Dagur - 07.11.1985, Side 12

Dagur - 07.11.1985, Side 12
AKUREYRI Akureyri, fímmtudagur 7. nóvemb Skipagötu 12 • Sími 21464 Núerpaðptían CROWN „ CHICKEN * AKUREYRI Skipagötu 12 • Sími 21464 Sjávarútvegsráðherra: 10% aukning þorskafla A aðalfundi Landssambands íslenskra útvegsmanna í gær sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra að um 10% aukningu á þorskveiðum íslendinga yrði að ræða á næsta ári, miðað við veiðina eins og hún verður á árinu 1985. Þessi áætlun yrði þó endurskoðuð í vor er frekari rannsóknir fiskifræðinga hefðu farið fram. Þetta gæti þýtt að leyft yrði að veiða um 340 þúsund tonn af þorski á næsta ári. Kvótinn fyrir árið 1985 var 265 þúsund tonn, en ljóst er að heildar þorskveiði yfirstandandi árs mun þó nema 310-315 þúsund tonnum. Það að veiðin á árinu 1985 verður þetta meiri en upphaflega var áætlað stafar m.a. af því að útgerðar- menn hafa fært af kvóta annarra tegunda yfir á þorsk og þá hefur veiði togara með sóknarmark þarna sitthvað að segja og einnig veiði smábáta. Á sama hátt gæti því áætluð tála fyrir næsta ár 340 þúsund tonn hækkað nokkuð. Halldór sagði einnig að á undanförnum árum hefði margt verið gert til þess að rétta við eft- ir að hið slæma ástand þorsk- stofnsins kom upp. Enn skorti þó mikið á að allir þeir er störf- uðu að sjávarútvegi væru ánægð- ir, en sjávarútvegurinn yrði í framtíðinni að búa við heilbrigð- an rekstrargrundvöll. Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ sagði á fundinum í gær að útkoma útgerðarinnar væri nú betri en undanfarin ár, þótt hún væri enn ekki viðunandi. gk-. Hrútur í heiminn Hann var þrælsprækur sá svarti, svona seint, þó hefur borið við fæðst hefði í september. Hrússi þótt ungur væri og vetur í bæ. að þau væru að fæðast í ágúst litli virtist „ffla“ sig vel í snjón- Hrútur sem fæddist fyrsta nóv- eða september. um og fór vel á með honum og ember sl. á bænum Skriðulandi Krístján Guðmundsson, henni Berglindi Ásu, dóttur í Arnarneshreppi. Það er held- bóndi að Skriðulandi, sagðist Kristjáns bónda. ur óvenjulegt að lömb fæðist eiga eina ársgamla kind sem Mynd: KGA. Meleyri hf. á Hvammstanga: Skelfiskvinnsla hófst í morgun - Veiðar frjálsar til áramóta í gær var landað fyrsta skel- farminum á þessari vertíð hjá Meleyri hf. á Hvammstanga og hefst skelvinnslan þar í dag. Aðeins einn bátur verður á skelveiðunum, a.m.k. til að Kosningaskjálfti hjá sjálfstæðismönnum Svo sem fram kom í Degi sl. þriðjudag hefur bæjarráð Ak- ureyrar ákveðið að byggð skuli innisundlaug við Glerárskóla sem fyrst og fremst verði notuð til sundkennslu. Sigurður J.Sigurðsson, bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði í fjölmiðlum að hann ætti mestan Síldarsöltun á Húsavík Björg Jónsdóttir ÞH landaði í gær 80 tonnum af síld á Húsa- vík. Þetta var fyrsta síldin sem hring- nótarbátur kemur með hingað í haust, og fyrri af tveimur förmum sem Björg mun landa hér en þeir eru þeir síðustu af kvóta hennar. Síldin er mjög stór og góð að sögn Ólafs Bjarnasonar fiskmats- manns og hún fékkst öll í einu kasti. IM Húsavík/gk-. heiður af því að þessi leið varð fyrir valinu og sagðist ánægður með