Dagur - 16.10.1985, Blaðsíða 9

Dagur - 16.10.1985, Blaðsíða 9
16. október 1985 - DAGUR - 9 -JþróttÍL Umsjón: Kristján Kristjánsson Víkingur Traustason hefur verið dæmdur í 2ja ára kcppnisbann. Vikingur Traustason ' 2ja ára bann Á blaðamannafundi sem ISI ákvæðum reelueerðar íþrótta- aukið o hélt í gær til þess að kynna að- gerðir gegn lyfjanotkun var til- kynnt að kraftlyftingamaður- inn Víkingur Traustason hafí verið dæmdur í 2ja ára keppn- isbann á öllum mótum á veg- um ISI svo og þeirra alþjóða- sambanda sem ISÍ er aðili að. í greinargerð nefndarinnar sem skipuð var til að kveða úr í þessu máli segir: „Á Norður- landamótinu í kraftlyftingum sem fram fór í Þrándheimi 15. september 1985 og Víkingur Traustason, félagi í Iþróttafélag- inu Þór, Akureyri, var keppandi á, gerðist það að hann mætti ekki til lyfjaprófunar, enda þótt hann hafi sjálfur veitt viðtöku og undirritað kvaðningu um að mæta til prófunar. Með hliðsjón af framlögðum gögnum og reglugerðar íþrótta- sambanda Norðurlanda um lyfja- eftirlit og reglugerðar ÍSÍ um eftirlit með notkun örvunarefna og með því að mæta ekki til lyfja- prófunar, hefur Víkingur Traustason gerst brotlegur við 1. grein reglugerðar íþróttasam- banda Norðurlanda og 3. grein reglugerðar ÍSÍ um eftirlit með notkun örvunarefna. Því úr- skurðast að Víkingur Traustason útilokast frá þátttöku í íþrótta- mótum innan allra sérsambanda ÍSÍ í 2 ár frá 15. september 1985 að telja.“ Á fundinum var einnig rætt um þau neikvæðu áhrif sem lyfja- notkun íþróttamanna hefur og um aðgerðir gegn þeirri neyslu. Fram kom að á Norðurlöndum og víðar hafi bæði prófanir svo og fyrirbyggjandi starf verið stór- i og miklum fjárhæðum ver- ið veitt til þessara mála. T.d. reikna Norðmenn með að eyða um 5 milljónum norskra króna og Svíar um það bil 5 milljónum sænskra króna til þessara mála á næsta ári. Pá var þess getið að Alþjóðaolympíunefndin áætli að veita 10 milljónum bandarískra dollara eða um það bil 410 millj- ónum íslenskra króna í þessi mál. Er það von forráðamanna ÍSÍ svo og allra áhugamanna um íþróttir að það takist að uppræta lyfjanotkun íþróttamanna svo að hægt verði að beita kröftum að öðrum sviðum íþróttamála. Að lokum vildi stjórn ÍSÍ taka það fram að nýstofnað Kraftlyftinga- samband væri ekki á neinn hátt tengt ÍSÍ, enda ekki stofnað með þeim hætti sem reglur segja til um. AE/Reykjavík Skemmtilegir Síðastliðinn laugardag fór fram í Skemmunni knattspyrnuleik- ur á milli lögregiumanna frá Akureyri og Keflavík. Er þetta árlegur viðburður og er jafnan um spennandi leik að ræða. Að þessu sinni sigraði lið lög- reglunnar á Akureyri 15:10, eftir að staðan í hálfleik var 8:6 norðanmönnum í vil. í báðum liðum eru nokkrir fyrrverandi og núverandi spilarar og léku þeir skemmtilega á köflum. Má þar fyrstan nefna sjálfan landsliðsmarkvörðinn úr Keflavík Þorstein Bjarnason sem sýndi snilldartakta og skoraði hann bróðurpartinn af mörkum Keflvíkinga. í liði lögreglunnar á taktar Akureyri voru mest áberandi þeir Þórarinn Jóhannesson og Björn Víkingsson, þá var Felix Jósafatsson sterkur í vörninni. Liðsmenn Keflavíkurlögregl- unnar voru fáir og háði það þeim töluvert þó það hafi ekki ráðið úrslitum, því norðanmenn voru einfaldlega betri að þessu sinni. Dalvík: Ný skíðalyfta og nýr þjálfari Skíðafélag Dalvíkur vinnur nú að því um þessar mundir að byggja undir skíðalyftu sem fé- lagið hefur fest kaup á. Er þetta svokölluð diskalyfta af Leithner gerð frá Ítalíu og er von á henni til landsins seinni partinn í nóvember. Ætlar félagið þá að vera búið með alla undirbúningsvinnu, en hún er unnin á vegum félagsins og er að öllu leyti um sjálfboða- vinnu að ræða. Lyfta þessi verður um 730 metra löng og mun leysa af hólmi gamla spjaldalyftu sem þykir orðin nokkuð lúin. Pá hefur Skíðafélag Dalvíkur ráðið þjálfara í norrænum grein- um fyrir skíðafólk sitt, og er það Björgvin Hjörleifsson, heima- maður sem hefur þjálfað hjá skíðadeild ÍR undanfarin ár. Nói sigraði Þorstein og skorar á Jónas Nói Björnsson Liverpool-aðdáandi sló Þorstein Ólafsson út úr keppninni um getraunakóng Dags. Nói var með 5 leiki rétta á síðasta seðli en Þorsteinn aðeins 3. Nói heldur því áfram og hef- ur hann skorað á félaga sinn úr Þór Jónas Róbertsson. Jónas er mikill Manchester United-aðdáandi og er hann að vonum ánægður með sína menn þessa dagana. Við skulum sjá hvernig Jónasi tekst upp gegn Nóa og hér er spá þeirra. Nói Arsenal-Ipswich 1 Everton-Watford 1 Leicester-Sheff.Wed. 2 Luton-Southampton 1 Man.United-Liverpool 2 Newcastle-Nott.Forest 1 QPR-Man.City 1 WBA-Birmingham x West Ham-Aston Villa 1 Blackburn-OIdham 1 Brighton-Charlton 1 Hull-Huddersfield x Jónas Arsenal-Ipswich 1 Everton-Watford 1 Leicester-Sheff.Wed. 2 Luton-Southampton 1 Man.United-Liverpool 1 Newcastle-Nott.Forest x QPR-Man.City 1 WBA-Birmingham 1 West Ham-Aston Villa 2 Blackburn-Oldham 1 Brighton-Charlton 1 Hull-Huddersfleld x 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 Bjöm Víkingsson skorar eitt af fjölmörgum mörkum sínum fyrir lögreglu Akureyrar. Mynd: KK Hugbúnaðarkynning á Norðurlandi Við sölumenn Hugar sf. ætlum að sækja ykkur Norðlendinga heim til að kynna: Micro- SaFeS framleiðslustýringuna Rhombus verkbókhaldskerfið Hug-telex samskiptahugbúnaðinn BOS viðskipta- og skrifstofuhugbúnaðinn Við verðum í Sjallanum Akureyri miðvikudagínn 16. okt. frá kl. 13-18.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.