Dagur - 07.11.1985, Side 3

Dagur - 07.11.1985, Side 3
7. nóvember 1985 - DAGUR - 3 Hundahald á Akureyri: Leyfisgjald hækkar Þeir sem halda hund á Akur- eyri þurfa að greiða 1600 krón- ur í leyfísgjald fyrir árið 1986 í stað 1200 króna í fyrra. Þetta var samþykkt í bæjarstjórn Akureyrar í gær, þriðjudag. Samkvæmt lögum er hunda- hald bannað á Akureyri að undanteknum hundum á lögbýl- um, leiðsöguhundum til hjálpar blindu fólki og leitarhundum til hjálpar björgunarsveitum. Bæjarstjórn Akureyrar er þó heimilt að veita mönnum búsett- um í bænum undanþágu til hundahalds, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þannig þarf að skrá hundana og greiða leyfisgjald fyrir þá, þeir verða að vera ábyrgðartryggðir og mega hvorki ganga lausir á al- mannafæri né heldur raska ró bæjarbúa á nokkurn hátt. Þá verða hundaeigendur að hlíta lögum og reglugerðum um hundahald, sem m.a. felur í sér að færa verður hundana til ár- legrar hreinsunar. í dag eru um 210 hundar á skrá á Akureyri. Valdimar Brynjólfsson heil- Rudi kynnir Mayrhofen Hinn góðkunni og síglaði skíðagarpur og leiðsögumað- ur Rudi Knapp, sem fjöl- margir Akureyringar og aðrir landsmenn kannast við, eftir að hafa notið Ieiðsagnar hans í skíðalöndum við Mayrhofen í austurrísku ölpunum, er nú staddur á Akureyri. Hann mun í dag veita þeim sem áhuga hafa allar upplýsing- ar um þessa skíðaparadís, sem Flugleiðir selja ferðir til. Hægt verður að hitta Rudi á Ferða- skrifstofu Akureyrar á opnun- arttma skrifstofunnar. Fyrsta ferðin verður farin 21. des., þá 4. jan., 18. jan og 1. febr., en eftir það verða ferðir hvern laugardag frá 15. febr. til 29. mars. HS Amtsbókasafnið: Sr. Matthíasar minnst Hinn 11. nóvember næstkom- andi eru liðin 150 ár frá fæð- ingu þjóðskáldsins síra Matthí- asar Jochumssonar. í tilefni afmælisins verður hald- ið Matthíasarkvöld í Akureyrar- kirkju á vegum Amtsbókasafns- ins á Akureyri mánudaginn 11. nóvember og hefst það kl. 21. Þar mun dr. theol. Sigurbjörn Einarsson biskup minnast síra Matthíasar og lesið verður úr verkum skáldsins. Kammersveit Tónlistarskólans á Akureyri leik- ur og Kirkjukór Akureyrarkirkju syngur. Amtsbókasafnið og Mennta- skólinn á Akureyri hafa í sam- vinnu látið prenta dálítið kver með völdum ljóðum sr. Matthí- asar, sem áformað er að gefa öll- um skólanemum á Akureyri á af- mælisdaginn og er þess vænst að kennarar verji einhverri stund þann dag til að minnast þjóð- skáldsins. Á lestrarsal Amtsbókasafnsins verður sýning á ritum skáldsins og fleiru er tengist minningu hans. Mun sú sýning standa í 10- 15 daga. Síra Matthías Jochumsson var fyrsti heiðursborgari Akureyrar- bæjar og um leið fyrsti heiðurs- borgarinn á íslandi. Húsavík: Réttindanam skipstjóra og vélstjóra hafið „Það er ákaflega ánægjulegt að fá nógan mannskap til að geta komið þessu námi á hér á staðnum,“ sagði Sigurjón Jó- hannesson skólastjóri Gagn- fræðaskóla Húsavíkur í gær, en 11 skipstjórar og 7 vélstjór- ar sem starfað hafa með undanþágu mættu til skólans í gær og voru þar kynnt náms- gögn og fleira. brigðisfulltrúi sagði að allt of al- gengt væri að menn virtu ekki þessa samþykkt um hundahald og oft væri kvartað undan hund- um sem gengju lausir um bæinn. „Hins vegar er reglugerðin svolítið