Dagur - 07.11.1985, Side 6

Dagur - 07.11.1985, Side 6
6 - DAGUR - 7. nóvember 1985 7. nóvember 1985 - DAGUR - 7 Allt Ul vímuefni Bolli Gústavsson. - Hvenær finnst ykkur aö þaö sé í lagi aö unglingar byrji að drekka? „Ja, svona 15-17 ára." - Stundum fara krakkar aö drekka óhóflega mikiö. Hverj teljið þiö ástæöurnar fyrÍÞ*þvf? „Þetta gerist oft þegar heimilis- aðstæður eru ambar og svo er það líka félagsskapurinnlysem skiptir máli.-Annars verður mikiö mafra var^iö þel Reykjavíf." - Fini|st ykkur aö þaö æt halda áfram fræöslu í skglu „Já þaö veröur aö halda áfi fræöslu, 'en ekki svona þetta er of.mikil pappírsfi Þaö verður\ö fá menn (; aö segja frá eigir) reynslu í’svöna málum." - En hvernig finnst yl reglan taka á þessum málum? „Þeir geta fátt annað en keyrt útúrdrukkna krakka heim og þaö gera þeir," sagði Ari. „Þeir ættu að tala viö foreldr- ana,“ kvað Jón Haukur að lokum. Vímuefni óæskileg og ónauðsynleg Við ræddum einnig viö Bolla Gústavsson sóknarprest, Laufási, inni á Torginu. - Hvaö finnst þér um eiturlyf? „Skoðun mín er sú að þau séu óæskileg og ónauðsynleg almennt." - Helduröu að það sé erfitt aö nálgast þau? „Mér er ókunnugt um það, en mér virðist á fréttum aö fólk eigi nokkuð auövelt meö aö ná í þau." - Telurðu neyslu dreifast á al- þýöu manna eöa vera innan tak- markaðra hópa þjóöfélagsins? „Þau tengjast líklega ekki ákveönum stéttum, frekar afbrot- um svo og auði.“ - Finnst þér að taka ætti harð- ar á fíkniefnaglæpum? „Já, ég er eindregið þeirrar skoðunar, sérstaklega eiturlyfja- sölum.“ Áfengisaldurinn hefur færst neðar Inni á Teríunni sat eldri kona, Sigríður Hafstaö frá Tjörn í Svarfaðardal. Hún var mjög fús til aö ræöa við okkur. - Hvaö finnst þér um vímu- efnaneyslu unglinga í dag? „Þar sem ég á heima í sveit þekki ég ekki mikið til þessa. Ég ýmislegt en aldrei heyrt um eiturlyft^a^lvík." - En hvað urr^éfengið? g verð aðallegsfojr við þetta mkomum-öoíj' mér finnst hafa'’ færst Fyrir tuttugu árum sá ekki drukkinn ungling. Þe®*r mjög raunalegt.'f enær finnst þér þá í lagi að iftöJingar þyrji að drekka? ekki í lagi að ungl- ^ÍnÖ!f*Cp#en Þ®9'ar Þeir eru iliUorðnirn8 ara hpfá þeir aðgang að vínveitiggastöðum og við því getuLmaður ekkert sagt.“ annabisefni litin of alvarlegum augum Að lokum lá leið okkar inn á Bautann (á flótta undan kuldan- um). Þar hittum við aö máli þá Gunnar Jónsson og Gunnlaug Stefánsson og ræddum við þá um hin „forboðnu efni“, (önnur vímuefni en áfengi). - Hvað finnst ykkur um fíkni- efni? „Við erum á móti notkun þeirra, þó finnst okkur þau litin of alvarlegum augum, sérstaklega kannabisefnin." - Er mikið um þau hér á Akur- eyri? Reynsla ungrar stúlku Á vímuefnum og neyslu þeirra eru skiptar skoðanir eins og á flestu öðru í daglegu lífi. Við ræddum við fjölbreyttan hóp ein- staklinga og skiptust spurningar okkar aðallega í tvennt, annars vegar spurðum við meira um eit- urlyf og hins vegar um áfengi því það er óneitanlega það vímuefni sem unglingar á Akureyri sem og öðrum þéttbýlisstöðum á landinu nota helst. Of mikil pappírsfræðsla Inni á Café Torgið hittum við tvo eldhressa stráka, Jón Hauk Ingvason og Ara Theodór