Dagur - 08.11.1985, Blaðsíða 9

Dagur - 08.11.1985, Blaðsíða 9
8. nóvember 1985 - DAGUR - 9 mann. Svo hleðst þetta upp og lög- fræðingar koma og fitna á þessu. Það er ekkert spurt hvort að þú hafir fiskað nóg til að geta borgað skuldirnar. Við erum að apa svona bankakerfi og ann- að að sumu leyti eftir öðrum þjóðum. Þjóðum sem framleiða skæri, gallabux- ur, bíla og flugvélar. Frjálshyggja gengur ekki á landsbyggðinni Þegar við erum að gleypa við erlendum tískustefnum í pólitík, hvort sem það heitir sósíalismi, kapítalismi eða eitt- hvað þar á milli, viljum við oft gleypa stefnuna hráa en erum ekki menn til að heimfæra hana upp á okkar vandamál. Ég er t.d. alveg klár á því að á mörgum sviðum getur frjáls samkeppni gengið í Reykjavík á meðan hún getur ekki gengið á stöðum eins og Skagaströnd. Það er t.d. vonlaust að ætla að reka hérna tvær verslanir. Þessi staður ber bara eina verslun. Þess vegna er ég oft að velta því fyrir mér með frjáls- hyggjuna, án þess að ég sé að setja út á hana sem hugmyndafræði, þá gengur hún bara ekki á landsbyggðinni. Boð- berar hennar eru flestir það sem við getum kallað „Reykjavfkurunglinga" sem hafa e.t.v. sumir komið til útlanda en þekkja ekki aðstæður á landsbyggð- inni. Þeir gera sér ekki grein fyrir því að það geta ekki gilt sömu lögmál í Reykjavík og úti á landi. Stjórnmálamenn eiga að fara sem víðast Stjórnmálaleiðtogar og hugmynda- fræðingar eiga að fara sem víðast til að afla sér hugmynda. Við skulum taka sem dæmi tvo áberandi íslenska stjórn- málaleiðtoga, annars vegar Þorstein Pálsson og hins vegar Jón Baldvin Hannibalsson. Þorsteinn Pálsson er bú- inn að vera í Reykjavík alla sína ævi eða frá því hann flutti frá Selfossi í barnæsku. Hans ferill liggur í grófum dráttum um Verslunarskólann, Háskól- ann, Vísi og Vinnuveitendasambandið. Jón Baldvin er fyrst alinn upp á ísafirði og svo í Reykjavík. Hann fór til Edin- borgar í háskóla og kom að námi loknu til Reykjavíkur. Þaðan fer hann aftur til ísafjarðar og er þar í nokkur ár. Að því loknu kemur hann aftur til Reykja- víkur. Hann hefur því haft þrjá staði, ísafjörð, Reykjavík og Edinborg sem sitt starfs- og þroskaumhverfi á meðan Þorsteinn hefur bara Reykjavík. Nú er ég ekkert að tala um það hvorum þess- ara manna ég treysti betur eða hvor þeirra sé betri stjórnmálamaður en í mínum huga er það ljóst að ég sé aldrei neinar ferskar hugmyndir frá Þorsteini Pálssyni. Hann getur verið góður stjórnandi, öruggur og traustur og hann hefur staðið sig vel í öllu sem hann hef- ur gert en það blása engir ferskir vindar um hann. Jón Baldvin skemmir stund- um fyrir sér með fljótfærni og málæði en þú skilur hvað ég er að fara, það blása svo margir ferskir vindar urn hann. Nýjar hugmyndir og skoðanir. Annað gott dæmi um þröngsýni er það að þegar Jón Sólnes kom á þing var honum tekið eins og byrjanda. Hann segir einmitt frá þessu í ævisögu sinni. Þetta er maður sem hefur alla tíð starf- að annars staðar en í Reykjavík og þrátt fyrir það að hann hafi gífurlega reynslu sem bankamaður o.s.frv. verð- ur hann bara að fara aftast í biðröðina eins og smákrakki. Það er litið á hann sem byrjanda. Ef þessi maður hefði sést ganga um Austurstræti í 40 ár sem virðulegur borgari hefði hann