Dagur - 24.10.1985, Blaðsíða 3
24. október 1985 - DAGUR - 3
Hitaveitan í Öngulsstaðahreppi:
Langar leiðslur
skila köldu vatni
Kylfíngar
Spilakvöld í golfskálanum
föstudaginn 25. október
og hefst kl. 20.30.
Fjölmenniö og takið með ykkur gesti.
Skemmtinefnd G.A.
íbúar Öngulsstaðahrepps hafa
verið mjög óhressir með það
hversu lágt hitastig er á vatn-
inu sem þeir fá frá Hitaveitu
Akureyrar.
Notendur í Öngulsstaðahreppi
og stjórn Hitaveitu Akureyrar
hafa staðið í bréfaskiptum vegna
þessa máls i nokkurn tíma.
Hákon Hákonarson, formaður
stjórnar Hitaveitu Akureyrar,
sagði að málið snerist um það að
frammi í Öngulsstaðahreppi
væru lagnir mjög langar og not-
endur fáir og langt á milli þeirra.
Hitastig vatnsins væri því mjög
lágt. Hann ságði að sú aðferð
sem notuð væri á Akureyri til að
leiðrétta verð miðað við hitastig
gengi einfaldlega ekki upp
frammi í Firði vegna þess að að-
stæður þar væru allt aðrar en í
bænum.
„Munum leita
allra leiða“
„Við erum ekki að leita að lausn
í því formi að veita afslátt vegna
lágs hitastigs,“ sagði Hákon,
„heldur munum við heldur leita
allra leiða til að tryggja að bænd-
ur fái vatnið svo heitt að það nýt-
ist þeim til allra þeirra þarfa.“
Stjórn Hitaveitu Akureyrar
hefur haldið fund með hrepps-
nefnd Öngulsstaðahrepps þar
sem málin voru rædd og farið í
gegnum ágreiningsatriði.
Að sögn Hákonar kemur fleiri
en ein leið til greina til að leysa
þetta mál en of snemmt að segja
á þessu stigi hvaða leið yrði farin.
- „Við munum vinna að þessu í
nánu samráði við hreppsnefndina
og ég er vongóður um að fram-
búðarlausn finnist sem allir geti
sætt sig við,“ sagði Hákon, „en
þar til hún finnst fá íbúar Önguls-
staðahrepps að sjálfsögðu afslátt
frá gjaldskrá vegna hins lága hita-
stigs.“
„Fæ nóg af
köldu vatni“
„Mér finnst ekki hægt að fella
neina dóma, þótt maður sé
óhress, fyrr en eftir veturinn,“
sagði Gunnar Jónasson bóndi á
Rifkelsstöðum. „Þegar fer að
kólna virkilega kemur þetta í
Ijós. “
Gunnar sagði að þegar veðrið
væri gott og hlýtt þá kæmi vatnið
inn ca. 40° heitt en það hefði hjá
honum farið niður í 29° og það
fyndist sér nokkuð kalt!
„Bæirnir á endunum hljóta
samt að vera verst settir," sagði
hann. „En ég fæ nóg af köldu
vatni úr hinum krananum og þarf
ekki að fá það frá hitaveitunni."
Þegar hann notaði rafmagn til
kyndingar sagðist hann hafa þurft
10 kílówött og fengið með því
móti meiri hita en nú fæst með
heita vatninu. „Við höfum reynd-
ar fengið þriðjungs afslátt vegna
lágs hitastigs og ég veit að starfs-
menn Hitaveitu Akureyrar eru
allir af vilja gerðir til að kippa
þessu í liðinn. En vatnið er ekki
söluvara ef það er kalt og þá
finnst mér að seljandinn eigi að
taka kostnaðinn á sig.
Þetta er eins og ef við bændur
tækjum upp á því að segja að við
ætluðum bara að keyra mjólkina
í bæinn einu sinni í viku, því ann-
að væri óhagkvæmt fyrir okkur,
burtséð frá því að varan væri þá
að meira eða minna leyti ónýt,“
sagði Gunnar á Rifkelsstöðum að
lokum.
„Greiði ekki reikninga“
Óli Þór Ástvaldsson á Þórustöð-
um í Öngulsstaðahreppi sagðist
hafa skrifað hjá sér hitastig vatns-
ins daglega í heilan mánuð og
þann tíma hefði hitastigið verið
48° að meðaltali en veður verið
kalt.
„Á meðan að hemlarnir voru
við lýði var þegjandi samkomu-
lag um að þeir sem hefðu lægst
hitastig á vatninu fengju umfram
stillingu, þeim að kostnaðarlausu
og ég veit ekki betur en að allir
hafi unað vel við sitt,“ sagði Óli
Þór. „En síðan rennslismælarnir
voru settir upp hefur enginn af-
sláttur verið gefinn og auk þess
var skrúfað fyrir rennslið á báð-
um endum lagnarinnar og við
það kólnaði vatnið enn meira.“
Óli Þór sagðist vera með lægra
hitastig en þeir lægstu í bænum
en samt hefði hann ekki fengið
krónu í afslátt. „Ég hef því ekki
greitt einn einasta reikning síðan
mælirinn var settur upp og ætla
ekki að gera það miðað við
óbreytt ástand og ég veit að svo
er með fleiri. Ég þarf að greiða
helmingi meira frammi í Firði en
menn þurfa að greiða í sambæri-
legu húsi á Akureyri.“
Óli Þór sagði að þetta mál
þyrfti að leysa á sameiginlegum
grundvelli og hreppsnefndin
hefði umboð allra íbúa Önguls-
staðahrepps til þess.
