Dagur - 25.10.1985, Blaðsíða 12

Dagur - 25.10.1985, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - 25. október 1985 líðarandinn Ur bókinni: Aðlaðandi er konan ánægð eftir kvikmynda- stjörnuna Joan Brennet, frá 1945. Hvað gera skal ef karimaður verður of ágengur við stúlku. Athugið eftirfarandi: A. Drekkið ekki áfengi, svo þér verðið kennd eða ástleitin. B. Sýnið manninum ekki nein blíðuatlot, þó sakleysisleg séu. Það kann að misskiljast og er rangt gagnvart mannin- um. C. Verið ekki kæruleysisleg í orðum eða gróf, til þess að sýna, hve „veraldarvön“ þér séuð. D. Verið ekki í einrúmi með manninum, farið ekki í heim- sókn til hans í einkaherbergi hans, eða ferðalag með honum einum. E. Látið yður ekki í kjass og kossa, með þeim lyktum, að verða móðursjúk og móðguð, er maðurinn heldur yður fúsa til fylgilags við sig. F. I stuttu máli sagt: Lofið ekki meiru en þér viljið efna. Þá vitið þið það stelpur. Umsjónarmaður hefur lúmskan grun um að þessar reglur henti ykkur ekki síður strákar, ef stelpurnar ganga of langt. SP - Hvernig áttu konur að haga sér á fimmta áratug aldarinnar? - Gilda þær reglur ef til vill um bæði kynin í dag? Kæru konur. Ekkert er eins erfitt og aö biöja konu sem maður elskar um eitt- hvaö. Karlmaðurinn getur gengiö um gólf í þungum þönkum tímunum saman og byrgt inni þær óskir og þrár sem hann vill svo gjarnan tjá sinni heittelskuðu. Hann er hræddur um að þau orö sem hann velur til að tjá hug sinn verði misskilin og konan sé e.t.v. ekki í réttu hugarástandi til að hlýða á mál hans. Orð og setningar þvælast fyrir honum. Reynið því kæru dömur, næst þegar maður yðar færir eitthvað í mál við yður, leiðréttir yður, eða biður yður einhvers. . . reynið að skilja að hann vill yður vel, vegna þess hvað hann elskar yður heitt og skilur rétt sinn og skyldur, sér í lagi þá skyldu að benda yður á það sem betur má fara í fasi yðar, benda yður á það sem þér gerið rangt. Þetta eru hlutir sem þér gerið yður enga grein fyrir en hann kemur auga á. E.t.v. er málfar hans rudda- fengið og e.t.v. hefur hann ekki valið réttu stundina til að tjá hug sinn. Karlmenn skortir oft innsæi í viðkvæmt hugarþel konunar, því segi ég lærið af mistökum hans. Lærið og breytið sam- kvæmt því næst þegar þér finnið yður knúða til að biðja mann yðar einhvers. Lítil og kvenleg handahreyfing hlýlegt orð og blítt bros, allt hefur þetta gegnum tíðina blíðkað harðgerð karlmannshjörtu. Slík framkoma gerir hann móttæki- legan fyrir óskum yðar og fær hann til að láta ýmislegt eftir yður sem þér hafið ekki látið yður dreyma um að hann samþykkti. Kæru dömur, munið umfram allt aö velja rétta stund og stað til að tjá hug yöar, ergið hann ekki með bónum yðar þegar hann er þreyttur og önugur. Notið aldrei þá stund sem þér innst inni vitið að er röng, jafnvel þó að þér þrá- ið það helst að öskra á mann yðar. Verið klók, munið að leiðin að hjarta mannsins liggur í gegnum magann, eldið eftirlætisréttinn hans, kveikið á kertum og brosið blítt, það er allur galdurinn. Að síðustu, látið það vera að reiðast og mótmæla þegar mað- ur yðar gagnrýnir yður, lítið held- ur í eigin barm og hugleiðið hvort yðar heittelskaði hefur ekki rétt fyrir sér. Karlmaður. Þýtt og endursagt úr: Mönster ti- dende frá 1946. Hollráð og reglur Baðreglur. Úr bókinni: Aðlaðandi er konan ánægð eftir kvik- myndastjörnuna Joan Brennet, frá 1945. Við þrifabað þarf þetta fernt: Heitt vatn, nóg af handsápu, gróft handklæði, mjúkan en góðan baðbursta. Hér eru leiðbeiningar um baðið. Reynið þær í tvær vikur og dæmið sjálfar um árangur. 1. Látið þægilega heitt vatn renna í baðkerið, meðan þér burstið tennurnar yfir vaskinum. (Vatnið ætti helst að ná yður upp að mitti, er þér sitjið í ker- inu.) Nælið hárið upp. 2. Þvoið yður vel um andlit, háls og eyru, áður en þér farið upp í baðkerið. Munið vel eftir hálsinum að aftan, niður við hársrætur og framundir kjálka. Skol- ið sápuna vel af, þurrkið andlitið og berið svolítið nærandi smyrsl á andlit og háls. Stígið síðan upp í baðkerið. (Þetta atriði má sennilega alls ekki gleymast. Inn- skot frá umsjónarmanni.) 3. Sápið og burstið handleggina og bringuna með mjúkum baðbursta. Eyðið nokkrum aukasekúndum í olnbogana. Skolið sápuna af. 4. Sápið og burstið bakið með mjúkum bursta (helst með löngu skafti). Skolið sápuna af. 5. Sápið og þvoið það sem eftir er líkamans niður að hnjám. Skolið sápuna af. (Stutt og laggott, enda viðkvæmt mál. Innskot frá umsjónarm.) 6. Sápið og burstið fótleggina með mjúkum bað- bursta. Skolið sápuna af. 7. Burstið hælana, ökklana, tærnar, iljarnar með naglabursta. Skolið sápuna af. 8. Ef þér eigið kost á nægilega miklu vatni og haf- ið tíma til þess, skulið þér tæma baðkerið og skola yður undir sturtunni. Nú eruð þér hreinar. Þetta var rækilegt bað. Umsjónarmaður fór eftir leiðbeiningum þessum, í von um aukið aðdráttarafl, og tók baðið alls 1 klst. og 27 mín. Upp stóð gullhrein stúlka með sárindi í olnbogunum. Því miður hefur hún ekki tekið eftir því að fólk laðist að henni eins og flugur að hunangi, enda er með eindæmum erfitt að draga athygli við- mælenda sinna að silkimjúkum og tandurhreinum olnbogum. Sigríður Pétursdóttir skrifar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.