Dagur - 08.11.1985, Blaðsíða 5

Dagur - 08.11.1985, Blaðsíða 5
Jijátrú eða hvaðZ 8. nóvember 1985 - DAGUR - 5 Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Frá lesendum Þorsteinn Þorsteinsson sundlaugar- vörður hafði samband við þáttinn og lánaði honum eintak af bókinni Gambanteinar eftir Einar Guð- mundsson sem er skemmtilegt kver með þjóðsögum og þáttum ýmiss konar og meðal annars um hjátrú. Nafnið á bókinni er gamalt og gott og þýðir töfrasproti. Þorsteinn átti í nokkrum erfiðleikum með að muna eftir því að taka með sér bókina í vinnuna, en þar höfðum við samið um að hún yrði sótt. Það var ekki fyrr en hann teiknaði kross á þumal- fingurnögl sér að bókin gleymdist ekki heima. Mjög margir hafa einmitt líka siði til að minna sig á hluti eða til að hjálpa til á ýmsan hátt, það væri gaman ef lesendur sendu þættinum fróðleik í þeim dúr. Vætuspár Rigning er með eindæmum leiðinlegt tíðarfar og þegar hann leggst í rign- ingu og vindsperring er eins og grám- inn setjist alls staðar að jafnt í sálinni sem annars staðar. Hér fara á eftir þrjár vætuspár að trú bónda eins er bjó í grennd við fossinn Rjúkanda í Straumfjarðará og setti þessa vfsu saman. Grenjar kjóinn, geltir spóinn mjói, rýkur enn úr Rjúkanda, rignir senn í ákafa. Fljúgi lóur og syngi að næturlagi á haustin, veit það á súld og svækju. Ef glær buna er í ám, er þær míga, veit það á vætu, en sé roði á þvagi þeirra, míga þær sólskini og veit það á þurrk. Ef hestar súpa mjög hregg (þ.e. þeir draga snöggt að sér andann svo að snörlar í nösunum) veit það á úrkomu. Að lægja veður Ofbjóði mönnum veðurhæðin og finnist nóg komið má grípa til ýmissa ráða til að snúa á veðurguðina. Þetta á að kveða í vondu veðri yfir skalla á þremur sköllóttum mönnum, hverj- um eftir annan og klappa á skalla þeirra um leið, og breytir þá um veður. „Falli nú veður í skalla og geri kyrrð og logn. Logn geri veður sköllóttum mönnum falli veður í skalla og geri kyrrð og logn. Logn geri veður og veður geri logn.“ Þessi þula er komin af Selströnd og án efa þrautreynd af galdra- mönnum vestfirskum. Detti sjómaður á hnakkann þegar hann gengur til sjávar mun hann fá hvasst sjóveður. Ef ær berjast í húsi, veit það á illt veður. Var þá sagt í gamla daga að rok væri undir þeim. Brynhildur Þorleifsdóttir Dvalar- heimilinu Skjaldarvík verður 60 ára í dag föstudaginn 8. nóv. 5:24119/24170 Toyota Tercel árgerð 1985 ek. 12.000. Verð 520.000. MMC Cordia árgerð 1983 ek. 22.000. Verð 360.000. Wagoneer árgerð 1979 ek. 25.000. Verð Toyota Cressida árgerð 1982 ek. 65.000. Verð 370.000. Mazda 929 H/T árgerð 1984 ek. 16.000. Verð 550.000. Datsun Stanza árgerð 1983 ek. 41.000. Verð 340.000. Opið frá kl. 9-19 daglega. Laugardaga kl. 10-17. LAUT RESTAURANT O’-' Restaurant Laut Sunnudagstílboð Ofnsteiktir kjúklingar með sveppasósu og salati Kjötseyði, Julienne ís með súkkulaðisósu og rjóma Aðeins kr. 330,- Frítt fyrir börn yngri en 10 ára. * Munið kaffíhlaðborðið milli kl. 15-17 alla daga Verð kr. íoo,- Verið velkomin. Borðapantanir í símum 22525 og 22527. JRESTAURANT LAUT HÓTEL AKUREYRI^ HAFNARSTRÆTI 98 I lúMiæóisstolnun ríkisins Auglýsing um dráttarvexti Af lánum, sem verðtryggð eru með lánskjaravísitölu, eru reiknaðir dráttarvextirá 15. degi frá gjalddaga. Af lánum, sem verðtryggð eru með byggingarvísitölu, verða framvegis reiknaðir dráttarvextir á 1. degi næsta mánaðar eftir gjalddaga. Reykjavík, 8. nóvember 1985 c§a Húsnæóisstoinun ríkisins upphæö. Taktu mynd sem fyrst eöa veldu eina góða úr safninu og viö sjáum um aö gera úr henni kort sem stendur upp úr jólakortaflóðinu í ár. Allt sem viö þurfum er filman þín. O HflNS PETERSEN HF * Kort með umslagi. Minnsta pöntun er 10 stk. eftir sömu mynd. AFSLATTUR TIL 25. NÓV Umboðsmenn um land allt

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.