Dagur - 25.10.1985, Blaðsíða 10

Dagur - 25.10.1985, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 25. október 1985 LAUT r RESTAURANT Sunnudagstilboð 27. október. Rjómalöguð blómkálssúpa _ * _ Lambasneið með rjómasveppasósu og fersku grænmeti. _ * _ Pönnukökur með ís og jarðarberjum _ * _ Kaffi Aðeins kr. 320,- Frítt fyrir börn yngri en 12 ára Kaffíhlaðborð kl. 15.00 - 18.00 Verð kr. 100,- Verið velkomin. Borftapantanir í símum 22525 og 22527. JRESTAURANT LAUT HÓTEL AKUREYRI HAFNARSTRÆTI 98 ST0R- BINGÓ í Alþýðuhúsinu Skipagötu „Verkalýðshöllinni" Sunnudaginn 27. október kl. 15.00 Spilað verður um peningaverðlaun Skemmtiatriði - Veitingar Kynning orgelskólans Orgel- og tónlistarskóli Ragnars Jónssonar A veH' I HátíðarmaLseðill (ílóðaður lii)r|Hiliskiir í l)úttii(leij;s-hmðri kainpavíns-sorpet Appvlsínii-gljáð aliönd með trönnlier jasösn « koníakssteiktar naiitalundir ineð cldsteiktuni sveppum Afmælisterta. kr. 900.- V Grímur Sigurðsson, Árni Friðriksson, Kristján Guðmundsson, Birgir Karlsson leika fyrir kvöldverðargesti. Tískuverslutiin ESS og Börnin okkar sýna það nýjasta í vetrartískunni. Hljóinsveitin Áning ásamt diskóteki skemmta ____________til kl. 03. S'iaééaut) -poppsíðan Vesturfararnir Go West er skipuð þeim Peter Cox og Richard Drummie, aldur- inn er 26 og 29 ár. Þeir eru búnir að vera vinir í 10 ár og eru eitt- hvert stærsta nýja nafnið á popp- himninum árið 1985. Sé farið nokkur ár aftur (tímann var útlitið annað, meirihlutinn hlustaði á Sex Pistols og annað punk, en Peter og Richard hlust- uðu á gamla Ameríska rokkara svo sem Kenny Loggins. „í hreinskilni sagt erum við ná- kvæmlega það sem punkið var að reyna að drepa," viðurkennir Peter, sá hái Ijóshærði af dúettn- um. En tímarnir breytast og það sem almenningur vill nú eru góð- ar lagasmíðar. „Punkið hreinsaði andrúms- loftið," segir Peter. „Það gerði út af við mikið af gömlum steingerð- um hljómsveitum. En það voru of margar sveitir sem hoppuðu upp á hringekjuna og spiluðu rusl án þess að nokkur ástæða væri fyrir því.“ „Þeir sögðust vera fylgjandi stjórnleysi, hví voru þeir þá að framleiða tónlist? Okkar tónlist er hrein afþreying," segir Richard. Frekar ellilegt mat á hlutunum en þannig eru Go West í raun. Þeir hafa meiri áhuga á að spila tónlist heldur en að byggja upp ímyndina, þó að þeir geri sér vel grein fyrir mikilvægi ímyndarinn- ar. Þó að þeir neiti algerlega samanburði við Wham, eru þeir þó líkir þeim á einn hátt, þeir hafa sama viðskiptaviðhorfið. Þeir vita sem sé að það þarf meira en gott lag til að búa til smell. Það tók þá langan tíma að komast á toppinn og þar ætla þeir að vera. Skóli og Peter Cox virtust ekki eiga samleið, hann fór snemma að vinna fyrir sér við hin ýmislegu störf, allt frá tryggingasölu til af- greiðslu í fataverslun. Hann byrj- aði snemma að fást við tónlist í frístundum sínum en fannst alltaf eitthvað vanta, þangað til hann hitti Richard Drummie. Richard hafði einnig farið snemma að vinna fyrir sér. Reyndar neyddist hann til þess þegar foreldrar hans sögðu hon- um að finna sér eigin stað til að búa á, þegar hann var 17 ára. Af þeim tíu árum sem þeir fé- lagar hafa þekkst, hefur aðeins fjórum verið eytt sem Go West. Þeim sex fyrri var eytt í hinum ýmsu hálf-atvinnu hljómsveitum. „Við Peter hittumst eftir að hann hafði séð eitthvað um hljómsveitina sem ég var í, í bæjarblaðinu í Twickenham," segir Richard. „Hann kom og sá okkur og ég fór og sá hann spila, og við fórum að umgangast heilmikið. Hljómsveitin sem hann Umsjón: Tómas Gunnarsson var í var kölluð Bodie, og reyndi að líkjast Free (vinsæl hljómsveit í byrjun áttunda áratugarins) en eitt af lögunum hjá Free hét ein- mitt Bodie. „Hljómsveitin mín var kölluð Free Agent. Ég var líka í Rigor Mortis. Þetta voru ekki merkileg- ar hljómsveitir, heldur svona bönd sem eyða sex mánuðum í æfingar, spila svo á tveimur tón- leikum og aðrir sex mánuðir fara svo í að tala um þá.