Dagur - 24.10.1985, Blaðsíða 11
24. október 1985 - DAGUR - 11
Rit um
kjarnorkuvetur
á íslensku
Út er komið á íslensku ritið
Kjarnorkuvetur eftir Christ-
opher Meredith, Owen
Greene og Mike Pentz. Sam-
tök íslenskra eðlisfræðinga
gegn kjarnorkuvá standa að
þýðingu ritsins og Páll Berg-
þórsson, veðurfræðingur,
skrifar eftirmála um kjarn-
orkuvetur á íslandi. Útgefandi
er Bókaútgáfan Örn og Örlyg-
ur.
í haust eru liðin tvö ár frá því
að kenningin um kjarnorkuvetur
var sett fram af hópi bandarískra
vísindamanna. Síðan hafa margir
kannað hugsanleg áhrif kjarn-
orkustyrjaldar á veðurfar. Er
skemmst frá því að segja að
kenningin hefur verið staðfest í
öllum meginatriðum. Samkvæmt
henni mun kjarnorkustyrjöld
valda slíkum breytingum á veð-
urfari að allt mannkyn kann að
tortímast af völdum kulda og
hungursneyðar.
Til þessa hafa ekki verið til á
íslensku aðgengilegar upplýsing-
ar um orsakir og afleiðingar
kjarnorkuvetrar. í ritinu er dreg-
ið saman það helsta sem vitað er
um þetta efni. Það er von Sam-
taka íslenskra eðlisfræðinga gegn
kjarnorkuvá að ritið muni vekja
íslendinga til umhugsunar um þá
geigvænlegu hættu sem
mannkyninu stafar af kjarnorku-
vígbúnaði stórveldanna.
Hestamenn þinga
á Akureyri
-Áannað hundrað fulltrúar á landsþingi hestamanna
Dagana 25. og 26. október nk.
verður 36. ársþing Landssam-
bands hestamannafélaga haldið í
Alþýðuhúsinu á Akureyri og
hefst það kl. 10.30 á föstudags-
morgni. Þing þessi eru haldin á
hverju ári og eru haldin í boði
hinna ýmsu hestamannafélaga
hverju sinni og stendur Hesta-
mannafélagið Léttir á Akureyri
nú fyrir þessu þingi. Þingfulltrúar
eru um 120 víðs vegar af landinu
en félög innan L.H. eru nú um 50
með rúmlega 7000 félaga
samtals.
A þessum þingum eru hags-
munamál hestamanna rædd,
meðal annars samskipti þeirra
við sveitarfélög og ríkisvaldið. Á
þessu þingi liggja fyrir 30 tillögur
um hin ýmsu mál, t.d. um reið-
vegamál, ferðalög á hestum og
um endurskoðun á hinum ýmsu
keppnisreglum sem í gildi eru en
þurfa stöðugrar endurskoðunar
við vegna síbreytilegra aðstæðna
og aukinna krafa. Einnig eru á
þessum þingum fengnir ákveðnir
aðilar til að flytja framsöguerindi
um mál sem eru í brennidepli á
hverjum tíma og verður svo einn-
ig nú.
Framsögumenn verða þeir
Kári Arnórsson, Kópavogi,
Ragnar Tómasson, Reykjavík og
Jón Bjarnason, skólastjóri
Bændaskólans á Hólum. Áætlað
er að þinginu ljúki um kl. 17.00
á laugardaginn. Núverandi for-
maður L.H. er Stefán Þálsson,
Kópavogi.
A laugardagskvöldið býður
Léttir þingfulltrúum til kvöld-
fagnaðar sem verður haldinn í
Alþýðuhúsinu og hefst hann um
kl. 19.30.
.. ........ »
Smellurammar
ca. 25 staerðir
Fáið hjá okkur
skrá yfir stærðirnar
Álrammar
AB-búðin
Kaupangi sími 25020.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
Ritari óskast
á Rannsóknadeild Fjórðungssjúkrahússins á Ak-
ureyri frá 15. nóvember 1985 eða eftir samkomu-
lagi. Starfið krefst góðrar almennar menntunar.
Upplýsingar gefur yfirmeinatæknir í síma 96-
22100 - 260. Skriflegar umskóknir sendist til
framkvæmdastjóra F.S.A. fyrir 5. nóvember
1985.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
Skrifstofustjóri
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri vill ráða
skrifstofustjóra til starfa sem fyrst.
Starfssvið er dagleg stjórnun skrifstofu, umsjón
með bókhaldi og tölvuvinnslu, áætlanagerð o.fl.
Við leitum að aðila sem erviðskiptafræðingureða
hefur sambærilega menntun og hefur áhuga fyrir
bókhalds- og tölvumálum.
Skriflegar umsóknir er tilgreini menntun og starfs-
reynslu sendist framkvæmdastjóra fyrir 5. nóv-
ember nk. sem jafnframt veitir frekari upplýsingar.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri,
600 Akureyri, sími 22100.
Starfsstúlka óskast
í heilsdagsstarf í Brauðbúðinni Sunnuhlíð, ekki
yngri en 20 ára.
Upplýsingar gefnar í Kristjánsbakarí Hrísalundi
3, fyrir hádegi, ekki í síma.
Brauðgerð
- * t ^ Kr. Jónssonar.
brauð og kókur
Matreiðslumaður
Óskum að ráða matreiðslumann til starfa í Skag-
firðingabúð Vöruhúsi félagsins á Sauðárkróki.
Uppl. gefur Þorkell Guðbrandsson í síma 95-
5200.
Viljum ráða
starfsmann
í svampdeild.
Upplýsingar gefur verksmiðjustjóri.
Efnaverksmiðjan
Sjöfn
Aðeins í dag og ekki aftur
Fáið fagmannlega ráðgjöf í efnavali hjá karlmönnum á kvennafrídaginn.
Við tefíum fram harðsnúnu liði.
Stórsending af nýjum efnum.
Opið á laugardögum 10-12.