Dagur - 28.10.1985, Side 1

Dagur - 28.10.1985, Side 1
68. árgangur Akureyri, mánudagur 28. október 1985 129. tölublað Yngri kynslóðin var fjölmenn í Allanum sl. fimmtudagskvöld. Og krakkarnir fylgdust með af áhuga. Sjá nánar um kvennafrídaginn á bls. 8. Mynd: KGA Hraðfrystihús Þórshafnar: Loðnumjölið unnið með gufuþurrkun - Slíkt mjöl sérlega gott fóður „Við erum búnir að gera samning um kaup á verk- smiðju til loðnubræðslu og hún er væntanleg hingað eftir ára- mótin. Undirbúningur er hins vegar í fullum gangi,“ sagði Jóhann A. Jónsson fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Þórshafnar. Árið 1965 var byggð síldar- bræðsluverksmiðja á Þórshöfn en stuttu seinna hvarf blessuð síldin að mestu. Sú verksmiðja hefur síðan verið notuð til beinavinnslu og ekkert verið upp á hana kost- að í endurnýjun. „Við stóðum frammi fyrir því að endurnýja verksmiðjuna ein- göngu fyrir beinavinnslu áfram en við sáum fram á að það dæmi gengi ekki upp fjárhagslega. Því tókum við þá ákvörðun að endur- nýja verksmiðjuna með meiri vinnslu í huga. Eftir sem áður bræðum við bein en auk þess loðnu og síld, þ.e.a.s. ef síldin kemur aftur ti! bræðslu.“ sagði Jóhann ennfremur. Loðnumjölið verður unnið með gufuþurrkun en slíkt mjöl þykir sérlega gott tii fiskeldis og í loðdýrafóður. Afkastagetan verður 500-600 tonn á sólarhring en verksmiðjan mun byggja upp á endurnýtingu orkunnar þannig að hráefnið er hitað upp með af- gangsorku frá gufuþurrkurunum. Stefnt er að því að gagnsetja Fangageymslur lögreglunnar á Siglufirði halda hvorki vatni né vindi og öll vinnuaðstaða lögreglunnar er með lakara móti svo ekki sé meira sagt. Blaðamenn Dags fóru til Siglu- fjarðar og skoðuðu aðstöðuna með eigin augum eftir að hafa frétt að heilbrigðisfulltrúinn í Norðurlandskjördæmi vestra. verksmiðjuna á næsta hausti. „Við settum það á oddinn að út úr þessari vinnslu kæmu afurð- ir sem svara til þess besta sem þekkist á markaðinum," sagði Jóhann A. Jónsson að lokum. Viktoría Gestsdóttir, hafði dæmt húsnæði lögreglunnar á Siglufirði óhæft til þeirrar starfsemi sem þar á að fara fram. Um fanga- geymslurnar sagði hún í samtali við Dag að hún hefði aldrei séð annað eins og að hún hefði ekki trúað því að óreyndu að ástandið gæti verið svona slæmt. Sjá bls. 3. BB. Lögreglustöðin á Siglufirði: Vatnsósa fangaklefar Mjólkursamlag Húsavíkur: Mjólkin var innkölluð „Við höfum lagt mikla áherslu á vöruvöndun og finnst óskap- lega leiðinlegt og sláandi að þetta skuli koma fyrir. Við höfum ekki átt við gæða- vandamál að stríða í mörg mörg ár og biðjum alla við- skiptavini okkar velvirðingar,“ sagði Hlífar Karlsson mjólk- ursamlagsstjóri á Húsavík. I síðustu viku varð bilun í ger- ilsneyðingarbúnaði mjólkursam- lagsins sem olli því að mjólkin of- hitnaði og óbragð kom af henni eftir nokkurra tíma geymslu. Á sjöunda þúsund lítra af mjólk þurfti að innkalla vegna þessarar bilunar. Annars flokks ostar og smjör verður framleitt úr mjólkinni sem skilað hefur verið. Fjárhagslegt tjón vegna þessa máls er ekki endanlega ljóst. - IM Hlífar Karlsson mjólkursanilagsstjóri við niælinn sein ekki sýndi rétt hitastig og olli þannig ölluni leiðindunum. Mynd: IM.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.