líklega fengið aðrar móttökur. Það er eins og sú reynsla sem menn afla sér utan Kvosarinnar sé ekki tekin gild." Kratastimpill? Það er greinilegt að Sigfús hefur velt þessum málum mikið fyrir sér. Þetta eru hlutir sem hann hefur áreiðanlega rætt oft og hugsað vandlega. En tekur hann sjálfur þátt í stjórnmálastarfi? Nei, ekki sagði hann það vera. Að vísu var hann valinn í stjórn hinnar nýju byggðastofnunar og var það Jón Baldvin sem stóð að því vali en þeir eru kunnugir. En er Sigfús þá ekki um leið kominn með kratastimpilinn á sig? „Jú, það er nú kannski barnaskapur- inn sem maður gerir sér ekki grein fyrir að þeir sem eru í kringum mann eru farnir að stimpla mann. Sá kunningjahópur sem ég umgengst í Reykjavík er yfirleitt mjög opinn gagnvart þessum pólitísku flokkum og hefur í mörgum tilfellum skömm á þeim en hér er ekki nokkur maður með mönnum nema hann sé í einhverjum pólitískum flokki. Menn eru svo hrylli- lega flokkspólitískir hérna og nota flokkana til að tryggja sér ákveðna hagsmuni. Þeir nota þetta til að passa upp á að þeir fái sinn skerf af verkefn- um, ef um er að ræða sjálfstæða at- vinnurekendur, svo dæmi séu tekin. Þetta er alls staðar svona í þessum litlu þorpum úti á landi. „Conflict of interest“ Þetta hugtak sem Bretinn kallar con- flict of interest er ekki til í hugum ís- lendinga. Mér finnst alltaf að besta dæmið um þetta sé Albert Guðmunds- son. Hann var bæði fjármálaráðherra og borgarfulltrúi í Reykjavík. Það eru tugir eða hundruð milljóna sem fara á milli ríkisins og Reykjavíkurborgar á ári hverju í viðskiptum. Mér þætt ansi fróðlegt að vita hvorum megin hann hefur staðið við samningaborðið þegar ríkið hefur samið við Reykjavíkurborg. Svo eru líka dæmi um það að menn sem veita forstöðu ríkisstofnunum sem eiga mikil samskipti við sveitarfélög, eigi jafnframt sæti í sveitarstjórnum í sínum heimabyggðum. Þetta á náttúrlega ekki að líðast. Vegamálastjóri, hafnamála- stjóri og forstjóri Húsnæðisstofnunar. Þessir menn eiga að skilja það að þeirra starf er það að koma fram sem fulltrúar ríkisins í samningum við sveitarfélög og þá eiga þeir náttúrlega ekki að sitja hin- um megin við borðið um leið. Þegar þessir svokölluðu toppar skilja þetta ekki þá getum við ekki ætlast til að al- menningur skilji þetta.” Skagstrendingar eru dálítið lokaðir - Hvernig hefur þér gengið að sam- lagast Skagstrendingum? „Alveg ljómandi vel. Af minni hálfu hefur það gengið vel. Þú verður að spyrja Skagstrendinga að því hvernig þeim líkar við mig, en ég er mjög ánægður með að búa hérna. Það er ekkert leyndarmál að Skagstrendingar eru dálítið lokaðir og erfitt fyrir utan- aðkcmandi að kynnast þeim en hvernig á líka annað að vera? Sko. ég bý í gráa húsinu þarna," segir Sigfús og bendir. „í kjallaranum í húsinu á móti búa gömul hjón. Sonur þeirra býr í húsinu fyrir neðan mig, annar sonur þeirra býr í hvíta húsinu fyrir ofan mig og svo býr dóttir þeirra með sína fjölskyldu hérna ofar við götuna. Það er náttúrlega eðli- Egt að þegar svona sterk félagsleg tengsl liggja á ská yfir götuna. þá fara þau ekki að myndast yfir til mín. Mér virðist lykillinn að því að brjót- ast inn í samfélagið hérna vera að gift- ast inn í einhverja fjölskylduna. Ég veit dæmi þess að hjón