Dagur - 16.10.1985, Blaðsíða 12

Dagur - 16.10.1985, Blaðsíða 12
Volkswagen bílasýning verður helgina 19.-20. október á sýningasvæðinu við Þórshamar. Útivistarsvæðið í Kjarna: Girðingin var rifin niður að næturlagi - Ábúandinn sættir sig ekki við skiptingu á landi Hamra II „Við lukum við að setja upp girðinguna á fímmtudag, en á föstudagsmorgun var hún horf- in með öllu. Hún hafði verið rifín niður að næturlagi. Málið var því kært til lögreglunnar, því hér er um að ræða skemmdarverk og þjófnað að okkar mati,“ sagði Hallgrímur Indriðason, framkvæmdastjóri útivistarsvæðisins í Kjarna. Girðingin sem um ræðir var sett upp í síðustu viku í landi Hamra II, en bærinn á það land og var ákveðið í aðal- skipulagi 1972 að þarna yrði útivistarsvæðið stækkað til norðvesturs. „Ábúandinn hefur ekki sætt sig við þessa skerðingu á landinu, sem er í erfðafestu en eigu bæjar- ins. Einnig snýst málið um bætur fyrir ræktun og girðingar," sagði Stefán Stefánsson, bæjarverk- fræðingur í viðtali við Dag. „Við höfum reynt til þrautar að ná samkomulagi, en án árang- urs því miður. Bærinn hefur boð- ið bætur samkvæmt reglum sem Búnaðarfélag íslands notar varð- andi ræktun og girðingar og enn- fremur uppígreiðslu að fjárhæð 200 þúsund krónur. Girðinga- matið er nokkuð ríflegt, en ábú- andinn, Jón Matthíasson, hafn- aði því. Honum hefur ennfremur verið boðinn skiki úr landi Hamraborga í stað þess sem fer undir útivistarsvæðið, en því var einnig hafnað. Framkvæmdum hefur verið frestað í von um að samkomulag næðist, en þegar Ijóst var að svo yrði ekki var ákveðið að girða landið. Það sem hefur þó áunnist núna er að samkomulag hefur náðst um að dómkvödd matsnefnd meti endurgjaldið fyrir ræktunina og girðingar. Þar með ætti að vera hægt að fara í framkvæmdir, en því var hins vegar alfarið neit- að,“ sagði Hreinn Pálsson, bæjarlögmaður, um málið. Girðingin sem rifin var niður var 500 metra löng með 200 staurum, þar af 5 stórum sem voru vel festir og púkkaðir niður. En hún hvarf sem sagt með öllu aðfaranótt föstudagsins. „Ég sé eftir að hafa ekki tekið blaðamenn með þegar ég tók upp í gær máttu menn byrja að fara til rjúpna og er ekki að efa að marga hefur farið að klæja í „gikkfíngurinn“. Þannig hefur því sennilega verið farið með mennina tvo frá Raufarhöfn sem héldu á Axar- fjarðarheiði í fyrradag til rjúpnaveiða, einum degi áður en það var leyfilegt. Þegar mennirnir höfðu lokið girðinguna. Bærinn getur ekki farið inn á land sem þeir hafa ekki greitt neinar bætur fyrir. Ég mótmæli því ekki að þeir geti tekið landið, en þeir verða' að greiða eðlilegar bætur. Lögfræð- ingur minn ráðlagði mér að taka upp girðinguna. Meðan starfs- menn Kjarna voru að ljúka við að setja hana niður var ég byrjað- ur að taka hana upp á hinum endanum. Ég var 4 tíma að kippa þessu upp með aðstoð og girð- ingarefnið hef ég í minni vörslu,“ Fyrir skömmu bárust torkenni- legir reikningar inn á borð forstöðumanns æskulýðsmið- stöðvarinnar Dynheima. Þar var um að ræða úttektarnótur frá versluninni Fálkanum í Reykjavík. Einhver hafði gert veiðinni þann daginn fóru þeir í sæluhúsið á heiðinni og létu fara vel um sig eftir erfiði dagsins. En þeir fengu ekki að vera lengi í friði, lögreglan frá Raufarhöfn var nefnilega á ferðinni og kom hún að mönnunum í húsinu. í ljós kom að þeir höfðu haft 11 rjúpur upp úr krafsinu þenn- an ólöglega veiðidag. Voru mennirnir fluttir til Raufarhafn- ar til yfirheyrslu en skotvopn sagði Jón Matthíasson, ábúand- inn á Hömrum II. Hann sagði að hann teldi skiptin á landsspildum ekki hafa verið hagstæð fyrir sig og því hefði hann hafnað þeim. Hafsteinn Baldvinsson hrl., lögmaður Jóns, sagði það rétt vera að hann hefði ráðlagt hon- um að rífa niður