gloppótt, sérstaklega hvað varðar töku lausra hunda, og því erfitt að vinna eftir henni. Þannig hefur verið uppi ágrein- ingur á milli bæjaryfirvalda og lögreglunnar um það hver eigi að handsama þessa lausu hunda,“ sagði Valdimar ennfremur. Hann kvaðst vona að reglugerðinni yrði eitthvað breytt, þannig að skýrt kæmi fram hver ætti að sjá um að samþykktir væru haldnar og þá væri einnig þörf á að taka upp ná- kvæmari skráningu en nú tíðkað- ist. Valdimar benti á að því oftar sem samþykkt um hundahald er brotin aukast líkurnar á því að hundahald verði með öllu bannað. Til samanburðar má geta þess að leyfisgjald á Dalvík er 2500 krónur en mun hærra í Reykja- vík eða 6000 krónur. Engar regl- ur hafa hins. vegar gilt hér um hvað kosti að leysa hund úr „gæsluvarðhaldi" sem gripinn hefur verið á röltinu. Eigandinn hefur kannski þurft að borga 100 krónur, mest til málamynda. Án þess að verið sé að benda á fyrir- mynd gilda þær reglur á Hellu á Rangárvöllum að hver sem er má handsama lausan hund og fær fyrir það vegleg peningaverð- laun. Á Akureyri er slík tekju- öflunarleið ekki í boði enn, hvað sem síðar verður. BB. Amtsbókasafnið á Akureyri Matthíasarkvöld í Akureyrarkirkju 11. nóvember 1985, kl. 21.00. Kammersveit Tónlistarskólans á Akureyri leikur, stjórnandi Oliver Kentish. Setningarávarp, Guðmundur Heiðar Frímanns- son, ritari bókasafnsnefndar. Dr. theol. Sigurbjörn Einarsson biskup minnist Matthíasar Jochumssonar. Söngur, Kirkjukór Akureyrarkirkju. Upplestur, Arnar Jónsson leikari. Söngur, Kirkjukór Akureyrarkirkju. Aðgangur ókeypis. Amtsbókasafnið. Hundaeigendur Akureyri Lögboðin hundahreinsun á Akureyri verður föstu- daginn 8. nóv. kl. 16-18 og laugardaginn 9. nóv. kl. 10-12, í áhaldahúsi Gróðurstöðvarinnar. Greiða ber leyfisgjald fyrir 1985, kr. 1.600,- og framvísa kvittun fyrir greiðslu iðgjalds af ábyrgð- artryggingu. Árangur hreinsunar er betri ef hundarnir eru fast- andi þegar hreinsun fer fram. Enn hefur sullaveiki ekki verið útrýmt. Mætið því vel og losið heimilisfólk og aðra við þá hættu sem er samfara óhreinsuðum hundum. Heilbrigðisfulltrúi. í dag hefst kennsla, en þeir ætla að stunda nám sem skipulagt er af Vélskóla íslands og Stýri- mannaskólanum, til að öðlast réttindi. Áætlað er að skóli þessi standi rúma þrjá mánuði og til að stytta námstímann verður einnig kennt á laugardögum. Kennslan mun fara fram víðar en í skólan- urn, nt.a. á verkstæðum til að fá aðgang að tækjum sem þar eru fyrir. IM/Húsavík crístal vönduðu bresku vegg-og gólfflísarnar Steinprýði hf. hefur tekið við umboði John Lindsay hf. á Islandi fyrir hinar þekktu framleiðsluvörur breska fyrir- tækisins H & R Johnson Tiles, og fyrirtækjanna A G Tiles og Maw & Co. Fyrirtækin eru þekkt fyrir vandaða og fjölbreytta fram- leiðslu á CRISTAL vegg- og gólfflísum, auk fylgihluta og margvíslegrar gjafavöru úr gleri. Verðið er hagstætt og í sumum tilvikum lægra, en áður hefur þekkst hér á landi. Steinprýði hefur fyrirliggj- andi sýnishorn ásamt öllum nánari upplýsingum, og býður nýja viðskiptavini og að sjálfsögðu gamla viðskipta- menn velkomna. Nýr umboðsmaður á íslandi ISsteinprýðihf. Stórhöföa16 slmi 83340-84780 Umboðsmaður á Akureyri: ^skaptif

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.