Jós- efsson. - Hvað finnst ykkur um vímu- efni sem slík? „Eiturlyfin eru ekki í lagi en áfengi er í lagi í hófi,“ samsinntu þeir. - Haldið þið að það sé mikið um vímuefnaneyslu hér í bænum? „Ja, þaö eru frekar eldri krakk- ar sem eru í eiturlyfjum," sagöi Jón Haukur. „Já og unglingarnir drekka mikið áfengi og mér finnst þeir ekki kunna að fara með það,“ bætti Ari við. - Finnst ykkur þá unglingarnir byrja snemma að drekka? „Já almennt, þó fer það mikið eftir félagsskapnum sem þeir eru í.“ Sigríður Hafstað. Unglingsárin eru oft talin bestu ár ævinnar en þau eru einnig oft tal- in þau erfiðustu. Margt togast á innra með unglingnum og fyrir honum verða margar freistingar. Ein af þessum freistingum er vímugjafarnir. Það virðist sem einn þáttur þess að vera ungling- ur sé að kynnast vímuefnum á einn eða annan hátt. Ástæðurnar fyrir því kunna að vera margar en oft eru þær þörfin á að prófa eitthvað nýtt eða fé- lagsskapurinn sem unglingurinn er í. Mörgum tekst því miður ekki að rata hinn gullna meðalveg í þessum efnum en sumir halda sig algjörlega frá öllum vímugjöf- um. Hér á eftir fer frásögn ungrar stúlku af reynslu hennar af vímu- efnanotkun. Við vonum að þessi frásögn opni augu einhverra fyrir þessum mikla vanda þjóðfélagsins í dag. Upphafið: Hjá mér byrjaði þetta út af lífs- leiða. Ég var búin að fá hundleið á skólanum og fílaði ekki krakk- ana í bekknum. Þegar ég kom heim var ekkert að gera, enginn heima því foreldrarnir unnu úti. Þar að auki var ég byrjuð að reykja í laumi og til að vera ekki að stressa mig yfir að pabbi og mamma stæðu mig að verki heima, þá fór ég eitthvað út. Bæði til að reykja og hitta krakka. Hlemmur: Þá hafði Hlemmur mest aðdrátt- arafl, þvi þar var mikið af skraut- legu liði sem auðvelt var að kynnast. Þetta var eiginlega miðstöð bæjarins og auðvelt að komast þaðan hvert sem maður vildi. Er hægt að skemmta sér án vímuefna? „Nei, það fer ekki mikið fyrir þeim. Við teljum að neysla þeirra sé minni nú en t.d. fyrir tveimur árum.“ - Er erfitt að ná í þau? „Nei, ekki ef menn vilja og efn- ið fæst.“ - Hverjir eru það sem neyta helst efnanna? „Það er fólk úr öllum stéttum, val efnanna miðast oft við efna- hag fólks." - Teljiðþiðaðtakaeigiharðar á fíkniefnaafbrotum? „Nei, það ætti frekar að leggja meiri áherslu á smygl og sterkari efni.“ Gunnlaugur Stefánsson og Gunnar Jónsson. - Þurfið þið oft að keyra heim unglinga sem eru í slæmu ástandi vegna einhverra vímu- gjafa? „Já við þurfum oft að keyra heim unglinga sem eru ósjálfbjarga vegna of- drykkju og þá aðallega um helgar.“ - En þurfið þið oft að taka unglinga með ykkur upp á stöð? „Já, við förum oftast fyrst með þá upp á stöð, hringjum heim til þeirra og keyrum þá síðan heim ef það er hægt.“ - Hvað segja foreldr- arnir þegar þið hringið til þeirra? Felix Josafatsson „Þeir taka því yfirleitt vei og vilja fá þá heim, en sumir verða hins vegar alveg öskuillir." - Hve gamlir eru þessir krakkar? „Þeir eru svona 15-16 ára.