Dagur


Dagur - 07.11.1985, Qupperneq 8

Dagur - 07.11.1985, Qupperneq 8
8 - DAGUR - 7. nóvember 1985 Ræða Hafþórs Helgasonar á Kjördæmisþingi: Endurskapa ímynd Framsóknarflokksins Hugtakið sannlcikur er ckki til í eiginlegri merkingu sinni. Hvort eitt eða annað er sannleikanum samkvæmt er háð forsendum, gildismati og viðhorfum þess er það nemur hverju sinni með skilningarvitum sínum. Til að staðliæfing teljist sönn er, að margra áliti, nægjanlegt að fyrir henni séu færð þau rök er teljast vera vel haldgóð. Er þá gjarnan horft framhjá því að til kann að vera önnur staðhæfing, studd gildum rökum, er stangast á við hina fyrri. Ég hygg að um allar staðhæfingar megi fullyrða að þær séu ekki sannar í víðustu merkingu þess hugtaks. Það að ekkert er í rauninni algildum sannlcika samkvæmt er á margan hátt einkennandi fyrir umræður um stjórnmál, ekki síst meðal þeirra einstaklinga er kenndir eru við hina svokölluðu miðju á stjórnmálastikunni. Þá, sem telja sig hafa höndlað hinn eilífa sannleika í umræðum um stjórnmál, má telja í besta falli þröngsýna en horft til hins verra, beinlínis hættulega. T.a.m. eru þeir menn, sem hampa, með trúarglampa í aug- um, ritum (Miltons Friedman og Karls Marx), hættulegir með of miklu valdi til stjórnunar. Enn hættulegri eru þeir menn er varpa trúarglampanum eingöngu af vitrunum um eigið ágæti og yfir- burði. Maður, eins og Jón Bald- vin Hannibalsson, sem trúir því að hann geti umbreytt íslandi á einni nóttu fyrir tilstilli eigin ágætis er vægast sagt mjög líkleg- ur til að taka hættulega rangar ákvarðanir. Og cf maður, eins og Albert Guðfnundsson, er einn fingursmell að hugsa stöðu ríkis- sjóðs í mínus tvo milljarða vakn- ar spurning um hversu lcngi hann hefði verið að smclla okkur öll út af kortinu ef förlögin hefðu ekki gripið í taumana. Þeirsem vakna að morgni í fullvissu um sannleika ákvaröana sinna á komandi degi vita ekki hvaö sannleikur er eða öllu heldur er ekki. Leit mannsins að sannleikan- um hefur staðið frá því að vitn- eskja hans um eigið sjálf kvikn- aði. Trúarbrögð og stjórnmál hafa m.a. fært heim sanninn um að hverja viti borna manneskju þyrstir eftir sannleika í einni eða annarri mynd. Scm einstaklingur á ég minn sannleika um hin að- skiljanlegustu málefni manna og málleysingja og sé til stjórnmál- anna horft lít ég sannleika í hinni s.k. miðju þcirra. Ég veit ekki hvort það stafar at' því að ég cr al- inn upp af sósíalistum eða því að ég er ekki alinn upp af kapítalist- um en sá sannleikur minn stend- ur enn óhagganlegur að það þarf rými fyrir manninn þrátt fyrir auðinn. Samvinnurekstur, einka- rekstur og ríkisvald er sá grunnur sem ntinn sannleikur stendur á, Framsóknarflokkurinn er tækið sém ég trúi aö viðhaldi honum. Tækið Framsóknarflokkur hef- ur reynst öflugt og farsælt á undan- förnum einum og hálfum áratug. Landið 1985 er í annarri mynd en landið 1970 og hin nýja mynd er sett fögrum dráttum í anda sam- vinnustefnunnar. Skoðanamunur er um einstakar línur; lita- samsetningu þeirra og lögun en meginuppistaðan sem við blasir á myndfletinum er svokölluð byggðastefna. Án hennar hefðu bersýnilega stórir hlutar myndar- innar hrunið saman og í ramm- anum væri snertipunktalaust hrafnaspark með sorglegri áferö. Það er enginn algildur sann- leikur til. Ég hef sett fram þá skoðun að sú ímynd sem Fram- sóknarflokkurinn hefur í hugum stórs hluta kjósenda sé neikvæð og helstu orsakavaldarnir séu erf- ið áróðursstaða bænda og sam- vinnuhreyfingarinnar. Það ber að hefja markvissa sókn gegn þeim öflum sem á okk- ur hafa ráðist. Viss