Dagur - 28.10.1985, Síða 5

Dagur - 28.10.1985, Síða 5
-Orð í belg. 28. október 1985 - DAGUR - 5 „Bætt kjör, betri skóli“ Haustið er fyrir mörgum tími angurværðar. Birtan er smám saman að víkja fyrir myrkrinu, gróðurinn að slíta sumarskrúðan- um, sláturtíð hefst og skólarnir taka til starfa. Pá komast kennarar stundum í sviðsljósið og eru jafnvel skrifað- ar um þá greinar í blöðin, stund- um forystugreinar. Stundum eru það líka kjallaragreinar eða neð- anmálsgreinar. Margir blaða- menn eru kennaramenntaðir og eiga því lærimeistarar hauk í horni hér og þar. Gjarnan ber launamálin á góma og séu það gamlir stéttarbræður, sem skrifa, eru þeir oft sammála því að bæta þurfi kjör kennara. Pó hafa sést á þrykki nýlega heilræði til kennara frá gömlum „kollega" um að fara nú varlega í kaup- kröfurnar. Það sé líka möguleiki að bæta launin með því að kenna allt að helmingi umfram skyldu. Kennarar ættu að athuga það! Reynsla tveggja verkfalla, sem kennarar hafa verið þátttakendur í sannar, að launakröfur þeirra njóta lítillar samúðar annarra. Mörgum finnst nóg um kaupið, sem kennarar hafa og vitna þá í sumarmánuðina þrjá sem kaup- auka, án þess að hugsa nánar út í, á hvern hátt sumarleyfi kennara er til komið. Stundum örlar þó á skilningi meðal ráðamanna á kjörum kennara og er skemmst að minn- ast síðustu launahækkunar til fé- laga í B.S.R.B. Formenn stjórn- arflokkanna beggja töldu að ver- ið væri að leiðrétta kaup kennara og hjúkrunarfræðinga til jafns við úrskurð kjaradóms um laun í B.FI.M. fyrr á árinu. Einhver hefur verið þvöglumæltur í það sinnið. Hjúkrunarfræðingar og kenn- arar hafa löngum haft svipuð laun. Hjúkrunarfræðingar hafa þó haft vopn í sinni kjarabaráttu, sem kennara skortir. Starf hjúkr- unarfræðinga er lögverndað. Þar eru mannslíf í veði. í stéttinni er eingöngu fólk, sem hefur lokið löggiltu prófi. Löggildingin hefur beint eða óbeint nýst sem liður í kjarabar- áttu. Enginn ólærður gengur inn í starf hjúkrunarfræðings. Því geta stofnanir langtímum saman verið óstarfhæfar vegna manneklu, svo að raunverulegur skortur á fólki knýr ráðamenn í sumum tilfellum til að bjóða einhvers konar kaup- auka til að halda starfseminni gangandi. Nýjasta dæmið er 15 þús. krónu uppbót á mánuði til hjúkrunarfræðinga fyrir að ráða sig í fullt starf í þrjá mánuði við F.S.A. Það mundi teljast góður bónus í frystihúsi, líka þokkaleg viðbót vjð kennarakaupið. Hjá kennurum er reyndar ekki um mannslíf að ræða, aðeins sál- arheill, enda fá þeir í mesta lagi flutningsstyrk til að komast til Akureyrar, þ.e. þeir sem komu í ár. Hinir, sem komu í fyrra sleppa við styrkinn. Flestir, sem áhuga hafa, geta gerst kennarar í dag, burtséð frá menntun. Kennaraskortur þekk- ist ekki og kemur ekki til með að þekkjast að óbreyttu ástandi. Á meðan vinnufúsar hendur eru til staðar er fólk gripið til að kenna. Margt af því hæfileikaríkt ágætis- fólk, sem gefur hinum ekkert eftir, enda ekki við það að sakast. Það er kerfið sem býður upp á þetta. Það verður að manna skólana eins og skipin. Frægt er dæmið um bílstjórann, sem sótti um akstur skólabílsins en fékk ekki. Hann hafði ekki meiraprófið. Sami maður með ótilgreinda menntun var í stað- in ráðinn til að kenna. Þar þurfti ekki sérstakt próf. Dæmin eru mýmörg, hér, þar og alls staðar og við alls konar skóla, nema helst skólana í Reykjavík. Þannig kemur þetta til með að ganga uns löggilding starfsins fæst. Það er eflaust fjarlægur draumur, því að ef slíkt mál ber á góma í þingi, eru þingmenn ennþá meira tvístígandi heldur en í bjórfrumvarpinu, og er þá mikið sagt. I kjaradeilu síðasta árs var skipuð nefnd á vegum mennta- málaráðuneytisins, sem átti að aðstoða við undirbúning á frum- varpi um löggildingu á starfsheiti kennara. Þeirri nefnd var gefið svefnlyf strax eftir samningana. Sennilegt er, að nefndinni verði haldið sofandi áfram, þó að hún kunni að verða kölluð saman einstaka sinnum til að friða stétt- ina. Mér sýnist því ekki óeðlilegt að eitt af fyrstu verkum nýs ráð- herra menntamála, verði að leggja Kennaraháskólann niður, um leið og setan kann að verða upphafin. Háskólapróf eftir þriggja ára nám, sem síðan veitir ekki meiri réttindi en svo að næstum hver sem er getur gengið inn á starfssviðið, er varla þess virði að halda til streitu. í svipinn man ég enga hliðstæðu úr ís- lensku skólakerfi. Staðreyndin er sú, og það veit fólk, að til er nóg af menntuðum kennurum í