“ - Eitthvað sem þú vilt segja að lokum? „Já mér finnst að þeir sem starfa að málum unglinga hjá bænum ættu að kynna sér málin betur, t.d. að vera á staðnum þegar vandamálið sést best, þ.e.a.s. um helgar." £ I s ;? (O o> a> o> o c (0 > o> o> ■E a> o> o> ui ■ ■ ■R 12 ára: Þegar ekkert er framundan skipt- ir ekki máli hvað maður gerir. Þá er maður til í hvað sem er til að gera Kðandi stund skemmtilegri, en hugsar ekkert um afleiðing- arnar. Ég byrjaði fyrst að drekka tólf ára og fannst það alveg meiri- háttar. Næstu skiptin voru ekki eins skemmtileg því ég drakk of mikið í einu. Pilluát og sniff: Mig fór að langa að prófa eitt- hvað nýtt. Ég hafði heyrt að hægt væri að komast í vímu af sjóveik- ispillum, svo ég tók nokkrar. Áhrifin voru hræðileg; ofsjónir, svo ég varð mjög hrædd og tók þær ekki inn aftur. Síðan kom sniffaldan, og ég prófaði það nokkrum sinnum þó ég sé mjög á móti sniffi. Hass: Þegar ég hafði hangið á Hlemmi um nokkurn tíma, sá ég hve auö- velt var að nálgast efni eins og hass. Það er mikið meira um þetta en nokkurn grunar. Ég prófaði fyrst að reykja hass, þegar maður sem ég þekkti bauð mér í pípu. Áhrifin voru engin í það skiptið. Ég umgekkst fólk sem var á kafi í vímuefnum, aðallega hassi, en einnig pillum o.fl. Mér var oft boðiö hass í byrjun en hóf síðan aö kaupa það sjálf. Svo fór að ég eyddi öllum mínum peningum í hass. Ég var hætt að drekka því mér líkaði áhrif hass- ins betur. Áhrif hassins: Það hafði þau áhrif á mig, að ég varð mjög róleg. Gat setiö tímun- um saman og horft út í loftið, og missti allt tímaskyn. Eftir að hafa veriö i þessu í nokkurn tíma var ég farin aö rugla saman draumi og veruleika og var mjög gleymin. Fíkniefnasala og lögregla: Það er mjög auðvelt að nálgast hassið. Þeir sem seldu mér það voru sjálfir neytendur. Þeir fóru yfirleitt leynt með hver útvegaði þeim það. Önnur Helga Eggert Tryggvason hefur nú þegar sagt skilið við þáttinn vegna anna og í hans stað komin 16 ára stúlka innan úr Firði, Helga Kristjánsdóttir. Við viljum aftur og enn minna lesendur ALLS á að koma með bréf, ábendingar eða hvaðeina til okkar í þáttinn. Haldiö ekki lengur aftur af ykkur heldur hringið í Gísla í síma 24078 eða reynið að ná í Helgurnar á heimavist MA í síma 24055. Tengist vímuefnanotkun þessu? Byrjar það þarna? Lögreglan nær aðeins litlu broti af þeim efnum sem eru í umferð, og neytendur þeirra sleppa ótrúlega vel. Þó fer mikið af þessu fram beint fyrir framan nefið á lögreglunni. Heimili og skóli: Ég mætti yfirleitt alltaf í skólann, þó ég svæfi í flestum tímum. Foreldrarnir virtust ekki taka eftir neinu allan þann tíma sem ég var í þessu. Við rifumst oft og stundum kom til handalögmála. Þau hót- uðu oft að reka mig aö heiman en það varð aldrei neitt úr því. Lokaorð: Nú hcf ég ekki neitt eiturlyfja um nokkurt skeið, og er ástæðan sú að ég hef breytt um umhverfi og eignast nýja félaga. „Þetta verður mikið átakaþing“ - segir Sverrir Leósson um aðalfund Landssambands ísienskra útvegsmanna, sem hófst í Reykjavík í gær. „Þad má búast við átakafundi, því þarna verða mikil- væg málefni sjávarútvegsins rædd og útvegsmenn eru ekki á einu máli um hvaða stefnu þau eiga að taka,“ sagði Sverrir Leósson, formaður Félags útvegsmanna á Norðurlandi, í samtali við Dag. Tilefnið er aðalfundur Landssambands útvegsmanna, sem hófst í