Dagur - 28.10.1985, Blaðsíða 12
RAFGEYMAR viðhaldsvfeSrétt
í BÍLINN, BÁTINN, VINNUVÉUNA MERKI
Dynheimar:
Einhverjar aurskriður féllu en
ollu ekki umtalsverðu tjóni.
Elstu menn á Sigiufirði og í
Svarfaðardal segjast ekki muna
eftir öðru eins flóði, jafnvel í
mestu vorleysingum. - BB.
Senn líður að því að félagsmið-
stöðin Dynheimar verði tekin
formlega í notkun að nýju eftir
gagngerar breytingar. Akveðið
hefur verið að vígja húsið við
hátíðlega athöfn föstudaginn 15.
nóvember nk.
Húsið var byggt laust eftir síð-
ustu aldamót. Fyrst í stað gegndi
það hlutverki kvikmyndahúss,
síðan varð það samastaður frí-
múrara uns karlakórinn Geysir
eignaðist húsið. Árið 1972 leigði
Akureyrarbær efri hæðina og
húsið varð félagsmiðstöð. Árið
1975 var húsið orðið eign bæjar-
ins og hlaut nafnið Dynheimar
sem merkir „hinn hávaðasami,
jarðneski heimur“, sem er vel við
hæfi því oft ríkir glaumur og
gleði í félagsmiðstöðinni. Þeir
eru þó margir sem alltaf tala um
Lón eða gamla Lón þegar rætt er
um Dynheima.
Árið 1983 keypti Akureyrar-
bær neðri hæð Dynheima af
Kaupfélagi Eyfirðinga og
skömmu síðar var hafist handa
við breytingar. Þær eru nú orðnar
svo viðamiklar að nær lagi er að
tala um byltingu. Það má nefni-
lega segja að dansgólfið uppi sé
það eina sem eftir er af gömlu
Dynheimum, enda gott dansgólf!
Gólfið niðri var allt brotið upp
og nýtt steypt í staðinn. Skipt var
um alla glugga og útihurðir og
húsið allt einangrað, bæði þak og
veggir. Það er því hægt að halda
jöfnum hita í húsinu allt árið nú
en áður var það svo að ef mjög
kalt var í veðri þurftu þeir sem í
húsinu voru helst að klæðast
heimskautafatnaði.
Skipt var um allar lagnir í hús-
inu, raflögn og hitalögn og auk
þess settar upp lagnir fyrir hátal-
arakerfi, myndbandakerfi og eld-
varnakerfi.
Á neðri hæðinni eru nú 2 salir,
sýningarsalur og kaffi„tería“,
sem nýtist einnig sem fundarað-
staða. Þá er þar einnig eldhús,
sem reyndar er ekki stórt, en ger-
ir það að verkum að mjög góð
aðstaða er til að taka á móti hóp-
um til gistingar.
Á efri hæð er búið að umbylta
nánast öllu nema dansgólfinu
eins og áður sagði. Þá hefur húsið
verið málað að utan. Það sem
þyrfti að gera til að fullkomna
verkið er að ganga frá brekkunni
bak við húsið þannig, að hún
hætti að síga á húsið. Það er sama
vandamálið þar og verið hefur
hjá Samkomuhúsinu og gamla
barnaskólanum.
Það er ljóst að þessar breyting-
ar og endurbætur hafa verið
gerðar af stórhug og með þeim
sýna bæjaryfirvöld í verki hug
sinn til ungs fólks á Akureyri.
Dynheimar verða formlega
teknir í notkun sem alhliða fé-
lagsmiðstöð þann 15. nóvember
og má segja að það sé vel við hæfi
á þessu ári æskunnar. _ BB.
Svarfaðardalsáin rauf stór skarð í veginn við brúna yfir að Hæringsstöðum og hefði híllinn á myndinni ekki mátt fara
öilu framar, því þá hefði hann stungist ofan í iðuna. Mynd: KGA
Siglufjörður, Svarfaðardalur:
Allt á floti alls staðar!
Miklir vatnavextir urðu á
Siglufirði og í Svarfaðardal á
föstudag og laugardag vegna
mikillar úrkomu. Á fimmtudag
snjóaði og á föstudag rigndi og
var því mikið vatnsmagn í ám.
Á Siglufirði flæddu Hvanneyr-
ará og Bæjarlækurinn svonefndi
yfir bakka sína og náði flóðið
niður í Miðbæ. Flæddi víða inn í
kjallara húsa og varð tjón víða af
þeim sökum.
Að sögn lögreglunnar á Siglu-
firði náði vatnsborðið í einum
kjallaranum 60 cm hæð og komu
húsgögnin siglandi á móti húsráð-
anda er hann kom heim úr vinnu
og opnaði útidyrnar!
