Dagur - 07.11.1985, Síða 2

Dagur - 07.11.1985, Síða 2
2 - DAGUR - 7. nóvember 1985 mrnrn ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 360 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 35 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFÍ KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRÍMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Ueiðart________________________________ Jafnrétti til menntunar í ályktun um menntamál sem samþykkt var á kjördæmisþingi framsóknarmanna í Norður- landskjördæmi eystra segir: Jafnrétti til menntunar án tillits til búsetu er eitt af grundvallaratriðum byggðastefnunnar. Þingið fagnar stofnun og rekstri Verkmennta- skólans á Akureyri og beinir því til þingmanna flokksins að sjá til þess að framkvæmdir við skól- ann haldi áfram með eðlilegum hraða. Þingið fagnar því að ákveðið hefur verið að framkvæma þá stefnu sem framsóknarmenn í Norðurlandskjördæmi eystra hafa lengi barist fyrir og kjördæmisþing framsóknarmanna hafa margsinnis ályktað um, að hefja háskólakennslu á Akureyri á næsta ári. Gífurleg fjölgun háskóla- stúdenta kallar á fjölbreyttara námsframboð sérstaklega tengt atvinnulífinu. í þessu sam- bandi má nefna styttra tækninám tengt tölvu- iðnaði, verslun og framleiðsluiðnaði. Nýjar styttri námsleiðir og upphafsnám hefðbundinna námsleiða má með þjóðhagslegum ávinningi byggja upp á Akureyri og létta þannig á gífur- legri byggingarþörf Háskóla íslands í Reykjavík. Auknu námsframboði á Akureyri tengist nauðsyn á meira heimavistarrými, þar með tald- ir hjónagarðar. Með byggingu heimavista fyrir alla nemendur á framhaldsskólastigi býðst æskufólki dreifbýlisins húsnæði á hagstæðari kjörum og jafnar námsaðstæður nemenda á landinu. Að efla einn stað Á kjördæmisþingi framsóknarmanna í Norður- landi eystra var einnig samþykkt ályktun um að efla Akureyri sem mótvægi við höfuðborgar- svæðið, auk þess sem lögð var á það áhersla að aðrir staðir á Norðurlandi verði ekki afskiptir. Það er ljóst að í nútímaþjóðfélagi hefur þéttbýli á borð við Reykjavík mikið aðdráttarafl vegna öflugrar þjónustustarfsemi og blómlegs menn- ingarlífs, sem þar getur þrifist. Til að ná út á land starfsemi sem ella myndi öll lenda í Reykja- vík, er því nauðsynlegt að efla einn stað, sem vegna stórbættra samgangna á Norðurlandi get- ur auðveldlega orðið Akureyri. Sé pólitískur vilji fyrir hendi geta stjórnvöld á skömmum tíma hrundið slíkri þróun af stað með staðsetningu opinberra stofnana á Akureyri. Mestu skiptir þó aukin samvinna Norðlendinga í því að ná aukinni þjónustu og nýjum tækifærum í iðnaði út á land. _v/ðfa/ dagsins. ' - Rætt við Egil Olgeirsson, formann stjórnar Dvalarheimilis aldraðra á Húsavík Eins og fram hefur komið í fréttum, gangast fimm landssam- bönd fyrir fjársöfnun um næstu helgi, undir kjörorðinu „Æskan þakkar fyrir sig“. Fé því sem safn- ast verður varið í þágu aldraðra. Farið er fram á að skólabörn ann- ist söfnunina og í leiðinni skapast tækifæri til að kynna ungu fólki þjónustu við aldraða. Söfnunin fer fram á þann hátt að unglingarnir ganga í hús og bjóða penna til sölu, og kostar penninn kr. 100. Egill Olgeirsson er formaður Dval- arheimilis aldraðra sf. á Húsavík en hvaða félagsskapur er það? „Dvalarheimili aldraðra er sjálfs- eignarstofnun í eigu þrettán hreppa í Þingeyjarsýslum, frá Raufarhöfn að austan til Ljósavatnshrepps að vestan. Félagið var stofnað 1976 til að koma upp og starfrækja heimili fyrir aldraða á félagssvæðinu, og stuðla að bættri öldrunarþjónustu. Dvalar- heimilið Hvammur hefur verið byggt á Húsavík. Þar dvelja í dag 48 íbúar en 90 eru á biðlista. í fyrrahaust var hafist handa við byggingu sjö búsetu- réttaríbúða, verða þær væntanlega afhentar um áramót. í þeim íbúðum er rými fyrir 14 íbúa.“ - Hvar er þörfin fyrir fjármagn brýnust í dag? „Nefndin sem stendur fyrir þessari fjársöfnun kom til okkar hjá dvalar- heimilinu og óskaði eftir ábendingu um í hvað best væri að verja því fé sem safnað yrði. Þó við getum nefnt ótal hluti sem brýnt er að kaupa eða leggja fé til, þá er í okkar huga brýnast að greiða niður skuldir vegna byggingar Hvamms. Okkur finnst að við eigum erfitt um vik að hefja framkvæmdir annars staðar á félagssvæðinu meðan félagið getur ekki staðið við þær skuldbindingar sem það hefur tekið á sig.“ - Getur þú nefnt tölur í þessu sambandi? „Félagið er með ógreiddar skuldir vegna byggingarinnar upp á 23 millj- ónir í dag. Framlag sveitarfélaganna sem eru eignaraðilar er fjórar og hálf milljón í ár. Við erum með í vanskilum um eina milljón sem við sjáum ekki fram á að geta borgað á þessu ári. Þetta eru of háar tölur til að ýta á undan sér án þess að finna einhvern flöt á því. Hvernig greiða eigi skuldirnar. Við höfum sótt af auknum þunga til Framkvæmdasjóðs aldraðra, í þeirri von að fá þar úrlausn en það hefur ekki tekist. Því er mjög brýnt að fá aðstoð heimamanna. Þörfin á auk- inni uppbyggingu er svo mikil en við verðum að ná niður þessum skuldum áður en framkvæmdir við næsta áfanga hefjast." - Hvað er á döfinni hjá ykkur næst? „Sveitarfélög sem eru í félaginu hafa óskað eftir uppbyggingu á sínu svæði, það má nefna Kópasker, Raufarhöfn og Mývatnssveit, en þar eru engir möguleikar að byrja meðan staðan er þessi. Hér höfum við ein- göngu rætt um vistunarmál, en fram þarf að fara könnun á þörf fyrir heimilishjálp og heimahjúkrun til að létta af vistunarþörfinni. Ákveðið er að hefja dagvistun í Hvammi um ára- mót og verður 6-8 aðilum gefinn kostur á þeirri þjónustu. Kannaðir verða möguleikar á einhvers konar viðbyggingu við Hvamm. Hugsan- lega kæmu þar til búseturéttaríbúðir og eru menn fyrst og fremst að hugsa um að fá sem mest fyrir sem minnsta peninga. En viðbygging yrði ódýrari en sjálfstæðar einingar. Við viljum koma upp sem bestri þjónustu fyrir aldraða. En í augna- blikinu er félagið ekki í stakk búið til stórframkvæmda. Það þarf að leita annarra leiða, að fólkið leggi sjálft fram peninga eða fjármagn komi úr opinberum sjóðum, en því miður hafa þeir ekki verið okkur hliðhollir til þessa.“ - IM ÍJ N O ■ M A N U o A G U R

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.