Dagur - 16.10.1985, Blaðsíða 5

Dagur - 16.10.1985, Blaðsíða 5
orð í belg. 16. október 1985 - DAGUR - 5 Hvert geta þau farið? - Um fjórði hver einstaklingur sem kemur á vinnumarkað í Vestur-Evrópu hefur enga von um að fá starf í framtíðinni. - Marco Schall Á einum hinna regnköldu morgna, sem gerðu íbúum Vest- ur-Evrópu lífið leitt síðastliðið sumar, gengur 24 ára gamall maður í átt til vinnumálaskrif- stofu í Bonn. Systir hans hefur komið um langan veg til að vera honum til halds og trausts. Hann er mjög óöruggur og þarfnast mikils siðferðilegs stuðnings þessi síðustu skref til tilraunar sem e.t.v. gæti breytt lífi hans. Þegar hann fyllir út umsóknareyðublað- ið sést svört stjarna sem tattóver- uð er á handarbak hans og lítill gulleyrnalokkur hangir niður úr hægri eyrnasneplinum. Tákn nýrrar kynslóðar á Vesturlönd- um. Hann hefur verið atvinnulaus í þrjú ár og í vonleysi sínu hefur hann leitað þeirrar fölsku úr- lausnar, sem eiturlyf eru. Marco Schall er ekkert einsdæmi. Hann er heldur ekki fulltrúi fyrir neinn fámennishóp sem hefur viljað lifa fyrir utan þjóðfélagið. Hann er aðeins fulltrúi fyrir stór- an hóp evrópskrar æsku sem í dag á sér fremur fáa kosti. Mögu- leikar hans til að geta lifað eðli- legu lífi eru nánast engir. Marco Schall eða einhver annar sem eins er ástatt um gæti hugsanlega sest á skólabekk. Skólasetan myndi gefa honum tækifæri til eðlilegra lifnaðarhátta á meðan hún stæði yfir. En eftir hverju mundi hann vilja sækjast með því að leggja á sig námserfiði þegar hann veit að ekkert tekur við að því loknu. Menntun - ávísun á atvinnuleysi Aðeins einn af hverjum tíu sem ljúka kennaraprófi í Vestur- Þýskalandi eiga þess kost að kynnast því hvernig skólastofa lítur út að innan og sums staðar sunnar í álfunni er háskólapróf í læknisfræði ávísun á atvinnu- leysi. 1 Vestur-Þýskalandi eru á milli 9 og 10% allra einstaklinga undir 25 ára aldri án vinnu. í Bretlandi er talan meira en tvö- falt hærri eða 23%. í Frakklandi eru 28% ungmenna atvinnulaus, um 35% á Italíu og yfir 40% á Spáni. Þó má geta þess að í tveimur síðasttöldu löndunum er raunveruleg tala atvinnulausra eitthvað lægri en kemur fram í opinberum tölum, bæði vegna neðanjarðarhagkerfis sem er hluti af efnahag þessara landa og einnig er fjölskyldurekstur þar sem ungt fólk vinnur við lítil fyrirtæki foreldra eða náinna skyldmenna algengari þar. Aðeins einn flótti Þótt atvinnuleysið í Evrópu sé nokkuð mismikið eftir löndum og einnig innan hinna ýmsu borga mmm~^^^^—mmmmmmmm^m^—m og héraða þá er það alls staðar fyrir hendi. Flótti frá heima- byggðinni leysir ekki vandann. Það er ekkert til sem á okkar mælikvarða er kallað að fara suður. Það er enginn flótti til Þórður Ingimarsson skrifar: annarra staða mögulegur. Eini flóttinn sem stendur þessum fjórðungi upprennandi kynslóðar í Vestur-Evrópu til boða er flótti frá lífinu sjálfu, ríkjandi hefðum þess og ábyrgð. Mikið tilfinningaleysi er ríkj- andi á meðal þessa fólks. Það verður andfélagslegt í hugsun og getur vart hugsað sér að eiga neitt saman við aðra að sælda. Oft treystir það engum almenni- lega. Jafnvel tilfinningasamband karls og konu er því ekki að skapi. Kynhvötin heldur þó sínu striki og fleiri og fleiri börn fæð- ast utan sambúðar foreldra sinna og eiga mörg hver ekkert tilfinn- ingalegt athvarf. Þessi ungmenni eru ekki reið. Heldur hefur and- streymið og vonleysið rýrt þau hæfileikanum til að gefa frá sér tilfinningar. Þau hafa misst trúna á það samfélag sem getur ekkert gert fyrir þau. Þau eru eins og óvelkominn gestur í stóru húsi en komast samt hvergi út. Mjög mikil aukning á sjálfs- morðum er á meðal þessa æsku- fólks og eiturlyfjabylgjan hefur flætt yfir. í Liverpool, þar sem þetta ástand er hvað verst og að- eins um 5% fólks undir 25 ára aldri hefur eitthvað að gera, segir vonsvikin móðir þriggja drengja á umræddum aldri: Við höfum tvær plágur hér; atvinnuleysi og eiturlyf. Allir