naflaskoðun er okkur nauðsynleg og hversu poppað og vitlaust það kann að virðast þá verða menn að sætta sig við þá staðreynd að fyrirbærið ímynd skipti orðið skelfilega miidu máli fyrir framgang ein- staklinga, fyrirtækja og stofnana í samtelagi nútímans. Meö því að endurskapa ímynd bænda og samvinnuhreyfingarinnar og þannig um leið Framsóknar- flokksins, verður öll aðstaða til að hafa áhrif önnur og betri og áhrif viljum við hafa til að koma stefnumálum okkar til fram- kvæmda. Miðað við þann fjand- skap scm fram hefur komið á undanförnum árum í garð bænda og samvinnuhreyfingarinnar vek- ur ugg sú tilhugsun að áhrif Framsóknarflokksins kunni á næstu árum að fara stööugt þverrandi; ekki vegna málefna- legrar stöðu hans heldur vegna skorts á tengslum hans við vit- undarþróun almennings í landinu um stjórnmál. Gera má ráð fyrir aö á árinu 1987 gangi u.þ.b. 26 þúsund nýir kjósendur að kjörboröinu og þeir verði þá nærri fimmlungur kjós- enda. I síðustu alþingiskosning- um hlaut Framsóknarflokkurinn 18,5% heildaratkvæðamagns. Hann hlaut þá aðeins 10,3% at- kvæða í Reykjavík og á Reykja- nesi þar sem 61,3% landsmanna áttu sér heimili. Það eru m.a. þcssar tölur, cinkum og sér í lagi þær sem lúta að hinum mikla i'jölda ungmenna á næstu kjörskrá, sem liafa orsakaö um- ræður í þessu kjördæmi um að Ingvar Gíslason og Stefán Val- geirsson ættu e.t.v. aö fara að hugsa til þess að minnka afskipti sín af stjórnmálum. Sú umræða scm um mál af því tagi hefur spunnist er að öllum líkindum al- gerlega séríslenskt fyrirbæri og athygli vert fyrir merkileghcita sakir. í flestum ríkjum Vestur- landa hafa valist til starfa á lög- gjafarsamkomur rosknir menn með mikla reynslu og þekkingu og þannig öruggan grunn til að byggja á hvers konar ákvarðana- töku í bráð og lengd. Ég trúi því ekki aö nokkur einstaklingur á þessu kjördæmisþingi dfagi í efa getu þeirra Ingvars Gíslasonar og Stefáns Valgeirssonar til að taka réttar ákvarðanir á Alþingi ís- lendinga; svo mikil er reynsla þeirra og þekking orðin. Hins vegar getum við ekki leyft okkur að horfa framhjá þeirri þróun sem framundan er á kjörskránni; unga fólkið kemur inn í stórum stíl og til fjárfestingar í því þarf að hugsa. Og það er athyglisvert, í framhaldi af þessu, að horfa upp á einn mætasta sjálfstæðis- manninn í stjórnmálunum í dag, Geir Hallgrímsson, hverfa af vettvangi fyrir nánast það eitt að vera orðinn of gamall í augum kjósenda; hann hefur sennilega ekki áður verið betur í stakk bú- nn til að taka ákvarðanir þó maður sé ekki sammála öllum þeim nýjustu frá hans hendi. Persónulega sé ég ekki sannleik- ann sjálfan fólginn í því að Ingvar og Stefán dragi sig út úr stjórnmálum fyrir aldurs sakir en það kann að vera, þó ekki ætli ég að dæma þar um, að tíðarandinn kunni að verða viðhorfunum yfir- sterkari og ræna menn, því sem mætti nefna, hinni dýpri skyn- semi. Sem betur fer, fyrir stjórnmál- in, halda málefnin, sem slík, gildi sfnu í umræðunni þó á stundum vilji hún leiðast út í spurningar um manninn hér og manninn þar og daga þá jafnvel uppi í tali um eitthvað allt annað en stjórnmál. Eitt er það málefni sem ég vil taka hér til umfjöllunar öðrum fremur. Það eru áform stjórn- valda um að stöðva erlenda skuldasöfnun íslendinga. Þeim ber að fagna sérstaklega því hin erlenda skuldasöfnun undan- farinna ára hefur farið verr með landsbyggðina en margan hefur grunað. Stjórnvöld hafa verið all- gjörn á að taka erlend lán til brúa erfiðleika heima fyrir en þessi lán hafa gert það að verkum að þensla hefur skapast í sumum greinum