Dagur - 16.10.1985, Blaðsíða 7

Dagur - 16.10.1985, Blaðsíða 7
6 - DAGUR - 16. október 1985 Formaöur skólafélagsins mátti ekki við margnum, þannig að hann fékk bað í sundlauginni. 16. októberl 1985 - DAGUR - 7 Það er leikur að læra - Písladagur Verkmenntaskólans þótti menningarlegur og umfram allt snyrtilegur Písladagur Verkmenntaskólans á Akureyri var á mánudaginn, eins og fram kom í Degi í gær. Písladagur er samsvörun við busavígslu hjá Menntaskólanum. Það eru nýnemarnir sem eru nefndir píslir, enda segja eldri og ráðsettari nemendur skólans, að orðið tákni eitthvað Iít- ið og vesældarlegt, jafnvel afturúrkreisting! Dagurinn byrjaði með því að eldri nemendur tóku að innleiða undir- gefni hjá píslum í kennslustundum. Ýmsar aðferðir voru notaðar, t.d. var píslunum gert að syngja ýmsa erfiða og vandmeðfarna söngva, samanber „Pað er leikur að læra“. Síðan var píslunum smalað saman á tennisvöllinn við sundlaugina. Þótti hann henta vel, þar sem um- hverfis hann er himinhá girðing. Voru píslirnar sumar hverjar teymdar þangað í bandi, rétt eins og litlu börnin á Pálmholti. En þeir voru mis- léttir í taumi og létu ekki beygja sig bardagalaust. Formaður nemenda- ráðsins fór ekki varhluta af þeirri bardagagleði, því hann mátti þola óvænt bað í sundlauginni. Ekki stóð þó til að ofbeldi yrði einkennandi fyrir þennan dag, því markmiðið var að hafa hann menningarlegan og umfram allt snyrtileg- an, að hætti Þórunnar hyrnu. Þess vegna lauk dagskránni með því, að allir nemendur gengu í einni hersingu að styttu þeirra Þórunnar og Helga magra. Þar voru þau hjónakornin frumbyggjar Eyjafjarðar, hyllt lengi og innilega. Einnig var flutt þar heljarmikil drápa, þar sem píslunum var gefinn kostur á að sanna manndóm sinn. - GS Píslar voru lokaðar inni f girðingu. Helgi og Þórunn hlýddu á drápuna í andakt. Síðan fór öll hersingin í heimsókn til þeirra sæmdarhjóna; Þórunnar hyrnu og Helga magra. Myndir: KGA. Hafragrautur genr pislir stærri og sterkari. Tillaga sú, um afnám yfir- vinnu og launahvetjandi kerfa án launaskerðingar, sem samþykkt var á þingi Alþýðusambands Norður- lands um sl. helgi, hefur vak- ið verðskuldaða athygli. Ymsum finnst hún byltingar- kennd og jafnvel fjarstæð. Öðrum finnst tillagan „orð í tíma töluð“. Sé málið hins vegar skoðað í „Ijósi sögunnar“, þá er varla hœgt að tala um byltingar- kennda tillögu. Almanakið sýnir ótvírœtt að nú sé árið 1985 að líða. Pað ersem sagt langt liðið á tuttugustu öld- ina. Við skulum líta á nokkrar staðreyndir hvað varðar verkalýðsbaráttu og ártöl tengd henni. Iðnbyltingin mikla Það mun hafa verið um 1750 sem iðnbyltingin mikla hófst á Eng- landi, en England var forystu- þjóð hvað iðnþróun varðar. Til Norðurlandanna náði bylt- ingin ekki að ráði fyrr en eftir miðja 19. öld. Umskiptin frá gömlu bændasamfélögunum til starfsemi iðnfyrirtækja ýmiss konar og hvers konar þjónustu- fyrirtækja voru mikil og eðlilegt að talað sé um byltingu í því sambandi. Með iðnbyltingunni mótuðust nýir hættir og nýr lífsstíll. Ekki var sá lífsstíll til að státa af. Hinni nýju stétt verkamanna fylgdi gíf- urleg fátækt og örbirgð á öllum sviðum. Fólki var smalað saman í hvers konar hreysi, sem hróflað var upp umhverfis iðnfyrirtækin. En verkalýðsstéttin varð til og byggðist á því að meðlimir henn- ar seldu vinnu sína til lengri eða skemmri tíma. Atvinnan byggð- ist á framboði og eftirspurn, (og byggist enn). 14 til 18 stunda vinnudagur Vinnutími var mjög langur, 14 til 18 stundir á dag. Barna- og kvennavinna var algeng, einkum í baðmullariðnaði. Barnavinna, (eða réttara sagt þrælkun), var mun algengari í Englandi en í öðrum iðnaðarlöndum. Árið 1819 tókst að fá samþykkt bann við vinnu barna yngri en 9 ára og vinnutími barna innan 16 ára aldurs var takmarkaður við 12 stundir í baðmullariðnaði. Árið 1847 tókst að fá lögfestan 10 stunda vinnudag fyrir konur og börn og eftir nokkurra ára harða baráttu samþykktu verk- smiðjueigendur að lögin næðu einnig til karlmanna. . Þetta er athyglisvert í ljósi þess sem haft er eftir Hákoni Hákon- arsyni síðar í þessu spjalli. 