Dagur - 25.11.1985, Page 1

Dagur - 25.11.1985, Page 1
Vatnstaka Raufarhafnarhrepps í landi Hóls: „Hreppurinn ekki verið tilbúinn að semja“ - segir lögmaður bændanna - ekki verið farið fram á lögbann ennþá „Það er ekki rétt sem fram hefur komið í Degi að Raufar- hafnarhreppur hafi verið tilbú- inn að greiða umbjóðendum mínum á Hóli í Presthóla- hreppi fyrir vatnstökuna þar. Þeir hafa aldrei verið reiðu- búnir til þess að setjast niður með samningsgerð í huga,“ sagði Sigurður I. Halldórsson lögmaður í Reykjavík, en hann rekur mál bænda að Hóli gegn Raufarhafnarhreppi. Við skýrðum frá því á dögunum að krafist hafi verið lögbanns á vatnstöku hreppsins og því gæti svo farið innan tíðar að Raufarhafnarbær yrði vatns- laus. „Við höfum ekki farið fram á lögbann ennþá hvað sem síðar verður,“ sagði Sigurður. „Það fór fram mat á þessari vatnstöku í fyrra að ósk lögmanns Raufar- hafnarhrepps. Það mat kom fram í sumar og að sjálfsögðu eru þessi réttindi metin þar til peninga, leigan, bætur fyrir landspjöll og fleira. Ég held að menn hljóti 'að skilja það í dag að það þarf að greiða fyrir þessa hluti. Mínir umbjóðendur buðu upp á samn- ing fyrir einu og hálfu ári síðan og það gjald var mun lægra en matið núna segir til um. Ég fæ ekki séð að það verði samið um neitt minna en matið segir til um og einnig skaðabæt- ur. Samningur eins og sá sem gerður yrði þarf samþykki Jarða- nefndar og ég fæ ekki séð að slík nefnd myndi samþykkja lægri greiðslu en matið segir til um,“ sagði Sigurður. Samkvæmt heimildum Dags í gær var haldinn fundur í Jarða- nefnd á laugardag. Þorsteinn Steingrímsson bóndi að Hóli sem sæti á í nefndinni vék þá úr sæti sínu enda tekið fyrir mál er snerti hann. Niðurstaða fundarins var sú að ekki væri hægt að víkja frá matinu sem fram kom í sumar og er því ljóst að Jarðanefnd myndi ekki samþykkja samning sem gerði ráð fyrir lægra gjaldi. gk-. Bíll ofan í ai Um hádegi á laugardag fór bíll útaf veginum utan viö slátur- húsiö á Húsavík. Ökumaður bflsins sem var á leið suður úr bænum missti stjórn á bílnum við Þorvaldsstaðará og rann hann vestur af veginum niður í gilið en valt þó ekki. Bfllinn skemmdist töluvert og öku- maður hlaut minniháttar skrámur. Á föstudagskvöld var ekið á gangandi vegfaranda á Hörgár- braut á Akureyri, en hann slasað- ist minna en á horfðist. Um helg- ina valt jeppi við Hrafnagil í Eyjafirði og bifreið fór út af veg- inum við Eyrarland. Að sögn lög- reglumanna á Norðurlandi var helgin með rólegra móti. -mþþ/IM Húsavík Síðdegis á föstudag varð harður árekstur fólksbfls og jeppa á móts við Pálmholt í Reykjadal. Tvennt var flutt á sjúkrahús, kona sem var í jeppanum fékk að fara heim að lokinni skoðun, en maður sem var í fólksbflnum fékk þungt högg á brjóstkassa og höfuð. Báðir bflarnir skemmdust mikið og eru óökufærir. Mynd: KK. Ágreiningur kartöflubænda þykkt fundarins, um að knýja á um fullt verð fyrir innlagðar kartöflur hjá Kaupfélagi Sval- barðseyrar haustið 1984. Svcin- berg telur, að formanninum