Reykjavík í gær. Þar verður stefnumótun í fiskveiðistjórnun í deigl- unni, fyrst og fremst með tilliti til lagafrumvarps sjávar- útvegsráðherra um fískveiðistjórnun með kvótakerfí næstu þrjú árin. „Útvegsmenn á Norðurlandi standa samhuga gegn þessari þriggja ára stjórnun með laga- bókstaf,“ sagði Sverrir. „Við höfum samræmt okkar hugmyndir og á fundi, sem hald- inn var á Akureyri um síðústu helgi, gerðum við sameiginlega samþykkt um þessi mál. Við teij- um að veiðisóknin skipti ekki al- farið sköpum um afkomu fiski- stofnanna. Þar spila lífsskilyrðin í sjónum ekki minna hlutverk. Það sannar best reynslan að undan- förnu. Sjórinn hefur hlýnað, um leið eykst í honum átan og fiskur- inn kemur í kjölfarið. Það er langt síðan veiði hefur verið eins góð og að undanförnu. Þessu er aftur öfugt farið við Grænland. Þar hefur sjórinn kólnað það mikið, að veiði er sáralítil. Með hliðsjón af þessu, teljum við útvegsmenn á Norðurlandi ekki ráðlegt að lögbinda fisk- veiðistefnuna til þriggja ára. Við teljum eðlilegra að setja ramma- lög, t.d. til tveggja ára, en síðan má stjórna veiðunum með reglu- gerðum, sem yrðu mótaðar eftir ástandi hverju sinni. Stjórnun fiskveiða þarf að vera í stöðugri endurskoðun, því lífsskilyrðin í sjónum geta breyst á mjög stutt- um tíma.“ - Eiga ykkar hugmyndir fylgi að fagna meðal útvegsmanna í öðrum landshlutum? „Ég veit það ekki fyrir víst. Um þetta mál eru mjög skiptar skoðanir. Mér skilst að Suður- nesjamenn vilji stífa stjórnun til þriggja ára, bundna í lögum. En þeir eru ef til vill að hugsa um eigið skinn. Ég veit að þeir hafa mikinn áhuga fyrir því að fiskur- inn fái að hafa frið hér fyrir Norðurlandi, þannig að hann vaxi og dafni og fái að ganga óáreittur suður fyrir land. Þar geta Suðurnesjamenn síðan tekið hann í netin.“ - Sjónarmið manna ráðast þá af hagsmunum? „Á því er enginn vafi.“ - Þetta verður þá átakaþing? Sverrir Leósson. „Ég hef trú á því að þetta verði stormasamt þing. Ég vil engu spá um það hvað verður ofan á, en ég vona að menn beri gæfu til að binda fiskveiðistefnuna ekki til þriggja ára, eins og ráðgert er. Með því yrði kvótakerfið fest í sessi um ókomna tíð og það held ég að sé ekki til heilla fyrir þjóð- arbúið. Það þýddi stöðnun í ís- lenskum sjávarútvegi." - Þarf ef til vill enga stjórnun? „Jú, það þarf ákveðna stjórnun, það er ekki hægt að komast hjá því að mínu viti. En nú held ég að sé kominn tími til að slaka svolítið á, í stað þess að herða á ólinni, eins og sjávarút- vegsráðherra virðist hafa í hyggju. Menn verða að átta sig á því, að lífskjör þjóðarinnar ráðast af því hversu mikinn afla við drög- um úr sjó og hversu mikla pen- inga við fáum fvrir þennan afla. Þess vegna hlýtur það að vera grundvallaratriði. að nýta fiski- stofnana hverju sinni. án þess þó að stefna þeim í bráða hættu. Það er ekki til neins að ala upp fisk handa fiskimönnum annarra þjóða. Reynslan sýnir okkur, að fisk- urinn leitar þangað sem skilyrðin eru best. Sagan segir þetta. Það er ekki langt síðan við bjuggum við aflaleysi. en það- hefur gerst áður. án þess að veruleg hætta væri talin á að fiskistofnarnir væru að hrynja. Nægir þar að