Dagur - 24.10.1985, Blaðsíða 2

Dagur - 24.10.1985, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 24. október 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUFI: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 360 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 35 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÓRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFÍ KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDIS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leidarL Jafnréttis krafist „Vér óskum fulls jafnréttis fyrir konur og karla að lögum og í framkvæmd laganna, og vér viljum gera alla þjóðina færa um að nota sér slík réttindi. Vér óskum að tryggja konum jafngóð lífsskilyrði og körlum við alla þá at- vinnu sem þær komast að.“ Þessar óskir bar Bríet Bjarnhéðinsdóttir fram í ræðu sem hún flutti á hátíðisdegi kvenna 19. júní 1918. Því miður hafa þessar óskir ekki ræst þrátt fyrir að lög um launajöfn- uð karla og kvenna hafi tekið gildi í áföngum á árunum 1961-1967 og lög um jafnrétti kvenna og karla árið 1976. Hvað er það sem veldur því að lögunum er ekki framfylgt betur en raun ber vitni? Ef til vill má segja sem svo að það sé flókið mál að vega það og meta hvað séu jafnverðmæt og sambærileg störf. Það er samt ekki næg ástæða til að réttlæta það að hefðbundin kvennastörf lenda neðar í starfsmati en önn- ur hliðstæð störf. Við höfum í höndum niður- stöður úr ótal könnunum sem gerðar hafa verið á undanförnum árum sem segja m.a.: Skipting í karla- og kvennastörf er augljós, meiri hluti kvenna vinnur við verslunar-, þjónustu- og iðnaðarstörf, þær eru í meiri- hluta í störfum ófaglærðs verkafólks, þær eru mun færri í stéttum eigenda, sérfræðinga, stjórnenda og faglærðra, mjög margar konur vinna hlutastörf. Þegar laun hafa verið um- reiknuð og miðað við fullt starf allt árið kemur í ljós að karlar hafa að jafnaði 49% hærri laun en konur. Þessi staðreynd að karlar hafa miklu hærri laun en konur varð tilefni til kvennafrídagsins fyrir 10 árum. Þá spurðu konur: Hvers vegna kvennafrí? Og svarið: Vegna þess að karlar í verslunar- og skrifstofustörfum hafa 73% hærri laun en konur og mismunur á launum verkakvenna og verkakarla er 30.000 kr. (g.kr.) á mánuði. Launamunur hjá öðrum stéttum var einnig umtalsverður. í dag er kvennafrídagur nr. 2 og í tilefni af því er rétt að staldra aðeins við og athuga hvort eitthvað hefur áunnist sl. áratug. Því miður sýna kannanir að í flestum starfsgrein- um hefur ekkert lagast og í sumum hefur ástandið jafnvel farið versnandi, hvað varðar samanburð á launum. Það sem helst hefur áunnist er hugarfarsbreyting, það er ekki lengur efast um hæfni kvenna til starfa né rétt þeirra á sömu launum og karlar hafa fyrir sömu vinnu. Hvað er til ráða? Einfaldlega það að konur sýni samtakamátt sinn og standi virkilega saman. Það er ekki vænlegt eitt sér til árang- urs að leita að sökudólg sem hægt er að skella skuldinni á. Eitthvað verður að gera til að ár- angur náist í tíð þessarar kynslóðar. Konur tökum á, lítum bjartsýnar fram á veginn því allt er hægt ef vilji er fyrir hendi. — ám. _viðtal dagsins____________________ „Pabbi hafði engin áhrif á valið” Kristín Jónsdóttir smiður í viðtali dagsins Kvennastörf, karlastörf. Þetta eru orð sem reynt er að gefa aðra og jafnréttislegri merk- ingu en þau hafa haft á undan- förnum árum, áratugum og jafnvel öldum. Það þótti til dæmis