Dagur - 28.10.1985, Síða 2

Dagur - 28.10.1985, Síða 2
2 - DAGUR - 28. október 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 360 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 35 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRÍMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASfMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Ueiðari.__________________________________ Upp úr skuldafeninu íslendingar hafa árum saman eytt um efni fram og það sem á hefur vantað hefur verið tekið að láni erlendis. Skuldasöfnunin er bein afleiðing af langvarandi viðskiptahalla við útlönd og nú er svo komið að fjárhagslegt öryggi og efnahags- legt sjálfstæði þjóðarinnar er í hættu. Á áttunda áratugnum þrefaldaðist raungildi hinna erlendu skulda og á fyrri helmingi þessa áratugar jukust þær enn um nálægt 45%. Árið 1970 var hlutfall erlendra skulda af lands- framleiðslu rúmlega 25%, árið 1980 30% og á þessu ári er líklegt að það fari í 53%. Svipaða sögu er að segja um hlutfall erlendra skulda af útflutningstekjum. Það er því ljóst að eitt brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar er að vöxtur erlendra skulda verði stöðvaður með markvissum aðgerðum. Koma þarf á jafnvægi í viðskiptum við útlönd og auka ekki erlendar lántökur umfram það sem þarf til greiðslu afborgana af eldri skuldum. Með tilliti til stærðargráðu þess vanda sem við blasir er ólíklegt að hann verði leystur í einu vet- fangi. Það hlýtur að taka sinn tíma. í þjóðhagsáætlun þeirri sem forsætisráðherra hefur lagt fram á Alþingi kemur fram að ríkis- stjórnin hefur áttað sig á því að raunhæfast er að vinna á vandanum með markvissum aðgerðum á nokkrum árum. Þjóðhagsáætlunin nær því til þriggja ára nú í stað eins áður. í þjóðhagsáætluninni segir: „Ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið í efnahagsmálum að stöðva skuldasöfnun erlend- is. Þetta felur í sér meðal annars að nýjar lántök- ur erlendis takmarkist við afborganir af eldri lánum. Á hinn bóginn er ljóst að sá viðskipta- halli sem fyrirsjáanlegur er, bæði á þessu ári og hinu næsta, verður ekki fjármagnaður nema með erlendum lántökum. Ef stöðva á vöxt erlendra skulda á næstu árum þarf að leggja áherslu á ráðstafanir til að örva útflutning og jafnframt halda aftur af þjóðarútgjöldum og innflutningi. “ Á öðrum stað segir: „Alhliða uppbygging atvinnu- og efnahagslífs er forsenda hagvaxtar við þær aðstæður sem nú ríkja í íslenskum þjóðarbúskap. Þetta er lang- tímaverkefni, sem krefst þolinmæði og þraut- seigju. Með hóflegri bjartsýni um árangur að- gerða til að auka þjóðarframleiðslu, einkum út- flutningsframleiðslu, og sé jafnframt gert ráð fyrir viðunandi stöðugleika í efnahagslífinu og að ekki komi til alvarlegra ytri áfalla, má gera ráð fyrir að þjóðarframleiðsla aukist á næstu árum, um 2% á ári til jafnaðar. Þessi aukning gæti nægt til að stöðva vöxt erlendra skulda án þess að lífs- kjör rýrnuðu." Vonandi tekst vel til um framkvæmd þjóð- hagsáætlunarinnar. En þjóðin verður að standa saman því öðruvísi er ekki von til að henni takist að finna leið upp úr skuldafeninu. BB. _v/ófa/ dagsins. „Ég skreið úr móðurkviði inn í veröldina í hríðarveðri. Það var árið 1905.“ Þannig mæltist Guðmundi L. Friðfinnssyni er hann var búinn að tylla sér á stól hjá okkur á ritstjórninni fyrir stuttu. Attræður maður og hress til sálar og líkama Guðmundur. „Ekki man ég eftir þessum at- burðum þó ég vildi. Þess vegna get ég ekki borið á móti því að ég er kominn á þennan aldur, því þetta er skráð í kirkjubækur af heiðurspresti, séra Birni Jónssyni á Miklabæ.