Dagur - 08.11.1985, Blaðsíða 4

Dagur - 08.11.1985, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 8. nóvember 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUFI: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI 24222 ÁSKRIFT KR. 360 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ 35 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (HÚSAVlK), YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðarL Um helgina fer fram um allt land söfnun sem ber heitið „Átak fyrir aldr- aða“. Skólabörn munu ganga í hvert hús og selja hvítan penna sem kostar eitt hundrað krónur, en einnig verður gengið í fyrirtæki. Söfnunarfé verð- ur varið til að bæta að- stöðu fyrir aldraða heima í héraði. Sérstakar nefndir starfa við undirbúning þessa máls m.a. í öllum sýslum á Norðurlandi svo og í öll- um stærstu þéttbýlis- kjörnunum. Ekki hefur endanlega verið ákveðið í hvað söfnunarfé rennur í A.- og V.-Húnavatnssýslu og verður það ákveðið þegar ljóst er hversu mik- ið safnast. Skagfirðingar eru að ljúka við byggingu elliheimila bæði á Sauðár- Söfnum fyrir cddraða króki og á Hofsósi. Fénu þar verður varið til kaupa á húsbúnaði og tækjum. Á Siglufirði er verið að gera stórátak í byggingu íbúða fyrir aldraða og rennur söfnunarfé í þær framkvæmdir. Ólafsfirð- ingar safna fé til að bæta aðstöðuna á Hornbrekku og á Dalvík og í Svarfað- ardal mun söfnunarfé renna til að byggja upp föndur- og vinnuaðstöðu í Dalbæ, sem nýtist bæði fyrir vistmenn og þá sem vilja koma þangað og njóta félagsskaparins. í Norður-Þingeyjarsýslu verður söfnunarfénu varið eftir því sem best þykir, en margt kemur til greina. Ákvörðun verður tekin þegar upphæðin liggur fyrir. Þórshafnarbúar safna fé til að efla þá upp- byggingu sem verið er að vinna við fyrir aldraða. í Suður-Þingeyj ar sýslu mun Hvammur, dvalar- heimili aldraðra á Húsa- vík, fá söfnunarféð til ráð- stöfunar. Á Akureyri er ástandið í málefnum aldraðra mjög bágborið. Þegar vantar legurými fyrir 40 hjúkrun- arsjúklinga. Fjársöfnun fyrir aldraða á Akureyri hefur það að markmiði að breyta Seli II í hjúkrunar- bústað fyrir aldraða. Áætl- aður kostnaður við breyt- inguna er á milli 5 og 6 milljónir króna. Akureyr- arlæknishérað hefur 10 þúsund penna til sölu að upphæð ein milljón króna. Ekki ætti að vera skota- skuld að selja þá alla og nægja þeir raunar ekki til þess að hvert heimili í bænum geti lagt fram þessar hundrað krónur. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það að aldraðir hafa verið afskipt- ir í þessu allsnægtarþjóð- félagi okkar. Þeir eru ekki vanir því að krefjast ein- hvers af öðrum. Þeir hafa vanist því að gera kröfur til sjálfra sín. Gerum öldr- uðum ævikvöldið léttara og verum örlát í þessari söfnun. ðr hugskotinu- Þúsimd andlit jafhréttis Reynir Antonsson skrifar Þá er kvennafrídagurinn afstað- inn, og ekki nema tæpir tveir mánuðir eftirlifandi af kvenna- áratugnum, sem vitanlega hefur orðið með öllu árangurslaus eins og reyndar öll hliðstæð fyrirbæri sem Sameinuðu þjóðirnar eða aðrir góðviljaðir aðilar hafa stað- ið að. Hér á landi héldu menn upp á kvennafrídaginn með því að stöðva verkfall dæmigerðrar kvennastéttar. Og menn komust að því að jafnvel innan okkar hjartkæra Alþýðuflokks hefur né verið stofnað Félag Flugleiða- vina. Já nú er Bleik brugðið. Mannréttindi Orðið jafnrétti kemst inn í þjóð- félagsumræðuna með frönsku stjórnarbyltingunni eins og fleira gott. Þetta orð er reyndar eitt af einkunnarorðum hennar ásamt frelsinu og bræðralaginu, sem reyndar eru skilyrði alls jafnrétt- is. Þess má að vísu geta, að á tím- um frönsku byltingarinnar, þá voru menn nú fyrst óg fremst jafnréttháir frammi fyrir fallöx- inni, en það er önnur saga. Já, orðið jafnrétti hefur þús- und andlit og það eru fá hugtök sem eru eins afstæð og jafnréttið. Jafnrétti merkir ekki hið sama fyrir blökkumanninn sem berst við alvopnaða lögguna í Suður- Afríku, barnið í eþíópsku hung- urbúðunum og útslitna íslensku fiskverkunarkonuna, og þó. All- ar eru þessar mannverur á einn eða annan hátt fórnarlömb mannvonsku, sérhyggju og arð- ráns og enn eitt eiga þær allar sameiginlegt, þeirra bíður eilífur dauðinn, misfljótt ef til vill, en örugglega, þar eru að minnsta kosti allir jafn réttháir. En við getum hér einfaldað hlutina nokkuð og látið orðið jafnrétti tákna allt að því hið sama og mannréttindi og í því ljósi verðum við að skoða til dæmis baráttu kvenna. Það er þannig ekkert annað en hróplegt mannréttindabrot