Dagur - 16.10.1985, Blaðsíða 8

Dagur - 16.10.1985, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 16. október 1985 Frá Heimaey Kaupmenn - Kaupfélög Birgið ykkur upp af hinum frábæru Heimaeyjarkertum. Látið hinn hreina loga Heimaeyjarkertanna veita birtu og yl. HEIMAEY, kertaverksmiðja, Faxastíg 46, 900 Vestmannaeyjum. Sími 98-2905. Dúkkulísumar íFreyvangi Þrumuball verður haldið í Freyvangi föstudags- kvöldið 18. okt. kl. 22-03. Dúkkulísurnar halda uppi fjörinu. Sætaferðir frá Öndvegi kl. 22.30. Stjórnin. Gólfteppi Vorum að taka upp nýjar gerðir af gólfteppum Sérlega falleg. Einnig úrval af dreglum og mottum Frá Kjörmarkaði KEA Hrísaiundi Vörukynning verður á Bdh\esen-snakk og Voga-ídýfum fimmtudag 17.okt. og föstudag 18.okt. frá kl. 7 e.h. | Kynningarverð | ★ Verið velkomin í Hrísalund fokdreifac_____________________ Hallbjörn verður að bjarga sér sjálfur - segir Johnny King Mynd: Víkurblaðið. í DY nýlega er viðtal við hinn stórskemmtilega kántrý- söngvara frá Húsavík Johnny King og kemur þar margt forvitnilegt í Ijós. Ber þar fyrst að nefna að Johnny hef- ur yfirgefið Húsavík, er skil- inn við konuna sína, fluttur til Þorlákshafnar til mömmu og hefur heitið því að flytja aldrei norður aftur. En lítum á viðtalið og gefum Johnny orðið: „Ég er búinn að æfa mig fyrir framan spegil í eitt ár. Nú er ég eina sekúndu að ná henni úr slíðri í skotstöðu." - Hverri? „Byssunni! Ég hef verið að æfa mig í að „munda“ hana og er kominn niður í sekúndu. Nú þýðir ekkert annað en að stefna í Vs úr sekúndu eins og Morgan Kane,“ segir Johnny King, þar sem hann situr í stofunni hjá mömmu sinni í Þorlákshöfn, ný- kominn frá Húsavík, nýskilinn og tilbúinn í nýjan slag á suð- lægari slóðum. Uppgjör við Hallbjörn „Ég kom suður vegna þess að það þýðir ekkert annað. Ef maður ætlar að ná eitthvað lengra en þegar er orðið þýðir ekkert að hanga fyrir norðan. Hérna eru möguleikarnir og hérna ætla ég að slá til. Sam- bandi okkar Hallbjarnar fyrir norðan er lokið og ég ætla að láta hann sigla sinn sjó. Hann verður að bjarga sér sjálfur úr þessu.“ - Hvers vegna? „Æ, það er svo flókið mál. Okkur var vel til vina, en þegar ég kom við á Skagaströnd á leiðinni suður heilsaði hann mér varla. Hann stóð þarna í Kántrý- bæ og sagði einfaldlega: „Gerið svo vel!“ Á Húsavík erum við vanir að heilsa gestum - alla vega ég,“ segir Johnny King og tekur ofan hattinn í áherslu- skyni. Kúrekinn frá Húsavík er enn ekki búinn að gera upp við sig hvort hann sest endanlega að í Þorlákshöfn. Honum líst ágæt- lega á staðinn, „. . . a.m.k. út um bílrúðu,“ eins og hann orð- ar það. Annars telur hann Þor- lákshöfn ákjósanlegan stað til að stunda kúrekaútgerð. Það eru böll á Selfossi um hverja helgi, svo er það Hveragerði, Tívolí og síðast en ekki síst er tiltölulega stutt til höfuðborgar- innar. Jóreykur og peningar Johnny King er orðinn 33 ára. Segist vera kominn til ára sinna og nú sé að duga eða drepast. Ef næsta kántrýtilhlaup hans gangi ekki upp snúi hann sér al- farið að hráu, íslensku rokki: „Kántrýtónlist er ekki í neinu sérstöku uppáhaldi hjá mér, hefur aldrei verið það og verður það aldrei. Ég byrjaði bara á þessu óvart þegar ég stældi Hall- björn eitt sinn á skemmtun á Húsavík. Sfðan hefur jóreykur- inn staðið aftan úr mér.