Dagur


Dagur - 21.10.1985, Qupperneq 12

Dagur - 21.10.1985, Qupperneq 12
Akureyri, mánudagur 21. október 1985 RAFGEYMAR viðhaldsvfEu!rÐrétt í BÍLINN, BÁTINN, VINNUVÉLINA MERKI o o CN C\l I (O o> cn Kiim sinni vnr . . . A liaiidiiviiinii-- sýniiif>u. sein linldiii var í Iþrótta- höllinni iini hcigina. vorii in.il. |iess- ar f'af’iirhúnu hciðurskonur suni f>ripii i lorn islensk verklæri. svniiiff- arf>estuni til förvitni. Svniiif>in var liöur i listahátiö norölenskra kveniia. Mvnd: KlíA. Hún endaði illa ferðin hjá manninum scm stal sér bíl aðfaranótt laugar- dagsins og ákvað að aka á honum upp á Öxnadalsheiði þar sem hann ætl- aði að elda sér matarbita. Bílinn tók hann traustataki við bifreiðaverk- stæðið Vagninn á Akureyri og ók honum upp á heiðina eins og hann hafði ætlað og þar fékk hann sér kjötbita. Hins vegar kviknaði í bflnum þcgar hann var rétt lagöur af stað til baka í bæinn og brann allt sem brunniö gat í bflnum á skömmum tíma. Mað- urinn mun hafa verið ölvaöur. -yk. Mynd: KGA. Húsavík: Umsóknir um vínveit- ingaleyfi Á fundi bæjarstjórnar Húsa- víkur fyrir helgina voru af- greiddar umsaginir um beiðnir fyrir vínveitingaleyfi frá tveim- ur aðilum. Annars vegar var um að ræða beiðni frá Samvinnuferðum- Landsýn og Flugleiðum fyrir Hótel Húsavík, hins vegar frá Jónasi Má Ragnarssyni vegna fyrirhugaðs veitingareksturs að Garðarsbraut 2. Bæjarstjórn mælti með leyfi til Jónasar en áfengisvarnanefnd Húsavíkur mælti gegn því leyfi. Bæjarstjórn mælti með leyfi til Hótels Húsavíkur til vínveitinga í aðalsal félagsheimilisins sem hótelið hefur tekið á leigu. Áfengisvarnanefnd mælti einnig með því að hótelið fengi þetta leyfi. Umsókn um vínveitinga- leyfi í veitingasal á 1. hæð hótels- ins, þ.e. í kaffiteríu, mæltu bæði bæjarstjórn og áfengisvarna- nefnd á móti. IM-Húsavík. „Það er fullkomlega tímabært að spyrja viðkomandi dómara að því hvað valdi því að þessi mál eru ekki komin lengra áleiðis í kerfinu hjá þeim.“ Þetta sagði Jónatan Sveinsson saksóknari þegar hann var inntur eftir því hvað kærumál- um á hendur aðstandendum ólöglegra útvarpsstöðva liði. Glæfraakstur: Nær 200 km hraða Aðfaranótt síðastliðins föstu- dags stöðvaði lögreglan á Sauðárkróki ökumann á aðal- götu bæjarins þar sem búnaður bílsins virtist vera í ólagi og var ökumaðurinn beðinn að aka bíl sínum að lögreglustöðinni sem var í um 100 metra Ijarlægð. Hann tók hins vegar þann kostinn að reyna að stinga lögregluna af og ók á fleygiferð suður úr bænum. Lögreglan tók þegar strikið á eftir bílnum sem fór það hratt að lögreglan hafði ekki við honum og hvarf hann vestur yfir Vatnsskarð. Lögreglan hélt eftir- förinni áfram og fann bílinn vest- ur í Húnavatnssýslu og öku- manninn sömuleiðis. Við yfir- heyrslu viðurkenndi hann að hafa ekið á hraða sem er nær öðru hundraðinu og auk þess er hann grunaður um ölvun við akstur. -yk. Akureyrar sé ekki sá eini sem gefur sér góðan tíma til að taka þessi mál til meðferðar. Hjá Sakadómi Siglufjarðar liggur ein ákæra vegna reksturs útvarps- stöðvar þar í bæ og í Reykjavík bíða þrjú sams konar mál. Svo virðist sem hinir síðustu muni verða fyrstir í þessu máli því hjá Sakadómi ísafjarðar hefur mál gegn aðstandendum útvarps- stöðvar sem þar var starfrækt í verkfalli opinberra starfsmanna í fyrra verið þingfest. Að sögn Ólafs K. Ólafssonar fulltrúa hjá Sakadómi ísafjarðar mun verj- andi stefndu leggja fram vörn fyr- ir 1. nóvember nk. og síðar í þeim mánuði verður kveðinn upp dómur í málinu. Þó var ákæra á Þann 11. janúar sl. voru gefnar út ákærur á hendur tveimur mönnum á Akureyri fyrir að standa að ólöglegum útvarps- stöðvum á meðan útsendingar Ríkisútvarpsins lágu niðri vegna verkfalls starfsmanna. Eftir að ákæra hefur verið gefin út er mál- ið ekki lengur í höndum saksókn- ara heldur er það dómari í héraði sem sér um að kæran sé birt hlut- aðeigandi aðilum og málið þingfest. Sigurður Jónsson, fulltrúi hjá bæjarfógetaembættinu á Akur- eyri sagði í samtali við Dag að það gæti ekki talist óeðlilegt að mál tefðust þetta lengi þó að sá tími sem nú er liðinn frá því að ákæra var gefin út væri kannski orðinn í lengra lagi. Svo virðist sem Sakadómur hendur aðstandendum ísafjarð- arútvarpsins gefin út síðar en ákærur á hendur aðstandenda annarra útvarpsstöðva. -yk. Ólöglegar útvarpsstöðvar: Hinir síöustu verða fyrstir - Óeðlilegur dráttur á þinglesningu kærumála gegn aðstandendum Embætti skipulagsstjóra: Aóstoðar við gerð aðal- skipulags Akureyrar Samþykkt var á fundi bæjar- stjórnar Akureyrar sl. þriðju- dag að þiggja boð skipulags- stjóra ríkisins um að embætti hans láni Akureyringum skipu- lagsarkitekt í tvo mánuði til að aðstoða við endurskoðun aðal- skipulags Akureyrar. Fram kom í umræðum að hér er þó ekki um ókeypis stuðning að ræða eins og í fljótu bragði mætti ætla. Helmingur tekna af skipulags- gjöldum Akureyrarbæjar rennur nefnilega beint til embættis skipulagsstjóra og því er ekki nema eðlilegt að einhver styrkur fáist þaðan í staðinn. Einnig kom fram að það, - að aðalskipulag Akureyrar er enn ekki tilbúið, -er ákveðinn þrösk- uldur á leið til mótunar á svæðis- skipulagi Eyjafjarðar alls. Því er brýnt að þessari vinnu verði hraðað sem frekast er kostur. BB.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.