: Vetrarstarf JC Vetrarstarf JC hreyfíngarinnar Námskeið fyrir varaforseta var á Norðurlandi er að hefjast. haldið á Húsavík um helgina Hallgrímur Gíslason senator, Jóhannes Sigfússon svæðisstjóri og Þóra Guðnadóttir varalandsforseti, ásamt þátttakendum á námskeiðinu. Mynd: IM Tískuljós og lampar. Falleg og góð vara. Opið á laugardögum 10-12 f.h. 'ftcUoVINNUSTQFAN Kaupangi Sími 22817. NUDD-OG GUFUBAÐSTOFAN SOLSTOFA Tungusíðu 6, Akureyri auglýsir breytta tíma frá og með 1. október Konur Karlar Sunnudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur 8.00-17.00 13.00-23.00 8.00-17.00 8.00-23.00 8.00-17.00 9.00-19.00 9.00-13.00 17.00-23.00 17.00-23.00 17.00-23.00 Óskum eftir að taka á leigu 4ra herb. íbúð AugllT /4UGLYSING/4STOF/4 SIMI 2 6911 Kvöld og helgarsími 25349. KFUM og KFUK á Akureyri: Starfið að hefjast Kristilegt félag ungra manna og Kristilegt félag ungra kvenna eru félög hér í bænum, sem starfa fyrir börn og ungl- inga sem leikmannastarf innan okkar lúthersku kirkju. Næstkomandi laugardag hefst félagsstarfið með starfinu fyrir yngstu deildina, börn frá 7-12 ára. Fundir yngstu deildarinnar eru á þremur stöðum í bænum. í vetur verða í fyrsta sinn fundir sveitanna í Glerárhverfinu í nýja félagsheimilinu í Sunnuhlíð. Fundir verða því ekki í Glerár- skólanum í vetur. Fundir sveitanna verða þannig í vetur: 1. sveit í Kristniboðshús- inu Zíon. KFUM drengir 7-12 ára kl. 10.30, en KFUK stúlkur 7-12 ára kl. 1 eftir hádegi. At- hugið breyttan fundartíma. 2. sveit í Lundarskóla bæði KFUM og KFUK kl. 10.30 eins og verið hefur. 3. sveit í Sunnuhlíð. KFUK stúlkur 7-12 ára kl. 10.30 en KFUM drengir 7-12 ára kl. 1 eft- ir hádegi. Athugið breyttan fund- artíma. 12 ára drengir og stúlkur geta, ef þau vilja heldur, sótt fundi unglingadeilda, sem eru kvöld- fundir og verða auglýstir með fundarboði. Sunnudagssamkomur kl. 8.30 e.h. verða í Sunnuhlíð flest sunnudagskvöld í vetur þar sem allir eru velkomnir. Samkomur verða auglýstar síðar. KFUM, KFUK og kristniboðs- félögin standa saman að öllum samkomunum. Stjórnir félaganna. Vaxtarrækt Nú er allt komid í fullan gang hjá okkur. Almennir tímar: Mánud.-föstud. kl. 17-22. Laugard. og sunnud. kl. 10-15. Kvennatímar: Mánud. og fimmtud. kl. 20.30. Ný og mjög árangursrík prógrömm í kvennatímunum. Kennarar Guðrún og Kristjana. Vaxtarræktin íþróttahöll

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.