ekki eðlilegt að konur gerðu annað en það sem þótti þeim hæfa samkvæmt gamalli hefð. Konur áttu að vinna við heimilisstörf, barnauppeldi og annað sem tengdist þvflíku og ekki skipta sér af því sem karl- ar voru að gera. Nú er öldin önnur og konur keyra strætó, fljúga flugvélum og annað sem þótti einungis á færi karla i eina tíð. Kristín Jónsdóttir er húsgagna- smiður að mennt og starfi. Hún vinnur nú á Trésmíðaverkstæð- inu í>ór á Akureyri. Kristín vildi halda því fram að hún hefði ekkert fram að færa í dagblaði. Samt sleppur hún ekki við það að segja okkur lítillega af sér. Hún er frá Vík í Mýrdal, en flutti 1977 til að fara í Iðnskólann í Reykjavík. Þar lærði hún hús- gagnasmíði bæði bóklegu og verklegu hlið námsins. Sveins- próf tók hún 1980. „Ég smíðaði barskáp sem arkitekt hafði teikn- að. Þessi skápur var alveg forljót- ur,“ sagði Kristín. - Áttu hann þá ekki heima í stofu? „Nei, ég gaf hann þegar ég var búin að smíða hann. Ég hefði viljað smíða eitthvað annað en barskáp, en ég fékk engu um það ráðið.1' Kristín fluttist til Akureyrar haustið ’81. Það er með hana sem svo marga sem koma hingað frá öðrum stöðum af landinu að þeir ætla aðeins að vera eitt ár eða svo en ílendast. Það fór eins með Kristínu og sambýlismann hennar, Ólaf Þórðarson íþrótta- kennara. Þau ætluðu að vera eitt ár til að byrja með. En eru enn á Akureyri. - Ætlar þú að setjast að? „Ekkert ákveðið ennþá. Ég þarf ekki langan tíma til að ákveða flutning. Eins og er þá erum við hér og ætlum að vera eitthvað lengur. Hvað verður í framtíðinni fer eftir ýmsu.“ - Byrjaðir þú strax að vinna á verkstæði? „Nei, ég var fyrst við kennslu hjá Þjálfunarskóla ríkisins hér í bænum áður en ég byrjaði hjá Þór.“ - Kom ekkert annað til greina í sambandi við nám? „Nei, þetta og ekkert annað,“ segir Kristín ákveðin. „Pabbi minn er smiður, en hann hafði engin áhrif á mig í þessu starfs- vali. Ég ætlaði að gera þetta og ekkert annað.“ - Hvernig kom Akureyri inn í myndina? „Mig langaði til að prófa eitt- hvað nýtt. Ég hafði keyrt hér í gegnum bæinn á leið austur í Mý- vatnssveit. Það var ekki glæsilegt veðrið þá ausandi rigning." - Hvernig áhrif hafði Akur- eyri í ausandi rigningu á mann- eskju sem ekki hafði verið hér áður? „Ótrúlega vel. Mér fannst strax mjög fallegt hér og hreifst af staðnum.“ - Hvernig hefur gengið að fá vinnu við sitt fag? „Mér var strax vel tekið á Þór. Því er ekki að leyna að þegar ég talaði við menn á öðrum stöðum og bað um vinnu, var svarið: Það þarf ekki konur hingað, eða við höfum konu á skrifstof- unni og í kaffinu. Þegar ég sagði þeim að ég væri smiður, reyndu menn að eyða talinu.“ - Ekkert hrædd við trésmíða- vélarnar? „Þá þýddi lítið að vera í þessu. Eins gott að fá sér starf á skrif- stofu.“ - Puttarnir! „Er með alla mína og stefni að því að halda þeim öllum. Það eru ansi margir í þessu starfi sem hafa fengið að finna fyrir vélun- um. Það verður að fara gætilega þá á þetta að vera í lagi.“ - Éitthvað annað en vinnan? „Er í öldungadeild Mennta- skólans. Stefni á stúdentspróf eft- ir tvö ár ef ég verð dugleg." - Hver getur efast um dugnað Kristínar? Hún sem vinnur fulla vinnu við trésmíðar og er síðan í skóla á hverju kvöldi. - Hvenær hittir þú þá sambýl- ismanninn? „Hann er mikið úti líka þannig að tíminn milli kl. ellefu á kvöld- in og sjö á morgnana er okkar tími.“ - gej 8 o ■ M A N U O A Gí U R

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.