“ Það var Richard sem kynnti Peter fyrir dá- semdum amerískra hljómsveita svo sem Steely Dan og Doobie Brothers, reyndar einnig Human League. Peter flutti svo um tíma til Sheffield en vinátta þeirra hélt áfram. Það var svo þegar hann flutti til baka til Twickenham sem Go West varð til og þeir byrjuðu á lagasmíðunum fyrir alvöru. „Við áttum svo margt sameig- inlegt, að lagasmíðarnar voru ekkert mál,“ segir Richard. „Sem dæmi má nefna Haunting (sem er á fyrstu breiðskífu þeirra, Go West) var aðeins annað lagið sem við sömdum saman. Þetta small svona vel.“ Árið 1982 náði Go West því svo að komast á samning um lagasmíðar, þeir fóru í hljóðver og tóku upp prufuupptökur af lög- unum We Close Our Eyes og Call Me, og biðu sfðan í tvö löng ár. Stóra tækifærið kom síðan þegar Pat Benatar sendi mann frá Ameríku til að leita að lögum sem hún gæti flutt. Vinur hans spilaði fyrir hann lögin tvö með Go West og hann mælti sam- stundis með þeim við Crysalis, sem bauð þeim samning. Þeir ákváðu að gefa We Close Our Eyes út sem fyrstu smá- skífu, til að athuga viðbrögðin. Fyrsta framkoma þeirra í sjón- varpsþættinum Tube vann þeim samstundis frægð. Og afgangur- inn flokkast undir poppsögu. We Close Our Eyes sló í gegn víða um heim, Chaka Chan hljóðritaði lag eftir þá, þeir hafa verið að semja í félagi við Robert Palmer, og í ár fóru þeir í fyrsta stóra tónleikaferðalagið. Eftir tíu ára strit, slógu Go West í gegn á einni nóttu. Smáskffur The Style Council The Lodgers The Style Council sýnir hér ósvikið soul. Á þessari smá- skífu er ný hljóðritun lagsins og er hún töluvert betri en sú á breiðskífunni. Munar þar mestu um stórkostlegt fram- lag Dee C. Lee, hinnar góð- kunnu söngkonu. Saman með Dee verður Style Coun- cil klassahljómsveit og The Lodgers smáskífa vikunnar. Cliff Richard She’s So Beautiful Gamli Cliff sér um sönginn, en Stevie Wonder um flest annað. Lagið er ákaflega fal- legt eða þannig og á eflaust eftir að smeygja sér inn í huga margra á næstu dögum. Dead Or Alive My Heart Goes Bang (Get Me To The Docktor) Fjórða smáskífa Pete Burns og félaga af plötunni Youth- queake. Þetta lag hefði betur aldrei verið gefið út eitt sér. Það stendur hinum fyrri það langt að baki. Lagið er bæði einhæft og þreytandi og vant- ar flest sem prýddi lög, svo sem You Spin Me Round og In too Deep. Tímasóun. Madonna Gambler Það þarf ekki að eyða mörg- um orðum á þessa smáskífu. Flestir þekkja nú orðið Ma- donnu. Lagið ósköp keimlíkt þeim fyrri, en þó örlar aðeins á ferskum blæ. Aðeins fyrir fasta aðdáendur. Dynheimar - Topp 10 - 1 (-) Maria Magdalena Sandra 2 (-) Cherish Kool & The Gang 3 (-) IfltWas Midge Ure 4 (-) This Is The Night Mezzoforte 5 (-) You’re My Heart You’re My Soul Modern Talking 6 (-) Knock On Wood Amii Stewart 7 (-) Rock Me Amadeus Falco 8 (-) Unkiss That Kiss Stephen A.J. Duffy 9 (-) White Wedding Billy Idol 10 (-) So In Love O.M.D.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.