synir hennar hafa orðið fyrir barðinu á þessu ástandi. Einn þeirra varð ofur- seldur heróíni aðeins 15 ára gam- all og hefur nýverið verið dæmd- ur fyrir innbrotsþjófnað. Lítil hætta á fjöldahreyfíngu Það virðast ekki vera miklar líkur til að upp úr þessum jarðvegi spretti neinar skipulagðar fjölda- hreyfingar. Alla vega ekki sem gætu leitt til lausnar á þessum vanda. Einna helst hefur gætt hreyfinga sem myndu beita hryðjuverkum. Slíkt er fremur yfirfall stíflaðrar athafnaþarfar og reiði sem brýst þannig út í verknaði sem samfélagið viður- kennir ekki heldur en að það sé skipulögð aðferð til að vekja at- hygli á sér eða því ástandi sem um er að ræða. Hugsjónafólk sprettur ekki upp úr eymdinni. Þar gildir sama reglan og að sult- urinn skapar ekki snillinginn þótt einstaka afburðamenn fyrri tíma hafi getað gortað af því að hafa haft lítið að borða í æsku. Stjórnvöld vita en ekki geta Það er þó ekki svo að stjórnvöld Evrópulanda hafi ekki vitað eða þóst vita af þessu ástandi. For- sætisráðherra Frakka Laurent Fabius hefur líkt atvinnuleys- isvandanum við krabbamein og starfsbróðir hans á Ítalíu Bettino Craxi hefur meðal annars beitt sér fyrir skattalækkunum til fyrir- tækja og veitt þeim þannig stuðning og aukin tækifæri til að ráða atvinnulaust fólk í vinnu. Jafnvel hin harða járnfrú í Lundúnum hefur viðurkennt til- vist atvinnuleysisvandans. Sann- leikurinn er sá að stjórnvöld hafa ekkert við þessa þróun mála ráðið. Efnahagur Evrópuríkja hefur ekki farið batnandi á síð- ustu árum og raunar ekki náð sér á strik síðan kreppa sú sem kennd er við verðhækkun á olíu hófst. Mikið af innflytjendum hefur streymt til Vestur-Evrópu frá löndum austan og sunnan Miðjarðarhafsins í leit að vinnu og skárra lífsviðurværi eða flúið undan alræði og skoðanakúgun stjórnvalda heima fyrir. Síðast en ekki síst hafa stórir árgangar fólks komið á vinnumarkað á síð- ustu árum. Það eru börn sem fæddust síðustu árin áður en mannfjöldavandamálið varð mik- ið umræðuefni á Vesturlöndum á sjöunda áratugnum og það komst í tísku að eiga eitt eða í mesta lagi tvö börn. Það er því ekki björt framtíð í atvinnumálum í okkar heims- hluta. Engar spár hafa gefið til kynna verulega batnandi þjóðar- tekjur, eða breytingar sem næðu að breyta þessu ástandi að neinu ráði. Einna helst er rætt um styttingu vinnutíma og að eftirlaunaaldur hefjist mun fyrr en verið hefur. Slíkar ráðstafanir kosta mikla fjármuni sem tæp- lega verða sóttir annað en til auk- ins afrakstrar atvinnulífsins. Þær hafa þó þann kost umfram at- vinnuleysisbætur að bægja fremur burt hættunum af því að innan þessara þjóða myndist hópar fólks sem ekki hefur neinn annan tilgang en að vera eins konar náttúrufyrirbæri. Það er í raun stjórnvalda að gera upp við sig hvernig þau vilja verja þeim fjármunum, sem það óneitanlega kostar að vinna ein- hvem bug á þessu ástandi. Hversu þungt hinn mannlegi þáttur kánn að vega fer svo eflaust eftir ýmsu. Hversu víðtæk geta er til að leysa málin og e.t.v. ekki síður við hvaða stjórnmálastefnur ríkjandi valdhafar á hverjum tíma styðj- ast við í gerðum sínum. Sveitakeppni Brigdefélags Akureyrar, Akureyrarmót, hefst þriðjudag 22. okt. kl. 19.30 í Félags- borg. Skráning er tii sunnudagskvölds kl. 20 hjá stórn fé- lagsins. Arsþing Myndasýning Almennur félagsfundur veröur haldinn í Sólgaröi nk. fimmtudagskvöld kl. 21. Fjallað verður um tillögur sem borist hafa vegna ársþings L.H. Sýnt verður myndband frá sýningu stóðhestastöðvar síðastliðið vor. Stjórnin. KAUPUM HREINAR LÉREFTS- TUSKUR ^ pob) PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR Hönnuö auölýsinð selur meira Hendið ekki háum fjárupphæðum í birtingarkostnað án þess að hugsa málið. Látið gera fast verðtilboð í hönnun hjá Delfi delfi DELFI AUGLÝSINGASTOFA • GEISLAGATA 5 SÍMI 25845 OG HEIMA í SÍMA 24849 Hljómplötuútsala Stórkostlegt úrval

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.