beri að framfylgja samþykkt- inni, en Guðmundur telur það vonlaust verk. Nánar er sagt frá þessu máli á bis. 3. „Ég hygg að þessi ádeila Sveinbergs Laxdal og félaga á stjórnina, sé fyrst og fremst af persónuleguni toga spunninn, en ekki málefna- Iegum,“ sagði Guðmundur Þórisson, formaður Félags kartöflubænda við Eyjafjörð, í samtali við blaðið. í fimmtudagsblaði Dags deildi Sveinberg á Guðmund vegna yfirlýsingar þess síðar- nefnda á fundi í félaginu í síð- ustu viku. Þá sagðist Guðmund- ur ekki ætla að framfylgja sam- Vinveitingaleyfin: „Gefumst ekki upp“ - segir eigandi Svartfugls sem fékk neitun hjá áfengisvarnanefnd Á fundi Áfengisvarnanefndar Akureyrar sl. miðvikudag var tekin fyrir beiðni um umsögn vegna endumýjunar á vínveit- ingaleyfi Hótels KEA. Áfengisvarnanefnd samþykkti að mæla ekki gegn endurnýjun leyfisins, þar sem ekki væru fyrir- liggjandi neinar upplýsingar urn misnotkun á leyfinu. Svo sem skýrt var frá í Degi á föstudaginn taldi nefndin sig ekki geta mælt með að Friðjóni Árna- syni veitingamanni yrði veitt leyfi til vínveitinga í húsi Svartfugls s.f. að Skipagötu 14 á Akureyri. Friðjón Árnason sagði í sam- tali við Dag að hann teldi mjög eðlilegt og sjálfsagt að Hótel KEA fengi endurnýjun á vínveit- ingaleyfi sínu. „Hvað mig varðar er ég mjög ánægður með að fundur hafi verið haldinn. Um af- greiðslu áfengisvarnanefndar er það að segja að bókunin er nijög væg og í henni felst hvorki játun né neitun. Áfengisvarnanefnd mælir aldrei með neinu, hún mælir ýmist gegn einhverju eða ekki og ég er því ekkert ósáttur við þessa bókun.“ Friðjón sagðist jafnframt vera mjög hlynntur virku og ströngu eftirliti með vínveitingahúsum, en slíku hefði ekki verið til að dreifa hér á Akureyri. „Við höfum eytt miklum tíma og fjármagni í þetta fyrirtæki okkar og okkur finnst því hart ef bæjaryfirvöld ætla að standa í vegi fyrir okkur. Mér sýnist ekki veita af að fá ný fyrirtæki í bæinn." Friðjón benti á að boltinn væri nú kominn til dómsmálaráðherra og spurningin væri hvernig hann brygðist við. „En við erum ekkert á því að gefast upp og eigum ennþá nokkra leiki eftir í þessari leyfis- skák. Það má segja að afgreiðsla áfengisvarnanefndar hafi verið biðleikur,“ sagði Friðjón Árna- son veitingamaður. BB. Málið í biðstöðu „Það er ekkert að frétta, má segja að málið sé í biðstöðu, en við stefnum að því verði lokið fyrir áramót,“ sagði Tryggvi Finnsson stjórnarformaður Is- hafs h.f. um helgina. Tryggvi var ásamt Bjarna Aðalgeirssyni bæjarstjóra og fleiri ráðamönnum í Reykjavík fram á föstudag til að ræða kaup á Kolbeinsey við ýmsa aðila. Næstu daga mun skýrast hvort tekst að útvega starfsfólki Fisk- iðjusamlags Húsavíkur einhverja vinnu fram að áramótum. Verið er að vinna að því að finna verk- efni fyrir starfsfólkið. m.a. átti Kolbeinsey eftir að veiða smá- vegis af kvóta sínum, aðallega er um grálúðu, ufsa og karfa að ræða. Það þarf að fá togara til að veiða þennan fisk. 1M Húsavík

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.