minna á árin 1958 og 1959. en þá minnkaði afli íslenskra fiskiskipa verulega. samhliða því að sjórinn kólnaði. Núna eru batnandi lífs- skilvrði í sjónum umhverfis landið. samhliða hlýnandi sjó. eins og ég gat um í upphafi. Þessu er öfugt farið við Grænland og ef til vill er það þorskur þaðan. sem við höfum verið að veiða úti fyrir Vestfjörðum og Norðurlandi í sumar og haust. Hver veit?" sagði Sverrir Leósson. Grundarkirkja áttatíu ára - Afmælisins minnst með messu í kirkjunni 10. nóvember Ég minnist þess frá æskuárum. að á póstkorti með mynd af Grundarkirkju stóð skrifað. að hún væri veglegasta kirkja landsins. Síðan hafa ótal kirkj- ur risið, bæði fagrar og vegleg- ar, en of margar furðulegar í útliti og sumar blátt áfram herfilegar á að sjá. Og mega arkitektar, sumir hverjir, hafa skömm fyrir „tilraunastarf- semi“ sína í sambandi við kirkjuteikningar. Ekki segi ég, að Grundar- kirkja sé lengur veglegust kirkna í landinu. Engu að síð- ur er hún þar í fremstu röð, og að vissu leyti algerlega „í sér- flokki“, hvað fegurð snertir, að ekki sé talað urn það, hvernig þetta einstæða hús er til orðið. En það reisti af sjálfs síns efnum, Magnús Sigurðs- son, stórbóndi á Grund. Frumtcikningu að kirkjunni gerði Sigtryggur Jóhannesson, timburmeistari á Akureyri, í samráði við kirkjueiganda, sem sjálfur réði mestu um alla tilhögun og smíði kirkjunnar, enda lærður trésmiður. Yfir- smiður var Ásmundur Bjarna- son frá Eskifirði. Með honum starfaði Pálmi Jósefsson frá Samkomugerði. scm vann margt það af viðarverki. er vandasamast var. Aðrir smiðir voru: Þorsteinn Ágústsson, sem seinna fluttist til Reykja- víkur, Maron Sölvason og Jónas Stefánsson, báðir á Ak- ureyri. Málninguna annaðist norskur maður. Möller að nafni. Allt voru þetta úrvals- ntenn, eins og handbragðið á kirkjuhúsinu sýnir. Nýlega er lokið ntikilli cnd- urnýjun á ytra borði kirkjunn- ar. Því að öfl veðrunar og fúa eru áleitin. En nú er kirkjan aftur orðin sem ný á að líta. Hefir Hjörleifur Stefánsson, arkitekt í Reykjavík, haft yfir- umsjón með verkinu. Yfir- smiður var Sverrir Hermanns- son, húsasmíðameistari á Ak- ureyri, en rnálari, Guðvarður Jónsson, Akureyri. Er verk þetta allt nteð prýði af hendi leyst. Smíði Grundarkirkju hófst 15. júnt 1904 og var lokið 11. nóv. 1905. Og daginn eftir að „síðasta fjölin var felld", fór svo fram vígsla musterisins. að viðstöddum 800 manns, eða um það bil. og var þó öllum gefið kaffi að vígsluathöfninni lokinni! Héraðsprófasturinn, sr. Jónas Jónasson á Hrafnagili, flutti vígsluræðuna, en með honum störfuðu að vígslunni, sr. Jakob Björnsson í Saurbæ, þjóðskáldið sr. Matthías Joch- umsson og sr. Geir Sæmunds- son á Akureyri. Kirkjusöngn- um stýrði organisti kirkjunnar, Kristján Ámason, seinna kaupmaður á Akurcyri. Sunnudaginn 10. növ. nk. verður afmælis Grundarkirkju minnst nteð messu í kirkjunni, er hefst kl. 13.30. Vígslubisk- up, séra Sigurður Guðmunds- son á Grenjaðarstað, stígur í stólinn. Og kór kirkjunnar syngur, undir stjórn organist- ans. frú Sigríðar Schiöth. Hvað annað gerist. kemur í Ijós á sínum tíma. B.Kr.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.