Dagur - 24.10.1985, Blaðsíða 12
L CROWN j
CHICKEN *
AKUREYRI
Skipagötu 12 • Sími 21464
Nuerþaðpítan
CROWN j
CHICKEN *
AKUREYRI
Skigagötu 12 • Sími 21464
Drangur, verður honum lagt í vetur?
Akureyri, fímmtudagur 24. október 1985
„Ég tel að við getum treint
okkur vinnu til nóvemberloka
með 8 tíma vinnu,“ sagði
Knútur Karlsson hjá Kaldbaki
á Grenivík er hann var spurður
um horfur í fiskvinnslunni
fram að áramótum.
Knútur sagði að þeir hjá Kald-
baki væru að reyna að fá kvóta á
Núp, bátinn sem fyrirtækið gerir
út. Slíkt virðist vera erfitt þar
sem allir reyna að lialda sínu.
Auk þess sem útgerð og fisk-
vinnsla hefur ekki efni á að
kaupa fiskinn dýrt úr sjónum.
Núpur kom úr veiðiferð á
þriðjudag með um 45 tonn sem
hann landaði á Grenivík og
Siglufirði. Einnig hafa smærri
bátar verið á sjó og aflað sæmi-
lega.
„Áframhaldandi kvótakerfi
hlýtur að orsaka það að einhverj-
ir staðir fari í eyði. Þá er betra
fyrir stjórnvöld að ákveða hvaða
staði á að leggja í eyði ef halda á
áfram að veiða eftir kvótakerf-
inu,“ sagði Knútur. - gej
Þetta er sko fjör! Þeir voru hressir, strákarnir sem voru að leika sér í leiktækjunum í Kjarnaskógi í gær. Þar eru
róiur, klifurgrind og svo líka þessi vinsæla „rcnnibraut“. Mynd: KGA.
Öxarfjörður:
Engin veiðan-
leg rækja
- Getur haft alvarlegar afleiðingar
fyrir atvinnulíf á Kópaskeri í vetur
„Eins og málin standa nú fæst
ekki veiðanleg rækja,“ sagði
Jónbjörn Pálsson útibússtjóri
Hafrannsóknastofnunarinnar
á Húsavík en hann hefur ný-
lokið rannsóknum varðandi
rækjuveiðar á Öxarfirði.
Jónbjörn sagði að útkoman
væri heldur döpur, sama og ekk-
ert fengist af rækju og það sem
fengist væri mjög smátt. Ekki
væri búið að ákveða hvenær
næsta rannsókn færi fram, en lík-
lega yrði það öðru hvorum megin
við áramót.
Rækjuveiðarnar hafa mikið að
segja fyrir atvinnulíf á Kópa-
skeri. Þar unnu 12-14 manns í
Rækjuvinnslunni sl. vetur en
vinna hefur legið niðri þar síðan í
byrjun ágúst. „Þetta lítur virki-
lega illa út,“ sagði Sigurður Ósk-
arsson verkstjóri í Rækjuvinnsl-
unni. „Menn bjuggust ekki við
þessum niðurstöðum af rann-
sóknunum og eru ekki undir það
búnir að engin rækja veiðist, það
þarf að gera eitthvað róttækt,"
sagði Sigurður. IM/Húsavík.
Grenivík:
Vinna til
nóvemberloka
Drangi lagt í vetur?
„Það hefur sáralítið verið fyrir
bátinn að gera og því miður er
útlitið ekki bjart,“ sagði Eben-
eser Bárðarson á skrifstofu
flóabátsins Drangs er við
ræddum við hann í gær.
Drangur hefur að undanförnu
legið við bryggju á Akureyri,
enda hafa engin verkefni verið
fyrir hann. Samkvæmt upplýsing-
um Ebenesar er ekki annað fyrir-
sjáanlegt en að svo verði áfram,
Drangur mun verða bundinn við
bryggju vegna verkefnaskorts.
Drangur mun þó áfram sinna
flutningum til Grímseyjar eins og
verið hefur og þangað hélt hann í
gærkvöld.
Vinna konur hjá skógerð Iðunnar í dag?
Tvöföld laun ef þær mæta!
þetta sem mútur,“ segir Borghildur Ingvarsdóttir
myndi ganga út, þrátt fyrir boð
um tvöföld laun.
„Okkur fannst þetta móðgandi
og samstaðan tvíefldist. Ég lít á
þetta boð sem mútur,“ sagði
Borghildur. - mþþ
Akureyri:
Stefnir í met-
hita í október
- „Lft á
Það er misjafnt hvernig vinnu-
veitendur bregðast við kvenna-
frídeginum, sem er í dag.
Margir munu ekki ætla að
skerða laun þeirra kvenna sem
taka sér frí í dag, aðrir munu
draga af launum þeirra, en það
er líka til að konum séu boðin
tvöföld laun, vinni þær þennan
dag. Á skógerðinni Iðunni
hangir uppi auglýsing þess efn-
is að konum er vinni þennan
dag, kvennafrídaginn, séu
boðin tvöföld laun.
„Jú, við erum að sýna konum
hvað þær eru mikilvægar," sagði
Úlfar Gunnarsson hjá skógerð-
inni aðspurður um rökin fyrir
þessum tvöföldu launum. „Ann-
að atriði er það að við höfum selt
mjög mikið af skóm undanfarið
og megum ekki missa
mannskap," sagði Úlfar.
- Ætla konur að mæta til
vinnu í dag?
„Ég bíð spenntur, við höfum
svo gott fólk að þær koma sjálf-
sagt til vinnu.“
Að því er best er vitað bjóða
aðrar deildir Sambandsins ekki
upp á tvöföld laun í dag.
„Ég er ábyrgur fyrir þessum
rekstri og ég er líka ábyrgur fyrir
þessu," sagði Úlfar.
Sagði Úlfar þetta mest gert til
þess að ná upp góðum móral á
vinnustaðnum, því það væri um
að gera að vera í takt.
Borghildur Ingvarsdóttir sem
vinnur á skógerðinni sagði að
meirihluti kvenna á dagvakt
Þaö er óhætt að segja að
veðurfar á landinu að undan-
förnu hafí verið ansi óvenju-
legt og á það við um flesta
landshluta.
Á Norðurlandi hefur verið
óvenju mikill hiti. Þannig komst
áitinn laugardaginn 12. okt. í 18
stig á Akureyri og er það annar
nesti hiti sem mælst hefur á Ak-
ureyri í okt. síðan 1964. í okt.
1973 mældist 19 stiga hiti á Akur-
eyri og 17,6 stig í okt. 1965.
Ýmislegt bendir til þess að
meðalhiti á Akureyri í október
núna verði sá mesti, sem mælst
hefur síðan 1964. Metið er 6,2
stig frá því 1965 en 5,2 stiga
meðalhiti var t okt. 1976.
Samkvæmt upplýsingum
Veðurstofunnar í gær er von á
góðu veðri áfram. Nokkuð mun
þó kólna í dag og á morgun
norðanlands, en um helgina er
aftur gert ráð fyrir bíðviðri.
~gk-