að hafa fengið bæjarráð á sitt band í máli þessu. „Ég er svolítið hissa á þessu frumhlaupi nafna míns“, sagði Sigurður Jóhannesson, bæjarfull- trúi Framsóknarflokksins og for- seti bæjarstjórnar í samtali við blaðamann. „Þarna er ekki um Sigurður Jóhannesson. neina stefnubreytingu bæjarráðs að ræða. í vor lagði ég fram til- lögu um að leitað yrði eftir áliti íþróttaráðs og skólanefndar á því að byggja innisundlaug við Gler- árskóla tii sundkennslu á grunn- skólastigi. Þessi tillaga var sam- þykkt í bæjarráði og eftir að skólanefnd og íþróttaráð höfðu ályktað um þetta mál var ljóst að þessi leið yrði farin og jafnframt að gert yrði ráð fyrir fjárveitingu til þessara framkvæmda við gerð næstu fjárhagsáætlunar. Sigurður Jóhannesson sagði að ekki hefði tíðkast hingað til að tí- unda hver ætti heiðurinn af af- greiðslu einstakra mála í bæjar- ráði en ljóst væri að tillaga Sig- urðar J. Sigurðssonar um að láta hanna þessa sundlaug hafi ekki gért annað en að flýta afgreiðslu málsins um einhverjar vikur. „Kannski er skýringin á þessu frumhlaupi nafna míns sú að kominn sé kosningaskjálfti í sjálfstæðismenn", sagði Sigurður Jóhannesson að lokum. BB. byrja með og er ástæðan sú að verð á skelfiski hrapaði nýlega á erlendum mörkuðum og því þótti ekki ráðlegt að senda fleiri báta á þessar veiðar að sinni, að sögn Hreins Halldórs- sonar, framkvæmdastjóra Meleyrar hf. Hreinn sagði að þeir hefðu munnlegt vilyrði fyrir því að þeir mættu veiða ótakmarkað af skel- fiski það sem eftir er af árinu þar sem fyrirsjáanlegt er að ekki verður veitt upp í þann heildar- kvóta sem ákveðinn hafði verið fyrir Húnaflóasvæðið. Þetta kem- ur Meleyri til góða þar sem að- eins 3 tonn voru eftir af upphaf- legum kvóta verksmiðjunnar fyr- ir þetta ár. Fimm bátar frá Hvammstanga eru á rækjuveiðum á Húnaflóa og leggja þeir rækjuna upp hjá Mel- eyri. Rækjuveiðarnar ganga mjög vel um þessar mundir og liggur rækjan öll austan megin í flóanum sem er óvanalegt. Ekki er almennilega vitað hvernig stendur á þessu háttalagi rækj- unnar en menn geta sér þess til að hún hafi flúið inn á firðina að austanverðu undan þorski sem var óvenju mikill í Húnaflóa í haust. -yk. Loðnubræðsla og heilsugæslustöð Miklar framkvæmdir eru í gangi á Þórshöfn og í nágrenni um þessar mundir. Þar er haf- inn undirbúningur aö byggingu loðnuverksmiðju sem áætlað er að taki til starfa næsta haust og á hún að anna 500 tonnum á sólarhring að meðaltali. Einnig er hafin bygging heilsu- gæslustöðvar, 440 fermetra að flatarmáli, og er vonast til að byggingu hennar ljúki á tveimur árum. Með tilkomu heilsugæslu- stöðvarinnar vonast Þórshafnar- búar til að betra lag komist á heil- brigðismál staðarins. Þriðju stórframkvæmdirnar sem vert er að minnast á er lagn- ing vegar að væntanlegri ratsjár- stöð NATO á Gunnólfsvíkur- fjalli. íslenskir aðalverktakar sjá um lagningu vegarins en heima- menn hafa fengið vinnu við vega- gerðina fyrir bæði vörubíla og vinnuvélar og er áætlað að vinna um 3 mánuði í vetur við lagningu vegarins. Hvernig það gengur fer að vísu nokkuð eftir veðri. -yk.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.