sem fluttust hingað fóru ekki að kynnast innfæddum að neinu marki fyrr en dóttir þeirra giftist inn í eina fjölskylduna. Ég er ekkert óánægður með þetta þvt að ég hef alltaf meira en nóg að gera fyrir sjálfan mig þannig að ég kann ágætlega við það að búa í lokuðu sam- félagi. Ég hef engan tíma til að fara í hús og drekka kaffi því að ég er allt of upptekinn í því sem ég er að gera sjálfur." - Hvað heldur þú að þú verðir hér lengi? Ertu á förum? „Nei, nei. Ekki nema ég verði rekinn eftir kosningarnar í vor." uppi á miðjum vegg Það má segja að þetta flýti á vissan hátt fyrir þróuninni þar sem nú eru Ný- fundnalendingar smám saman að taka við þessum stöðum en þessi kynslóð sem bjó í landinu á meðan þessi stökkbreyting var gerð er nánast skilin útundan. Þetta er kannski jákvætt þeg- ar til lengri tíma er litið en á meðan þessar breytingar standa yfir hafa þær í för með sér gífurleg átök fyrir fólkið í landinu. Annað sem ekki má gleyma í þessu sambandi er að sjónarmið og viðhorf Nýfundnalendinga mega sín einskis. Þeirra menningu er bara útrýmt í einu vetfangi og ný menning innleidd. Þetta er náttúrlega ekki hægt og ég get bara nefnt þér eitt dæmi. I íbúðarhúsum á Nýfundnalandi hefur eldhúsið verið miðpunktur heimilisins frá fornu fari. Þar eru útidyrnar og það er siður í þorpum á Nýfundnalandi að hver og einn getur gengið inn í eldhús hjá öðr- um án þess að banka á dyr. En menn fara aldrei lengra en inn í eldhús nema þeir séu hátíðlega boðnir. Svo eru gerð- ar húsnæðisáætlanir, veitt í það ein- hverjum milljónum dollara og byggt eftir teikningum frá Húsnæðisstofnun Kanada. Þá koma kannski teikningar af húsum sem eru eins og þau sem við búum í. Það er gengið inn í gang og eld- húsið er staðsett einhvers staðar lengst inni í horni. Á Nýfundnalandi háttar víða þannig til að það er bratt fram í sjó og þorpin standa í brekkunni. Framhlið húsanna snýr að sjónum og þá gerðu þeir dyr aftan á húsin, inn í eldhús. Á framhliðinni eru kannski útidyr uppi á miðjum vegg þar sem þeir hafa ekki einu sinni lagt í að setja stiga upp að þeim. Svo nota þeir dyrnar inn í eldhús en aldrei hinar teiknúðu útidyr. Þetta er alveg hliðstætt því sem Dan- ir gera í Grænlandi. Einhver stjórn í höfuðborginni er að ákveða hvað fólki, sem býr í órafjarlægð, sé fyrir bestu. Ég lærði mikið á dvölinni í Ný- fundnalandi og þetta situr í manni alla ævi. Það er alveg rándýrt að taka sig svona upp með fjölskyldu og flytja á milli landa en þetta borgar sig samt því að þetta skilur svo mikið eftir hjá manni." Við lifum í veiðimannasamfélagi Á meðan við Sigfús sitjum og spjöllum saman á skrifstofu hans í félagsheimil- inu á Skagaströnd hringir síminn nokkrum sinnum. Einn hringir til að spyrja um mann sem sér um bókhald einhvers fyrirtækis í sjávarútvegi og eitthvað er maðurinn að spyrja Sigfús hvort hann haldi að viðkomandi fyrir- tæki geti borgað reikninga. Þetta leiðir til hugleiðinga um samskipti banka og útgerðarfyrirtækja. „Bankamenn og starfsmenn stofnana eru alveg búnir að gleyma því að við lif- um á veiðimennsku. Ef þú getur ekki borgað afborgun 1. september þá eru bara komnir dráttarvextir um leið og farið með þig eins og einhvern glæpa-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.