10 stunda vinnudagur lögleiddur fyrir 135 árum Það er sem sagt um miðja síðustu öld, eða fyrir u.þ.b. 135 árum sem 10 stunda vinnudagur er lög- leiddur í Englandi. Á Norðurlöndum hóf verka- lýðshreyfingin baráttu sína fyrir alvöru um 1870. Umskiptin á íslandi eiga sér stað á 19. öld. Árið 1850 fram- fleyttu 82% landsmanna sér á landbúnaði, en um aldamótin síðustu aðeins rúm 50%. Árið 1867 er fyrsta handiðnað- armannafélagið stofnað á íslandi, en það var í Reykjavík. Fyrsta stéttarfélagið á íslandi var stofnað árið 1887, en það var Hið íslenska prentarafélag. Síðan var hvert verkalýðs- og stéttarfélagið stofnað af öðru. alkastahvetjandi nson, sem vill atnám ytinrinnu ofl launakerta, án launaskertinoar « nsestu kjarasammnflum? Ég er sannfrrðut um að >11» myndu grrða á þcssu þegar til lcngri tlma er litið. Nú er herlsu- fari stefnt i hrttu og vinnuleiði er viðvarandi. Afköst myndu aukast með slikri breytingu. Jákvrðir og óbreyttir starfsemnn eru helm- , ingi meira viiöi en þreyttir og 6á- nrgðir. Eins og nú er tapa allir sagði Hákon að lokurn. Menn hafa reynt að rcikna ut hvað t.d. afnám tveggja yfir- vinnustunda þýddi án launa- | skerðingar. Niðurstaðan er misjöfn. alll frá 8% upp i 20% ] launahrkkun. Liklega er erfið- ara að rcikna drmið ul frá launa- hvetjandi keriunum. þvi Þ»u eru ákaflega misjöfn. M duenaði, cn vinnufyritkomulag- inu verður að koma i skikkanlegt horf. því þetta gengur ekki til lengdar. Það á að leggja mður allt sem heitir yfirvinna og menn vetða að sji hvað þeir raunveru- lcga bera úr býtum fyrir dagvinn- una. Þegar lcngd vinnutimans er komin i eölilcgt horf má skoöa það hvort einhver laun^g^^ ******•£. Nokkur orð í tilefni tillögunnar um iafnám yfirvinnu og iaunahvetjandi kerfa. Fyrsta verkamannafélagið sem stofnað var á íslandi var Verka- mannafélag Seyðisfjarðar, árið 1896. í stofnlögum þess var ákvæði um 10 stunda vinnudag og álag á umframstundir. Verkamannafélagið Dagsbrún var stofnað árið 1906 og Alþýðu- samband íslands var stofnað árið 1916. Mikið hefur áunnist, en . . . Stríðsárin 1939 til 1945 gjör- breyttu íslensku þjóðfélagi og at- vinnuháttum í landinu. Síðan hafa fslendingar komist í hóp rík- ustu þjóða heims miðað við neyslu og framleiðsluafköst. Það eru staðreyndir sem ekki verður í móti mælt. Já, mikið hefur áunnist síðan Alþýðusamband íslands var stofnað, ekki síst hvað varðar velferðarbaráttu verkafólks. Settar hafa verið skorður varð- andi dagvinnutíma og greitt er sérstaklega fyrir yfir- og nætur- vinnu. Það er ótrúlegt, en satt engu að síður, að ógerlegt er fyrir hinn al- menna verkamann að lifa af dag- vinnulaunum sínum. „í þessum þrælabúðum“ í viðtali við Dag, þriðjudaginn 8. október sl. segir Hákon Hákon- arson, formaður Félags málmiðn- aðarmanna á Akureyri: „Ég vil ekki taka þátt í því lengur að hafa fólk í þessum þrælabúðum, því annað er í rauninni ekki hægt að kalla þetta. Fólk vinnur 10 tíma á dag sex daga vikunnar og auk þess undir álagi launahvetj- andi kerfis. Þetta er hreinn og klár þrældómur og ég tel það fyr- ir neðan allar hellur að verka- lýðsfélögin skuli láta bjóða sér þetta.“ Svo mörg eru þau orð Hákonar Hákonarsonar. Það er vissulega fagnaðarefni, þegar forystumað- ur í verkalýðshreyfingunni segir meiningu sína jafn afdráttarlaust. En Hákon er ekki aðeins að gagnrýna ríkjandi ástand á sviði vinnumarkaðarins. Hann er ekki síður að gagnrýna verkalýðsfor- ystuna, sem nú hefur barist fyrir bættum kjörum umbjóðenda sinna í u.