girðinguna: „Við höfum andmælt uppsögn erfðafestusamningsins sem ólög- legri, þar sem bærinn ætlar ekki að nota landið í eigin þágu heldur afhenda það Skógræktarfélagi í nafni Dynheima sér lítið fyrir og iekið út hljómplötur og snældur með leikverkunum „Gullna hlið- inu“ og „íslandsklukkunni“, í nafni leikklúbbsins Sögu og Dynheima að andvirði 20.000 krónur. ferð þeirra og rjúpurnar 11 voru tek- in af þeim. Það er almannarómur að tals- vert sé um það á hverju hausti að menn þjófstarti þegar rjúpnaveiðitíminn er að hefjast. Ér þá farið einum eða tveim dögum áður á veiðar og aflinn síðan falinn áður en haldið er heim. Svo er farið fyrsta leyfi- legan veiðidag og rjúpurnar sóttar. gk-. Eyfirðinga. Bærinn getur tekið landið ef hann ætlar að nota það undir vegi eða byggingar og ég tel heimildir til uppsagnar ekki til staðar. Þá féllust þeir á að hrófla ekki við landinu meðan mat færi fram, sem var forsenda þess frá okkar hálfu að við drógum lög- bannsbeiðni til baka,“ sagði Haf- steinn Baldvinsson. Sem sagt, lögfræðilegur ágrein- ingur um spilduna, sem er um þriðjungur af landi Hamra II. Steindór Steindórsson for- stöðumaður Dynheima kannaðist ekki við þessa vöruúttekt og ómögulegt var að lesa undirskrift þessa leikritaunnanda. Þar með var rannsóknarlög- reglunni gert viðvart um mál þetta. Við rannsókn kom í ljós að vöruúttektin hafði farið fram í fjórum hlutum, dagana 23.-30. september sl. Úttektarmaðurinn kom vel fyr- ir og var þar að auki „vel inn í“ málefnum leikklúbbsins Sögu. Var hann því ekki tortryggður af afgreiðslufólkinu. Hann mun síðan hafa reynt að gera sér peninga úr hinum list- ræna plötustafla með því að selja leikverkin í heimahúsum. Eftir nokkra eftirgrennslan hafðist upp á manninum og hefur hann nú játað brot sitt. Maður þessi mun hafa verið búsettur lengi á Akureyri. BB. Veiðiþjófar á HS „Girðingin farin,“ hafa þau e.t.v. hugsað hrossin sem voru að virða verksummerki fyrír sér í landi Hamra II í gær. Fyrír framan þau er annar tveggja staura úr girðingunni sem Jón Matthíasson tók ekki með sér. Holan eftir staurinn sést til hægrí við staurínn. Mynd: KGA Sveik út vörur Grafan í skurðinum. Mynd: gej Grafan fórí skurðinn Þeim varð hálfbylt við bæjar- starfsmönnunum sem voru að vinna við aðkeyrsluna að íþróttaskemmunni á Akureyri í gær þegar traktorsgrafa sem þeir notuðu við verkið steypt- ist skyndilega niður í skurð. Skurðurinn var nokkuð djúpur og bakkaði grafan niður í skurð- inn og stóð næstum því upp á endann. Ökumaðurinn slapp með skrekkinn og strax var hafist handa við að ná gröfunni upp. Óslax hf.: Miklar fram- kvæmdir Framkvæmdir við byggingu fískeidisstöðvar Óslax hf. í Ólafsfírði eru nú í fullum gangi og er fyrirhugað að bygginga- framkvæmdum verði lokið í desember. Reiknað er með að stöðin muni taka um 400 þúsund laxa- seiði fullbúin en strax nú í vetur verður helmingur þess fjölda í stöðinni. Ólafsfirðingar binda miklar vonir við að fiskeldið muni verða lyftistöng fyrir staðinn, en óvíða eru skilyrði betri til fiskeldis hér á landi en í Ólafsfjarðarvatni. Um 10 þúsund sjógönguseiðum hefur verið sleppt í vatnið sl. tvö ár og í ár hafa á annað hundrað laxar skilað sér í vatnið aftur úr sjó. Vitni vantar Rannsóknarlögreglan á Akur- eyri óskar eftir vitnum að ákeyrslu er varð á planinu austan Landsbankans á tíma- bilinu 22.30 sl. föstudagskvöld til kl. 00.30 eftir miðnætti. Það var ekið á brúna Mazda 626 bifreið og urðu nokkrar skemmdir á henni, en sá er olli árekstrinum stakk af. Þar sem þetta átti sér stað á þeim tíma sem fólk er yfirleitt á ferli á þessu svæði er það ósk rannsóknarlög- reglunnar að sjónarvottar gefi sig fram hið fyrsta.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.