„Erum óhressir“
Birgir Þórðarson oddviti á Öng-
ulsstöðum sagði að það kæmi sér
á óvart að heyra að einhver hefði
Briddsmót á Húsavík
Bridgesamband íslands gengst
fyrir opnu tvímenningsmóti í
bridds á Húsavík helgina
9.-10. nóvember nk. Mót
þetta er haldið í samvinnu við
Samvinnuferðir/Landsýn og
eru glæsilegir ferðavinningar í
verðlaun.
Flugleiðir bjóða helmings af-
slátt á flugi til Húsavíkur, auk
þess sem mjög hagstætt verð gild-
ir hvað varðar gistingu og fæði á
Hótel Húsavík.
Spilað verður eftir Mitchell-
fyrirkomulagi og um gullstig.
Spilamennska hefst kl. 13 á laug-
ardaginn og verða spiluð 90 spil í
það minnsta.
Þetta er fyrsta mótið af þremur
sem fyrirhugað er að halda á
Húsavík. Öll verða þau í eins
konar keðju, þ.e. hvert mót er
sjálfstæð eining, en jafnframt
verða veitt heildarverðlaun fyrir
öll kvöldin.
Mikill áhugi virðist vera fyrir
móti þessu og skráning er þegar
hafin hjá Bridgefélagi Akureyrar
og Húsavíkur.
Þátttökugjald er kr. 1.500 fyrir
parið. Væntanlegum þátttakend-
um er bent á að láta skrá sig hjá
Frímanni í síma 24222, Pétri í
síma 22842 eða Gunnari í síma
21503 fyrir miðvikudag 6. nóv-
ember. BB.
fengið afslátt á hitaveitureikning-
um. Það væri sameiginlegt álit
hreppsnefndar og hitaveitu-
stjórnar að sú viðmiðun sem not-
uð væri á Akureyri til að reikna
út afsláttinn gengi ekki í Önguls-
staðahreppi og þess vegna hefði
enginn afsláttur verið veittur enn
að því að hann vissi.
„Við erum óhress með hvernig
að þessu málum hefur verið stað-
ið og hversu langan tíma tekur að
leysa þessi mál. En við treystum
því að þessum málum verði kippt
í liðinn alveg á næstunni," sagði
Birgir Þórðarson.
Hann ítrekaði að sú viðmiðun
sem ætti að nota hjá þeim hefði
ekki fundist en hreppsnefndin
hefði gert tillögu um það mál og
hún væri nú í athugun hjá stjórn
Hitaveitu Akureyrar. „Við höf-
um einnig gert tillögu um hvernig
eigi að leysa þessi mál til fram-
búðar, en ég vil ekki fara út í það
á þessu stigi hvers eðlis sú tillaga
er.“
Og þá er bara að sjá hvað ger-
ist í málinu á næstu dögum og
vikum. Fá íbúar Öngulsstaða-
hrepps verulegan afslátt á hita-
veitureikningum sínum? Finnst
lausn á málinu sem leiðir til þess
að vatnið haldist heitt eða þurfa
hreppsbúar að fjárfesta í raf-
magnsofnum og ábreiðum og búa
sig undir kaldan vetur? BB.
Takið eftir!
Dansleikur verður
í Hlíðarbæ laugard. 26. október fyrsta
vetrardag.
Hljómsveit Steingríms Stefánssonar sér um fjörið frá
kl. 23.00.
Mætum öll.
Kvenfélagið.
HEILSUGÆSLUSTÖÐIN Á AKUREYRI
Halnarslræli 99 og 104 Simi (961-22311 (961-25831 602Akureyri
Bólusetning
gegn innflúensu
Fyrirhugað er að gefa á næstunni kost á bólusetningu
gegn innflúensu.
Mælt er með að aldraðir og þeir sem haldnir eru viss-
um langvinnum sjúkdómum fá bólusetningu.
Þeir sem hug hafa á bólusetningu eru beðnir að hafa
samband við heimilislækni sinn sem fyrst eða fyrir 1.
nóvember 1985.
Heilsugæslustöðin á Akureyri.
=/AMA
Hækill og huppur
á um 300 krónur kflóið
Ýmsir selja lambalæri með hækli og hupp
(nárafitu) og lækka þannig kílóverðið. í
nýju pökkunardeildinni okkar fjarlægjum
við þetta, en pökkum aðeins nýtan-
legum hluta lærisins í lofttæmdar um-
búðir sem varðveita gæði kjötsins.
Við teljum okkur því bjóða
hagstæðara verð.
Gerðu raunhæfan
verðsamanburð!
A K U R E Y R 1
KJÖTIÐ FRÁ OKKUR FÆST í
ÖLLUM BETRI VERSLUNUM!