“ Guðmundur er fæddur á Egilsá í Skagafirði og hefur búið þar all- an sinn búskap. Hann er þekktur að mörgu. Til dæmis var hann lengi með barnaheimili á Egilsá, hann er mikill áhugamaður um skógrækt, auk þess sem hann hef- ur fengist við ritstörf um langt árabil. „Fyrstu bækurnar mínar komu út árið 1950. Það voru tvær barnabækur sem heita Bjössi á Tréstöðum og Jónsi karlinn í Koti og telpurnar tvær. Eftir þetta hef ég skrifað skáldsögur, ævisögu, frásagnabók, ljóðabók og leikrit sem hafa verið í útvarpi og stuttan sjónvarpsþátt." Um þessar mundir er að koma út síðara bindi af frásagnasafni sem Guðmundur hefur skrifað. Það nefnist Örlög og ævintýri. „Það er um lífið og tilveruna, æviþætti margra manna. Sagnir og munnmæli, þjóðsögur í gam- ansömum dúr,“ eins og Guð- mundur orðar það sjálfur. Auk þess er hann að gefa út lejkrit eftir sig sem hann kallar Sumarjól. „Það er hálfgildings söngleikur með tónlist eftir Árna ísleifsson. Leikrit í léttum tón.“ - Hvernig hefur gengið að fá leikritin sýnd? „Það hefur ekki gengið nógu vel,“ segir Guðmundur. „Ég hef reynt að senda leikhúsunum þetta, en það er eins og það sé erfitt fyrir mann sem er óþekktur og býr úti á landi að fá verk sín á fjalirnar. Það virðist gegna allt öðru máli fyrir menn sem búa í Reykjavík og eiga jafnvel maka sína innan leikhúsanna að fá verk sín birt. Ég á mér þá von að ég fái eitthvert leikrita minna á fjalirn- ar áður en ég er allur.“ Barnaheimilið „Þetta varð þróun í þá átt að við hjónin stofnuðum barnaheimilið á Egilsá. Frá því við konan mín Anna Sigurbjörg Gunnarsdóttir hófum búskap höfum við alltaf haft börn á heimilinu. Endirinn varð sá að við vorum með barna- heimili sem hafði heimild fyrir áttatíu og fimm börnum. Það var oft strembið og miklar vökur yfir „Tíminn er það eina sem maður á“ Guömundur L.Friðfinnsson í viðtali dagsins Mynd: KGA byrjað skógrækt árið 1941 eða 1942. Mínar fyrstu plöntur fékk ég hjá Hákoni Bjarnasyni skóg- ræktarstjóra. Síðan hef ég haft þetta sem áhugamál. Var að girða stóran skika í landi Egilsár, sem ég ætla að nota undir skógrækt. Þar verð ég með lerki, björk, greni, ösp, furu og fleiri tegundir.“ - Eitthvað að lokum? „Það er þetta með tímann. Tíminn er það eina sem maður á. Þess vegna er nauðsynlegt að fara vel með hann. Tíminn er það eina sem mér finnst ég ekki hafa haft nóg af í lífinu. Ég er ánægð- ur með allt hitt. Tíminn sem flýt- ur um hendur manns hvert augnablik er raunverulega það eina sem maður á.“ - gej „Ég er ánægður með allt hitt.“ þessum elskum. Mér hefur alltaf þótt mjög vænt um börn og þess- ar elskur sem hjá okkur voru, fannst mér alltaf vera okkar börn. Það var undantekning ef mér þótti ekki vænt um barn sem hjá okkur var. Oft fæ ég líka bréf og heimsóknir frá börnum sem voru hjá okkur og samband hef ég við margt fólk sem nú er full- orðið og flogið út um allan heim.“ Búskapur og trjárækt „Búskapurinn var ekki burðugur til að byrja með. En það rættist furðuvel úr honum og eiginlega finnst mér ég hafi búið nokkuð vel. Ég er hættur að búa í dag og hef snúið mér meira að skógrækt- inni. Það má segja að ég hafi £G A/O£k/OÐ Ofr rt/A/GOÐ / A'J/}U//£A////- £& £K A/£FA//l£GA S/O //EPP/A/A/ /}Ð á/OA/OA/ S£/L (JP E//G £££/.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.