Dagur - 08.11.1985, Blaðsíða 11

Dagur - 08.11.1985, Blaðsíða 11
8. nóvember 1985 - DAGUR - 11 frá Yan Gils Vorum að taka upp glæsilega vetrarfrakka Jakkaföt og staka jakka fyrír ungu mennina (tískusnið) Ný skyrtusending frá GOLDRESS Yattstakkar frá LUXADOR og MELKA Athugið: Fatnaður í yfírstærðum ávallt fyrirliggjandi. Smokingleiga. Klæðskeraþjónusta errabudin MM Hafnarstræti 92 (Bautahús suðurendi), sími 26708. í starfi sínu hafa blaðamenn allra fjöimiðla jafnan í huga grundvallarreglur mannlegra samskipta. 1. grein Blaðamaöur leitast við að gera ekkert það, sem til vanviröu má telja fyrir stétt sína eða stéttar- félag, blað eða fréttastofu. Honum ber að forð- ast hvaðeina sem rýrt gæti álit almennings á starfi blaðamanns eða skert hagsmuni stéttar- innar. Blaðamaður skal jafnan sýna drengskap í skiptum sinum við starfsfélaga. 2. greln Blaðamanni er |jós persónuleg ábyrgð á öllu, sem hann skrifar. Hann hefur í huga að almennt er litið á hann sem blaðamann, þó að hann komi fram utan sins eiginlega starfssviðs I riti eða ræðu. Blaðamaður virðir nauðsynlegan trúnað við heimíldarmenn sína. 3. grein Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vanda- sömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu. 4. grein Það telst rruög alvarlegt brot þiggi blaðamaður mútureða hafi í hótunum vegna birtingar efnis. Blaðamenn skulu hafa rikt í huga hvenær al- mennt öryggi borgaranna, sérstakir hagsmunir almennings eða almannaheill krefst nafnbirt- ingar. ( frásögnum af dóms- og refsimálum skulu blaðamenn virða þá meginreglu laga að hver maður er talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð. 5. greln Blaðamaður varast að lenda I hagsmunaágrein- ingi, til dæmis með því aö flytja fréttir eða frásagnir af fyrirtækium eða hagsmunasam- tökum, þar sem hann á sjálfur aðild. Hann skal fyrst og síðast gæta hagsmuna lesenda og sóma blaðamannastéttarinnar í hverju því, sem hann tekur sér fyrir hendur í nafni starfs síns. Blaðamaður hefur i skrifum sínum sannfæringu sína að leiðarljósi. Hann gætir þess að rugla ekki saman ritstjórnarlegu efni, sem hefur augljóst upplýsinga- eða fræðslugildi, og auglýsingum í myndum og/eða máli. 6. grein Hver sá sem telur að blaðamaður hafi brotið framangreindar reglur og á hagsmuna að gæta getur kært ætlað brot til Siðanefndar Bl, Nefndln tekur kæruna fyrir á fundi Innan viku og kveður upp rökstuddan úrskurð svo fljótt sem kostur er, að lokinni könnun og gagnasöfnun, þar sem kærða skal gefinn kostur á að gera grein fyrir sjónarmiði sinu. Siðanefnd greinir brot í flokka eftir eðli þeirra: a) óverulegt, b) ámælisvert, c) alvarlegt, og d) nruög alvarlegt. Úrskurði Siðanefndar verður ekki áfrýjað. Úrskurð Siðanefndar ásamt rökstuðningi skal birta í heild I félagstíðindum Bl svo fUótt sem verða má. Úrskurð um brot samkvæmt skilgrein- ingu c) og d) skal viðkomandi fjölmiðiíí birta. Meginniðurstaða nefndarinnar skal birt orðrétt. Við framsetningu frétta af úrskurðum Siða- nefndar sýna blaðamenn alla þá aðgát, sem reglur þessar ætlast til sbr. 1. og 2. grein að framan. Nú telur stjórn Bl að gengnum úrskurði Siða- nefndar að brot sé svo alvarlegt, að frekari ráðstafana sé þörf og getur hún þá borið undir félagsfund tillögu um vítur á viðkomandi blaðamann, enda sé þeirrar ætlunar getið í fundarboði. Nú bera ummæli ekki með sér hver sé höfundur þeirra, eða viðkomandi blaðamaður er utan Bl, og gengur þá úrskurður svo sem ritstjóri og/eða ábyrgðarmaður eiai beina aðild. Þótt enginn þessara aðila sé í BÍ getur Siðanefnd allt að einu lagt fram rökstutt álit um kæruefni. - Þannig samþykktar á aðalfundi Blaðamannafélags (slands 15. júní 1985. Siðanefnd Blaðamannafélags fslands sklpa: BJaml Slgurðsson lektor, formaður Frlðrlk Páll Jónsson fréttamaður, varaformaður Guðmundur Karlsson framkvæmdastjórl nt Þorstelnn Cylfason lektor BLAÐAMANIMAFÉLAG ÍSLANDS uuu Dansleikur (diskótek) verður haldinn laugardaginn 9. nóv. kl. 22.00 í Hljómborg Óseyri 6 b. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Harmonikudansleikur verður í Lóni Hrísalundi 1, laugardaginn 9. nóv. kl. 22.00-03.00 e.m. Allir velkomnir. Félag harmonikuunnenda. Bókauppboð Fróða verður haldið á Café Torginu sunnud. 10. nóv. kl. 14.00. Bækurnar verða til sýnis laugardag kl. 10-12. Uppboðshaldarar: Bárður G. Halldórsson, Jón G. Sólnes. FROÐI A &TI IDCVD A dd ítd Cn * D/iMrl Hundaeigendur Akureyri Lögboðin hundahreinsun á Akureyri verður föstu- daginn 8. nóv. kl. 16-18 og laugardaginn 9. nóv. kl. 10-12, í áhaldahúsi Gróðurstöðvarinnar. Greiða ber leyfisgjald fyrir 1985, kr. 1.600,- og framvísa kvittun fyrir greiðslu iðgjalds af ábyrgð- artryggingu. Árangur hreinsunar er betri ef hundarnir eru fast- andi þegar hreinsun fer fram. Enn hefur sullaveiki ekki verið útrýmt. Mætið því vel og losið heimilisfólk og aðra við þá hættu sem er samfara óhreinsuðum hundum. Heilbrigðisfulltrúi. Þessar vinsælu furuhillur fást nú í miklu úrvali á frábæru verði. lxK|\örubœrí“ LZXJ HUSGAGNAVERSLUN TRYGGVABRAUT 24 PÓSTHÓLF 266 602 AKUREYRI SlWI (96)21410 eolers ðBC

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.