Dagur - 25.10.1985, Blaðsíða 7

Dagur - 25.10.1985, Blaðsíða 7
25. október 1985 - DAGUR - 7 Organisti í 130 ár - Frá veislu til heiðurs Friðriká Jónssyni og Unni Sigurðardóttur Friðrik Jónsson varð sjötugur þann 20. september. Hann er nú búsettur á Húsavík, en er fæddur á Halldórs- stöðum í Reykjadal og þar er hann uppalinn. Friðrik bjó síðan á Hall- dórsstöðum fram til 1970. Ungur stundaði Friðrik nám hjá Páli ísólfssyni í tvo vetur og drjúgur hluti af lífsstarfi hans hefur verið í þágu tónlistarinnar. Friðrik er org- anisti og kórstjóri við sex kirkjur; að Þverá í Laxárdal, Einarsstöðum í Reykjadal, Lundarbrekku í Bárð- ardal, Nesi og Grenjaðarstað í Aðaldal og Ljósavatni í Kinn. Auk þessa hefur Friðrik leyst af sem org- anisti við fleiri kirkjur, m.a. var hann organisti og kórstjóri við Húsavíkurkirkju um eins árs skeið. Síðastliðið laugardagskvöld héldu kórarnir hans Friðriks honum mikla veislu að Ýdölum í Aðaldal. Sr. Sig- urður Guðmundsson, vígslubiskup á Grenjaðarstað, var veislustjóri. Hann sagði m.a. að Friðrik hefði nú þegar verið kórstjóri og organisti í 130 ár, þegar saman er lagður starfs- tími hans við allar kirkjusóknirnar. Friðrik og konu hans, Unni Sigurð- ardóttur, voru afhentar góðar gjafir og blóm, auk þess sem þeim bárust þakkir og kveðjur í bundnu sem óbundnu máli í tilefni af þessum tímamótum. Á þriðja hundrað manns sátu veisluna og þegar Þráinn Þórisson stjórnaði fjöldasöng leyndi sér ekki að í salnum var mikill fjöldi góðra söngmanna. Nokkrir félagar úr Harmonikufé- lagi Þingeyinga léku syrpu af lögum eftir Friðrik í útsetningu Karls Adólfssonar. Þá sungu kórarnir sem einn samkór undir stjórn Friðriks lög eftir hann. Úlrik Ólafsson ann- aðist undirleik í nokkrum laganna og Sigurður sonur Friðriks söng ein- söng í einu þeirra. Þormóður Ásvaldsson, Þráinn Þórisson, Páll H. Jónsson og Jón Jónsson frá Fremstafelli fluttu ræður. Kom fram í máli þeirra mikill hlýhugur í garð Friðriks og Unnar og rifjað var upp ýmislegt frá fyrri tíð. Meðal annars að Friðrik lék fyrir dansi á nikkuna um áratuga skeið, allt frá því að hann var um 15 ára gamall. Að lok- um var stiginn dans og það var Friðrik gerði samkór úr ölluni kirkjukórunum og stjómaði honum af röggsemi. Friðrik sem fór fyrstur á sviðið með nikkuna, en síðan komu félagar úr Harmonikufélaginu. Friðrik flutti þakkarávarp þeirra hjóna og sagði þá m.a.: „Eg stend ekki undir þessu, ég hef ekki unnið til þess að eiga svona mikið skilið, eins og gert hefur verið fyrir okkur hér. Ég tek mér í munn orð Gunn- ars á Hlíðarenda, er hann sagði við Njál: „Góðar þykja mér gjafir þínar, en ennþá meira met ég vin- áttu þína.“ Ég met vináttu ykkar svo mikils, mér finnst svo vænt um ykkur öll. Mér hefur stundum dottið í hug, að ef ég hefði ekki verið í þessu starfi, hefði ég ekki kynnst öllu þessu góða fólki, sem ég hef kynnst gegnum árin.“ IM/GS Afmælisbarnið fékk margar góðar gjafir. Nú fer hver að verða síðastur að kaupa spjöld getur nú komið einhvem næstu daga. Kaupið því spjöld um helgina. Blaöabingo K.A. Ný númer: 1-28 og G-52 Sölustaðir: Essó Trvggvabraut Yeganesti Shell v. Mýrarveg Ennfremur verða spjöld seld úr bifreiðinni í göngugötunni í dag frá kl. 14-18. Vinningur Skódi að verðmæti 193.000 kr. ; //. , ^ //// Skódi við íslenskar aðstæður.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.