landinu. Vandinn er sá, að kaupið er of lágt. Verði launin slík, að mannsæmandi megi teljast, koma kennarar til starfa. Hljóti starfsheitið löggild- ingu verður raunverulegur skort- ur á kennurum. Það ætti að þýða bætt laun til að laða fólk að starf- inu. Það vita þeir háu og halda að sér höndum. Ekki er þó ástæða til að hvítþvo stéttina sjálfa. Hjá henni liggur eflaust hluti af sökinni. Kennurum kann að hafa mistek- ist að ávinna sér virðingu sem fagmenn, og fleiri atriði spila inn í dæmið. Sé svo, verður því ekki kippt í lið á augnabliki. Til þess þarf breytingar, tíma og fjár- magn til endurmenntunar. Einn- ig hærri laun svo að kennara- menntaða fólkið, sem nú er dreift um vinnumarkaðinn skili sér til starfa. Því má segja að allt hangi þetta á sömu spýtunni. Betur væri að ráðamenn hugs- uðu í svipuðum dúr og indverski heimspekingurinn Jiddu Kristna- murti, en hann segir svo í bækl- ingi sínum „Leiðsögn, uppeldi og skólalíf“ í þýðingu Hallgríms Jónssonar frá 1925: „Kennarinn á að fá þau laun, sem hann þarf til framfærslu sjer og sínum. Það er rjettmæt krafa frá hans hálfu. Það er skylda þjóðfjelagsins, að sjá um að kennarinn þurfi ekki sífelt að vera að biðja um launauppbætur. Og það á að sjá um, að hann þurfi ekki að fá sjer annað starf, til þess að geta lifað. Sjái þjóðfje- lagið sóma sinn, inun kennarinn lifa hamingjusömu lífi. Þá skilur hann gildi starfs síns. En sá einn, sem ánægður er, getur kent vel og verið óháður í hugsun." Svo mörg voru þau orð. Ef- laust er þetta með launin draum- ur allra stétta. En hvenær rætist sá draumur? Birgir Sveinbjörnsson. _lesendahornið__________________ Hvað á að gera við sóðana? Hvernig stendur á því að fólk hendir gosdrykkjaflöskum á göt- ur bæjarins? Ég spyr vegna þess að það er að verða ansi hvim- leitt að eyðileggja dekk á bílnum sínum á hverju sumri vegna þess að einhver „sniðugur" hefur brotið flösku á fjölfarinni götu. Tvö dekk sprungu hjá mér í sum- ar vegna þessara glerbrota á götunum. Annað hreinlega rifn- aði þannig að dekkið varð ónýtt. Þrjú þúsund krónur þar. Er ekki tími til kominn að kennsla í umgengni verði tekin upp í skólunum? Er ekki nauð- synlegt að kenna fólki að um- gangast landið og umhverfi sitt með virðingu? Önnur spurning. Hver á að þrífa eftir þessa bölvaða skemmdarvarga sem láta sér í léttu rúmi liggja þótt samborgar- arnir verði að vaða skít og gler- brot á götum bæjarins? Hvert á fólk að snúa sér sem vill koma á framfæri tilkynningum um að hættuleg glerbrot liggi á götum og gangstéttum eftir sóða bæjar- ins? í fullri alvöru, göngum betur um bæinn okkar. Seljum heldur gosflöskurnar í stað þess að brjóta þær á götum og gangstétt- um. Reynum að halda í það sem sagt er, að Akureyri sé fallegur bær. Hann verður það nefnilega ekki ef við göngum um hann eins og ruslahaug. Sárgramur bæjarbúi Hraðlestrarnámskeið á Akureyri Viltu auðvelda þér námið og vinnuna? Viltu margfalda lestrarhraða þinn? Viltu bæta náms- og vinnutækni þína? Viltu margfalda lestur þinn á fagurbókmenntum? Viltu auka frítíma þinn? Ef svörin eru játandi, þá skaltu drífa þig á næsta hraö- lestrarnámskeið sem hefst laugardaginn 2. nóvember. Skráning á kvöldin kl. 20-22 í síma 91-16258. HRAÐLESTRARSKÓLINN -14 sekúndur. Sólstofan Dansstudio Alice auglysir ★ Nýjar perur ★ Sturtur ★ Sauna ★ Kaffi, te ★ Tónlist við hvern lampa ★ Góð snyrtiaðstaða Kynningarvika 28. okt. - 3. nóv. Verð pr. tíma kr. 100,- Hver tími er 28 mín. Tryggvabraut 22 • Akureyri Sími 24979 Vetrarfagnaður - Markaður Félag aldraöra heldur vetrarfagnaö í húsi sínu 2. nóv. og hefst hann kl. 3.00 á umræðum um vetrarstarfið, en síðan verður sagt frá undirbún- ingi íbúðarbygginga. Þá verður sameiginleg kaffi- drykkja en að henni lokinni flytur séra Pétur Þórarinsson hugvekju og Þuríður Baldursdóttir syngur við undirleik Aðalheiðar Eggertsdóttur. Að síðustu verður stiginn dans. Hinn 9. nóv. verður markaður haldinn í Húsi aldr- aðra, þar sem seldir verða nýir og notaðir munir. Félagar eru beðnir að koma munum, sem þeir vilja gefa, í Hús aldraðra fyrir miðvikudaginn 6. nóv. Uppl. um markaðinn gefa Anna Ólafsdóttir í síma 23161 og Helga Frímannsdóttir í síma 22468. Stjórnin. Aðalfundur Framsóknarfélags Húsavíkur verður haldinn mánudagskvöld 28. okt. kl. 8.30 í Garðar. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. 3. Önnur mál. Framsóknarfélag Húsavíkur.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.