atvinnulífsins; þensla vegna þess að hið erlenda fjár- magn er veltufé umfram verð- mætasköpunina í hagkerfinu og kallar því á tilkostnaðar- og vöru- verðshækkanir í ýmsum greinum. Hins vegar getur höfuðatvinnu- grein landsmanna, sjávarútveg- urinn, ekki velt vanda sínum út í verðlagið því hér ríkir fastgengis- stefna. Hann verður því undir í samkeppninni um starfskraftana sem leita þangað sem meira er að hafa. Um leið og þetta gerist blómgast heildsalaliðið á höfuð- borgarsvæðinu því við eyðum að meðaltali 4 krónum af hverjum 10, innlendum sem erlendum, í innfluttar vörur sem verða hag- stæðari í verði eftir því sem þenslan vex innanlands með hinu fasta gengi. Þannig hafa erlendar lántökur, ásamt fastgengisstefn- unni, átt stóran þátt í að veikja stöðu útvegsgreinanna í sam- keppninni um vinnuaflið á sama tíma og verslunin á suðvestur- horninu hefur blómgast. Ég fagna því heilshugar þeim áform- um stjórnvalda að stöðva erlenda skuldasöfnun þjóðarinnar, ekki síst ef halda á þeirri stefnu að krónan skuli standa, svo sem við verður ráðið, á föstu verði í er- lendum gjaldmiðlum. Það fer velá því að ég láti þessi orð verða mín síðustu; þau eru já kvæð í eðli sínu og merkingu og einmitt á þann hátt finnst mér að framsóknarmenn, ungir og gamlir, eigi að móta hugsanir sín- ar í vitund hvers annars. í því m.a. er minn sannleikur fólginn. spurning vikunnac - Hvaða áhrif telur þú að myndbandanotkun hafi á fólk? Gísli Tryggvason: Mjög góð áhrif. Menn geta fræðst af þessu og fengið hugmyndir. Einnig er þetta góð afþreying. Myndbönd er hægt að ofnota. Það á við um fleiri hluti. Sumir hugsa ekki um annað en myndbönd. Það fólk hefur ekki áhuga á neinu öðru. Sjálfur horfi ég á í törnum. Þess á milli horfi ég ekkert. Heiðdís Norðfjörð: Myndbönd geta verið af hinu góða ef rétt er á haldið. Ég veit til þess að fólk horfir allt of mikið á þetta. Einn- ig á þetta við um börn sem ánetjast myndböndum. Margar af þeim myndum sem á markaðnum eru þjóna engum tilgangi. Þar á ég við myndir sem eru fullar af ofbeldi og mannfyrirlitningu. Þær kenna bara fólki allt það Ijóta í manninum. Það þarf meira af myndum sem fjöl- skyldur geta horft á í sameiningu. Einnig þarf að bíða dögum og vik- um saman eftir góðum og vinsæl- um myndum og þyrfti á einhvern hátt að lagfæra þau mál. Hörður Ólafsson: Myndbönd eru af því góða. Það vill brenna við hjá okkur íslendingum að við ofnotum nýjungar og það á við um myndböndin. Börn virðast horfa mikið á þetta. Sum hver allt of mikið. Ég heyri á tal barna sem hafa setið einsömul yfir myndbönd- um tímunum saman. Þetta þarf að athuga vel og koma í veg fyrir. Óskar Hjaltalín: Ég vona að myndbönd hafi góð áhrif. Þetta er það skemmtilegt ef vel er notað og ekki í óhófi. Sjálfur legg ég mikið upp úr því að velja góðar myndir með góðum og þekktum nöfnum. Ég fer aldrei inn á myndbandaleigu til að fá ein- hverja mynd. Hef alltaf ákveðið mig fyrirfram og fer frekar tómhentur út ef ekkert er bitastætt. Úrvalið er ekki nógu vandað. Það er 80% rusl sem er í hillum sumra myndbanda- leiga. Það neikvæða í þessu sam- bandi kemur aðallega fram hjá börnum sem hanga yfir þessu dög- um saman og gleyma öllu öðru. Helga Björk Eiríksdóttir: Áhrifin fara eftir einstaklingum. Það eru dæmi þess að fólk horfi á þrjár myndir á dag og finnist ekkert at- hugavert. Myndbönd eru góð í hófi. Aðallega horfi ég á verðlauna- myndir og góðar spennumyndir. Einnig tek ég upp þætti ef ég þarf að gera eitthvað annað. Myndbönd sitja aldrei í fyrirrúmi hjá mér.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.