að konur skuli ekki hafa sömu laun fyrir sömu störf og karlar. Launamisrétti gagnvart konum er jafnfáránlegt og slíkt misrétti gagnvart til dæm- is fötluðum eða svertingjum. Hér er í rauninni um svo sjálfsagðan hlut að ræða að á hann er vart orðum eyðandi og ekki er alveg laust við það að allt kvenréttinda- talið - án þess að nokkuð sé gert - sé byrjað að hafa þveröfug áhrif á við það sem til var ætlast. Litla víxlarabúðin Við íslendingar höfum alveg óskaplega gaman af því að stæra okkur af því jafnrétti sem hér ríkir á milli þegnanna, þegar við erum stödd í útlandinu og ekki hvað síst þegar við erum komin á þriðja eða fjórða glas og vissu- lega stöndum við betur í þessum efnum en margar aðrar þjóðir. Hinu er þó ekki að leyna að á vissum sviðum skortir víða svolít- ið á mannréttindin. Þannig er til dæmis verkfallsréttur almennt talinn til grundvallarmannrétt- inda, en hér á landi nær hann að því er virðist ekki til starfsfólks Flugleiða sem eins og kunnugt er, er einokunarfyrirtæki í eigu, a.m.k. að langmestu leyti, nokk- urra heildsalafjölskyldna í Reykjavík. Það er alveg rétt, að flugfreyjur geta engan veginn tal- ist til láglaunafólksins í landinu. Þær hafa til dæmis ýmis fríðindi sem lítið er minnst á svo sem tekjur af bjórsölu, en gangverð eins bjórkassa mun vera þetta tvö til þrjú þúsund krónur, jafnvel hærra þegar eftirspurn er mikil, en framboð lítið. Þetta er þó ekki kjarni málsins, heldur hitt að þeir sem Flugleiðum ráða hafa engan rétt til þess að hringja til ráðherra og panta eitt stykki gerðardóm. Og eitt kenndi þetta andvana fædda verkfall okkur. Flugleiðir eru hreint ekkert ómissandi fyrir samgöngur okkar og ef svo ólík- lega vildi til að svo yrði, þá ætti skilyrðislaust að þjóðnýta félag- ið. Það er í rauninni siðferðilegt ábyrgðarleysi að svo valdamikið fyrirtæki sé látið vera í höndum einhverra heildsalaklíka. Og hvenær í ósköpunum gerðist það að þeirri skyldu var velt á ís- lenska skattborgara að fara að styðja innanlandsflug í Svíþjóð? Mál flugfreyja er þó langt frá því að vera grófasta dæmið um misrétti sem viðgengst í þeirri „litlu víxlarabúð" sem ísland er á góðri leið með að verða. Víxl- arabúð, það er að segja fyrir viss- an hluta þjóðarinnar. Hinn hlut- inn er nú á góðri leið með að verða auðfengin bráð ýlfrandi lögfræðingahjarða, eða sýslu- manna og fógeta sem vopnaðir uppboðshömrum sínum, að flokksskírteinunum ógleymdum, svipta menn húskofanum, eða þegar best lætur vinnunni, eins og við lá að gerðist á dögunum á Húsavík, eða í Ólafsvík. Það hlýtur annars eitthvað meira en lítið að vera bogið við þjóðfélag þar sem það viðgengst að fullfrískir menn geta lifað kóngalífi, skattlaust að sjálf- sögðu, bara með því að eiga verðbréf upp á nokkrar milljónir, sem venjulega eru fengnar með sölu eigna, sem blessuð verðbólg- an gaf á sínum tíma af sinni al- kunnu rausn, meðan aðrir slíta sér út í botnlausu skuldafeni há- vaxtaþjóðfélagsins. Váleg tíðindi Hér hefur ekki verið minnst á misréttið sem ríkir milli hinna ýmsu landshluta, og að minnsta kosti, ef dæma má eftir leiðurum hinna svonefndu landsmálablaða sem við fáum að heyra á hverjum mánudagsmorgni úr hinu reyk- víska gufuradíói, er á góðri leið með að kljúfa hólmann í nokkur sjálfstæð smáríki. Frá kirkjuþingi berast svo þau válegu tíðindi, að sjálf Guðs kristni í landinu sé á góðri leið með að drukkna í brennivíni, að- eins fimmtán árum fyrir þúsund ára afmælið. Þetta er að sönnu ekki í fyrsta skiptið sem slíkt ''gerist. Það hefur reyndar alltaf öðru hvérju verið að gerast allt frá siðaskiptum. Hér skal ekki gert lítið úr þeim vanda sem skapast af ofneyslu vímugjafa, né úr því að kirkjan láti sér það mál varða og sjálfsagt er þjóðinni ekkert of gott að halda sér þurri í eina viku, náist um slíkt þjóðar- samstaða. En mikið vildi maður að kirkjan væri jafn áhugasöm um ýmis önnur vandamál sem okkar litlu víxlarabúð hrjá, til dæmis lífskjaramisréttið, vinnu- þrælkunina eða verslunarbruðlið. En þetta er víst pólitík og þar má kirkjan ekki koma nærri. En fyrst það er svona mikil synd að drekka brennivín, af hverju byrja þá ekki blessaðir guðsmennirnir á byrjuninni, sjálfum meistaran- um frá Nasaret sem svo margt fagurt kenndi, en var ekkert yfir það hafinn að smakka vín. Eða hinum sæla Þorláki verndardýrl- ingi íslands, sem mjöðinn bless- aði svo hann yrði betri. Bjórbann var þá víst ekki til umræðu. Rcynir Antonsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.