þ.b. 69 ár. Er það virkilega staðreynd, að verkamaðurinn þurfi að vinna lengur en 10 tíma á dag, sex daga vikunnar til að lifa? Svari hver fyrir sig. Það hlálega við þessi ummæli Hákonar er það, að þau hefðu al- veg eins getað staðið í fyrsta tölu- blaði Dags fyrir 67 árum. Ef þú, lesandi góður, lítur á for- síðu þess tölublaðs sem þú hefur á milli handanna sérðu að þar stendur skýrum stöfum 68. a'r- gangur. „Jákvœðir og óþreyttir starfsmenn“ Tillaga sú sem Hákon bar fram á fyrrnefndu þingi var samþykkt samhljóða. Það segir vonandi mikið um breyttan hugsunarhátt hjá forystumönnum verkalýðs- mála á Norðurlandi. Þau rök sem Hákon færði fyrir tillögunni eru ekki síður athyglisverð, en eftir honum er m.a. haft: „Ég er sann- færður um að allir munu græða á þessu þegar til lengri tíma er litið. Nú er heilsufari stefnt í hættu og vinnuleiði viðvarandi. Afköst mundu aukast með slíkri breytingu. Jákvæðir og óþreyttir starfsmenn eru helmingi meira virði en þreyttir og óánægðir. Eins og nú er tapa allir.“ „Við þurfum meiri framleiðni“ En hvað segja svo fulltrúar vinnuveitenda um þessa „bylting- arkenndu“ tillögu? í fyrrnefndu tölublaði Dags er rætt við Jón Sigurðarson. for- stjóra Iðnaðardeildar Sambands- ins, (og formann Atvinnumála- nefndar Akureyrarbæjar). Jón segir meðal annars: „Ég skil það vel að menn setji fram kröfu um lífvænleg laun fyrir 40 stunda vinnuviku . . . og ég tek af heil- um hug undir þá kröfu. Hitt er annað mál að til þess að það megi verða þurfum við að ná fram- leiðni okkar, bæði vinnuafls og annarri framleiðni upp í það sem best gerist meðal annarra." Fleira er haft eftir Jóni og er hann þess hvetjandi að atvinnu- rekendur og verkalýðssamtök vinni saman að aukinni fram- leiðni, en það eitt geti tryggt at- vinnu og mannsæmandi lífskjör. Hefur nokkur heyrt þetta með framleiðnina áður? Hvað þýðir „að ná framleiðni vinnuafls upp í það sem best gerist meðal ann- arra“? Eru þessir aðrir hér á Ak- ureyri, eða eru þeir í Reykjavík? Eru þeir yfirleitt hér á landi? Næst þessi „besta framleiðni vinnuafls“ nokkurn tíma með þeim þrældómi sem getið er hér að framan? Og enn er það framleiðnin Dagur ræðir einnig við Gunnar Ragnars, forstjóra Slippstöðvar- Unglingsstúlka dregur kolavagn í námu. Börn voru látin vinna þetta verk, svo hægt væri að hafa gangana þrengri en elia. (Eftir gamalli raderingu). innar á Akureyri um tillöguna margumtöluðu. Gunnar segir meðal annars: „Ef við gætum aukið framleiðnina sem þessu nemur, þá væri það vel.“ Og Gunnar bætir við: „Hins vegar vil ég benda á það, að í þessum iðn- aði sem við erum í, þá sé ég ekki annað en að við verðum að grípa til meiri og minni yfirvinnu á köflum ef við ætlum að draga ein- hver verkefni hingað til Akureyr- ar. Eitt stærsta vandamál okkar í samkeppninni er tímalengdin á verkefnunum. Eðlilega vilja allir láta vinna verkin á sem stystum tíma.“ Þau fyrirtæki sem þeir Jón Sig- urðarson og Gunnar Ragnars eru fulltrúar fyrir eru mjög ólík í eðli sínu. í Sambandsverksmiðjunum er unnið meira og minna á vökt- um allan sólarhringinn. en í Slippstöðinni er meira og minna um tímabundna yfirvinnu að ræða. eins og áður er getið. Það verður því um meira en lítið flókið mál að ræða þegar til samninga kernur og títtnefnd til- laga verður orðin að forgangs- kröfu. Það verður einnig fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum for- ráðamanna vinnuveitenda, ekki síður en verkalýðsleiðtoga í „öðrum sóknum" þegar til kast- anna kemur. Það væri óskandi að takast mætti að leysa vandann í sátt og samlyndi, eða svo enn sé vitnað í orð Jóns Sigurðarsonar: „Og ég tel það vera eitt þarfasta verk atvinnurekenda og verka- lýðssamtaka að láta af því að brúka orð eins og óvinur og vinna saman að því að auka framleiðn- ina, sem er það eina sem getur tryggt okkur bæði atvinnuna og mannsæmandi lífskjör." Akureyri, 8. október 1985. Ragnar Lár.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.