“ - Peningar? „Ég hef aldrei sett upp fast verð. Ég segi mönnum að gera tilboð og svo geng ég að því eða hafna. Svo einfalt er það. Ég hef verið að gutla á gítar og syngja frá því ég man eftir mér og hef aldrei vitað hvers virði það í raun og veru er fyrir aðra. Hallbjörn virðist aftur á móti vera með það á hreinu. Það segja mér menn að hann sé einn dýrasti skemmtikrafturinn á ís- landi.“ H-högnL Það er blátt áfram lífsnauð- synlegt að staldra við öðru hvoru á langri leið, tylla sér niður á góðum útsýnísstað og horfa til baka og umhverfis. Þetta heitir á sérhannaðri ferða-mállýsku, náttúruskoð- un. Til að forðast misskílning, skal þess getið að hér er ekki átt við skoðun á þeirri einu sönnu náttúru, sem gagns- laust er að lemja með lurk eða skoða. Reyndar er ekki heldur átt við þá náttúru, sem íslensk skáld í útlöndum lofsungu í bundnu máli og óbundnu. Þjóðlífið er ekki ólíkt náttúru landsins eða landslaginu. Til skiptis hrikalegt, fagurt, eyði- legt og tilbreytingasnautt. Stundum ekkert hægt að sjá vegna moldviðris, þoku eða hríðar, en stundum „liggur allt í augum uppi“ svo sjá má landshorna á milli. Danir eiga sér líka eins kon- ar náttúru. Hæsta fjall á landi þeirra heitir því mikilfenglega nafni „Himmelbjerget'1, eins og kunnugt er. Þetta er þó varla nema hóll, svona á heimsmælikvaröa, enda sagt að af þessu „fjalli" sé gott út- sýni, sérstaklega ef menn eru svo forsjálir að hafa með sér stól þangað upp til að standa á. Sækjast danskir mjög eftir þvf að komast þarna upp, með eða án stóls. Hæsta fjall íslensks þjóðlífs, telst ekki hátt, svona á heims- mælikvarða. Varla einu sinni hóll. Ásókn þangað upp er þó mikil og stöðug. llngur vaskleikamður, - við nefnum engin nöfn - hefur undanfarið verið mjög svo upptekinn við að príla upp á hólinn. Hefur gengið á ýmsu. Annað slagið hafa borist fregnir um landið vítt og breitt, af prlli mannsins: Hann er í míðjum hlíðum, - hann nálg- ast toppinn, - hann er kominn alla leið upp. Aliar hafa þessar fréttir þó verið úr lausu lofti gripnar, þangað til nú nýverið, að áreiðanlegar fréttir hermdu að maðurinn væri loks eftir miklar mannraunir og þreng- ingar, kominn alla leið. Og mikil heimsins ósköp létti fólki við þessi tíðindi. En sagan er ekki öll. Hóllinn er svo skelfing lítill að ekki er pláss nema fyrir örfáa og alls ekki nema tfu, með stól. Það var því ekki nema um eitt að ræða: Ná stól undan einhverj- um hinna tíu og velta honum slðan niður af hóinum. Er ekki að orðlengja það, að allt heppnaöist þetta og niður valt einn. Voru það nánast náttúruhamfarir. Er sagt að hinn „niðurkomni" kalli nú hólinn, mannskaðahól. En sá „uppkomni", fór rakleiðis á sinn stól og allir voru ánægðir, og hljómaði úr hverju hreysi og höll: Hann er kominn á stól, - hann er kominn á stól. Þá var það að kerlingu nokkurri varð að orði: „Mér er nú nokk- uð sama hvort hann er á stól eða ekki. En ég spyr, er hægt að stóla á hann?“ Högnl.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.