Þá féllu nokkrar aurskriður úr
fjallinu ofan við bæinn en varnar-
garðar stöðvuðu þær að mestu.
5-6 metra há auraskriða féll á
veginn við Sauðanes. Veghefill
var á veginum og náði skriðan
upp á glugga veghefilsins.
Sex bæir frammi í Svarfaðardal
einangruðust þar sem brýr létu
undan vatnsflaumnum.
Sandá, sem er þverá innarlega
í Svarfaðardal að vestan, gróf
undan brú og flæddi yfir veg
þannig að 3 innstu bæirnir, Kot,
Atlastaðir og Þorsteinsstaðir
voru innilokaðir.
Bæirnir Skeið, Hæringsstaðir
og Búrfel! urðu einnig vegasam-
bandslausir þar sem Svarfaðar-
dalsáin gróf undan veginum öðru
megin við brúna.
Kaupa Fiugleiðir
ATR-42 vélamar?
- Framleiðendur gera Flugleiðum annað tilboð
Flugleiöamenn bíða nú eftir
nýju tilboöi frá framleiðendum
ATR-42 farþegaflugvélarinn-
ar, en ein slík vél var hér á
landi á dögunum og var þá
kynnt Flugleiðamönnum og
öðrum framámönnum flugsins
á íslandi.
Að sögn Sæmundar Guðvins-
sonar fréttafulltrúa Flugleiða lík-
aði Flugleiðamönnum mjög vel
við flugvélina er þeim var sýnd
hún hér á dögunum. Þó hefur
vélin galla varðandi flug hérlend-
is, t.d. hvað varðar hjólaútbúnað
hennar en einhverjar ráðstafanir
yrði að gera varðandi hann til
þess að vélin gæti notast við mal-
arvelli hér á landi. Þá er farang-
ursrými nokkuð minna en er í
Fokker-vélunum.
Framleiðendur vélarinnar sem
eru ítalskir og franskir höfðu gert
Flugleiðum tilboð um að selja
þeim vélar, og var það gert áður
en vélin kom hingað. Buðust þeir
m.a. til þess að taka Fokker-vélar
ATR-42 vélin á Akureyrarflugvelli fyrir skömmu Mynd: gk-.
Flugleiða upp í, og einnig að út-
vega félaginu lán til kaupanna.
Samkvæmt þessu tilboði var
reiknað út að fargjöld hér innan-
lands þyrftu að hækka um 15-
20%. Þá hafði verið reiknaður út
sparnaður Flugleiða vegna við-
halds og eldsneytis, en á móti
kom fjármagnskostnaður vegna
kaupanna.
Framleiðendum ATR-42 vél-
arinnar var gerð grein fyrir þess-
um niðurstöðum er þeir voru hér
á landi á dögunum. í kjölfar þess
ætla þeir að endurskoða sitt fyrra
tilboð og er þess jafnvel að vænta
að þeir komi með tilboð sem yrði
Flugleiðum hagstæðara. Það
kann því svo að fara að ATR-42
vélarnar taki við af Fokker-vél-
unum sem hafa verið í innan-
landsfluginu og reynst afar vel.
gk--
Bílum stoliö
og rúða brotin
Tveimur bílum var stoliö á Ak-
ureyri um helgina. Þeir hafa
báðir komið í leitirnar,
óskemmdir, en þjófurinn eða
þjófarnir ekki náðst. í báðum
tilfellum voru bílarnir ólæstir
og tilbúnir til notkunar því
lyklarnir voru á vísum stað í
„svissinum“.
Fyrri bílnum var stolið aðfara-
nótt laugardags frá Hjallalundi.
Hann fannst niður á Eyri á laug-
ardeginum.
Aðfaranótt sunnudags þurfti
einhver sem var á leið um Þing-
vallastræti nauðsynlega að kom-
ast upp í Lundahverfi og tók því
ófrjálsri hendi bifreið sem stóð
við Þingvallastrætið og ók henni
áfallalaust upp eftir.
Bíleigendurnir sluppu því með
skrekkinn að þessu sinni en
ástæða er til að brýna fyrir öku-
mönnum að ganga tryggilega frá
bifreiðinni að akstri loknum svo
hún haldi kyrru fyrir þar til grípa
á til hennar að nýju.
Að öðru leyti var þessi helgi
tíðindalítil hjá lögreglu á Norð-
urlandi utan að eyðileggingar-
hvöt greip ungan mann í Hafnar-
stræti á Akureyri á sunnudags-
nóttina og braut hann stóra rúðu
í Amaróhúsinu. Hann náðist og
játaði sekt sína. BB.
Allt nýtt nema
dansgólfið!